Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1983 47 Frímerkjasýning í september Svo sem venja hefur veriö um allmörg ár, verður fr(merk|asýning haldin í tengslum vlö 16. landsþing Landssambands íslenzkra frí- merkjasafnara. Bæöi sýning og þing veröur haldiö í Hafnarfiröi í september næstkomandi aö Dals- hrauni 9B. Sýningin veröur opnuö fimmtudaginn 22. sept. í sýn- ingarsalnum Háholti og stendur til sunnudagskvölds 25. sept. Sjálft þingiö veröur haldiö aö morgni 25. sept. Verður brátt unnið aö því aö tilkynna aöildarfélögum L.Í.F. þetta formlega. Aö sjálfsögðu hefur væntanlegt sýningarhald veriö ákveöiö fyrir alllöngu og sýningarnefnd kosin. Hefur hún þegar haldiö fundi og rætt ýmis mál, sem sýninguna varöar. Einkum er nefndinni í mun, aö sem flestir safnarar innan vé- banda L.Í.F., sem eiga sýningar- hæft frímerkjaefni og hafa ekki sýnt áöur, taki þátt í sýningunni í haust. Þaö veröa líka síöustu for- vöö fyrir samnorrænu frímerkja- sýninguna NORDIU 84, sem haldin veröur í júlímánuði 1984 hér í ( Reykjavik. Eins og safnarar vita, þurfa söfn þeirra aö hafa hlotiö silfurverölaun á innlendum sýning- um eöa erlendum til þess aö veröa talin hæf til sýningar á samnor- rænum sýningum eða öörum sam- bærilegum frímerkjasýningum. Stjórn L.Í.F. veit mætavel, aö þeir eru allmargir innan vébanda sambandsins, sem eiga vel fram- bærilegt sýningarefni og meira en þaö. Þess vegna vill hún hvetja SKAFTÁRELDAR 1781 FINNUR )Óm*Ök vtAK ACflCÍAR ÍSLAND 1500 Frímerki Jón Aöalsteinn Jónsson endur til þátttöku í samkeppnis- deild sýningarinnar, enda verður þessi sýning síöasta tækifæriö fyrir þá, sem hug hafa á þátttöku í sam- norrænu sýningunni NORDIA 84, til þess aö afla sér tilskilinna rétt- inda til sýningar þar. Sem kunnugt er þurfa sýnendur aö hafa fengiö a.m.k. silfurverölaun fyrir söfn sín á sýningu innanlands eöa erlendis til þess aö öðlast rétt til þátttöku á samnorrænni sýningu. Til þess aö auka fjölbreytni sýn- ingarinnar FRÍMERKI 83 mun sýn- ingarnefndin reyna að fá til hennar söfn erlendis frá. Pósthús veröur opiö á sýning- unni og í notkun þar sérstakur stimpill meö mynd af húsi Bjarna riddara, elsta húsi Hafnarfjaröar. í tengslum viö sýninguna veröur haldiö frímerkjauppboð þar sem boöin veröa upp 300—350 númer. Veröur sérstaklega vandaö til upp- boðsefnisins. Sérstök sýningarblokk verður gefin út í takmörkuöu upplagi með mynd af frímerki úr Alþingishátíð- arseríunni frá 1930. Merki sýningarinnar hefur Hálf- dan Helgason gert. safnara til þátttöku i FRÍMERKI 83, en þaö nafn hefur væntanleg sýn- ing hlotiö. Er það ekki lítiö atriöi fyrir íslenzka frímerkjasafnara aö sýna erlendum söfnurum — og þá ekki sízt norrænum —, hvers viö erum megnugir hér heima. Nýlega samdi sýningarnefnd FRÍMERKIS 83 fréttatilkynningu til fjölmiöla. Sjálfsagt er aö birta hana í þessum þætti, en hún hljóö- ar svo: „Dagana 22.-23. september í haust gengst Landssamband ís- lenzkra frímerkjasafnara (LÍF) fyrir frímerkjasýningu undir nafninu FRÍMERKI 83. Sýning þessi veröur í tilefni af 16. landsþingi LÍF og veröur hún haldin í sýningarsaln- um Háholti aö Dalshrauni 9B t Hafnarfiröi. Stjórn LÍF hefur kosiö sýningarnefnd til undirbúnings sýningarinnar og eiga eftirtaldir menn sæti í henni: Siguröur R. Pétursson, formaöur, Guömundur Ingimundarson, Jón Egilsson, Jón Aöalsteinn Jónsson, Páll H. Ás- geirsson og Sverrir Einarsson. Sýning þessi veröur meö hefö- bundnu sniði, en þó í stærra lagi, miöaö viö fyrri sýningar á vegum LÍF. Er rúm fyrir allt aö 170 sýn- ingarramma í salnum og stefnt að því að fylla þá tölu. Veröur nú lögö meiri áhersla en oft áöur aö fá sýn- Að lokum vill sýningarnefndin hvetja aila frímerkjasafnara til þess aö taka þátt í sýningunni FRÍ- MERKI 83 og afla sér réttinda til aö mega sýna söfn sín á samnor- rænu sýningunni NORDIA 84 i Laugardagshöll sumarið 1984. Til- kynningum um þátttöku skal koma á framfæri viö sýningarnefnd og munu nefndarmenn gefa allar nán- ari upplýsingar.“ (Frétlatilkynning frá LÍF.) Ekki er ástæða til að bæta nokkru viö þessa tilkynningu fram yfir þaö, sem hér hefur veriö gert að framan. Mér er aöeins óhætt aö segja þaö, aö sú er einlæg ósk stjórnar L.Í.F., aö sem flestir ís- lenzkir frímerkjasafnarar taki vel undir beiöni hennar um þátttöku i báöum þeim sýningum, sem haldnar veröa hér á landi á næstu 14 mánuðum. Færeysku „frímerkin“ verða ekki boðin upp í þætti 29. f.m. var sagt frá fær- eyskum „frímerkjum“, sem sloppið höföu úr vörzlu færeysku póst- stjórnarinnar 1980, eftir aö ákveö- iö var aö eyöileggja þau vegna mistaka viö prentun. Samkv. til- kynningu póststjórnarinnar haföi þetta gerzt af aögnzluleysl f sorp- eyöingarstöð Þórshafnar. Haföi Jörgen Junior, danskur frimerkja- kaupmaöur, sem rekur uppboðs- fyrirtæki í Sviss, fengiö stimpluö eintök af þessum tveimur „frí- merkjum" til uppboðs nú í júní og auglýst þau alveg sérstaklega sem mikiö fágæti. Nú er Ijóst, aö færeyska póst- stjórnin hefur komiö því í kring, svo sem um getur í tilkynningu hennar, aö þau hafa veriö „dregin til baka“, því aö þeirra er ekki get- iö í uppboðsskrá Jörgens Juniors, sem nýlega hefur borizt hingað til lands. Ég hygg, aö frímerkjasafnarar geti almennt fagnaö þeim málalok- um. Aö mínum dómi og margra annarra hafa safnarar um of sótzt eftir þeim „frímerkjum", sem sloppiö hafa úr höndum póst- stjórna eöa kannski ekki siöur prentsmiöja, þegar eyöileggja varö upplag þeirra eöa hluta þess vegna mistaka eða galla, sem komið höföu fram viö prentun. Vissulega hafa þess konar „merki" aldrei haft nokkurt gildi sem kvitt- un fyrir buröargjald og ættu þess vegna ekki aö vera meira viröi en pappírsins, sem í þeim er, og tæp- lega þaö. Sama má í raun segja um alls konar prentgalla og annað, sem upp kemur viö mannleg mis- tök. En söfnunareöliö er samt viö sig, og margur hefur gefiö stórar fúlgur fyrir þessa hluti. Auövitaö getur oft veriö mjótt á munum, hvar draga á mörkin hér á milli. Ég lít svo á, að það, sem kallast á erlendum málum „makulatur" og notaö er i frímerkjamáli um úrkast í prentsmiðjum og fariö hefur i brennsluofna, ef eftir hefur veriö tekiö í tæka tíö, eigi ekki aö vera sérlega eftirsóknarvert. Annaö mál getur raunar veriö um þaö, sem út hefur farið og beinlínis veriö notaö af póststjórnum til buröargjalds. Nægir þar aö minna á frímerki með öfug vatnsmerki, galla við gröft merkja, sem komiö hefur fram í ákveönu merki í örk o.s.frv. Þetta eru allt viöurkennd afbrigði og oft skrásett í veröskrám og handbókum. Þó má vel segja, aö þetta hafi allt oröið til fyrir mann- leg mistök í upphafi. Ný frímerki 8. júní nk. Næstu frímerki Póst- og síma- málastofnunarinnar eru væntanleg 8. júní, þ.e. eftir tæpan hálfan mánuö. Eru þrjú frímerki á ferðinni aö þessu sinni. Tvö þeirra eru „helguö" fiskveiöum og aö verö- gildi 1100 og 1300 (aurar). Eru þau prentuö í Frakklandi meö stál- stunguaöferö. Þriöja frímerkiö, 1500 (aurar), er minningarfrímerki og prentaö í Sviss. Er þaö meö mynd af málverki Finns Jónssonar listmálara af Lakagígum og gefiö út i tilefni þess, aö 200 ár eru liðin, siðan mesta hraungos á íslandi eftir landnám, úr Lakagígum, hófst. Hefur þetta mikla hraun- flæmi veriö nefnt Skaftárhraun eöa Skaftáreldahraun. Eldgosiö hófst einmitt 8. júní 1783, en þá var hvítasunnudagur. Hefur Póst- og símamálastofnunin því valiö þenn- an mánaöardag til útgáfu þessa frímerkis og fer vel á því. Segja má aö vísu, aö útkoma „fiskveiöi- merkjanna“ sama dag dragi nokk- uö úr þeirri minningu, sem „Skaft- áreldamerkiö" á aö vekja meö ís- lendingum um þennan ógnarat- burö í sögu þjóðarinnar. En þörf póststjórnarinnar spyr ekki aö siíku. BÆTIEFNA AFGREIDUM OG ÖKUM HEIM ÖLLUM PÖNTUNUM. SÍMI 71386. T.GISLASON skrúógaróyrkjumeistari LÉTTUR, STERKUR OG VANDAÐUR. EFNIÐ ER BRENNI. VALINN VIÐUR. SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU VALHÚSGÖGN ÁRMÚLI4 SÍMI82275

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.