Morgunblaðið - 18.05.1983, Page 20
52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1983
í 35 dr, ert þú-Pyrstex tiífciiiá
m'itt a_f þessu["
Ast er ...
... að blikka hann í
baðherberginu.
TM Rag U.S. Pat Ott — iH rlphts reserved
•1963 Los Angetes Timts Syndicate
Með .
morgnnkaffinu
Það eru miklir fjármunir hér, en
ég sé ekki hvort það er vinningur í
happdrætti — getraununum eða
skattaálagningin.
HÖGNI HREKKVÍSI
^ I
„ HAMN ÆTMK AE> HREINSA HEF&ERQIP.v
Vil ekki trúa að þessi
ráðstöfun hafi verið gerð
að vilja útvarpsstjóra
V.G. skrifar:
„Velvakandi góður.
Nú langar mig að senda þér línu
um það sem ferskast er í huga mín-
um, en það er hlustendaskoðun
Ríkisútvarpsins. Ég er sammála
þeim er ásaka útvarpið fyrir, væg-
ast sagt, fádæma ókurteisi við rosk-
ið fólk, að það skuli vera dæmt sem
kjánar eftir að hafa náð sjötugs
aldri. Er ekki forsætisráðherrann
72 ára? Vill nokkur leyfa sér að
halda því fram að hann sé sljór? Er
ekki Bandaríkjaforseti yfir sjötugt?
Finnst einhverjum hann vera
„imbi“?
Nei, góðir hálsar, fyrir nú utan
það, að það er þetta fólk, sjötugt og
eldra, sem hefur byggt upp það vel-
ferðarþjóðfélag sem við lifum í, og
gerir yngra fólki mögulegt að lifa
því sællífi er það lifir. Ég vil ekki
trúa að þessi ráðstöfun hafi verið
gerð að vilja útvarpsstjóra.
Þá leyfi ég mér aðeins að minnast
á „ástkæra ylhýra málið“. Miklar
þakkir eiga menn skilið er hafa lagt
sig fram í þágu móðurmálsins, en
þeirra fremstir eru um þessar
mundir Árni Böðvarsson og Gísli
Jónsson, og er þeirra skerfur stór.
En það sem mikið veltur á, er að
fólk hafi ást á og beri virðingu fyrir
móðurmálinu. Það þarf að glæða
málkennd nemenda í skólum og allt
frá barnaskóla og uppeftir ætti að
kenna nemendum að „lesa“. Það er
oft ömurlegt að heyra í fjölmiðlum,
hve fólk á erfitt með að tjá sig, orð-
fæð og endurtekningar. Þá þykja
mér mikil lýti, hvað oft koma fyrir
blótsyrði, bæði í ræðu og riti.
Ambögur í blöðum og öðrum fjöl-
miðlum eru kapítuli útaf fyrir sig
(er ég geymi til betri tíma), en það,
sem ég vil aðeins drepa á, er hvern-
ig blöðin leyfa sér að skipta orðum.
Ein fyrsta regla, sem kennd var í
barnaskóla í minnT tíð, var að
skipta ætíð orði um atkvæði. Þá er
það nýbreytni hjá blöðunum að
skrifa „viljiðið" í stað viljið þið. Er
þetta það sem koma skal? Það hvíl-
ir mikil ábyrgð á fjölmiðlum gagn-
vart tungunni, fréttamenn og þulir
hjá sjónv. og útv. ættu allir að vera
skýrmæltir og óblestir á máli.
Þá vil ég senda Pétri Péturssyni
Borgari skrifar:
„Velvakandi.
Bráðum rís eiturskýið og boðar
vorið. Fuglar hósta í hverjum garði
og gangandi vegfarendur marg-
krossa götur á flótta. Tími eitur-
hernaðar rennur upp. Menn fara
með eiturbyssur og demba eitrinu
yfir garðagróður, dýr og lítil
mannabörn í vögnum.
þul innilegar þakkir fyrir þau
hugljúfu lög er hann spilar á
morgnana. Pétur er einn af okkar
allra bestu þulum, röddin mjög skýr
og þægileg. Þá þykir mér mjög
smekklegt að Pétur hefur jafnan
smáþögn eftir að tilkynnt er um
sorgartíðindi.
Með bestu kveðju."
Nú þarf ekki allt þetta eitur,
„bara límhring á stofninn", segja
þeir sem vit hafa á. En hvað gerist?
Skýin blandast eitri. Enginn er
óhultur. Menn geta ekki opnað
glugga, hvað þá farið út, því eitrið
stórskaðar öndunarfæri þess sem
gengur inní mökkinn. Ég vona að
ósk mín um gleðilegt vor rætist og
fólk sjái að sér.“
Hver stjórnar þessu?
Brian Eno
Mike Oldfield
Gary Numan
Verðugir fulltrú-
ar á listahátíð
Kristinn Þ. Pálsson skrifar:
„Ég vil taka undir það sem
„gamall poppari" segir í bréfi til
Velvakanda 7. maí sl. Ég er sam-
mála honum i því, að listahátíð
setti mikið niður, ef hún færi að
velja aðra eins innantóma diskó-
grúppu og Duran Duran. Jafnvel
þó að hljómsveitarmenn klæðist
samkvæmt nýjustu tísku, þá er
músík þeirra enn ein endurtekn-
ingin á fimm ára gömlu skalla-
poppi. Ég vil einnig taka undir það
með gamla popparanum, að lista-
hátíðarnefnd snúi sér fremur til