Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1983 iCJORnu- ípá HRÚTURINN ll 21. MARZ-lð.APRlL Ini verdur fyrir skemmtilegri, andlegri reynslu í dag. Draum- ur, sem þú hefur lengi átt þér, rætist. I>ú skalt skemmta þér í kvöld en þú þarft að fara var lega. NAUTIÐ 20 APRÍL-20. MAl Þú ert mjög eyðslusamur og kærulaus í dag. Reyndu að halda aftur af þér og hugsaðu um alla reikningana sem þú átt eftir að borga. Vertu með ást- vinum þínum í kvöld, þá líður þér best. TVÍBURARNIR 21. MAl—20. JÍINÍ Þú ert í góðu skapi í dag. En því miður fylgir því að þú ert allt of eyðslusamur. Þú skalt ekki skrifa undir neitt í dag né gefa loforð sem þú átt svo erfitt með að standa við seinna. 'm KRABBINN 21. júnI—22. jíilI Þú ert í góðu skapi en mátt ekki láta það koma niður á vinnu þinni með því að vera með kæruleysi. Gættu hófs í matar- æði. Ekki gefa loforð sem þú getur svo ekki staðið við. í«jlLJÓNIÐ gT?|Í23. JÚLl-22. ÁGÍIST Þú ert bjartsýnn, ákafur og eyðslusamur í dag. Ástamálin ganga vel og það er mikið að gera í skemmtanaliTinu. Vertu sem mest með þeim sem þú elskar og njóttu þess að vera í góðu skapi. MÆRIN 23. ÁGÚST—22. SEPT Reyndu að slappa af. Þú getur ekki tekið þátt í öllu sem er að gerast í kringum þig. Bjóddu vinum þínum heim í kvöld og hafðu það gott í faðmi fjöl- skyldu og vina. +?h\ VOGIN YnST4 23.SEPT.-22.OKT. Vertu á verði ef þú ferðast eitthvað út fyrir bæinn. Þú mátt ekki gefa nein loforð í dag. I kvöld skaltu hafa það rólegt í faðmi fjölskyldunnar. Lestu góða bók. DREKINN 23. OKT.-21. NÓV. Þú ert mjög örlátur og hættir til að eyða um efni fram. Það er ekki heppilegt fyrir þig að fá lán í dag. Vertu varkár í umgengni við vélar og tæki. Reyndu að ferðast sem minnst. Í|M BOGMAÐURINN al Ju 22. NÓV.-21. DES. Þér hættir til að vera allt o( trúgjarn og treysta náunganum of vel. Þú skalt ekki taka þátt í neinni keppni og ekki skrifa undir neitt. Vertu með þínum nánustu í kvöld. m STEINGEITIN 22. DES.-J9. JAN. Gættu hófs í dag. Þú skalt ekki ætla þér of mikið í vinnunni í dag og ekki borða of mikið. Vertu með öðru fólki í kvöld í stað þess að loka þig inni og vinna of mikið. Sfjjt VATNSBERINN k>pSÍS 20.JAN.-18.FEB. Þú ert jákvæður og bjartsýnn í dag. Þú skalt samt ekki taka þátt í neinu fjárhættuspili eða þvíumlíku. Þú hefur ekki heppn- ina með þér í þeim efnum. Ekki gefa ástvinum þínum loforð sem þú getur síðan ekki staðið við. 2 FISKARNIR 19. FEB.-20. MARZ l*ú vilt gera margt og mikið í dag og það verður líklega til þess að á endanum verður þér lítið úr verki. Reyndu að ein- beita þér að því að koma fjöl- skyldumálunum í lag. CONAN VILLIMAÐUR :::::::::: UYKAvaLtNo TOMMI OG JENNI LJÓSKA E<3 fSET EKKI TALAP v/ll? ALEKANOER | HAWN HO«fiR A 5JÓNVARP I Hann SirUR 0AIza OG > GlApiR 06 HEVRIR^ e«Ki oe.e> af pv/i' seM éa jse<s i SMÁFÓLK PEPPERMINT PATTY SAIP Y0UR. BROTNER/MARBLES, IS AT MER H0USE... 5NE REC06NIZEP HIM BY HI5 5P0TS...5HE THINKS HE‘5 A LITTLE UiEIRP... MICKEY M0USE HAS BEEN WEARIN6 YELL0U) SN0ES F0R FIFTY YEARS Kata kúlutyggjó segir að Flekkur bróður þinn sé hjá henni. Hún þekkti hann á flekkjun- um. Hún telur hann dálítið ruglaðan. Hún kveður hann ganga í íþróttaskóm. Hvað er svona ruglað við það? Mikki mús hefur fengið að ganga óáreittur í gulum skóm í fimmtíu ár. BRIDGE Umsjón: Guöm. Páll Arnarson Ungverjinn Géza Ottlik er mikill fræðimaður um úrspil- ið. Ef maður rekst á einhverja skemmtilega og óvenjulega úr- spilsaðferð í bókum eða tíma- ritum er mjög algengt að þar standi neðanmáls „Fyrst skýrt af Géza Ottlik árið þetta eða hitt“. Sérstaklega á þetta við um ýmis afbrigði af kast- þröng, en Ottlik er mjög veik- ur fyrir þvingunarspila- mennsku. Ein tegund af þving- unarspilamennsku sem hann var fyrstur til að skrifa um og greina er það sem kallað er „entry squeeze" á ensku, en við getum einfaldlega nefnt „sam- gangs-kastþröng". Hún lítur þannig út: Norður ♦ G1084 V 842 ♦ K652 ♦ 64 Austur ♦ D73 VÁG10 ♦ 9873 ♦ KD3 Suður ♦ ÁK VKD6 ♦ ÁD104 ♦ Á852 Suður spilar 3 grönd eftir að austur hefur vakið í spilinu og vestur kemur út með laufgosa. Sagnhafi gefur laufið tvisvar, en tekur þriðja slaginn á lauf- ás. Leggur svo niður tígulás og drottningu. Fjögur-eitt legan í tíglinum þýðir að sagnhafi á aðeins eina innkomu í blindan til að spila á hjartahjónin. Og það dugir engan veginn nema austur eigi ásinn annan í hjarta. Sem hann á ekki. Þ.e.a.s. ekki ennþá! Takið eftir hvað gerist ef suður spilar síð- asta iaufinu. Hverju á austur að fleygja? Tígli, auðvitað. Eina spilið sem hann má missa. En má þó ekki missa, því þá hefur sagnhafi efni á að yfirtaka tígultíuna með kóngnum og á enn innkomu eftir á tígulsexið til að spila aftur á hjartahjónin. Þetta er sem sagt, samgangs-þvingun: andstæðingur er þvingður til að láta af hendi spil sem veld- ur sagnhafa samgangsörðug- leikum. Við munum skoða tvö önnur dæmi um þessa þvingun næstu daga. Vestur ♦ 9652 ♦ 9753 ♦ G ♦ G1097 Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Ungverjalandi fyrir skömmu kom þessi staða upp 1 skák þeirra Poór, sem hafði hvítt og átti leik, og Heyken. Svartur hefur skilið kóngsvæng sinn eftir óvarinn og refsingin læt- ur ekki á sér standa. 16.Bxh6! — gxh6, 17. Hxd5! — exd5, 18. Rf6+ — Kg7, 19. Rh4 — De6, 20. Dh5 — Hh8, 21. Rf5+ — Kf8, 22. Dg4 — Dxf5 (Eina vörnin við 23. Dg7 mát) 23. Dxf5 — Ra6, 24. Rxd5 og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.