Morgunblaðið - 18.05.1983, Síða 15
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1983
K1 [> L w Knattspyrnufélag Reykjavíkur
„Árangur KR ræðst
af fyrstu leikjunum“
Hólmbert Friðjónsson þjálfari KR
KR-liðið er að mestu leyti
skipað sömu mönnum og í fyrra,
nema að Guðjón Hilmarsson,
einn okkar traustasti maður frá
í fyrra, sleit liðbönd og verður
ekki með fyrr en seinna í sumar
ef vel gengur með bata.
Svo gæti vel farið að mótið í
sumar verði eins jafnt og tvísýnt
og sl. sumar og því er ógerlegt að
spá um endanlega stöðu liða.
Árangur KR-liðsins í sumar
ræðst mikið af því hvernig til
tekst í fyrstu leikjunum. Ef við
töpum 2 fyrstu leikjunum á móti
Þrótti og Þór eru litlar líkur á að
KR-liðið verði meðal efstu liða í
mótinu. Hins vegar ef þeir leikir
vinnast þá gæti allt gerst og við
hæglega barist um efstu sætin
eigi síður en eitthvert hinna lið-
anna.
Ég hef hvorki séð til Þórsliðs-
ins né Isafjarðarliðsins það sem
af er þessu sumri og treysti mér
því ekki til að dæma um hvaða
lið eru líklegust til að falla, en
eftirfarandi lið gætu hæglega
barist um íslandsmeistaratitil-
inn og í eftirfarandi röð:
1. Víkingur
2 ÍBK
3. UBK, Valur, ÍA, ÍBV, KR
Hólmbert Friöjónsson, þjálfari
KR.
Viss um að utan-
bæjarliðin eru enn
sterkari en í fyrra
Ottó Guómundsson fyrirliði KR
íslandsmótið í ár verður
svipað mótinu í fyrra. Reykja-
víkurliðin virðast vera mjög
jöfn að styrkleika og án þess að
hafa sé utanbæjarliðin spila í
ár er ég viss um að þau eru enn
sterkari en í fyrra. Því á ég von
á mjög jafnri, spennandi og
skemmtilegri keppni og ekkert
lið kemur til með að ná afger-
andi forystu.
Hvað varðar KR-liðið þá lék
það misjafnlega vel í Reykja-
víkurmótinu en þess ber að
geta að meiðsli og veikindi
komu þar mikið við sögu.
Okkar ágæti þjálfari, Hólm-
bert Friðjónsson, hefur því
ekki getað stillt upp okkar
sterkasta liði. Hins vegar vona
ég að við getum byrjað með
okkar sterkasta lið í byrjun ís-
landsmots og að það eflist með
hverjum leik því við stefnum
að sama marki og hin liðin, að
verða íslandsmeistarar 1983.
Með tilliti til þess sem ég
sagði fyrr er út í hött að spá
um lokastöðuna.
Ottó Guðmundsson
wÓgjörningur að spá
nokkru um lokastööunau
Gunnar Guðmundsson formaður
Knattspyrnudeildar KR
Lið KR verður að mestu skip-
að sömu leikmönnum og í fyrra.
Sumir þeirra hafa átt við
meiðsl að stríða en verða vænt-
anlega orðnir góðir fyrri hluta
1. deildarkeppninnar. í fyrra
hafði KR-liðið á að skipa
traustu vörninni í 1. deild en
hins vegar urðu mörkin ekki
eins mörg og nauðsynlegt hefði
verið. Takmarkið í ár verður
því að bæta verulega árangur
sóknarinnar í markaskorun. Er
það von mín að áhorfendur
meti þetta og flykkist á leiki
sumarsins, því knattspyrnan á
íslandi þarf svo sannarlega á
stuðningi þeirra að halda.
Gunnar Guðmundsson
Keppnin í fyrstu deild
sumar á örugglega eftir af
verða spennandi þar sem ég tel
að liðin séu flest mjög jöfn að
getu. Erfitt tíðarfar gæti að
vísu háð sumum utanbæjarlið-
um í byrjun móts og spurning
er hvort Víkingar verði seinni í
gang í sumar vegna þess hve
síðla þeir fengu hinn erlenda
þjálfara. Einnig er erfitt að spá
hvort þjáifaraleysið hái ísfirð-
ingum í fyrstu leikjum mótsins.
Allt eru þetta einungis vanga-
veltur sem svör fást vitaskuld
ekki við fyrr en þegar líða tekur
á mótið.
Sakir þess hve jöfn liðin eru í
1. deild tel ég ógjörning að spá
nokkru um lokastöðu mótsins.
Kristinn Helgason, 23
ára, tengiliður. Lék fyrst
í mfl. 1977, 12 leikir.
Jósteinn Ginarsson, 21
árs, miðvörður. Lék
fyrst í mfl. 1978, 86 leik-
ir. 3 u-landsl.
Jakob Pétursson, 27
ára, bakvörður. Lék
fyrst í mfl. 1982, 39 leik-
ir.
É
Helgi Þorbjörnsson, 20
ára, tengiliður. Lék fyrst
í mfl. 1981, 11 leikir.
Kevin Hauksson, 21 árs,
bakvörður. Nýliði í mfl.,
5 leikir.
A
Jón G. Bjarnason, 21.
árs, framherji. Lék fyrst
í mfl. 1982, 12 leikir. 3
d-landsl.
ét \\ 41, k\v'l
Hálfdán Örlygsson, 26 Guðjón Hilmarsson, 26 Davíð Skúlason, 19 ára,
ára, framherji. Lék fyrst ára, bakvörður. Lék framherji. Lék fyrst í
í mfl. 1974, 111 leikir. 6 fyrst í mfl. 1974, 183 mfl. 1981, 6 leikir. 5 d-
u-landsl. leikir. 7 u-landsl. landsl. og 1 u-landsl.
Halldór Pálsson, 25 ára,
markvörður. Lék fyrst í
mfl. 1975, 28 leikir.
Birgir Guðjónsson, 26
ára, tengiliður. Lék fyrst
í mfl. 1975, 128 leikir. 2
u-landsl.
Elías Guðmundsson, 25
ára, framherji. Lék fyrst
með mfl. 1979, 68 leikir.
Erling Aðalsteinsson, 23
ára, framherji. Lék fyrst
í mfl. 1980, 29 leikir.
*
t
Ágúst Már Jónsson, 22
ára, tengiliður. Lék fyrst
í mfl. 1979, 52 leikir.
Vilhelm Fredriksen, 26
ára, framherji. Lék fyrst
í mfl. 1977, 96 leikir.
Sigurður Pétursson, 26
ára, bakvörður. Lék
fyrst í mfl. 1976, 108
leikir.
Sæbjörn Guðmundsson, Stefán Jóhannsson, 21
22 ára, tengiliður. Lék árs, markvörður. Lék
fyrst í mfl. 1978, 99 leik- fyrst í mfl. 1980, 65 leik-
ir. 1 u. 21 árs landsl., 3 jr. 1 landsl., 3 u-landsl.,
u-landsl og 4 d-landsl. Qg 4 d-landsl.
Í L >/.
Sigurður Indriðason, 30
ára, bakvörður. Lék
fyrst í mfl. 1971, 223
leikir.
Willum Þór Þórsson, 20 Óskar Ingimundarson, Magnús Jónsson, 24
ára, framherji. Lék fyrst 24 ára, framherji. Lék ára, tengiliður. Lék fyrst
í mfl. 1981, 31 leikur. 3 fyrst í mfl. 1981 en áður i mfl. 1976, 43 leikir. 3
d-landsl. með KA, 50 leikir. d-landsl. og 6 u-landsl.