Morgunblaðið - 09.08.1983, Side 1
48 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI
177. tbl. 70. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Morgunblaöid/ Emilía.
Blaðberar Morgunblaðsins heimsækja Kaupmannahöfn
Hópur blaðbera Morgunblaðsins, sem eru vinnings-
hafar í áskrifendasöfnun blaðsins, sem fram fór nú í
júní, lagði af stað í vikuferð til Kaupmannahafnar í
boði blaðsins á laugardaginn var. í Kaupmannahöfn
verður Tívolíið heimsótt og Krónborgarkastali verður
skoðaður. Þá verður ritstjórn Politiken heimsótt og
farið í dýragarðinn. Neðri röð, talin frá vinstri: Elín úr
Garðinum, Sigurður úr Kópavoginum, Hildur úr Þor-
lákshöfn, Ríkharður frá Ólafsvík. Efri röð frá vinstri:
Kolbrún frá Vestmannaeyjum, Viktor Urbancic,
starfsmaður útbreiðsludeildar Morgunblaðsins,
Svava, flugfreyja hjá Flugleiðum, Hafdís frá Hellis-
sandi, Svanfríður frá ísafirði og Jón úr Reykjavík. Sjá
frásögn á bls. 3.
Afvopnunarviðræður stórveldanna:
Bjartsýni eykst
á bak við tjöldin
Washington, 8. ágúst. AP.
HÁTTSETTIR embættismenn í Wash-
ington eru margir hverjir þeirrar skoð-
unar að samkomulag um afvopnunar-
mál náist að öllum líkindum er líður á
næsta ár, sennilega í síðasta lagi
snemma næsta sumar.
Umræddir embættismenn hafa
ekki viljað láta nafna sinna getið, en
haft er eftir þeim, að Sovétmenn
hafi sýnt fram á svo miklar og
ákveðnar tilslakanir á bak við tjöld-
in, að ráðamenn í Washington séu
farnir að taka þá alvarlega.
Til dæmis hafa Sovétmenn ýjað
að því að nokkrir andófsmenn fái að
flytjast úr landi fyrir áramót. Þá
var nýlega gengið frá fimm ára
kornsölusamningi og lögðu Sovét-
menn sérstaka áherslu á að sá
samningur næðist fljótt og vel. Þá
hafa Sovétmenn stungið upp á ýms-
um tilslökunum í afvopnunarvið-
ræðunum sem fram hafa farið í
Genf að undanförnu.
Umræddir embættismenn segja
ekkert geta komið í veg fyrir að
Bandaríkin og önnur NATO-ríki
myndu setja niður hinar 572 meðal-
drægu kjarnorkuflaugar í Vestur-
Evrópu sem mikill styrr hefur stað-
ið út af. Sovétmenn myndu þá mót-
mæla, en það væri einungis í áróð-
ursskyni. Myndu yfirvöld í Moskvu
síðan vera lítt eða ekki til viðtals
næstu mánuðina, en með vorinu
myndi alvaran taka við á nýjan leik
og þá myndu báðir aðilar vera
ólmari en nokkru sinni fyrr að ná
samkomulagi.
Chad:
Khadafy hótar að granda
bandarískum flugvélum
N’djamena, ('had, 8. ágúst. AP.
Bandaríkjastjórn ákvað um helg-
ina að senda tvær AWACS-njósna-
flugvélar til Hissine Habre, forseta
Chad, til þess að gera honum land-
vörnina auðveldari gegn skæruliðun-
um og Líbfumönnunum sem sótt
hafa grimmilega fram að undan-
rórnu. AWACS-vélarnar lögðu af
stað á laugardaginn og með þeim
orrustuþotur til að verja þær hugs-
anlegum árásum. Líbiumenn hafa
tilkynnt að vogi bandarísku flugvél-
arnar sér inn yfir líbíska grund,
verði þær umsvifalaust skotnar
niður.
Það var hin opinbera fréttstpfa
Líbíu, Jana, sem greindi frá þessu
í gær, en í orðsendingu frá banda-
ríska utanríkisráðuneytinu sagði
að til þess myndi ekki koma, að
flugvélarnar færu yfir líbískt
landsvæði. Hann bætti því við, að
flugvélarnar myndu ekki hafa
miðstöð í Chad, heldur í ná-
grannaríkinu Súdan.
Loftárásir Líbíumanna á eyði-
merkurborgina Faya-Largeau
héldu áfram í gær og þrátt fyrir
að þeir hafi neitað því að standa
að umræddum árásum, var ein
sprengjuþota skotin niður á laug-
ardaginn og flugmaður hennar
handtekinn. Var um Líbíumann að
ræða og var hann hafður til sýnis
á almenningstorgi í höfuðborginni
N’djamena í gær. Höfðu stjórn-
völd í Chad eftir flugmanninum,
að allar sprengjuþoturnar væru
mannaðar Líbíumönnum, auk þess
sem fjöldi líbískra hermanna
berðist við hlið uppreisnarmann-
anna á vígstöðvunum í norður-
hluta landsins. Sagði hann einnig
Hissine Habre, forseti Chad.
að þoturnar vörpuðu fyrst og
fremst fosfórsprengjum og nap-
almi. Var haft eftir honum að ný
og mikil stórsókn væri í undirbún-
ingi og ætti hún að gera út um
stríðið.
Bandaríska utanríkisráðuneytið
greindi frá því í gær, að það hefði
vissu fyrir því að allt að 2000 líb-
ískir hermenn væru í röðum
skæruliða á vígstöðvunum við
Faya-Largeau. John Hughes, tals-
maður ráðuneytisins, sagði að
flestir líbísku hermannanna hefðu
blandað sér í átökin eftir miðjan
júlí. „Ef um stórsókn verður að
ræða með Líbíumenn í broddi
fylkingar, er ekkert vafamál að
Bandaríkin og Frakkland myndu
líta slíkt mjög alvarlegum augum.
Hvað við gerum fer mjög eftir því
hvað Frakkar ákveða að gera í
stöðunni og þeir hafa ekki lýst yfir
að þeir myndu alls ekki standa að
hernaðaríhlutun. Því hefur verið
fleygt, en orð þeirra hafa verið
tekin úr samhengi og annar skiln-
ingur lagður í þau.“
Hissine Habre, forseti Chad,
hvatti Frakka enn einu sinni til að
senda franskan herafla til lands-
ins í gær, en þeir hafa svarað því
að það muni þeir ekki gera „í stöð-
unni“. Yfirvöld í nágrannaríkinu
Zaire hafa vaxandi áhyggjur af
umsvifum Líbíumanna í Chad og
gangi mála. Þeir hafa þegar veitt
Chad mikla aðstoð, en ákváðu í
gær að senda 700 hermenn til
viðbótar.
Var það
Nessie?
Drumnadrochit, Skotlandi,
7. ágúst. AP.
BANDARÍSKI náttúruljós-
myndarinn Erik Beckjord telur
sig hafa náð Ijósmyndasyrpu af
fyrirbæri á Loch Ness sem er
„illútskýranlegt". Beckjord hef-
ur dvalið ásamt föruneyti sínu
við skoska stöðuvatnið fræga
síðustu vikurnar og hefur hópur-
inn bæði leitað í djúpinu með
kvikmyndavélum og Ijósmynd-
að yfirborð vatnsins.
„Það er rétt að taka það
strax fram, að það sem ég sá
og myndaði gæti hugsanlega
hafa verið furðuleg alda, en ég
tel persónulega að það sé
ólíklegt. Þetta sannar ekkert
um tilvist „Nessie", en það fór
ekkert á milli mála, að þarna
var eitthvað vægast sagt und-
arlegt á ferðinni," sagði
Beckjord og lýsti síðan fyrir-
bærinu:
„Þetta var svart á litinn og
um það bil 6 metrar á lengd.
Vatnið var næstum slétt, en
fyrirbærið virtist synda létti-
lega og það sem upp úr stóð
minnti helst á bát sem er á
hvolfi. Lengst af sá ég bara
ólguna, en fjórum sinnurn
skaut því upp úr eins og
hnísu.“
Stjórn Guatemala
steypt af stóli
Guitemala 8. ágúst. AP.
STJÓRNARBYLTING var gerð í Guatemala í gær, en þó sagði í óstaðfestum
fréttum að forseti landsins, Efrain Rios Montt, héldist cnn við í forsetahöllinni
ásamt nokkrum stuðningsmönnum sínum. Hvatamaður valdaránsins var Oscar
Humberto Meija Victores varnarmálaráðherra.
Sjónarvottar við forsetahöllina
sögðu vestrænum fréttamönnum
að Montt væri enn í höllinni í
gærkvöldi og skothríð glumdi við
frá henni. Nokkur lík lágu skammt
frá forsetaskrifstofunum og banda-
rískur blaðamaður sem lengi hefur
búið í Guatemala, Robert Rosen-
house, sagði fréttaskýrendum að
svo virtist sem valdaránið væri
ekki endanlega í höfn þó horfurnar
á því að það mistækist úr því sem
komið væri, væru hverfandi.
Herþyrlur og brynvarðir herbíl-
ar umkringdu forsetahöllina í allan
gærdag og gærkvöld og útvarps-
stöðvar kepptust við að lesa upp
lista stuðningsmanna hins nýja
valdhafa. Þar var jafnframt lesin
upp tilkynning frá Meija Humb-
erto og stuðningsmönnum hans.
Þar sagði, að tilgangurinn væri að
bæta ástand það í landinu sem
minnihlutaklika Montts hefði
skapað. „Ofstækisfullur trúarhóp-
ur hefur misnotað aðstöðu þá sem
Montt hefur boðið honum,“ sagði í
tilkynningunni. Rios Montt komst
til valda í Guatemala 22. nóvember
1982, er hann stjórnaði sjálfur
valdaráni.
Rios Montt