Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1983 I Ófryst lambakjöt er pakkað í lofttæmdar umbúöir í vél. Morgunbiaöiö/ köe þessum tíma hraöa og útivinnu bæöi kvenna og karla þykir þaö afar þægilegt aö geta fariö út í verslun og keyþt mat, sem hægt er aö matreiöa á tiltölulega skömmum tíma. Und- anfarin ár hefur lambakjötiö átt vaxandi vinsældum aö fagna en þaö er svo meö lambakjötiö aö oftast fæst það aöeins fryst í verslunum en síöan veröur fólk aö afþýöa þaö og láta þaö moöna í nokkra daga, til aö ná fram sem bestum gæðum. En þaö eru ekki allir, sem skiþuleggja máltíöir sín- ar nokkra daga fram í tímann og því væri æskilegt aö geta keypt kjöt, sem þegar er oröiö meyrt, flesta daga vikunnar. Kaup- menn bjóöa margir hverjir upp á slíkt kjöt, þá sérstaklega um helgar og svo auövitaö strax eftir sláturtíð og sumir eiga þetta allt- af til ööru hvoru allan ársins hring. En hvaö er þaö sem stendur í vegi fyrir því aö ekki er hægt aö fá kjöt, sem þegar er Púiö aö brjóta sig, allt áriö? Við ræddum viö nokkra kaupmenn um þessi mál, fyrstur fyrir svörum varö Eiríkur Sigurðsson, kaupmaöur í Víöi. „Viö eigum alltaf til meyrt kjöt en viö eigum líka til frosiö kjöt fyrir þá sem biöja um þaö,“ sagöi Eiríkur. „En megin orsökin fyrir því, aö við eigum ekki til moðnaö kjöt í miklu magni, er sú aö það er svo dýrt aö liggja með þessa vöru. Sláturhúsin fá aftur á móti greidd bæði afuröar- og geymslu- gjöld af kjötinu og þaö er því þeirra aö láta kjötið hanga áöur en þaö fer í verslanir. En sláturhúsin hafa takmarkaö húsrými, til þess aö láta kjötiö hanga, þaö er því aö- eins lítill hluti af hinu nýslátraöa kjöti sem látiö er moöna áöur en þaö fer í verslanir. Viö þetta bætist sú staðreynd, að þó viö vildum selja meirt kjöt, sem þegar hefur verið þýtt, þá verður 57% rýrnun á þyngd kjötsins, þegar blóöiö hefur lekiö úr því. Æskilegast væri því, aö þaö mætti leggja meira á þetta kjöt enda meira fyrir því haft. Þannig mætti örva heildsölu- og smásölu- aöila til betri þjónustu. Ég tel aö sláturhúsin ættu aö koma sér upp þeirri aöstööu aö þau geti pakkaö mestöllu kjötinu í lofttæmdar pakkningar á haustin og láta þaö meyrna í þeim eöa þá aö láta skrokkana hanga og selja kaup- mönnum svo þessa vöru,“ sagöi Eiríkur Sigurösson kaupmaöur í Víöi. „Viö eigum alltaf til moönaö kjöt, þ.e. læri fyrir helgar,“ sagöi Jóhannes Jónsson verslunarstjóri SS í Austurveri. „Þannig reynum viö að koma á móts viö nýjar neysluvenjur og skapa meiri fjölbreytni. Viö tókum þetta upp fyrir um tveimur árum og þá seldum viö 5—6 læri á viku en nú selj- um viö 60—80 læri fyrir hverja helgi.“ En eru allir sammála um aö þetta sé besti kosturinn? Einar Bergmann kaupmaður í Kjöti og fiski segir: „Ég tel aö þaö sé vandkvæðum bundiö aö vera meö meyrt kjöt á boðstólum dag- lega. Segjum svo aö kaupmaöurinn sé bú- inn aö láta kjötiö hanga í nokkra daga en síöan er lítil sala í kjötinu, þá stendur hann uppi meö þaö og á þaö á hættu aö þaö skemmist. Ef hann hinsvegar nýtir þaö til dæmis í hakk þá rýrnar kjötiö viö þaö. Svo er annaö, aö ef hinu meira kjöti er pakkaö í lofttæmdar umbúöir þá verður aö vera mjög ör sala í kjötinu, því ef þaö er geymt í kæli eftir aö búið er aö rjúfa umbúöirnar þá skemmist þaö fljótlega og er þetta vísasti vegurinn til aukningar á matareitrun aö mínu mati, sagöi Einar Bergmann. „Meginorsökin fyrir því að við eigum ekki til moðnað kjöt í miklu magni er sú, að það er svo dýrt að liggja með þessa vöru“ En er mikil hætta á því aö aukning veröi á matareitrun, eins og Einar Bergmann lýs- ir hér aö framan? Viö lögöum þessa spurn- ingu fyrir Guöjón Þorkelsson matvæla- fræöing hjá Rannsóknarstofnun Landbún- aöarins. „Ef kjötiö fær fyrsta flokks meðferö þá á þaö aö geta geymst í kæliskáp í 3 vikur þ.e. um 10 daga í viöbót viö það, sem kjötiö hefur þegar hangið, þess vegna tel ég ekki mikla hættu á því aö aukning veröi á mat- areitrun, sagöi Guöjón Þorkelsson. Þvt næst var rætt viö Jón Friöjónsson hjá Sláturfélagi Suöurlands og hann spurö- ur, hvort eitthvaö væri á döfinni hjá þeim, sem geröi þaö mögulegt fyrir neytandann aö fá moðnaö kjöt oftar í búöum? „Viö höfum veriö aö velta ýmsum mögu- leikum fyrir okkur, þá meöal annars aö láta kjötiö hanga eftir slátrun, setja þaö síöan i lofttæmdar umbúöir og frysta kjötiö síöan og selja þaö þannig í verslanir. Eöa þá aö setja þaö ferskt í poka og láta þaö meyrna í pokunum og selja þaö þannig. En þetta er hægara sagt en gjört, því til þess aö hægt sé aö láta kjötiö meyrna þyrfti aö byggja fleiri hundraö fermetra kæligeymslu. Á haustin slátrum viö allt aö 2.000 fjár í hverju sláturhúsi á dag, og þyrfti því aö skapa aöstööu til aö láta stóran hluta þessa kjöts hanga ef vel ætti aö vera. Lausnin er fólgin í því aö hluta kjötiö niöur og frysta og pakka því síöan í lofttæmdar umbúðir. Ef til þessa kæmi, þyrfti kjötiö aö vera dýrara. En þaö sem valdið hefur því aö þróunin hefur ekki veriö eins hröö í „Salan á meyru kjöti í loft- tæmdum umbúðum hefur gengið vonum framar og hefur þessí meðhöndlun aukið söluna á lambakjöt- þessum efnum er aö á veröinu eru óeölileg höft, æskilegra væri aö ákvöröun verös væri i höndum söluaöila, sagöi Jón Friö- jónsson hjá Sláturfélagi Suðurlands. En hvernig er kjöt, sem pakkaö hefur verið inn í lofttæmdar umbúöir? „Kjöt sem pakkaö hefur veriö inn í loft- tæmdar umbúðir hjá okkur og hefur veriö látið meyrna í kæli í 7—10 daga er afar safaríkt og mjúkt undir tönn,“ sagöi Gunn- ar Páll Ingólfsson hjá ísmat hf„ sem sér- hæft hafa sig í sölu og pakkningu lamba- kjöts í lofttæmdar umbúöir fyrir sjúkrahús, mötuneyti og veitingahús. „Viö teljum aö á þennan hátt fáist og varöveitist gæöi lambakjötsins, því viö þessa meðferð helst safinn í kjötinu. Þar eö kjötiö meyrnar i pakkningunni hefur fólk möguleika á aö frysta kjötiö eftir meyrnunina, þ.e.a.s. ef fólk hyggst ekki matreiða kjötiö strax. Sé sú aöstaöa ekki fyrir hendi er hægt aö geyma kjötiö u.þ.b. hálfan mánuö í góöum kæli. Sú pökkunaraöferö sem hér um ræöir gefur líka ýmsa möguleika eins og aö krydda kjötiö áöur en því er pakkaö og kemur þá mjög gott bragö af kjötinu. Þaö er líka meiri þrifnaöur af þessari pakkn- ingu, því þegar kjötinu er pakkað inn í venjulegar umbúöir vill safinn oft leka úr kjötinu og í gegnum umbúöirnar og skap- ast af þessu bæöi óþrifnaöur og vond lykt,“ sagöi Gunnar Páll Ingólfsson hjá ísmat. En hvernig hefur kjöt, sem pakkaö er inn í lofttæmdar umbúðir reynst? Viö hringd- um í verslunina Nonna og Bubba í Keflavík þar sem kjöt frá ismat hefur verið til sölu í 5—6 mánuöi og spuröum um viðtökur og reynslu af kjötinu. „Salan á meyru kjöti í lofttæmdum um- búöum hefur gengiö vonum framar og hef- ur þessi meöhöndlun aukiö söluna á lambakjötinu," sagöi Guömundur Ragn- arsson kjötiönaöarmaöur verslunarinnar. „Kjötið er meyrt og afar gott á bragöiö. Viö höfum ekki selt kjötiö dýrara þrátt fyrir þessa pakkningu og engar kvartanir hafa borist varöandi þaö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.