Morgunblaðið - 08.06.1983, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983
Bresku þingkosnmgarnar á morgun:
„Hefur verið erfitt, en
Thatcher er á réttri leið“
— segir atvinnulaus, breskur verkamaður í spjalli við blm. Morgunblaðsins
ára sögu hans. Eitt helsta kosn-
ingaloforð Verkamannaflokksins
nú, komist hann til valda, er að
verja nær 11 milljörðum sterl-
ingspunda í opinber framlögtil
alls kyns verkefna í því augnamiði
að skapa atvinnu hið bráðasta
handa 2,5 milljónum manna. Jafn-
framt skal hlutdeild hins opinbera
í atvinnulífinu vaxa til mikilla
muna með þjóðnýtingu margra
stórfyrirtækja og ríkisrekstur al-
mennt verða miklu meiri þáttur í
þjóðlífinu en nokkru sinni áður.
í utanríkis- og varnarmálum
vill Verkamannaflokkurinn taka
upp einhliða afvopnun á sviði
kjarnorkuvopna og segja Bretland
úr Efnahagsbandalagi Evrópu,
sem landið gerðist aðili að fyrir 10
árum. Engum meðaldrægum
kjarnorkueldflaugum skal komið
fyrir í Bretlandi og þau bandarísk
kjarnorkuvopn, sem búið er að
koma fyrir í landinu, skulu flutt á
brott. Afstaða flokksins er hins
vegar nánast óljós um hvað gert
■^>ndon. 7. júní. Fri Magnúni Sinurðasyni, blaúamanni MorgunblaA.sins.
„ÞJÓÐ okkar stendur á tímamótum,
við verðum að gera útlæg hin myrku
öfl sósíalisma og marxisma.“ Með
þessum afdráttarlausu orðum hóf
Margaret Thatcher kosningabarátt-
una hér í Bretlandi fyrir fjórum vik-
um. Þrátt fyrir meira atvinnuleysi en
nokkru sinni fyrr virðast allar líkur
á því að hún og íhaldsflokkur henn-
ar vinni yfirburðasigur í þingkosn-
ingunum á fimmtudag.
Allt frá því að Verkamanna-
flokkurinn ýtti Ihaldsflokknum til
hliðar 1945 og kom á fót velferð-
arríkinu með kostum þess og göll-
um hafa andstæðurnar og klofn-
ingurinn í bresku þjóðfélagi aldrei
verið meiri en einmitt nú. Stuðn-
ingsmenn frú Thatcher eiga vart
nógu hástemmd lýsingarorð yfir
það frækilega afrek hennar að
koma verðbólgunni niður í 4% á
ári. „Framtíðin er okkar," segja
þeir, „Bretland er ekki lengur hinn
sjúki maður Evrópu og við eigum
eftir að verða samkeppnishæfir á
nýjan leik. Við eigum eftir að slá
Japani og V-Þjóðverja út.
Andstæðingar Thatcher, með
Verkamannaflokkinn í broddi
fylkingar, halda því hins vegar
fram, að þessi árangur sé allt of
dýru verði keyptur. Þeir benda á,
að í stjórnartíð frú Thatcher hafi
atvinnuleysið nær þrefaldast og
nái til meira en 3 milljóna manna,
sem eru meira en 13% allra vinnu-
færra manna í landinu. Jafnframt
halda þeir því fram, að ástandið
eigi enn eftir að versna.
Á milli þessara tveggja and-
stæðu flokka stendur svo banda-
lag jafnaðarmanna og frjáls-
lyndra, sem stofnað var fyrir
hálfu öðru ári. Það hefur látið æ
meira til sín taka að undanförnu
og síðustu skoðanakannanir gefa
til kynna að vegur þess fari vax-
andi. Þetta miðflokkabandalag
hefur það að takmarki að binda
endi á það tveggja flokka kerfi.
sem mótað hefur bresk stjórnmál í
60 ár. Forystumenn gera sér vonir
um að sá dagur muni rísa, að
bandalagið komist í oddaaðstöðu á
breska þinginu og geti haft afger-
andi áhrif á stjórnmál í landinu.
Einhliða afvopnun
Frá því Verkamannaflokkurinn
missti völdin í kosningunum 1979
hefur stefna hans sveigst æ meira
til vinstri og er talin vinstrisinn-
aðri nú en nokkru sinni í nær 90
Leiðtogar þriggja stærstu stjórnmálaflokkanna. Foot, Thatcher og Jenkins.
Danmörku forðaÖ
frá stjórnarkreppu
Kaupmannahofn, 7. júní, frá Ib Björnbak,
fréttaritara Mbl.
Mogens Glistrup hugsar sinn gang á þinginu í síðustu viku.
Ýmis mikilvæg mál fyrir dönsku
stjórnina voru ekki útrædd á þessu
þingi er þinglausnir fóru fram síð-
astliðinn sunnudag. Þar er um að
ræða lagabreytingar varðandi mál-
efni landbúnaðarins, framlag ríkis-
ins til sveitarfélaga og stuðning við
íbúðabyggjendur í landinu.
Poul Schliiter, forsætisráðherra,
hefur tilkynnt, að unnið verði að
lausn þessara mála. Ríkisstjórnin
hefur ekki í hyggju að verða undir í
atkvæðagreiðslu á þinginu um þau
heldur verður leitað samninga og
þing kallað saman síðar í sumar.
Það eru þrír þingmenn Fram-
faraflokksins, Mogens Glistrup,
Lejf Glensgárd og Mogens Voigt,
sem ekki vilja styðja stjórnina í
þessum málum sem og hinir tólf
þingmenn flokksins.
Þessi andstaða Glistrups er at-
hyglisverð í ljósi þess, að búist er
við að hæstiréttur Danmerkur
kveði upp dóm í máli hans í lok
júní og bendir flest til að hann
verði dæmdur í margra ára fang-
elsi. Hann mun þá að sjálfsögðu
hverfa af þingi og getur það þá
haft nokkur áhrif á getu stjórnar-
innar til að koma málum sínum í
framkvæmd.
Danska borgaralega minni-
hlutastjórnin hefur þurft að
sætta sig við margs konar mót-
læti frá því hún tók við völdum af
minnihlutastjórn jafnaðarmanna
og Anker Jörgensen 10. nóvember
síðastliðinn. En stjórnin mun
sitja áfram þrátt fyrir einstaka
áföll á þingi og það verður stöðugt
ljósara að hún berst fyrir því að
sitja til lengri tíma. Hún virðist
gædd meiri framsýni en flestar
aðrar.
MikiII þrýstingur var siðustu
daga fyrir þinglausnir nú við að
Þingið kemur
aftur saman
síðar í sumar
Poul Schliiter forsætisráðherra
þungur á brún.
reyna að fá mikilvæg mál af-
greidd. Stjórnin hefur sem fyrr
segir ekki komið öllum þeim mál-
um sem hún leggur áherslu á í
gegn um þingið, en það sem er
mikilvægara er að hún hefur í
höfuðdráttum fengið aðhalds-
stefnu sína í efnahagsmálum í
gegn og framkvæmda.
Miðað er við að minnka á næstu
árum hrikalegan tekjuhalla ríkis-
ins og síðar að reyna að láta ríkis-
búskapinn ganga án mikilla er-
lendra lána. Það voru þessi er-
lendu lán sem fengu meira að
segja hagfræðinga og stjórnmála-
menn jafnaðarmanna til að lýsa
því yfir að Danmörk rambaði á
barmi ríkisgjaldþrots.
Tekjuhalli ársins 1983 verður
að öllum líkindum milli 62 og 64
milljarðar danskra króna og
eitthvað því líkar verða tölur árs-
ins 1984. Erlendar skuldir nema
110 milljörðum d. króna. Það er
því augljóst að það mun líða á
löngu þar til fjárhagur danska
ríkisins verður kominn á réttan
kjöl.
Ekki einungis
„neyðarráðstafanastjórn“
Þegar stjórnin kom til valda
höfðu margir þá trú að hún yrði
skammlíf. Einnig var það mál
manna að forsætisráðherrann
gæti fallið í þá freistingu að boða
fljótlega til kosninga til að auka
fylgi íhaldsflokksins og fjölga
fulltrúum hans á þingi. ótvíræður
leiðtogi flokksins er Poul Schluter
forsætisráðherra og allt virðist
benda til þess að hann gæti auð-
veldlega tvöfaldað þingmanna-
fjölda sinn sem nú er 26. En for-
sætisráðherrann hefur ekki fallið
í þá freistni.
Stjórn Schluters og Christo-
phersen hefur alveg frá upphafi
einsett sér að verða ekki einungis
„neyðarráðstafanastjórn" sem
sæti um skamma hríð. Með í
stjórnarsamstarfinu eru íhalds-
flokkurinn, Venstre-flokkurinn,
miðdemókratar og Kristilegi
þjóðarflokkurinn. Til að koma
málum sinum fram á þingi hefur
stjórnin einnig notið stuðnings
Róttæka vinstriflokksins og
Framfaraflokksins. Eftir klofning
í þingflokki Framfaraflokksins
hafa hinir síðastnefndu einnig
sagt skilið við hina árangurslausu
andstöðupólitík sem Mogens
Glistrup fylgir. Þetta er kannski
að einhverju leyti skylt því, að
hann á nú yfir höfði sér niður-
stöðu hæstaréttar síðar í þessum
mánuði og þar með verður hann
hugsanlega að segja skilið við
stjórnmálin að sinni.
Aukin bjartsýni
Fæstir neita því að þessi fjög-
urra flokka stjórn hafi verið far-
sæl í starfi. Enginn hafði trú á því
fyrir hálfu ári, að vextir í Dan-
mörku gætu lækkað úr 20 af
hundraði niður í 14, eins og gerst
hefur. Það er ekki einungis að
þakka utanaðkomandi teiknum
eins og lækkun á olíuverði. Það er
einnig sumpart að þakka al-
mennri stefnu stjórnarinnar og
því markmiði hennar að styrkja
atvinnulífið, sem hefur borið
árangur. í þessu felst að þessi
borgaralega stjórn sýndi að hún
gat leitt samninga til lykta, sem
innihéldu aðeins 4% aukningu ár-
in 1983 og 1984. Á þennan hátt
var hægt á verðbólgunni.
Andrúmsloftið í atvinnulífinu
hefur greinilega breyst, sem ekki
er einungis að þakka vonum sem
bundnar hafa verið við alþjóðlegt
verðlag. Þetta sést m.a. í kaup-
höllinni, þar sem eftirspurn eftir
verðbréfum hefur aukist verulega
og er enn að aukast. Lifeyrissjóð-
irnir eru í auknum mæli byrjaðir
að kaupa verðbréf heimafyrir.
Ríkisstjórninni virðist hafa tekist
í raun að snúa fólki frá svartsýni
til bjartsýni, eins og hún hafði
einsett sér er hún tók við völdum.
Ný stefna
Stjórnin vinnur að því að koma
fram nýrri stefnu, sem felur ekki
aðeins í sér að betrumbæta stefn-
una í efnahagsmálum eftir hefð-
bundnum bókhaldsaðferðum. Hún
vinnur að því af festu að auka
þróunarmöguleika einkarekstrar
og aðlaga hann að breyttum tím-
um, þar sem tölvutæknin ryður
sér til rúms.
Þetta markmið hefur einnig
unnið á innan verkalýðshreyf-
ingarinnar. Aðalhagfræðingur
danska málmiðnaðarsambands-
ins, Steffen Moller, sem einnig er
þingmannnsefni jafnaðarmanna,
telur að um áramótin 1984—1985
muni hafa tekist að skapa 100.000