Morgunblaðið - 15.07.1983, Page 22

Morgunblaðið - 15.07.1983, Page 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983 Ást er ... ... aö vekja hann með kossi. TM flac U.S. Pat Oft.—all rljhts resarved • 1983 Los Angetes Tlmes Syndlcate Alla leid upp! Með morgunkaffinu Hef ég ekki rétt fvrir mér, Mikla- torg er stærra en Oðinstorg! HÖGNI HREKKVlSI i „\/AR HAMN Mi) AÐ HlZjÓtA EMM ElMU SlNNl P" Unnið að garðaúðun með Parathion-eitri. Beittu stórvirkum og var- úðarlausum úðunaraðgerðum Þorsteinn Einarsson skrifar: „Velvakandi. Um þetta leyti árs 1982 skrif- aði ég grein í Morgunblaðið, sem ég hafði á yfirskriftina: „Borg úðuð eitri". Ég hafði samband við fréttamann sjónvarps, Si- grúnu Stefánsdóttur, og vakti athygli hennar á hinni skefjal- ausu úðun gegn skordýrum á trjám, sem þá fór fram. Hún brá fljótt við og tókst að gera glögg- an þátt um úðunaraðgerðirnar, þar sem fram komu kunnáttum- enn í trjárækt og ræddu um skordýralíf og úðunarefni. í helgarblaði Þjóðviljans 17.—18. júlí ’82 skrifaði dr. Jón Gunnar Ottósson skordýrafræð- ingur greinina: „Að þekkja garð- inn sinn“, þar sem hann ræðir um garðaúðun í Reykjavík og skaðsemi hennar. Þessi skrif og myndrænn kynningarþáttur sjónvarpsins vöktu athygli. Til þín voru send- ar þakkir fyrir tímabæra um- fjöllun. Málið var rækilega vakið upp á sl. vetri, er Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi og læknir reifaði málið í borgarstjórn og skýrði frá umræðum um það í heil- brigðisráði borgarinnar og væntanlegum aðgerðum. Morg- unblaðið birti útdrátt úr ræðu læknisins undir yfirskriftinni: „Arlega koma upp sjúkdóms- einkenni sem rekja má til garða- úðunar — settar verði reglur um garðaúðun og almenningur fræddur um hættur af úðunar- efnum." Frá því að formaður heilbrigð- isráðs skýrði frá fyrirætlunum ráðsins og þar til nú hefur margt verið rætt og ritað um úðunina. Stjórnvöld hafa gert ráðstafanir og kunnáttumenn veitt fræðslu og gefið ráð. Ástæðan fyrir þessum línum mínum er það sem Brandur garðyrkjumaður Gíslason segir í 8. lið greinar sinnar í Mbl. 23. júní sl., „Yfirlýsing vegna skrifa um garðaúðun af tankbifreið", þar sem hann telur fram varúðarráðstafanir sem þurfi að gera, til þess að úðun geti farið slysalaust fram. Engum þessara ráðstafana hafa úðunarmenn beitt undan- farin ár í nágrenni heimilis míns, á Laugarásvegi 47. í júní 1982 stóð ég úðunarmenn að stórvirkum og varúðarlausum úðunaraðgerðum. Ég stunda kálmetisrækt ofan við hús mitt. Rækta undir plasti. Plastið hafði ég dregið til hliðar ofan af reit- unum þennan dag. Kálið var því óvarið fyrir úðunarmengun, en hefði verið gert aðvart, hefði verið auðvelt að draga plastábr- eiðurnar yfir það. Einnig var þvottur á snúrunum, gluggar opnir og börn að leik. Er ég vakti athygli úðunar- manna á þessu varúðarlausa framferði, brugðust þeir reiðir við. Ég kallaði lögreglumenn til, sem kynntu sér málavexti. Ég kærði úðunarmennina. Seinni hluta þessa dags og kvöld ók ég víða um borgina og einnig um Garðabæ, Kópavog og Hafnar- fjörð. Alls staðar gat að líta þríkrossuð varúðarblöð um úð- un. Víða var fnykur úðunarefnis. í framhaldi af þessu ritaði ég greinina: „Borg úðuð eitri“. í grein Axels Magnússonar, garðyrkjuráðunauts Búnaðarfé- lags íslands, sem birtist í Mbl. 25. júní sl., „Krossferð gegn garðúðun“, kemur fram yfirlæti og ásakandi undrun á fjasi „kre- ddufólks" yfir úðunaraðgerum. Hefði mátt ætla, að þessi lærði maður um garðyrkju hefði haft í hug kálrækt almennings, sem í júní hefur með natni náð fram til þess árangurs, að sumar teg- undir grænmetis eru neysluhæf- ar, en vaxa úr sér, ef eigi má neyta þeirra í hálfan mánuð, verði þær fyrir eiturúðun. Þeim skal þakkað, sem með skrifum og umræðum hafa áork- að að beina aðgerðum gegn skaðaverkum skordýra inn á braut virkrar varúðar." Þessir hringdu . . . Nær ekki nokk- urri einustu átt Þórunn Andrésdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mér ofbauð alveg í gær (þriðju- dag), þegar ég ætlaði að kaupa mér nokkrar gulrætur í poka. Það hafa verið svona 5—6 stykki og kostuðu 125 krónur kílóið. í sömu verslun gat ég fengið dós af niður- soðnum gulrótum fyrir 24 krónur, 425 gramma dós. Er þetta ekki al- veg furðulegt? Mér finnst það ekki ná nokkurri einustu átt. Niður- soðnu gulræturnar voru frá Þýskalandi. Þær eru soðnar niður þar í landi og fluttar hingað til lands og samt er verðmunurinn okkur svona mikið í óhag. Það var ekkert athugavert við íslensku gulræturnar, þær voru stórar og fallegar, en það hvarflaði ekki að mér að kaupa þær, þegar ég heyrði hvað þær kostuðu. Undanfarið hefur verið rætt mikið um það, hversu margt fólk hafi flust hingað til Reykjavíkur utan af landi á síðastliðnum miss- erum. Mér hefði þótt fróðlegt að vita, á hvaða aldri þetta fólk hefur verið. Mig grunar, að æðimargir þeirra hafi verið á ellilífeyrisaldri. Það virðist eins og landsbyggð- armenn tími ekki að byggja yfir aldraða fólkið og veita því þá þjónustu sem þarf, og því liggur straumurinn til höfuðborgarinn- ar. Við Reykvíkingar eigum síðan að veita þessu fólki þá þjónustu, sem ekki fæst heima í héraði. Fyrirspurn um orðuveitingar Guðmundur Gíslason, Kópavogi, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að ítreka fyrirspurn sem ég beindi til for- setaskrifstofunnar, um orðuveit- ingar embættis forseta íslands frá upphafi, fjölda og skiptingu, hvað hver forsetanna hefur veitt af orð- um og á hve mörgum árum. Er ekki hægt að fá svar við þessu?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.