Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1983 49 fclk í fréttum Bette Davis í „Hotel” + Bette Davis, meö sín 75 ár aö baki, er enn aö leika og hef- ur nú fallist á að fara með aö- alhlutverkiö í nýjum sjón- varpsmyndaflokki, sem heitir „Hóteliö". Hann er byggður á sögu Arthur Hailys með sama nafni, og svo vill til að Bette Davis er sjálf eigandi aö þessu glæsilega og sögufræga hóteli. Prinsinn ekki hækkaóur í tign + Andrew prins, þyrluflugmaöur í breska sjóhernum, mun ekki veröa aönjótandi neinna forrétt- inda hvaö varöar stööuhækkanir og þarf hann aö öllum líkindum aö bíöa til ársins 1984 eftir laut- inants-titli, aö því er segir í fregn- um bresku fréttastofunnar Press Association í dag. Taliö haföi verið líklegt aö hann yröi hækkaður um tign á þessu ári, þar sem hann var tal- inn hafa starfaö dyggilega í Falk- landseyjastríöinu 1982, en fréttastofan sagði aö seinkun yröi á því aö stööuhækkunin kæmi til framkvæmdar vegna niöurskuröar á fé til sjóhersins og færri stööugilda þess vegna. COSPER Þaö eru aldrei lengur hár á jakkanum þínum. Ertu farinn að halda framhjá mér meö sköllóttum kvenmanni? TÓNLEIKAR í Gamla bíói laugardaginn 28. maí kl. 14.00. Tónlist eftir: Maurice Ravel, Einleikarar: Manuela Wiesler, Theu Musgrave, Þorkel Sigur- Laufey Siguröardóttir og Anna björnsson, Clöru Schumann og Guöný Guömundsdóttir. Georges Bizet. Stjórnandi: Guömundur Emils- son. Miðasala í Gamla bíói. Einstakt tækifæri Eigum til á lager þessa tvo bíla bankaborgaöa og á gamla góöa genginu. Dodge Ramcharger V8-318, sjálfsk. meö vökvastýri aflhemlum og fl. Verð 447.000,00. Dodge Van 6-250 meö gluggum, 6 cyl., sjálfsk. meö vökvastýri, afl- hemlum o.fl. Verö 434.000,00 (347.000,00 til atvinnu- bílstjóra). Báöir bílarnir eru nýir af árg. 1979. JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 SPUNNIÐ UM STAT ÍN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN Þú verður marinn eins og gyðingahundarnir, hrópaði hann. Ætlaðir þér hlutverk fyrsta konsúls í gagnbylting- unni. Þú átt þér ekki undankomu auðið, nema þú játir. Játi? Játi hvað? Svik, njósnir! Aldrei! Þá heldurðu lífi, annars ekki! Aldrei! Stalín bandaði honum frá sér með hendinn og snerist á hæli: Burt með hann, hrópaði hann. í fangelsi! Þjóðin skal fá að heyra sannleikann. Og herinn bregzt ekki á örlaga- stund. Voroshíloff mun sjá um það. Voroshíloff kinkaði kolli. Túkhachevsky, sem hafði staðið við hliðina á Stalín á grafhýsi Leníns I. maí, eða cinungis hálfum mánuði áður en hann var handtekinn, vissi nú að dagarnir voru uppi. Hann leit hryggur á Voroshíloff, hugsaði: Allt unnið fyrir gýg. Stalín rauk út. En Voroshíloff hugsaði með sjálfum sér: Með Túkha- chevsky fer mikill hermaður í gröfina. Og þjóðin mun glata snilld hans og herstjórnarlist að eilífu. En hann sagði ekkert. Voroshíloff er ekki talinn sérlega gáfaður, þótt hann hafi getið sér gott orð í borgarastríðinu. En hann kann að þegja á réttum stundum. Það er styrkur hans. Hann stendur upp. Fær sér vodkaglas, skjálfhentur. Hann hefur einungis framið tvö ódæði í lífinu, finnst honum, annað þegar hann skrifaði undir dauðadóm Túkhachevskys, vitandi um sakleysi hans, en hitt þegar hann þóttist trúa því, að Kamenev, Zínoviev og Búkharin væru sekir óvinir ríkisins. En enginn hafði séð á honum að hann efaðist eitt andartak. Þá gróf hann sannfæringu sína, eins og þegar hann hafði grafið grunsemdir sínar, eftir að Nadya svipti sig lífi. Þessi gamli lífsreyndi hershöfðingi gengur út í bílinn og kvíðir hálfpartinn fyrir því að þurfa að drekka með Stalín í nótt. En hann gætir þess vandlega að skilja minningarnar eftir heima. 40 Ef þú ert maður, Winston, þá ertu siðasti maðurinn. Þín tegund er útdauð — við erum arftakarnir. ORWELL: 1984. ítóisti er nú orðið sams konar blótsyrði og trotský- isti. í öllum leppríkjum Sovétríkjanna í Austur- Evrópu eru hafin blóðug réttarhöld gegn títóistum og síonistum. Draugurinn frá Búkharins-réttarhöldunum er vakin upp. Margir falla í valinn, aðrir eru ataðir blóði. Margir þjást af rangminni. Þá verður að lækna. Þeim verður að breyta. I höfuðstöðvum öryggislögreglu komm- únista í Austur-Evrópu hanga guðamyndir af Stalín. Hann stjórnar öllum þessum réttarhöldum í raun og veru. Hann er hugsanalögreglan. Og hugsanir hans breytast í aðgerðir. Blóðugan verknað. En fórnardýrin hugsa: Allt er þetta auðvitað gert gegn vilja hans, að ofsækja okkur! Einstaka maður segir við sjálfan sig, hvernig getur hann með svo hreinan og fallegan svip látið þetta viðgangast? En þeir segja ekkert upphátt. Það væri guðlast. Þeir, sem stjórna réttarhöldunum, hafa unnið sigur á sjálfum sér, þeir elska Stóra bróður eins og Winston í 1984. Sumir eru óðir. Það hvítmatar í augun í þeim. Þcir vinna eftir forskrift þessarar bókar Orwells án þess að vita það: Þið pyntuðuð hana. O’Brien lét því ósvarað. Næstu spurningu, mælti hann. Er Stóri bróðir til? Vitanlega er hann til. Flokkurinn er til. Stóri bróðir er flokkurinn holdi klæddur. Er hann til á sama hátt og ég? Þú ert ekki til, svaraði O'Brien. Aftur fann Winston til vanmáttar síns. Hann þekkti, eðá gat gert sér grein fyrir FRAMHALD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.