Morgunblaðið - 18.05.1983, Page 9

Morgunblaðið - 18.05.1983, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1983 41 verðbólguástand og mætti ugg- laust taka miklu dýpra í árinni um það tjá og tundur, sem henni fylg- ir, að minnsta kosti um þessar mundir, þegar útlit er fyrir að verðbólgan stefni i þriggja stafa tölur miðað við heilt ár, verði ekki snúist til varnar með ákveðnum hætti. Það er því ekki að ástæðu- lausu að menn setja á langar ræð- ur gegn verðbólgu. Víst er um það, að á undanförnum árum hefur hjöðnun verðbólgu í orði kveðnu verið margyfirlýst markmið í efnahagsmálum. Hvað eftir annað hefur því verið lýst yfir að úr verðbólgu verði að draga. En því miður er meira djúp staðfest á milli viljayfirlýsinga og verka, að ekki sé minnst á árangur, í þessu efni en í nokkrum öðrum mála- flokki í íslenskum stjórnmálum. Nú virðist hins vegar stefna í slíkt óefni að ekki verði komist hjá róttækri stefnubreytingu, er taki til allra þátta efnahagskerfisins. Þörf er fyrir samstillta efna- hagsstefnu, sem í senn nýtur þing- fylgis og viðurkenningar og skiln- ings alls almennings og hagsmunasamtaka. Markmiðið er að draga úr verð- bólgu og viðskiptahalla en tryggja jafnframt viðunandi atvinnu- ástand og treysta grundvöll atvinnulífsins. Þetta verkefni er tvíþætt. Fyrst er þörf fyrir við- náms- og jafnvægisráðstafanir, varnaráætlun, sem fæli í sér brýn- ustu ráðstafanir gegn verðbólgu og viðskiptahalla og til að koma í veg fyrir atvinnuleysi á næstunni. Jafnframt þarf að vinna að ráð- stöfunum til að efla varanlegar framfarir í atvinnumálum og treysta undirstöður hagvaxtar. Þessir tveir þættir fléttast saman á marga vegu, en fyrst nokkur orð um fyrri þáttinn, sem ég nefndi. Viðnáms- og jafn- vægisráðstafanir Spáð er um eða yfir 20% hækk- un framfærsluvísitölu á timabil- inu frá febrúar til maí. Að hluta stafar þessi geysimikla hækkun af ársuppgjöri húsnæðisliðar vísitöl- unnar sem veldur nú óvenjumikilli hækkun. Þótt tillit sé tekið til þessa, er engu að síður ljóst, að verðbólguhraðinn, sem undir býr, er mun meiri en áður var talið. Að óbreyttu verðbótakerfi launa má því búast við um 20% hækkun launa hinn 1. júní. Ef að vanda lætur fylgja flestar innlendar tekjuákvarðanir í kjölfarið, svo sem búvöruverð og fiskverð og innlendur kostnaður yfirleitt. Framundan er því, ef ekkert er að gert, einhver mesta verðhækkun- arskriða, sem dæmi eru um á seinni árum. Hvernig á að bregð- ast við þessum horfum? Við verðbólgu á þessu stigi eru því miður engin einföld, skjótvirk ráð. Stjórnvöld, sem vilja andæfa gegn verðbólgu, verða að beita öll- um þeim tækjum, sem þau hafa yfir að ráða, ef árangur á að nást. Stefnan í fjármálum hins opin- bera og í peningamálum gegnir hér mikilvægu hlutverki bæði beinlínis með áhrifum aðhalds- samrar stefnu í fjármálum og peningamálum á heildareftir- spurn, en ekki síður með óbeinum áhrifum sínum á verðbólgueftir- væntingar almennings. Af þessum sökum er mikilvægt að tryggja sem best jafnvægi í ríkisfjármál- um og aðhald að útlánum. En hætt er við að aðgerðir á þessum svið- um einar sér hrökkvi skammt og verki hægt við núverandi aðstæð- ur. Þrír kostir Um þrjá kosti er að velja í stjórn efnahagsmála við ríkjandi aðstæður. Hinn fyrsti er að láta skeika að sköpuðu um víxlhækkun kaup- gjalds og verðlags og láta hækk- unarhrinuna dynja yfir um næstu mánaðamót, en freista þess að halda atvinnuvegunum gangandi Soffía Guðmundsdóttir frá Akureyri var eina konan sem komst í úrslita- keppnina en hún hefir verið meðal fremstu spilara norðan fjalla í árarað- ir. gegn Ölafi og Hermanni Lárus- syni. Möguleikar Þórarins og Guðmundar áttu því að vera nokkuð góðir þar sem Hermanni og ólafi hafði gengið frekar illa og sveitarfélagar þeirra spiluðu gegn höfuðandstæðingunum. En allt kom fyrir ekki. Jón og Sævar spiluðu eins og englar og ís- landsmeistaratitillinn varð þeirra en naumlega þó. Lokastaðan: Sævar Þorbjörnsson — Jón Baldursson 215 Guðmundur Páll Arnarson — Þórarinn Sigþórsson 212 Ásmundur Pálsson — Karl Sigurhjartarson 179 Pétur Guðjónsson — Stefán Ragnarsson 141 Guðmundur Sveinsson — Þorgeir Eyjólfsson 117 Guðlaugur R. Jóhannsson — Örn Árnþórsson 82 Guðmundur Pétursson — Hjalti Elíasson 77 Jón Ásbjörnsson — Símon Símonarson 55 Öll landsliðspörin urðu meðal 8 efstu para og er það góðs viti en landsliðið fer til Wiesbaden í Þýskalandi um miðjan júlí og keppir þar á Evrópumóti ásamt yfir 20 Evrópuþjóðum ef að lík- um lætur. Um frammistöðu Jóns Bald- urssonar og Jons Baldurssonar væri hægt að skrifa langt mál. Þeir hafa unnið flestar tvímenn- ingskeppnir af stærri gráðunni í vetur, síðast ferð til Portoroz í opnum tvímenningi sem Sam- vinnuferðir/Landsýn stóð fyrir ásamt Bridgesambandinu. Þeir félagar urðu þó að láta sér nægja annað sætið í Islandsmót- inu í sveitakeppni sem sveit Þór- arins Sigþórssonar vann með miklum glæsibrag. Keppnisstjóri á mótinu var Agnar Jörgensson en hann ann- aðist einnig útreikninginn. með sílækkandi gengi og undan- látssamri lána- og fjármálastefnu. Afleiðingin hlyti að verða enn vaxandi verðbólga. Ekki er þessi kostur fýsilegur og virðist reyndar þegar hafa gengið sér til húðar, því þótt samkeppnisstaða fyrir- tækja kunni á pappírnum að vera tryggð með þessu móti, fylgja þessari leið vaxandi fjármögnun- arvandamál í rekstri atvinnuveg- anna, en þeim vanda fylgir örygg- isleysi um atvinnu manna. Annar kosturinn væri að and- æfa gegn verðbólgu eingöngu með samdrætti í ríkisútgjöldum og fjárfestingu og lánveitingum með mikilli hækkun vaxta, jafnframt því sem reynt væri að halda verð- lagsþróun í skefjum með gengis- aðhaldi. Hætt er við að uppskera slíkrar stefnu yrði, að minnsta kosti fyrstu misserin, stórfelldur hallarekstur, gjaldeyrisútstreymi og á endanum atvinnubrestur. Ekki virðist þessi leið vænleg, ef atvinnuöryggi er sett efst á markmiðaskrána í efnahagsmál- um, eins og víðtæk samstaða er um, og mikils er um vert bæði vegna heildarhagsmuna en þó fyrst og fremst frá manngildis- sjónarmiði. Þriðji kosturinn er að freista þess að stilla verðbólgurótið með því að beita beinum aðgerðum á sviði launa- og tekjumála auk að- halds á sviði fjármála, peninga- mála og gengismála, sem hefði það markmið að tryggja atvinnu og draga úr viðskiptahalla. Ef vinnu- friður næst um lausnir af þessu tæi, má með þeim nálgast efna- hagsjafnvægi án þess að til at- vinnubrests þurfi að koma. í þessu hlyti að felast breyting að minnsta kosti um sinn — og ef til vill til frambúðar — á því kerfi tekjuákvarðana, sem nú er bundið í samninga og lög. Ég á hér fyrst og fremst við verðbótakerfi launa — vísitölubindinguna — en einnig gildandi ákvæði um ákvörðun bú- vöruverðs og fiskverðs og verð- ákvarðanir yfirleitt. Hvaða leiðir á að fara í þessum efnum? Leið samninga eða lögfestingar eða einhverja millileið. Hér er um gamalkunnugt val að ræða en ekki síður vandasamt. Samningareglan Það er talin grundvallarregla í íslensku stjórnarfari, að kaup og kjör skuli ákveðin með frjálsum samningum milli félaga launa- fólks og vinnuveitenda. Á síðustu áratugum hefur þróun löggjafar einmitt legið í þá átt, að gera þessa reglu víðtækari. Að formi til má heita, að hún nái til alls vinnu- markaðarins. Það er næsta mót- sagnarkennt að á sama tíma og þessi þróun í átt til stöðugt al- mennari samningsréttar hefur orðið í almennri löggjöf um með- ferð kjaramála, hefur íhlutun löggjafarvaldsins um kaup og kjör verið mikil og farið vaxandi. Þannig hefur á síðustu árum hvað eftir annað verið hlutast til um greiðslu verðbóta á laun fyrir all- an vinnumarkaðinn og reyndar einnig um ákvörðun grunnlauna, þótt það hafi verið sjaldnar. Ríkisvaldið hefur í vaxandi mæli hlutast til um ákvarðanir um kaup og kjör fyrst og fremst í því skyni að andæfa gegn verð- bólgu, en í áranna rás hafa marg- vísleg önnur sjónarmið og hags- munir tengst þessari tilhögun. Slík íhlutun hefur oft vakið upp mikla úfa í samskiptum ríkisins og aðilanna á vinnumarkaðnum og þeirra á milli innbyrðis. Því má einnig halda fram, að sú áhersla á aðgerðir á sviði tekju- og verð- lagsmála, sem einkennt hefur stjórn íslenskra efnahagsmála um langt árabil, hafi orðið til þess að minna hafi verið skeytt en æski- legt væri um að beita aðhaldssöm- um aðgerðum á sviði ríkisfjár- mála, gengis- og lánamála til þess að hamla gegn verðbólgu og tryggja jafnvægi í viðskiptum við önnur lónd. Þetta er vissulega íhugunarefni. íhlutun ríkisvalds- ins um gerð kjarasamninga kann að hafa veikt það samband, sem einna mikilvægast er í öllum fjár- hagsmálefnum, að saman fari ábyrgð og ákvörðun. Æskilegt væri að koma á skýrari skiptingu verka og ábyrgðar í þessum efnum og forðast það, sem við hefur vilj- að brenna, að velviljuð afskipti ríkisins endi í ófarnaði. Allt má þetta til sanns vegar færa, en hitt vill stundum gleymast í umræðum um þetta mál, að verðbótakerfi launa er ekki að formi lögþvingað. Samkvæmt gildandi lögum er aðil um heimilt að semja um annað, þótt á það ákvæði hafi lítið reynt. Þessi staðreynd sýnir hins veg- ar, ef til vill, hversu lítils form- breytingar einar mega sín. Eins og nú er ástatt er fyrst og fremst þörf fyrir einbeittar ákvarðanir um efnisatriði í efnahagsmá'lum. Vissulega kann að vera ástæða til að endurskoða formgerð og far- vegi tekju- og verðákvarðana og freista þess að bæta þá. Slík endurskoðun og skipulagsbreyting í kjölfar hennar er hins vegar mál, sem tekur lengri tíma en nú er til stefnu við val áhrifaríkra ráða í efnahagsmálum. Mér segir hugur um að á þessu sviði gildi það, sem Alexander Pope segir í Tilraun um manninn og Jón Þorláksson á Bægisá þýddi svo: „Hver bezta stjórnar-aðferð er? — / um það lát dára þrátta frí / hún er æ bezt, sem bezt fram fer, / bera kann enginn móti því.“ „Standard” lengdir eða sérlengdir, allt eftir óskum kaupandans. Að auki þakpappi, pappasaumur, þaksaumur, kjöljárn, rennu- bönd og rennur. B.B. BYGGINGAVÖRUR HF SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.