Morgunblaðið - 27.05.1983, Síða 23

Morgunblaðið - 27.05.1983, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1983 55 „Eitt af því, sem Ásmundur talaði oft um, var Öskjuhlíðin og framtíd hennar. ( þeim efnum átti hann draum. Hann sá staðinn fyrir sér iðandi af mannfólki, sem allt var þangað komið til þess að skoða og njóta fagurra lista. Þarna vildi hann hafa listasafn og ekki nóg með það, höggmyndir áttu að vera á víð og dreif um svaeðið milli rósarunna og blómabeða, stígir áttu að liggja þar á milli, tröppur þar sem það var talið nauðsynlegt...“ merkur listamaður og stórgáfað- ur. Honum var annt um samferða- fólkið og honum var annt um borgina. Hann hafði mikinn áhuga á skipulagsmálum og margt væri skemmtilegt í borginni okkar, ef hlustað hefði verið á Asmund. Hann hændi að sér börn og leyfði þeim að príla í listaverkunum í garðinum sínum, en nú sjást þar sjaldan börn, og mér er nær að halda að börnin hafi sótt til hans, fremur en myndverkanna. Börn eru næm og finna fljótt, hvar stórt og hlýtt hjarta slær, og það átti Ásmundur Sveinsson. Vill nokkur hugleiða hugmyndir hans um Öskjuhlíðina?" Borö og 4 stólar kr. 5.900.- Stærö á boröi 95 sm og stækkun 40 sm. Litur: Ijóst og brúnbæsaö. Tækifæriskaup. SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU * « mww.Tt™ ÁRMÚLI 4 SIMI82275 Til íhugunar ¥a.smín B.N. Björnsdóttir skrifar 18. maí: „Kæri Velvakandi. Þetta er svar mitt við bréfi Kjartans Jónssonar frá Vestmannaeyjum í dálk- um þínum 14. maí. Ég las bæði bréfið hans, þar sem hann gerði sig að dómara yfir með- bræðrum sínum, og Bibliuna. Og Drott- inn benti mér á eftirfarandi i Heilagri ritningu honum til íhugunar: Matteus 7.1-5; 12.7; Rómv. 2.1-8; 12.9—10; 13.10—11; 14.13; Orðskviðirnir 21.3 og 10 og 16 og 24 og 27 og 30. Guð blessi alla góða Islendinga." Pa: Þessir tveir fallegu kettlingar, Lina langsokkur og Jón Bartels, sérlega mannelskir og hreinlegir, fást geflas þjá Yasmía. Upplýsiagar i aiaut 28381. Þessir hringdu . . . Verið að bjóða hættunni heim Á.F. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Ég hef oft horft upp á það í gegnum árin, að bæði börn og fullorðnir hjóla á móti umferðinni, þ.e.a.s. öfugu megin. í gær varð svo mælirinn fullur, því að þá munaði nánast engu, að ég keyrði yfir stúlkubarn. Ég nauð- hemlaði og þetta fór betur en á horfðist. Stúlkan missti jafnvægið og datt, svo að ég spurði hana fyrst, hvort hún hefði meitt sig, en svo var sem betur fer ekki. Þá spurði ég hana, af hverju hún gerði þetta. Svarið var, að pabbi og mamma hefðu sagt henni, að hún ætti alltaf að ganga á móti umferðinni og þess vegna hlyti hún einnig að eiga að hjóla á móti umferðinni. Ég reyndi að koma henni í skilning um, að þetta ætti ekki að gerast, en veit ekki hvort hún skildi alveg hvert ég var að fara. Enginn vill keyra yfir aðra manneskju, en með þessu athæfi er verið að bjóða hættunni heim. Ég minnist þess meira að segja, að hafa séð lítinn hnokka hjóla á móti umferðinni á hringtorgi. Þarna hefur greinilega eitthvað brugðist í umferðarfræðslunni. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Ef þú mundir detta, þá mundirðu geta meitt þig. Rétt væri: Ef þú dyttir, þá gætirðu meitt þig. AÐ LEGGJA BYSSUNNI OG LABBA ÚT í KJÖRBÚÐ Einar Jónsson fiskifræöingur hefur verið í Grænlandi og skrifar um nágranna okkar og vandamál þeirra. NIETZSCHE — HINN MIS- SKILDI HEIMSPEKINGUR Christian Favre kennari skrifar um hann. UM ÞJÓÐSKÁLDIN OG ÞJÓÐSÖNGINN Ó guö vors lands hefur verið til umræöu og nú er það Pétur Pétursson sem leggur orö í belg. Vönduð og menningarleg heigarlesning AUGLVSiNGASTOf A KRISTINAR HF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.