Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1983 X> FyrirgefSu, en ruá ve^ur&u o& korrúL þér cx-ftur i'sóetií þifct-/ |?ví ■F/uíjvé’lih er c*ð lenda " love 15... 6Ad ^ ... aÖ ,/ílau hann í botn Nei, þad er ekkert í honum. Ég tek hann bara med mér í hvert sinn sem ég þarf ad fara yfir götuna hér! Með morgunkaffinu Ég hlakka til þess að geta nú svar- að manninum mínum þegar hann kemur að austan í kvöld og spyr hvort nokkuð hafi skeð meðan hann var í burtu! HÖGNI HREKKVlSI L/EKNISIN S." Oskjuhlíðin og Ásmundur Sveinsson Anna Snorradóttir skrifar: „Það var ekki laust við, að ég fengi svolítið fyrir hjartað, þegar ég heyrði að borgarráð hefði tekið sig til og ákveðið að koma upp ein- hvers konar keiluspili eða „bowl- ing“ í Öskjuhlíðinni. Almáttugur minn, sagði ég við sjálfa mig, vita mennirnir hvað þeir eru að gera? Kannske er ég ekki dómbær? Kannske hefi ég ekkert vit á þessu? En ég á minningar um Ásmund Sveinsson, myndhöggv- arann okkar stórkostlega. Hvað kemur hann þessu máli við? má spyrja og það með réttu. Því skal ég reyna að svara. Ásmundur var granni minn um langan aldur og við hittumst oft. Það var ævintýri líkast að koma til hans, hvort heldur var í garðinn til þess að skoða listaverkin eða heim til hans og hans góðu konu, Ingrid, til þess að fjalla um lífið og tilveruna — stundum um uppruna íslenska hestsins eða hvað sem var. Hann var svo ótrúlega frjór, óvenju skemmtilegur og stórgáfaður að ævinlega fór maður ríkari af fundi hans en þegar maður kom. Vináttan við Ásmund hófst í Kaupmannahöfn fyrir — ja, ég man það ekki, en einhvers staðar nálægt þrem áratugum. Mig minnir endilega, að það væri ein- hver sýning í Gautaborg og allt í einu er Ásmundur kominn til Hafnar og á leið heim tiltekinn dag. Hann kom strax upp á skrif- stofu Flugfélags íslands, sem þá var, og hitti manninn minn, Birgi Þórhallsson, að máli. „Nú verð ég að komast heim eins og skot,“ seg- ir Ásmundur. „Þú átt pantað far á laugardaginn," svarar Birgir, „ertu ekki ánægður með það?“ „Nei,“ segir Ásmundur og er ákveðinn, „ég verð að komast heim strax." Þegar nánar var spurt, kom í ljós, að neftóbakið var þrot- ið. „Ég er með tómar dósir, elsku vinur, ég verð að komast heim.“ Ásmundur sem var mikill neftób- aksmaður, var orðinn uppi- skroppa, átti ekki korn í pontu sinni og þráði því heitar en allt annað að komast sem fyrst heim. Þegar Birgir dró upp dósir úr skrifborðsskúffu sinni, þessar skemmtilegu blikkdósir frá Rík- inu, breyttist heldur betur hljóðið í listamanninum og nú var ekkert rætt frekar um að breyta brottför frá Höfn. Ég segi þessa sögu vegna þess, að oft var þessi atburður rifjaður upp og eitt sinn kynnti Ásmundur manninn minn með þessum orð- um: „Þetta er maðurinn, sem bjargaði lífi mínu úti í Kaup- mannahöfn fyrir mörgum árum.“ En svo er það Öskjuhlíðin. Eitt af því, sem Ásmundur talaði oft um, var Öskjuhlíðin og framtíð hennar. í þeim efnum átti hann draum. Hann sá staðinn fyrir sér iðandi af mannfólki, sem allt var þangað komið til þess að skoða og njóta fagurra lista. Þarna vildi hann hafa listasafn og ekki nóg með það, höggmyndir áttu að vera á víð og dreif um svæðið milli rósarunna og blómabeða, stigir áttu að liggja þar á milli, tröppur þar sem það var talið nauðsynlegt, en um fram allt átti að vera hægt að dvelja þarna úti og inni, sitja á bekkjum í góðu veðri og láta hug- ann reika. Og alveg sérstaklega er mér minnisstætt, hve mikið kapp hann lagði á, að þannig væri frá málum gengið, að fólk með barna- vagna ætti auðvelt með að heim- sækja staðinn. Þarna átti að hefja uppeldi listunnenda. Hugmyndin er svo stórkostleg, að hún verður að koma fram. Nú er Ásmundur horfinn okkur og með honum tölum við „velvakandi! með því nú er til umræðu hvað dægur-, sem kallað er, -tónlistar skuli á listahátíð reynist ég mér að óvörum skyldugur til að leggja orð í belg. mér skilst að sá möguleiki kunni að vera fyrir hendi að davíð bowie þægi boð hingað. ef svo er væri fáránlegt annað en bjóða honum. munandi tíma sirka tvenna komma sjö, og hafandi í gegnum þá hlustað með aldrei færri eyr- um en öðru eftir hverju því er hljómi vel, getur mér ekki þótt annað í dag en að hr. bowie standi ásamt örfáu listafólki öð- ru eins og klettur upp úr þeim drullupolli meðalmennsku og andleysis sem á ströndum norður atlantshafs gengur af óskiljan- legum ástæðum undir nöfnum er vitna bæði í tóna og list. að vísu er ég skömm skár sáttur við það sem heyrist í hinu al- menna útvarpi en við hitt sem heyrist ekki. mér hefur þótt mín- ir fuglar fagrir. á dögum cream og hendrix var sem annar hver jarðarbúi syngi svo þróttmikilli röddu sem þeir. í dag er leitun að fólki utan klassískrar hefðar sem ekki virðist fyrirlíta eigin verk. ekki að sú leitunin þurfi endilega að vera löng. pönkið, eins og það kýs að kalla sig — tja — sumir beztu vinir mínir eru pönkarar — en það er jú eins og ekki alveg útsprungið blóm. maður veit eig- inlega ekki ennþá hvernig það lítur út. og ef út í það er farið, má segja að tónlist umrædds bowies sé ein megin þeirra æða er tengja pönkið við aðra tónlist fyrr og síðar. en sú er ekki frágangssökin, heldur hin sem einfaldari er: að bowie er heilt skáld, á tóna, á orð, á flutning, og hann er mátt- ugt skáld. önnur sem mér vitan- lega koma til álita hafa hvorki til að bera heillyndi né verulegan mátt. manninn að vísu hefur mér skilist að fyrir hendi sé fræðilegur möguleiki á því að tónleikar hr. bowie geti orsakað heróinneyzlu, eins og kvikmyndin wir kindern des bahn- hofs tiergarten bar svo eftir- minnilegt vitni um. þó er þetta ekki sannað, og sumir alls áreið- anlegir vísindamenn telja nokk- uð víst að engin tengsl séu í raun. en þó væru, eða séu, er held ég hverfandi hætta á smiti hér á skerinu. ég get sjálfur borið um það, hve fíkniefnalögregla okkar er starfi sínu vaxin. semsé mjög vel. eða mátulega er kannske rétta orðið. allavega þurfum við tæplega að óttast. þó sumum náttúrulega finnist mest gaman að óttast. allt um það. það mun vera hæng- ur að sviðið í laugardalshöll er lítið. er eitthvert mál að reisa bráðabirgðasvið stærra? ég meina tölum við manninn. það á ekki að sleppa svona sjensum. virðingarfyllst f.h. sambands íslenzkra hippafríka sigurður jóhannsson aldursvaraforseti." davíð bowie Litið í blöð á einmánuði 1983 Eiríkur Eiríksson sendir okkur eftirfarandi vísur: Fúlt mun og kalt um fremlajj senn fáránleg Tímans saga, Þjóðviljans lygalaupar enn landsbúa hnútur naga, Rauðvínspressan með ráðin þrenn ruglið er þar til baga Helgarpðstarnir hrella menn heimska á tálar draga. Morgunritningin miðlar frétt mettuð af hverskyns skrani. Alþýðubréfið iðkar prett auglýstur gamall vani. Austra2) þrykkið er illa sett afglapa ráðinn bani Dagur að norðan dregur létt drifinn á lágu plani. 1) Fremill fl. fremlar framsóknarmenn 2) Sjá Auslra 13. ok 16. tbl. 1983.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.