Morgunblaðið - 09.08.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.08.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983 ®>BJMISWSTIRIIl£ 35 Innkaupaferðin hefst heima í * U‘ K Mhmim..*., FREEMANS of London leiöir þig inn í heim hausttískunnar '83. Þú pantar-við sjáum um afganginn. FREEMANS pöntunarlistinn, hausttískan '83, eryfir600síður. FREEMANS í fararbroddi, beint tölvusamband við London. Vinsamlega sendið mér nýja FREEMANS pöntunarlistann í póstkröfu. Nafn: __________________________________________ ÉÉf/ of London fíccmcift/ Heimili: Staöur: Sendisttil: FREEMANS of London c/o BALCO hf. Reykjavíkurvegi 66, 220 Hafnarfiröi, sími 5 39 00. Um heilaga vandlætingu Skrifað vegna listrýni Jóns Ásgeirs- sonar um konsert Steve Beresfords — eftir Magnús Pálsson Undanfarnir tveir áratugir hafa fremur öðrum tímaskeiðum verið tími umróts og byltinga í heimslist- inni. Hefðbundnar dyggðum prýddar listgreinar hafa steypt sér kollhnís og einatt stoppað á miðri leið svo upp veit nú það sem áður vissi niður. Listgreinar hafa runnið saman svo oft sér ekki lengur glögg skil mynd- listar, tónlistar eða Ijóðlistar. Oft ægir öllu saman í einu og sama verkinu svo erfitt er að átta sig á hvað er hvað og gamlir akademískir áttavitar beina kannski hinum grandvörustu mönnum á herfilegar villigötur. Víða þarf að skyggnast um til að fá þó ekki sé nema lítilsháttar yfirsýn á það sem fram fer. Og sann- ast sagna er listin orðin svo flókin og margbreytileg að það er ekki lengur neinum einum manni ætlandi að henda reiður á öllu eða hafa nokkra haldgóða yfirsýn. Það sama hefur gerst í raunvísindum og fleiri greinum mannlegra mennta. Sá sem ætlar sér eitthvað áleiðis í þessum efnum þarf að fara víðar en í scfn, konsertsali eða bókabúðir. Mikið af markverðri listsköpun getur allt eins vel farið fram í skúmaskotum og birst í pésum og tímaritim eða á plöt- um og snældum og myndböndum sem aldrei koma á almennan mark- að. „Underground-list“ var þetta löngum nefnt. Hún gerir ennþá óhægara um vik að átta sig á þessu kraðaki listarinnar. En í þessum margbreytileika er að vissu leyti fólginn galdur listarinnar á okkar tímum. Og það má kannski segja að íslenskum gagnrýnendum sé nokkur vorkunn þótt þeir verði stundum eins og örlítið ráðvilltir. Eðlileg aðferð gagnrýnanda mætti vera að ganga út frá for- sendum og ætlun þess listamanns sem hann fjallar um og gera grein fyrir hvernig til tekst að koma þeirri ætlun fram. Síðan getur hann auðvitað verið ósammála forsendunum. Hitt verður hins vegar bara hjal ef listamanninum eru gerðar upp forsendur og dæmt út frá þeim. Sér í lagi ef hart er dæmt. I upphafi greinar sinnar titlar Jón Ásgeirsson Steve Ber- esford „tilraunalistamann". í þessu samhengi hlýtur starfsheit- ið að vera á einhverjum misskiln- ingi byggt því mér er ekki kunnugt um að Beresford kenni sig við til- raunir. Og við aðstandendur tón- leikanna sagðir býsna fávísir um tilraunir í tónmyndun sl. 50 ár. Hér hafa bara ekki verið gefin út nein manifest um tilraunastarf- semi, hvorki í tónmyndun né öðru. Enn er Jón að gera Beresford upp forsendur þegar hann finnur að því að hann sé ekki nægilega góður hljóðfæraleikari. Nú má geta þess að Beresford hefur hlot- ið viðurkenningu í heimalandi sínu, Bretlandi, fyrir píanóleik. Hitt er svo annað mál að ég hélt að engum hefði geta dulist að í umrætt skipti var hann ekki að baksa við að vera „góður" hljóð- færaleikari í akademískum skiln- ingi. Mér er nær að halda að hann hafi forðast það. Forðast meira að segja að vera „góður" tónlistar- maður í akademískum skilningi. Listamaðurinn greip til margs konar hljóðfæra sem hann kunni kannski lítið til verka með og not- aði auk þess hvað eina sem hendi var næst sem hljóðgjafa. Kannski er hann virtúós á öll þessi hljóð- færi. Ég veit það ekki. Enda er það ekki mergurinn málsins því hann var sýnilega ekki að reyna að sýna Athugasemd við tónlistargagnrýni — eftir Ingólf Arnarson Þriðjudaginn 26. júlí birtust í þessu blaði dómar um tónleika Steve Beresford. Jón Ásgeirsson fór þar frekar óvægum og dónalegum orðutn um þessa tónleika. Þá á ég sérlega við þegar hann segir hluti á við: „Það gerir ekki til þó einn lítill loddari reyni að skemmta fólki.“ Það væri miður ef þetta vær einu upplýsingarnar sem lesendur þessa blaðs fengju þegar haft er í huga að húsfyllir var á þessum tónleikum og undirtcktir voru sérlega góðar. Sú staðhæfing Jóns að Beres- ford sé ekki nægilega góður hljóðfæraleikari til að halda tón- leika er byggð á grundvallarmis- skilningi. I fyrsta lagi fannst mér Beresford takast með leik sínum að koma hugmyndum sínum til skila og halda athygli gesta sinna. Það, hvort hægt sé að skipa hon- um á bekk með helstu píanóein- leikurum heims skiptir ekki máli. (Þó fannst Hollendingum rétt að kynna Beresford á listahátíð sinni, Holland festival, og var hann með á dagskrá „sérstæðra píanóleik- ara). Tæknin getur aldrei ein orðið mælikvarði á gæði. Sérhver einstaklingur býr yfir einhverri persónulegri snilligáfu. Listin er ekki einkaeign forréttindahóps. Líkingin við Erik Satie er vill- andi. Þó Satie hafi orðið' fyrir áhrifum af dægurlögum síns tíma og notað við tónsmíðar sínar veit ég ekki til þess að hann sé hvað frægastur fyrir brandaraútsetn- ingar á þeim. Satt að segja finnst mér þessi staðhæfing fyrst og fremst lýsa neikvæðu áliti Jóns á Satie sem tónskáldi. Ég verð aldeilis að vera ósam- mála Jóni þegar hann heldur því fram að sprenging nýsköpunar og bylting í tónlist hafi orðið fyrir 50 árum og ætti nú að vera hjöðnuð. Það er eins og Jón telji að ekkert bylti.igar>:ennt hafi átt sér stað síðan, engin sprenging. (Reyndar kýs ég að tala um þróun). Þetta sýnir einstakt þekkingar leysi og/ eða lítilsvirðingu fyrir nýlegri tónlist. Þessi skrif Jóns minna óneitanlega á skrif myndlist- argagnrýnenda þessa dagblaðs um sýningar ungra framsækinna myndlistamanna. Allt hefur verið gert áður um aldamótin og allt er það kallað neo-dada. Og hver hef- ur haldið því fram að Steve Ber- esford væri að rembast við að vera frumlegur? Undanfarin ár hefur Beresford spilað með hinum ólík- ustu mönnum og gefið út blaðið Collusion sem fjallar um allar teg- undir tónlistar og safnað að sér tónlist frá öllum heimshornum. Mér finnst mjög eðlilegt að á tón- leikum hans ægi öllu saman. Flutt er öll sú tónlist sem viðkomandi finnt áhugaverð. Þessi samruni verður oft áhuga- verður og á tíðum fyndinn. Auk þess fannst mér ég upplifa þetta „eitthvað" sem erfitt er að lýsa, það sem mér persónulega finnst skipta mestu. Ingólíur Arnarson er starfsmadur MOB SHOB, Sumarvinnustofu listamanna. slíkt. Auk þess get ég upplýst að hljóðfærunum, að undanskildum flyglinum, var safnað saman til láns án tillits til þess eða kannski vegna þess að mörg þeirra voru biluð og illa á sig komin. Sellóið með slitna strengi og lúðrarnir í lamasessi. Myndi ekki sá sem ætl- aði sér að skara fram úr í hljóð- færaslætti tryggja sér sæmileg hljóðfæri? Svo ég vitni til annars titils sem Jón úthlutar í greininni get ég fullvissað hann um að Norræna sumarvinnustofan, Mob Shop eins og hún oft er nefnd, sækir sér aldr- ei „loddara" til samstarfs. Við bjóðum hingað einungis þeim listamönnum sem við þrautþekkj- um að því að hafa haldgóða og áhugaverða list fram að færa. Til stuðnings þeirri staðhæfingu get ég látið Jóni í té lista með nöfnum þeirra manna erlendra sem hingað hafa komið á okkar vegum. En það skal sagt líka að við sækj- um hingað iðulega listamenn með fullri vitund um að einhverjum af okkar lókal gagnrýnendum kunni að mislíka við þá. Magnús Pílsson er myndlistar- maður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.