Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 10
HVAÐ ER AD GERAST UM HELGINA? 42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1983 SÝNINGAR Njarðvík: Karl Olsen jr. sýnir 37 olíumálverk Á hvítasunnudag opnaöi Karl Olsen jr. sína 6. einkasýningu. Karl sýnir 37 olíumálverk ( Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík. Flestar myndir Karls eru af bát- um eftir óskum skipseigenda og sjómanna, en einnig hefur Karl málað mikið portrait- og land- lagsmyndir. Sýning Karls er opin virka daga frá kl. 20 til 22 og um helgar frá kl. 14 til 22, en sýningunni lýkur sunnudagskvöld 29. maí. Aðgang- ur ókeypis. Nýlistasafniö: Árni Ingólfsson sýnir Árni Ingólfsson opnar sína 3. einkasýningu í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3b, laugardaginn 28. maí kl. 16. Árni hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum á íslandi sem utanlands. Hann var einn af þremur fulltrúum íslands á Ung- dómsbiennalnum í París 1980. Hann stundaði nám viö Mynd- lista- og handíöaskóla íslands frá árinu 1973—77 og framhaldsnám í Hollandi frá 1977—80. Árni hefur kennt viö Myndlista- og handíöa- skóla íslands frá árinu 1980. Sýn- ingin er opin frá kl. 16—20 virka daga, en 14—22 um helgar og stendur til sunnudagsins 5. júní. Selfoss: Sýning Jóns Inga Sýningu Jóns Inga Sigur- mundssonar í Safnahúsinu á Sel- fossi lýkur á sunnudaginn. Jón Ingi sýnir 39 myndir, bæði vatnslita- myndir og olíumálverk. Sýningin er opin í dag frá 15 til 22, en um helgina frá 14 til 22. Grundarfjöröur: Jón Yngvi Yngva- son meö mynd- listarsýningu Helgina 28. og 29. þessa mán- aöar heldur Jón Yngvi Yngvason myndlistarsýningu í Grunnskólan- um á Grundarfiröi. Á sýningunni veröa vatnslitamyndir, olíumálverk og teikningar, einkum landslags- myndir. Sýningin veröur opin báöa dagana frá kl. 14—22. Aögangur er ókeypis. Guðmundur Björgvinsson sýnir á Austfjörðum Guðmundur Björgvinsson myndlistarmaður sýnir um þessar mundir 34 myndir víðs vegar á Austfjörðum. Þetta eru myndir, sem Guðmundur var með á sýningu á Kjar- valsstöðum á dögunum. Guðmundur er fæddur 1954. Hann nam myndlist í Banda- ríkjunum 1974 til 1976 en er að öðru leyti sjálfmenntaður. Sýning Guðmundar er nú á Fáskrúðsfirði og verður á Nes- kaupstað, Egilsstöðum og Seyðisfirði fram til 13. júní. Meðfylgjandi mynd tók Albert Kemp á Fáskrúðsfirði. Norræna húsiö: Yfirlitssýning á verkum Sven Havsteen- Mikkelsens Laugardaginn 21. maí sl. var opnuð í Norræna húsinu yfir- gripsmikil sýning á verkum danska listmálarans Sven Havsteen- Mikkelsens. Á sýningunni eru m.a. 50 mál- verk, mörg máluö hér á landi, steinprentmyndir og teikningar. Þetta er farandsýning sett saman i tilefni af sjötugsafmæli listamanns- ins. LEIKHÚS Leikfélag Reykjavíkur: Skilnaður í fimmtugasta sinn i kvöld, föstudagskvöld, og á sunnudagskvöld veröa sýningar hjá Leikfélaginu á hinu nýja leikriti Per Olov Enquist Úr lífi ánamaök- anna, en leikritiö hefur vakiö mikla athygli hór sem annars staðar. Aö- alpersónurnar eru ævintýraskáldiö H.C. Andersen og leikkonan Jo- hanna Lovísa Heiberg. Þau eru leikin af Þorsteini Gunnarssyni og Guörúnu Ásmundsdóttur. Á laugardagskvöldiö er 50. sýn- ing á leikriti Kjartans Ragnarsson- ar Skilnaöi og eru nú aðeins eftir örfáar sýningar á verkinu. Á laugardagskvöld er enn ein miönætursýning á Hassinu hennar mömmu eftir Dario Fo, en ekkert lát er á aösókn þessa verks. Trú- lega veröur ekki unnt aö hafa nema eina til tvær sýningar í viö- bót. Þjóöleikhúsið: Mikið um að vera um helgina Mikiö er um aö vera í Þjóöleik- húsinu þessa dagana, margar sýn- Stokkseyri: Elvar Þórðarson og Vignir Jónsson sýna málverk og hnýtingar Elvar Þórðarson og Vignir Jónsson sýna máiverk og hnýt- ingar ( Barnaskólanum á Stokks- eyri. Sýningin er opin alla daga frá ki. 14 til 22 og lýkur þann 29. maí. Skilnaöur aýndur (50. sinn. ingar í gangi og er þar að finna eitthvað fyrir alla. Fyrst ber aö nefna sýninguna á óperunni Cavalleria Rusticana eftir Mascagni og ballettinum Fröken Júlíu eftir Birgit Cullberg. Þessi sýning er á dagskrá leikhússins á föstudagskvöld (27. mai"). Kl. 15 á laugardag veröur síöari Nemendasýning Listdansskóla Þjóöleikhússins, sem Ingibjörg Björnsdóttir stjórnar. Koma þar fram allir aldursflokkar skólans og gefst því tækifæri til aö kynnast listdönsurum framtíðarinnar. Á laugardagskvöldiö veröur sýning á Grasmaðki, eftir Birgi Sigurösson, í leikstjórn Brynju Benediktsdóttur. Hór er á feröinni haganlega samiö og spennandi fjölskyldudrama úr Reykjavík nú- tímans. Lína langsokkur veröur sýnd í síöasta skipti á þessu vori á sunnudag kl. 14. En þaö er ekki þar meö sagt aö sýningarnar veröi ekki fleiri, því Lína fer bara í sumarfrí og mætir tvíefld til leiks aftur í haust. Á sunnudagskvöldiö veröur sá heimsfrægi Victor Borge meö skemmtun sína í Þjóöleikhúsinu og endurtekur leikinn svo á mánu- dagskvöld. Þetta er eina tækifæriö til aö sjá fræga heilskvölds- skemmtun þessa einstaka lista- manns í þessari Islandsheimsókn, en Borge heldur einn uppi fjörinu í heila tvo klukkutíma á fjölum Þjóö- leikhússins. Vegna mikillar aösóknar og eft- irspurnar veröur enn ein aukasýn- ing á Súkkulaöi handa Silju, eftir Ninu Björk Árnadóttur, á Litla svlöinu á þriöjudagskvöldiö, 31. maí. Er þaö allra síöasta sýningin. Leikfélagiö í Garði: Lokasýning á Pilti og stúlku Litla Leikfélagið í Garöi sýnir sjónleikinn Pilt og stúlku eftir Emil Thoroddsen í síöasta sinn í Sam- komuhúsinu í Garði, sunnudaginn 29. maí, og hefst sýningin kl. 20. Meö titilhlutverk fara þau Ólafur Sæmundsson og Svana Sturlu- dóttir. Leikstjóri er Gunnar Eyj- ólfsson. Miöasala hefst kl. 19 í Sam- komuhúsinu. SKEMMTANIR Norræna húsiö: Mál og menning efnir til Ijóða- dagskrár Nýlega komu út tvær nýjar Ijóöabækur hjá Bókaforlagi Máls og menningar, eftir þau Ingibjörgu Haraldsdóttur og Einar Ólafsson. Af því tilefni efnir Mál og menning til Ijóöadagskrár í Norræna húsinu, laugardaginn 28. maí kl. 4 síðdeg- is. Auk höfunda nýju bókanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.