Morgunblaðið - 18.05.1983, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 18.05.1983, Qupperneq 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1983 Innlánsstofnanir: Heildarútlán hafa aukizt um 77,87% HEILDARÚTLÁN innláns.stofnana í lok marzmánaðar sl. voru 12.606 milljónir króna, en voru til saman- burðar 7.087 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Aukning útlána milli ára er því 77,87%. Heildarinnlán lána- stofnana í marzlok voru hins vegar 12.015 milljónir króna, borið saman við 7.309 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er því 64,39%, eða töluvert minni en útlána- aukningin. Ef litið er á viðskiptabankana sér Innlánin hins vegar um 64,39% voru heildarútlán þeirra í marzlok um 11.048 milljónir króna, borið saman við 6.113 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er því um 80,73%. Utlánaaukningin hjá sparisjóð- um er töluvert minni, eða um 62,33%. Heildarútlán sparisjóða í Greiöslukjör versn- uöu mjög á fasteigna- markaði 1977 og 1979 GREIÐSLUKJÖR á fasteignamark- aði versnuðu mjög árin 1977 og 1979. Á þessu tímabili hækkaði útborgun úr 65% í um 75% af heildarsöluverði fasteignar. þessar upplýsingar er að finna í grein í nýjasta fréttabréfi Fasteignamats ríkisins. „Ætla má að kaupendur fast- eigna á landinu þurfi að fá lánaðar um 250 milljónir króna á ári til að standa undir hækkaðri útborgun vegna þessarar breytingar. Þá er reiknað á verðlagi um síðustu ára- mót. Fyrir rúmum áratug var útborg- unin 50% af söluverði. Væri hún það nú þyrftu kaupendur sennilega að greiða 650 milljón kr. lægri upp- hæð í útborgun en samkvæmt nú- gildandi kjörum. Ef greiðslukjörin væru hins veg- ar hliðstæð því sem tiðkast í grannlöndum okkar og útborgunin lækkuð í 25%, sem þó mun víðast teljast hátt hlutfall, þyrftu kaup- endur að greiða nálægt 1300 millj. kr. lægri útborgun. Þessar tölur byggja á mjög laus- legri áætlun um fjárþörf á fast- eignamarkaði hér á landi. Þær gefa þó sæmilega góða hugmynd um hversu háar upphæðir kaupendur þurfa að taka að láni til skamms tíma vegna óheppilegra viðskipta- venja á fasteignamarkaði hérlend- is. í stefnuskrám stjórnmálaflokk- anna í nýloknum kosningum mátti lesa hvaða fjárhæðir þeir töldu að unnt væri að veita til húsnæðis- mála í þeim tilgangi að bæta greiðslukjör ungs fólks. Þær tölur sem hér eru nefndar og jafngilda í raun beinum lánum til kaupenda eru talsvert hærri. Af þessu má draga þá ályktun að einhver besti stuðningur sem kaup- endur íbúðarhúsnæðis gætu fengið væri að viðskiptavenjur á fast- eignamarkaði á fslandi færðust nær því sem eðlilegt er talið í grannlöndum okkar." marzlok voru um 1.349 milljónir króna, borið saman við 831 milljón króna á sama tíma í fyrra. Þá má geta þess, að útlán inn- lánsdeilda kaupfélaganna voru samtals um 213 milljónir króna í marzlok, borið saman við 141 millj- ón króna á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er þvl 51,06%. Heildarinnlán viðskiptabank- anna jukust um 63,78% milli ára, en þau voru samtals um 9.820 millj- ónir króna í marzlok, borið saman við 5.996 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Innlánaaukningin varð nokkru meiri hjá sparisjóðunum, eða um 69,71%. f marzlok námu heildar- innlán í sparisjóðunum um 1.877 milljónum króna, borið saman við 1.106 milljónir króna á sama tíma i fyrra. Ef litið er loksins á heildarinnlán innlánsdeilda kaupfélaganna kem- ur í ljós, að þau jukustu um 54,26% milli ára. Þau voru í marzlok sl. um 290 milljónir króna, en voru til samanburðar um 188 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Heildarútflutningur dróst saman um 5% janúar-marz: Útflutningur iðnað- arvara jókst um 20% Álútflutningur jókst um 28% Ullarvöruútflutningur dróst saman um 1% - Skinnavöruút- flutningur dróst saman um 54% HEILDARÚTFLUTNINGUR íslend inga dróst saman um 5%, í magni talið, fyrstu þrjá mánuði ársins, þegar út voru flutt liðlega 134.620,2 tonn, borið saman við 141.119,3 tonn á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir sam- dráttinn varð liðlega 120% verðmæta- aukning milli ára, en verðmæti út- flutnings í ár var 3.266.175,0 þúsund- ir króna, borið saman við 1.484.317,0 þúsundir króna á sama tíma í fyrra. IÐNAÐARVÖRUR Heildarútflutningur á iðnaðar- vörum jókst fyrstu þrjá mánuði ársins um 20%, í magni talið, þegar út voru flutt 41.282,6 tonn, borið saman við 34.478,5 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 111%, eða 766.591,6 þúsundir króna fyrstu þrjá mánuð- ina í ár, borið saman við 363.873,8 þúsundir króna á sama tíma í fyrra. ÁL OG ÁLMELMI Ál-og álmelmisútflutningur jókst um 28%, í magni talið, fyrstu þrjá mánuði ársins, þegar alls voru flutt út 23.559,0 tonn, borið saman við 18.410,4 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 129%, eða 499.191,8 þús- undir króna, borið saman við 218.179,7 þúsundir króna á sama tíma í fyrra. KÍSIUÁRN Útflutningur á kísiljárni jókst um 25%, í magni talið, fyrstu þrjá mánuði ársins, þegar út voru flutt 6.968,7 tonn, borið saman við 5.564,5 tonn á sama tíma i fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 88%, eða 55.670,2 þúsundir króna, samanborið við 29.681,8 þús- undir krónar á sama tíma í fyrra. ULLARVÖRUR Heildarútflutningur á ullarvör- um dróst saman um 1%, í magni talið, fyrstu þrjá mánuði ársins, þegar alls voru flutt út 307,1 tonn, borið saman við 310,7 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er alls um 64%, eða 88.292,2 þúsundir króna, borið sam- an við 53.834,2 þúsundir króna á sama tíma í fyrra. SKINNAVÖRUR Samdrátturinn var mun meiri í skinnavörum, eða um 54%, í magni talið, þegar alls voru flutt út 46,8 tonn, borið saman við 102,8 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætasam- drátturinn milli ára er um 3%, eða 17.018,6 þúsundir króna, borið sam- Mikil söluaukning Volvo í Bandaríkj- unum og Bretlandi VOLVO hefur átt mikilli velgengni að fagna í Bandaríkjunum síðustu miss- erin. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs hafa liðlega 30.400 Volvo-bflar selzt þar í landi, borið saman við um 27.000 bíla á sama tíma í fyrra. Aukningin mil'i ára er því um 12,6%. I aprílmánuði sl. varð um 9,1% söluaukning, þegar alls seldust um 7.900 Volvo-bílar, borið saman við um 7.250 bíla á sama tíma í fyrra. í frétt frá Volvo segir, að enn- fremur hafi orðið veruleg söluaukn- ing í Bretlandi, en í aprílmánuði hafi selzt þar 4.767 Volvo-bílar, sem er um 17% aukning frá árinu á und- an. Alls voru seldir 141.443 bílar í Bretlandi í aprílmánuði, sem er um 3% söluaukning frá árinu á undan. Markaðshlutdeild Volvo í Bret- ’.andi er nú um 3,4%, en var til sam- anburðar um 2,9% á sama tíma í fyrra. Fyrstu fjóra mánuði ársins seldust alls 23.746 Volvo-bílar í Bretlandi, sem er um 25,6% aukning frá árinu á undan, þegar seldust 18.902 bílar. Loks er þess getið í frétt Volvo, að söluaukning fyrirtækisins á Ítalíu fyrstu fjóra mánuði ársins hafi ver- ið um 18,7%. an við 17.597,4 þúsundir króna á sama tíma í fyrra. VÖRUR TIL SJÁ V ARÚTVEGS Útflutningur á vörum til sjávar- útvegs jókst um 3%, ( magni talið, fyrstu þrjá mánuði ársins, þegar út voru flutt 350,8 tonn, borið saman við 339,4 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 92%, eða 18.074,7 þúsundir króna, borið saman við 9.402,6 þús- undir króna á sama tíma í fyrra. NIÐURLAGÐAR SJÁVARAFURÐIR Útflutningur á niðurlögðum sjávarafurðum jókst um 17%, í magni talið, fyrstu þrjá mánuði ársins, þegar alls voru flutt út 427,0 tonn, borið saman við 365,7 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukn- ingin milli ára er um 182%, eða um 46.772,9 þúsundir króna, borið sam- an við 16.595,9 þúsundir króna. KÍSILGÚR Heildarútflutningur á kísilgúr dróst saman um 1%, í magni talið, fyrstu þrjá mánuði ársins, þegar út voru flutt um 5.983,8 tonn, borið saman við 6.041,7 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 98%, eða um 27.516,6 þúsundir króna, borið saman við 13.925,8 þúsundir króna. VIKUR Útflutningur á vikri jókst um 118%, í magni talið, þegar út voru flutt 1.319,9 tonn, borið saman við 606,2 tonn á sama tíma i fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 319%, eða 1.883,2 þúsundir króna borið saman við 449,1 þús- und krónur á sama tíma í fyrra. BROTAJÁRN Útflutningur á brotajárni dróst saman um 29%, í magni talið, fyrstu þrjá mánuðina þegar út voru flutt 1.876,0 tonn, borið saman við 2.644,6 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er aðeins um 8%, eða 2.738,9 þúsundir króna, borið saman við 2.526,8 þús- undir króna á sama tima í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.