Morgunblaðið - 09.08.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.08.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983 41 fólk í fréttum Söngvakeppni Evrópu: Enginn vill hlusta á sigurvegarann Manstu eftir henni Corinne Her- mes, stúlkunni, sem bar sigur úr být- um í söngvakeppninni í vor? Nei, líklega ekki, og þannig er um flesta aðra. Corinne er nú gleymd og graf- in aðeins örfáum mánuðum eftir að hún virtist standa á þröskuldi frægð- arinnar. Corinne til sárra vonbrigða hef- ur henni ekki tekist að fá endur- nýjaðan samning sinn við plötu- fyrirtækið og er ástæðan sú, að sigurlagið frá í vor, „Si la vie est cadeau", nýtur svo lítilla vinsælda, að það er ekki einu sinni leikið í útvarpstöðvum í Evrópu, nema helst í Frakklandi og Luxemborg. „Kampavínið, sem við keyptum til að halda upp á sigurinn, kost- aði okkur meira en það sem við höfum fengið inn fyrir plötuna," segir nú talsmaður plötufyrirtæk- isins. Venjulega geta sigurvegarar ( söngvakeppni Evrópu gert sér vonir um að vera í sviðsljósinu í að minnsta kosti eitt ár eftir keppn- ina og sumir hafa gert það miklu betra, t.d. Abba, Bucks Fizz og Nicole (Ein Bisschen Frieden). Draumurinn virðist hins vegar vera endanlega búinn fyrir Cor- inne Hermes og raunar hafa fáir mikla vorkunn með henni. Meðan á atkvæðagreiðslunni stóð í keppninni mátti sjá að Cor- inne tók því óstinnt upp ef eitt- hvert land gaf henni ekki nógu mörg stig og hún tekur sjálfa sig mjög hátíðlega. Eftir sigurinn var hún svo stór upp á sig, að hún svaraði ekki einu sinni spurning- um fréttamanna, enda er svo kom- ið að hún er ekki spurð að einu eða neinu. Corinne Hermes fagnar sigrinum í söngvakeppninni. „The Who er elcki til lengur,“ eeg- i’r Pete Townsend. „Who“ búin að vera Breska hljómsveitin „The Who" má nú heita endanlega úr sögunni. öllu hljómleikahaldi hefur veriö aflýst og allir þeir, sem starfaö hafa fyrir hljómsveitina, fengu reisupassann í síöasta mánuöi. „The Who er ekki lengur til og þaö veröa ekki framar neinir hljómleikar meö henni. Nú hef ég aöeins á prjónunum aö hjálpa því fólki, sem mér er kærast, hvort sem þaö eru tónlistarmenn eöa vinir mínir, sem eiga í erfiöleikum," sagöi Pete Townsend, sem lengi hefur veriö aðalmaður hljómsveitarinnar. COSPER 1 ... 2 ... 3 ..., nú fela sig allir bakvið tré. GR JOTGRINDUR Á FLESTAR TEGUNDIR BIFREIÐA Enim sértiæfðlr i FIAT og CITROEN BIFREIÐA SKEMMUVEGI 4 KOPAVOGI CVERKSTÆÐIÐ nastos 1503 1983 Árið 1503 kom fyrsti hverfisteinninn til islands og kostaði þá jafnvirði kýrverðs. Árið 1983 framleiða þeir hjá SCANSLIB rafmagnsdrifna vatns- hverfisteina (sá fyrsti var fótstiginn) sem þrátt fyrir verðbólgu, kreppu og annan óáran kostar aðeins '/« kýrverðs. Þeir fást í þremur stærðum, 220 V, snúningshraði 120/240 sn. á mfn., gefa sérlega skarpa egg, og fara vel með verkfæri. Snúast bæði afturábak og áfram — og auðvelt er að þrlfa þá. Tilvalið fyrir: VerkstaBði — fiskvinnslu — landbúnað — hótel — heimili og skóla. Hafið samband við okkur og leitió upplysinga r r VÉLAVERSLUN Grensásvegi 12, 108 Reykiavik. - * 91-85840 Jámsmidavólar - Stálmnréttingar Fyrir verkstæói, birgfta- og vörugeymskjr GRLRNT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.