Morgunblaðið - 18.05.1983, Qupperneq 2
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1983
Að lokinni alkirkjuráðstefnunni „Líf og friður“ í Uppsala:
Getur kirkjan áorkað ein-
hverju f friðarmálum?
Eru kirkjuleiðtogar hjá sitthvoru stórveldinu með baráttu sinni gegn kjarn-
orkustyrjöld og framleiðslu að hleypa óvininum inn í landið?
— eftir Pétur
Þorsteinsson
Sigtuna, 27. apríl.
Hvað skyldi hafa áunnizt með
því, að 160 kirkjuleiðtogar frá 60
löndum þinguðu í fjóra daga um
friðarmál? E.t.v. lítið finnst sum-
um. Aðeins sjö síðna plagg, þar
sem samþykkt var, að kjarnorku-
vopn skyídu afmáð með öllu innan
fimm ára, og unnið skyldi að því,
að jarðargæðum yrði réttlátlega
skipt á grundvelli réttvísi og sam-
stöðu. Að hernaðarframleiðslu í
heiminum verði breytt til frið-
samlegrar framleiðslu. En einnig
var samþykkt að styðja og styrkja
friðarhreyfingar og hernaðar-
andstæðinga og kristnir menn
hvattir til þess að taka þátt í frið-
arhreyfingum. Allt og sumt, segja
sumir. Hverju skiptir, þótt þetta
sé samþykkt? Ekki kemur það á
friði. Áfram æðir vitskert vígbún-
aðarkapphlaupið.
Það er í sjálfu sér rétt, að ekki
hætta stórveldin að framleiða
kjarnorkuvopn og eyðileggja þau,
sem fyrir eru, þótt þessi samþykkt
hafi verið gerð. En það hefur verið
samþykkt óumdeilanlega, að
kristnir menn, hvar svo sem þeir í
flokki standa, afneita með öllu
spurningunni um kjarnorkuvopn.
Þar er ekki um neitt samkomulag
að ræða. Aðeins dauða eða líf að
tefla.
400 kfló af
undirskriftum
Það má telja að upphaf fjölda-
hreyfingarinnar gegn kjarnorku-
vopnum hafi verið í sambandi við
það, þegar NATO ákvað í des. 1979
að fjölga kjarnorkueldflaugum í
Vestur-Evrópu. Er fjöldahreyfing-
in einna sterkust í Hollandi. Þar
hafa biskupar í stærstu kirkju
mótmælenda ekki aðeins fordæmt
notkun kjarnorkuvopna, heldur
hafa þeir einnig mótmælt því að
ætlunin skuli vera að setja þau
niður í Evrópu. Kaþólsku biskup-
arnir í Hollandi eru að vinna að
hirðisbréfi, þar sem lagst er gegn
kjarnorkuvopnum.
Þýskaland er enn mikilvægara
en Holland fyrir NATO, þar sem
það liggur að tveimur Varsjár-
bandalagsríkjum. Þar hefur frið-
arhreyfingunni vaxið fiskur um
hrygg undanfarið. í löndum Evr-
ópu gengu um 400 þúsund manns í
mótmælagöngum um páskana. í
Englandi hefur enska kirkjan lát-
ið gera skýrslu, sem fjallar um
kjarnorkuvopn og kristna ábyrgð.
Þar er komizt að þeirri niðurstöðu
m.a. að England skuli ekki hafa
kjarnorkuvopn í landinu né kaf-
báta með kjarnorkuvopn. f Banda-
rikjunum hafa kaþólsku biskup-
arnir gefið út hirðisbréf, þar sem
kjarnorkustríð er fordæmt og
mótmælt er stefnu Bandaríkjanna
í kjarnorkumálum. Þá hefur Jó-
hannes núverandi páfi sagt það,
að þeir sem berjist gegn kjarn-
orkuvopnum sækist aðeins eftir
langvarandi og djúpum friði.
Hér í Svíþjóð stóð kirkjan fyrir
undirskriftarsöfnun til stuðnings
friðar í heiminum. Söfnuðust 400
kíló af undirskriftum eða rúmlega
ein milljón undirskrifta. (f hverju
kílói eru um 2.500 undirskriftir.)
Voru þessar undirskriftir afhent-
ar forseta friðarráðstefnunnar,
sem framlag Svía til friðarmála í
heiminum. Jafnframt hefur verið
sterk andstaða gegn ákvörðun
stjórnvalda um að framleiða
orrustuþotu JAS, sem á að vera
tilbúin árið 1987 og verið hamrað
á því, að nær væri að fjölga at-
vinnutækifærum handa þeim, sem
nú ganga um atvinnulausir.
Kallað eftir
guðfræði friðarins
Fulltrúar þriðja heimsins lögðu
áherzlu á það, að framlag þeirra
gegn kjarnorkukapphlaupinu væri
ekki af ótta við að lenda endilega í
kjarnorkustyrjöld. Heldur gætu
þeir eygt von, að þeirra helzta
vandamál, hungrið, mætti þannig
leysa. Sá kostnaður sem fer í að
framleiða kjarnorkuvopn gæti
notazt mun frekar við að fram-
leiða mat handa hungruðum.
Jafnframt því, sem þeir gætu
einnig átt þess kost að menntast,
fá sjúkraþjónustu og heilsugæzlu.
Allt miðaðist þetta að því, að það
ríkti réttlæti í heiminum. Fyrr
myndi ekki friður ríkja en réttlæti
væri komið á manna í milli.
Því eru helztu spurningar
þeirra, sem fjalla um guðfræði
réttlætis og friðar í dag ekki
fólgnar í því, hvort eitthvert stríð
sé réttlátt eður ei. Heldur hvernig
megi koma á friði, koma í veg
fyrir stríð, og með hvaða leiðum.
Guðfræðin hefur ekki hingað til
fjallað svo mikið um það, hvernig
koma megi í veg fyrir stríð. En nú
er kallað eftir þeirri guðfræði sem
ákafast. M.a. hefur úr þessum
jarðvegi sprottið guðfræði, sem
kölluð hefur verið frelsisguðfræði.
Er hún runnin upp í Suður-
Ameríku hjá guðfræðingnum
Gustavo Gutiérrez á 7. og 8. ára-
tugnum. Snýst frelsisguðfræðin
um það m.a. að Kristur sé frelsar-
inn í vopnaskaki nútímans, og
þannig holdgist fagnaðarerindið
fyrir framan byssukjafta ein-
ræðis- og kúgunarstjórna latnesku
Ameríku.
Þannig ræðst guðfræðin gegn
þeim hugsunarhætti, að hernaður
sé nauðsynlegur. Hernaðarhugs-
unarhátturinn er stærsta og
mesta vandamál andlegrar heilsu-
gæzlu í heiminum í dag. Stjórnar
stjórnmálaframvindu, eyðileggur
samskipti landa í milli, grefur
undan fjárhag landa og ræður vís-
indalegum framförum. Allt talið
vera nauðsynlegt í nafni hernað-
arins.
„Það, sem við höfum mest að
óttast er sovézka hættan," segja
Bandaríkjamenn. „Það, sem við
höfum mest að óttast er Banda-
ríska hættan," segir Rússar aftur
á móti. Trúin á lausn tækni og
hernaðar hefur verið alls ráðandi.
Hræðslan og óttinn hefur gert af-
vopnun óraunverulega og óger-
lega. Stjórnmálamenn hafa verið
uppteknir af því að banna vopn,
sem ekki eru til, samþykkja að
framleiða ekki vopn, sem ekki
nokkur stjórn hefur hugsað sér að
framleiða, friðlýsa svæði, þar sem
enginn býr, svo sem Suðurskauts-
landið, hafsbotninn og tunglið, og
hindra aðra í því að framleiða
vopn, sem þeir sjálfir framleiða.
Öryggið fæst ekki með enn
meira vopnakapphlaupi. öryggið
verður að vera grundvallað á friði
og réttvísi. Því verður guðfræði
friðarins að grundvallast í guð-
fræði um stjórnmál. Jafnvel, þótt
menn hafi litla trú á stjórnmála-
mönnum.
Skipti engum togum að
málverkið tókst á loft
— rætt við Guðmund Karl Ásbjörnsson
listmálara um heima og geima
í Yestursal Kjarvalsstaða stendur nú yfir sjning á málverkum
Guðmundar Karls Ásbjörnssonar listmálara. Á sýningunni eru 95
verk, flest unnin með vatnslitum en nokkur unnin með olíu, og
megnið af þeim gerð á þessu og síðasta ári. Á sýningunni eru
aðallega landslagsmyndir víða af landinu, en kannski sérstaklega í
nánd við Reykjavík, af Þingvöllum, Hafnarfirði og Suðurnesjum og
norðan úr Svarfaðardal svo eitthvað sé nefnt. Blm. Morgunblaðsins
hitti (iuðmund Karl að máli á Kjarvalsstöðum einn góðviðrisdaginn
fyrir stuttu og eftir að hafa litast um á sýningunni, var sest niður
með kaffibolla í kaffistofunni og rætt um heima og geima, ekki síst
Guðmundur Karl Ásbjörnsson listmálari við eitt verka sinna á sýningunni á
Kjarvalsstöðum. Henni lýkur 23. maí. Morgunbl./Emilia.
um geima.
„Það er allur gangur á því,“
svaraði Guðmundur Karl spurn-
ingunni, hvort hann lyki við mál-
verkin úti í náttúrunni þar sem
hann hefur komið sér fyrir með
strigann, penslana og trönurnar.
„Ef ég er vel upplagður og það
gengur vel, kemur það oft fyrir.
Veðráttan spilar þar mikið inn í
líka. Rakastig er ákaflega mikil-
vægt. Útivinnustofan er Blazer-
jeppinn minn þegar gerir slæm
veður, en áður en ég komst yfir
hann, hafði ég oft staðið úti í aus-
andi rigningu og mörgum vind-
stigum, og málað. Ég man að einu
sinni þar sem ég var að máia kom
hvirfilvindur, sem feykti mér um
koll og það skipti engum togum að
málverkið sem ég var að vinna við
tókst á loft í hvirflinum og ég sá á
eftir því þar til það var orðið lítill
depill hátt uppi í loftinu. Það lenti
svo á mosaþembu og sá ekki á því.
Þetta var enginn smásveipur fyrst
honum tókst að velta mér um koll
og þá var rigningin þannig að ekki
var á mér þurr þráður. Svo ég hef
lent í ýmsum barningi í sambandi
við veðráttu. Stundum er það
betra, þá kveikir það í mér og ég
neyðist til að vera snöggur og
vinna hratt."
Það skiptir þig ekki máli í hvernig
veðri þú málar?
„Nei, veður skiptir ekki máli í
myndum mínum, en það má helst
ekki vera þannig að mér sé ekki
stætt úti. Og verst er mér við þoku
og slyddurigningu. í stórhríð gæti
maður ekkert gert.
Þó að á þessari sýningu séu
mestmegnis landslagsmyndir,
þýðir það ekki að ég sé aðeins
landslagsmálari. Ég fæst ekki síð-
ur við portrett og fantasíur, þó ég
hafi ekki haldið sýningu á þeim
verkum hér. Þegar ég er á íslandi
fæst ég meira við landslagsmynd-
ir, en þegar ég er erlendis mála ég
portrett meira, einnig gömul hús
og þorp.“
Hefur þú orðið fyrir áhrifum frá
öðrura málurum íslenskum?
„Valtýr Pétursson gagnrýnandi
Morgunblaðsins segir mig vera
undir áhrifum frá Asgrími Jóns-
syni. Ég vil hvorki játa því né
neita. Allir listamenn eru undir
áhrifum frá öðrum. Það væri
kannski nær sanni að segja að við
Ásgrímur séum undir áhrifum frá
Monet eða Cézanne. Ef fígúratífir
málarar í impressjónískum eða
expressjónískum stíl færu að mála
uppi á fslandi, hlytu að koma fram
sameiginieg einkenni. Ef Cézanne
eða Monet hefðu komið til íslands
og málað hér hefðu þeir orðið fyrir
áhrifum frá ítölskum renaiss-
ance-málurum þó það komi minna
fram landslagsmyndum mínum.
Þeir fengust fyrst og fremst við
portrett eða hópmyndir — lands-
lagsmyndir voru þá varla þekktar,
byrjuðu á renaissance-tímanum
með Leonardo da Vinci og fleirum.
f hverjum listamanni er saman-
safn af áhrifum úr hinum og þess-
um áttum. Ef svo væri ekki, væri
málaralistin á steinaldarstigi.
Og hvað telst frumlegt og hvað
ekki? Ef ég sýni til dæmis íslensk
landslagsmálverk í Þýskalandi, þá
eru þau talin ákaflega frumleg og
sérstæð í augum Þjóðverja. Bæði
mótíf og litasamsetning. Þau virð-
ast ekki eins í augum okkar fs-
lendinga sem erum vanir lands-
laginu og náttúrunni og höfum átt
málara sem gert hafa náttúrunni
prýðileg skil. Hvort litið sé á
landslagsmálara sem frumlegan
virðist fara mikið eftir því hvar
myndir hans eru sýndar.
Og persónulega held ég að það
sé ekki heppilegt að menn séu að
gera sig út til að vera sérstaklega
frumlegir. Staðreyndin er að þá
verða þeir eitthvað allt annað en
þeir sjálfir eru. Menn, sem hlaupa
á eftir hvaða tískustefnu sem vera
skal, bara eftir því hvernig hún er
þann daginn, eru eins og ungl-
ingarnir, sem elta tískuna hverju
sinni, hversu fáránleg sem hún
kann að vera.“
Hvað flnnst þér þá skemmtilegast
að fást við í málaralistinni?