Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ1983 P IUX U R STUxKA Þetta er lokagreinin ígreinaflokki, sem Mbl. hefur að undanförnu birt um ófrjó- semi, getnað og þungun eftir dr. Robert H. Glass og dr. Ronald J. Ericsson. í þessarí grein ræða höfundarnir m.a. um möguleika á að ráða kynferði barns við getnað og um ófrjósemi af völdum sýkingar í neðri hluta kviðarhols. Sp. Ég hef lesiö, aö sumir karlmenn geti eingöngu syni, en aörir karlmenn séu eingöngu faerir um aö geta dætur. Er þetta sannleikanum samkvæmt? Sv. Þaö liggja ekki fyrir neinar sannanir, sem renna stoöum undir þá skoöun, aö sumir karlmenn séu eingöngu færir um að geta börn af ööru kyninu en ekki af hinu. Þær ýmsu læknisfræöilegu upplýsingar, sem fengist hafa, bæöi um þá karlmenn, sem getiö hafa börn, og eins um karlmenn meö einhverja þá Itffræöilega ágalla sem gera þá ófrjóa, hníga í reynd allar í þá átt aö renna stoðum undir þá skoöun, aö allir karlmenn séu færir um að geta börn af báöum kynjum. Fræðilega séö ætti helmingur sáöfrumanna aö hafa x-litninga (fyrir kvenkyn) og helmingurinn y-litninga (fyrir karlkyn). Vísindaleg greining á x- og y-litningum í sýn- ishornum af sæöi ýmissa hópa karlmanna hefur leitt til niöur- stööu, sem styöur hiö fræöilega álit vísindamanna um aö litn- ingarnir x og y skiptist til helminga í sæöi karlmanna. Eingöngu dætur Sp. Við hjónin eigum þrjár dætur, en okkur langar mjög míkið til aö eignast son. Eru minni líkur á því, aö viö eignumst son, úr því að viö höfum þegar eígnast þrjár dætur? Sv. Nei. Líkurnar á að eignast son eru ofurlítiö meiri en 50 á móti 50, því á mót' hverjum 100 fædd- um stúlkum fæöast 105 drengir. Líkurnar viö getnað á því, hvort barniö veröur stúlka eöa drengur, eru hinar sömu í hverju tilviki, al- veg án tillits til þess, hve margar dætur hjónin hafa áöur eignast. Ef viö föllumst á réttmæti ofan- greindrar skiptingar, 50 á móti 50, þá eru líkindin á þvt aö eignast næst dreng álíka mikil og þegar maöur hendir upp krónupeningi og upp kemur annaö hvort fiskurinn eða landvætturin. Líkindin viö fyrsta kast eru einn af tveimur kostum eöa 50 á móti 50. Viö aö kasta peningnum í annaö sinn og í öllum köstum, sem á eftir fara, halda líkindin á annarri hvorri út- komunni áfram aö vera hin sömu og viö fyrsta kastiö. Mjög margt fólk álítur, aö líkind- in á því, aö hjón eignist næst dótt- ur, aukist verulega, ef þau eiga til dæmis þrjár dætur fyrir. En þaö er langt því frá, aö líkurnar á, aö næsta barn veröi einnig stúlka, aukist, þær halda áfram aö vera allt aö því 50 á móti 50. Áöur en hjón eignast börn eru hins vegar líkurnar á því aö eignast þrjár stúlkur í röö einn á móti átta eöa þaö má segja, aö líkurnar séu einn á móti sjö, aö hjónin eignist ekki þrjár dætur í röö. Þegar um fimm dætur (eða syni) er aö ræöa í einni fjölskyldu, eru líkindin einn á móti 32. Þannig má búast viö því, aö af 32 fjölskyldum, sem eiga fimm börn, eigi ein hjón fimm dætur (eða 5 syni). Að ráða kynferði barns Sp. Þaö er fullyrt, aö til sóu margar svokallaðar aöferöir til aö ráöa því, hvort barnið, sem getiö er, veröur drengur eöa stúlka. Hvernig get ég vitað, hvort þess- ar aðferöir séu áreiðanlegar eða ekki? Sv Hafi aðferöin viö aö ákvaröa kynferði barns viö getnaö ekki ver- iö tekin til nákvæmrar vísindalegr- ar athugunar og prófunar á rann- sóknarstofu eöa á sjúkrahúsi eöa hafi þessi aöferö ekki hlotiö viöur- kenningu og staöfestingu af hálfu hlutlausra sérmenntaöra fag- manna á þessu sviöi, þá eru allar líkur á þvt, aö sú aðferö sé ekki örugg og áreiöanleg. En hafi hins vegar veriö ritaö um slíka aöferö í vísindalegu læknariti og staöfest í öörum slíkum ritum, og hafi klín- ískar niöurstööur rannsókna á aö- feröinni veriö birtar öllum almenn- ingi, og aöferöin hlotiö samþykki læknastéttarinnar, þá eru meiri lík- indi á, aö sú aöferö sé áreiöanleg. Vitneskja um kynferði fósturs Sp. Get ég vltaö um kyn barns- ins míns, áöur en þaö fæöist? Sv. Sérstök litningaprófun, sem gerö er á frumum í legvatninu, munu leiöa í Ijós annaö hvort xx- (kvenkyns) eöa yy-litninga (karl- kyns). Hins vegar munu það vera fá sjúkrahús, sem láta gera slíkar litningaprófanir eingöngu til þess aö seöja forvitni veröandi foreldra í þessum efnum. Fyrir allmörgum árum var skýrt frá greiningu á kynferöi barna í móöurkviöi með þvi að taka flagn- aöar fósturfrumur, sem finna má í legháisslími móöurinnar, til rann- sóknar. Aö okkar áliti er kyn- greining, sem gerö er á þennan hátt, ekki sérstaklega áreiöanleg. Seint á meögöngutímanum er unnt aö greina útlínur pungsins hjá drengfóstri meö því aö beita hljóöbylgjutækni. Mælingar á magni testosteróns eóa öörum hormónum í blóöi móöurinnar, svo og athuganir á samsetningu leg- vatnsins, geta einnig gefið ákveö- na vísbendingu um kynferöi fóst- ursins. Allar þessar aöferöir eru þó, enn sem komiö er, á rannsókn- arstigi og hafa enn ekki veriö tekn- ar upp sem fastur liöur í venjulegu lækniseftirliti meö verðandi mæör- um. Samruni sáðfrumu og eggs Sp. Hvaö veröur um sáöfrum- una, þegar hún er loks komin inn í eggið? Sv. Um leiö og sáöfruman ryöur sér braut inn í eggiö, fer höfuö hennar aö stækka og leitar inn til kjarna eggfrumunnar. Þegar höfuö sáöfrumunnar nálgast kjarna eggfrumunnar, bresta himnur, sem umlykja kjarna eggfrumunnar og höfuö sáöfrumunnar, og litn- ingarnir í höföi sáöfrumunnar og litningarnir í kjarna eggfrumunnar raöa sér upp hver andspænis öör- um í sérstakan sveig. Hali sáö- frumunnar færist einnig inn í egg- frumuna á þeim stað, þar sem hún brast. Þaö kann vel aö vera, aö hali sáðfrumunnar flytji egginu vissa orkuþætti. Sp. Hve lengi lifa sáðfruman og eggið? Sv. Heppilegasti mátinn til aö ákvaröa líflengd sáöfrumunnar er sá, aö hún getur veriö fær um aö frjóvga eggiö allt aö 48 klukku- stundum eftir aö sáöfalliö hefur átt sér staö. Hvaö eggið snertir, þá getur þaö frjóvgast á 12 og allt aó 24 klukkustundum eftir aó egglos hefur átt sér stað. Þaö kemur fyrir, þó sjaldan, aö hægt er aö finna kvikar sáöfrumur í slími leghálsins allt aö sex til sjö dögum eftir aö samræöi átti sér staö síöast. Það er þó mjög vafasamt, aö þessar sáöfrumur séu færar um aö frjóvga egg. Hætta á ófrjósemi vegna fóstureyðingar Sp. Fyrir um þaö bil þremur ár- um var framkvæmd fóstureyöing hjá mér af læknisfræöilegum ástæðum, og var ég þá komin átta vikur á leiö. Getur þessi fóst- ureyöing haft áhrif á frjósemi mína? Sv. Hafi í sambandi við fóstur- eyöinguna komiö síöar til ein- hverra kvilla eöa eftirkasta eins og til dæmis sýkingar eöa bólgu í kynfærum eöa í legi, þá gæti slík sýking borizt upp í eggjaleiöarana og þar meö stofnaö frjósemi kon- unnar í hættu. Stundum kemur fyrir, aö víkkun, sem gerö er á leghálsi, samfara skafningu á legbeöi viö fram- kvæmd fóstureyöingar, nemur á brott of mikiö af þekjuvefjum leg- beösins, og legiö særist þaö illa, aö síöar myndist í því ör á víö og dreif. Þetta mun einnig gera þaö aö verkum, aö frjósemi konunnar minnkar, og séu slík ör á stórum svæöum í legi konunnar, getur svo SLICK 50 TORFÆRUKEPPN! AKUREYRI Islandsmeistarinn er meðal keppenda Það verða vegleg verðlaun sem ökukappar í Slick 50-torfærukeppni Bílaklúbbs Akureyrar á sunnu- daginn geta unnið til. Sjö þrautir verða eknar í malarnámunum í Glerárdal og sigurvegari hverrar þeirra hlýtur 2.500 krónur að launum, en sex kepp- endur eru skráðir til leiks. Torfæra þessi er sú fyrsta á árinu og er liður í islandsmeistarakeppn- inni í torfæruakstri. Allir helstu tor- færukappar sl. árs mæta til leiks, þeirra á meöal Bergþór Guöjóns- son á Willys, sem varö íslands- meistari 1982. Þeir Halldór Jó- hannesson og Bjarmi Sigurgarð- arsson, báðir á Willys, munu vænt- anlega reyna allt til aö leggja Berg- þór aö velli, en hann hefur veriö sigurvegari í fjölmörgum torfæru- keppnum undanfarin ár. Keppnin á sunnudaginn hefst kl. 14.00 og verður rallkappinn Ómar Ragn- arsson kynnir hennar. — G.R. Akureyringurinn Halldór Jóhanneeaon veröur ekæöur á heimavelli í torfærukeppni Bílaklúbbs Akureyrar. Ljósm. Mbl. Gunnlaugur R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.