Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 6
TOLVUR Menn hafa veit mjög ana? Nú eru í framtíðarinnar muni blásnir leikir hverfi af leiktæki og fari að fyrir sér væntanlegri gangi heitar umræður í gjörsamlega eyóileggja sjónarsviðinu, hverfi stunda skákíþróttina af þróun skáktölvanna, Bandaríkjunum hvort skákíþróttina, tölvu- skákáhuginn einnig. kappi. Tölvuskák sé og hver áhrifin verði. banna skuli tölvum skákir verði jafn óper- Aðrir benda hinsvegar ekkert annað en Verða þau til góós, eða þátttöku í almennum sónulegar og tölvu- á þann áhuga sem áhugaverður afleggj- verður skákáhuginn skákmótum, og sýnist músík. Um leið og hínn skáktölvurnar kveiki ari, manntaflið sjálft í drepinn nióur, þegar þar sitt hverjum. Peir, mannlegi þáttur, tíma- hjá börnum og ungling- sínum mikilfengleik kassarnir verða farnir sem svartsýnastir eru, hrak, sálfræðilegur um, þau laðist að muni standa óskert að máta alla meistar- segja að tölvuskák undirbúningur og inn- þessu skemmtilega eftir. 99 E g býst fastlega við því, aö eftir 10 ár muni öflugasta skáktölva heims sigra 99,9% allra þeirra skákmanna sem tafliö þreyta." — Þessi ummæli eru komin frá Skotanum D. Levy, al- þjóölegum skákmeistara sem lét svo um mæltáriö 1978. Hann haföi þá nýiokiö 5 skáka keppni gegn kanadískri tölvu, og sigraö 3%— 1V4. Tilefni keppninnar var veömál Levys og nokkurra skák- tölvuhönnuöa, en Levy haföi haft fremur litla trú á skáktölvum og möguleikum þeirra gegn mönnum af holdi og blóöi. Eftir keppnina varö Levy hinsvegar slíkur skák- tölvuaödáandi, aö hann lagði kappskákir mestmegnis á hilluna og sneri sér aö tölvuskák og endurbótum á skáktölvum. Tölva hans, Philidor, hefur þegar getiö sér gott orö á alþjóölegum vett- vangi, og þykir framarlega í flokki. Áhugi fyrir tölvuskák hefur aukist mjög undanfarin ár. Tækninni hef- ur fleygt fram og skákblöö víös vegar um heim gefa tölvunum æ meira rými á síöum sínum. En hvernig tefla skáktölvurnar? Þaö sem helst hefur staöið í vegi fyrir enn örari framþróun þeirra, er aö tölvurnar veröa aö taka alla mögulega leiki meö í reikninginn hversu vitlausir sem þeir annars eru. Út frá hverjum einstökum leik kvíslast síöan óteljandi hliöarleikir í allar áttir, líkt og greinar á tré. Reikni tölvan út eina 4—5 leiki fram í tímann í venjulegri mið- taflsstöðu, skipta leikirnir hundr- uöum þúsunda sem taka verður meö í reikninginn. En þá kemur til sögunnar hinn gífulegi reiknings- hraöi tölvunnar, sem metiö getur 160.000 taflstööur á einni sek- úndu, svo dæmi sé tekiö frá heimsmeistaranum „Bellu". Ekki veröur fákunnátta í byrjunum „Bellu" aö falli. Hún hefur veriö mötuö á 300.000 stööum í hinum margvíslegustu taflbyrjunum, en þess má geta, aö hvert bindi al- fræðibókarinnar um skákbyrjanir inniheldur 200.000 byrjanaleiki. Þessa bók geysist „Bella" því í gegnum á einni og hálfri sekúndu! Ekki eru allar tölvur byggðar upp á sama máta. Eftir aö hafa misst heimsmeistaratitilinn í skák yfir til landa síns, Petrosians, áriö 1963, sneri Botvinnik sér aö því viö- fangsefni aö hanna skáktölvu sem tæki fram öllum snjöllustu skák- mönnum veraldar. Þar eö Botvinn- ik var læröur rafeindafræöingur, og haföi sem slíkur hlotiö æöstu verðlaun Sovétríkjanna, var búist viö miklu af meistaranum. Hug- mynd Botvinniks var sú að útiloka alla vitlausu leikina sem tölvurnar þyrftu aö böölast í gegn um, og taka aöeins meö í reikninginn skynsamlega og rökrétta leíki. Fyrst í staö var Botvinnik sjálfur -mjög bjartsýnn. Fleyg uröu þau ummæli hans á Ólympíuskákmót- inu í Tel Aviv 1964, aö eftir nokkur Grein: Jóhann Örn Sigurjónsson ár gætu Sovétmenn látiö fjórar tölvur um sigur á Ólympíuskák- mótum framtíðarinnar. Um þetta leyti taldi Botvinnik sig vera aö leysa öll helstu tölvuvandamálin. En erfiöleikarnir reyndust meiri en ætlað var, og Botvinnik fór aö ein- beita sé að tölvulausnum á einföld- um endatöflum. Margar þeirra voru listilega gerðar, en ekki leiðin aö lokatakmarki skáktölvuhönn- uöa, aö gera tölvurnar þannig úr garði, aö þær gætu mátaö alla. Fleiri stórmeistarar en Botvinnik hafa lagt fyrir sig skáktölvufræöi, svo sem Donner, Bisguier og Darga. Donner sýslaöi viö þetta í nokkur ár, en gaf síöan frá sér meö þeim orðum, að hann vildi ekki láta tölvurnar yfirskyggja líf sitt. Frá Bandaríkjunum, Kanada og Þýskalandi koma bestu skáktölv- urnar í dag. Því var þaö, aö hönn- uöur heimsmeistarans „Bellu", Bandaríkjamaöurinn Kenneth Thompson, fékk boö frá Botvinnik um aö koma til Sovétríkjanna í boði miönefndar sovéska íþrótta- málaráöuneytisins, og hafa meö sér sína heitt elskuöu „Bellu". Thompson átti aö sýna gripinn á mikilli vísindahátíö i Moskvuborg, halda fyrirlestra og svara fyrir- spurnum. Þar sem „Bella“ er ekk- ert smásmíöi, vegur ein 200 kíló, skildi leiöir á Kennedy-flugvelli. „Bella" skyldi gista farangurs- geymsluna á meöan Thompson slakaði á í dúnmjúku farþegasæt- inu. Nú víkur sögunni til Moskvu. Þar stóöu áhugasamir vísinda- menn úti á flugvelli, og biöu komu þeirra „Bellu" og Thompsons. En Thompson reyndist einn á ferö. Tollveröir Kennedy-flugvallar höföu ákveöiö aö ekki skyldi slík gersemi sem „Bella" falla Sovét- mönnum í hendur. Ný lög höföu veriö sett fyrir skömmu, og þar var stranglega bannað aö flytja há- þróuö tæknileyndarmál úr landi. „Bella" var því kyrrsett, og Thompson varö aö gista Sovétrík- in sem óbreyttur feröamaöur, og fékk ekki leyst „Bellu" úr klóm tollvaröanna, fyrr en greitt haföi veriö lausnargjald. í 12 ár hefur „Bella" veriö endurbætt jafnt og þétt, og skilaö aö launum sigrum á flestum mótunum, heimsmeistara- mótunum og Noröur-Ameríku- mótunum. „Bella" hefur veriö nær ósigrandi, og stórviöburöur ef hún tapar skák gegn öörum skáktölv- um. Aö áliti Thompsons munu tölv- ur aldrei tefla á sama hátt og mannlegar verur, þar spili taugar stórt hlutverk. Góður skákmaöur getur misst niöur unna stööu vegna ofþaninna tauga, eöa slapp- aö full fljótt af í unninni stööu. Slíkt hendir aldrei skáktölvurnar, þær leita alltaf eftir besta leiknum, hversu auöunnin sem staöa þeirra er. En nú væri ekki úr vegi aö líta á vinningsskák frá „Bellu". Á 12. meistaramóti Noröur-Ameríku voru 12 skáktölvur mættar til leiks, í fylgd hönnuöa sinna. Hér kemur úrslitaskákin frá keppninni. Hvítur: Cray Blitz Svartur: „Bella" 2ja riddara vörn. 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bc4 — Rf6, 4. Rg5 — d5, 5. exd5 — Ra5, 6. Bb5+ — c6, 7. dxc6 — bxc6, 8. Df3 — Hb8, 9. Bxc6+ — Rxc6, 10. Dxc6+ — Rd7, 11. d3 — Be7, 12. Re4 — Bb7, 13. Da4 — Dc7, 14. Rb-c3 — Bc6, 15. Dc4 — Dc8, 16. Rd5 — Bxd5, 17. Dxd5 — Dxc2, 18.0-0 — f6,19. f4? (Aö mati tölvu- stjórnenda var 19. Be3 betri leikur, þvi hinn geröi leikur gefur svörtum kost á hrókeringu innan tíöar.) 19. — Rb6, 20. Da5 — Dxd3, 21. Dxa7 — 0-0, 22. Dxe7 — Dxe4, 23. De6+ — Kh8, 24. fxe5 — fxe5, 25. Hxf$+ — Hxf8, 26. h3 — De1+, 27. Kh2 — h6, 28. Dxt>6? (Hvíta töivan missir af 28. Bxh6! — Dxa1, 29. Dg6 — Hg8, 30. Bf4 — Hd8, 31. Bxe5 — Hd7, 32. De8+ jafntefli.) 28. — Hf1, 29. Dd8+ — Kh7, 30. Dd3+ — e4, 31. Dxf1 — Dxf1, 32. a3 — e3, 33. Bxe3 — Dxa1, 34. Bd4 — h5, 35. Bc3 — g5, 36. Be5 — De1, 37. Bc3 — Df2, 38. Kh1 — g4, 39. hxg4 — hxg4, 40. Kh2 — Dh4+, 41. Kgl — g3, 42. Kf1 — Kg6, og hvítur gafst upp. j þessari skák, eins og flestum opinberum skáktölvukeppnum, voru leiknir 40 leikir á 2 klukkutím- um. Fyrir nokkru rauf fyrsta skák- tölvan 2.200 stiga múrinn, og var þaö auövitaö hin eina sanna „Bella". Þar með hefur hún nú sömu stigatölu og sjálfur Campo-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.