Morgunblaðið - 09.08.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.08.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGOST 1983 21 • Frá setningarathöfn heimsleikanna í frjálsum íþróttum á sunnudag. Liö íelands og ísrael ganga samhliöa inn á aöalleikvanginn. Fánaberi íslenska liösins er tugþrautarmaöurinn Þráinn Hafsteinsson, síöan kemur Siguröur Helgason, fararstjóri, Ágúst Þorsteinsson sem keppir í maraþonhlaupi og Vésteinn Hafsteinsson sem keppir í kringlukasti. Sex íslenskir frjálsíþróttamenn taka þátt í leikunum. Auk þeirra þriggja sem þarna ganga inn keppa þau Einar Vilhjálmsson í spjótkasti, Þórdís Gísladóttir í hástökki og Oddur Sigurösson t 400 m hlaupi. Símamynd AP. Heimsleikarnir í Helsinki: Þrefaldur sigur Bandaríkjanna í 100 m hlaupi ÚRSLIT fengust í þremur grein- um á heimsleikunum í frjálsum íþróttum í gærkvöldi. i 100 m hlaupi karla sigraöi Bandaríkja- maöurinn Carl Lewis örugglega á 10,07 sek., en þrír fyrstu menn í hlaupinu voru Bandaríkjamenn. Heimsmethafinn Calvin Smith varö annar, hljóp á 10,21 sek. og Emmit King varö þriöji á 10,24 sek. Skotinn Allan Wells, Ól- ympíumeistarinn frá því í Moskvu, varö svo í fjóröa sæti á 10,27 sek. Ekki var Lewis ánægö- ari en svo meó hlaup sitt, að þeg- ar tímarnir komu á Ijósatöflu leikvangsins þá hristi hann höf- uðið og virtist vera mjög vonsvik- inn. Aö fá þrjá fyrstu menn f hlaupinu er mikill sigur fyrir Bandaríkin. Úrslit í 100 m hlaupi karla: Carl Lewis, Bandar. 10,07 Calvin Smith, Bandar. 10,21 Emmit King, Bandar. 10,24 Sara Simenoni meiddist illa Olympíumeistarinn Sara Sime- oni frá Ítalíu var borinn af leik- vanginum í Helsinki eftir aö hafa tognaö illa þegar hún var aö keppa í hástökki þar. Simeoni var búinn aó stökkva 1,84 og var aö hlaupa aö ránni til aó reyna við 1,87 þegar hún féll skyndilega til jarðar. Læknir ítalska liösins sagöi aö það heföi veriö vinstri fóturinn sem gaf sig hjá henni en hún hefur átt viö meiósl aö stríóa aö undanförnu í hægri fætinum. Hún sagöi sálf aó þetta væri trú- lega vegna þess að hún hefói lagt svo mikla áherslu á aö æfa hægri fótinn til aö geta keppt í Helsinki að hún hefói gleymt aö halda þeim vinstri viö. Allan Wells, Bretl. 10,27 Juan Nunew, Dóm. lýöv. 10,29 Christian Haas, V-Þýskal. 10,32 Paul Narracott, Ástral. 10,33 Desai Williams, Kanada 10,36 Marlies Goehr frá A-Þýskalandi sigraði í 100 m hlaupi kvenna á 10,97 sek. Bandaríska stúlkan Ev- elyn Ashford, sem var álitin sigur- stranglegust, sleit vööva í læri í úr- slitahlaupinu og varö aö hætta um miðbik hlaupsins, en þá var hún í forystu. Ashford á heimsmetiö í 100 m hlaupi kvenna. Hún sagöi viö fréttamenn í gær eftir að hafa fengiö meöferð í sjúkrahúsi. „Ég á eftir aö komast aftur á hlaupa- brautina, þaö eru Ol-leikar næsta ár.“ Úrslit í 100 m hl. kvenna: Marlies Goehr, A-Þýskal. 10,97 Marita Koch, A-Þýskal. 11,02 Diane Willlams, Bandar. 11,06 Merlene Ottey, Jamaika 11,19 Angella Bailey, Kanada 11,20 Helina Marjamaa, Finnl. 11,24 Angella Taylor, Kanada 11,30 Pólverjinn Hoffman kom mjög á óvart meö sigri í þrístökki. Hann stökk lengst 17,42 metra. Banda- ríkjamaöurinn Banks, sem varö annar, stökk 17,50 metra í síöasta stökki sínu, en hárfínt ógilt. Úrslit í þrístökki karla uröu þessi: Zdzislaw Hoffman, Póll. 17,42 Willie Banks, Bandar. 17,18 Ajayi Agbebaku, Nígeríu 17,18 Mike Conley, Bandar. 17,13 Vlastimil Marinec, Tékkósl. 17,13 Jan Cado, Tékkósl. 17,06 Bela Bakosi, Ungverjal. 16,83 Al Joyner, Bandar. 16,76 Peter Bouschen, V-Þýskal. 16,70 Gennadi Valiukevbic, Sovétr. 16,41 Bedros Bedrosian, Rúm. 16,18 Stephen Hanna, Bahrain 14,69 Sjá fréttir frá mótinu á bls. 25. • Carl Lewis sigraöi (100 m hlaupinu á 10,07 sek, Lewis keppir líka í langstökki og 4x100 m boðhlaupi og allir spá honum þremur heims- meistaratitlum ( Helsinki. Sjálfsagt gæti hann líka sigrað í 200 m ef hann væri þar þátttakandi. Hér sést Lewis á verðlaunapallinum. Stór íslenskur sigur í gærkvöldi ÍSLENDINGAR unnu stóran sigur á Færeyingum, 6—0, í landsleik í knattspyrnu, sem fram fór ( Njarðvíkum. íslenska liöið hafði algjöra yfirburöi í leiknum og hefði vel átt að geta skoraó fleiri mörk. Leikurinn fór fram viö slæm skilyröi, rok og rigningu. í hálfleik var stöan 2—0. Gunn- ar Gíslason skoraöi fyrsta markiö úr vítaspyrnu á 23. mín„ Óli Þór Magnússon skoraöi svo á 31. mín. í síöari hálfleik skoruöu Ragnar Margeirsson á 51. mínútu, Sæ- björn Guömundsson á 54. og 74. mínútu og Óli Þór á 61. mínútu. islenska liöiö lék oft mjög vel sam- an í leiknum og náöi góöum leik- köflum þrátt fyrir erfiö skilyröi. Nánar veröur greint frá leiknum á morgun. —ÓT/ ÞR „Vinn gull í Los Angeles“ ALBERTO Juantorena eöa „El Caballo" (hesturinn) eins og hann er oft kallaður slasaöist á fyrsta degi heimsmeistaramóts- ins í Helsinki og var borinn út af leikvanginum í sjúkrabörum og var fluttur beint á skuröborðið þar sem hann gekkst undir 25 mín. aógerð á lærvööva. Alberto er frá Kúbu og vann hug otg hjörtu áhorfenda þegar hann varö fyrsti maöurinn til að vinna bæöi 400 og 800 metra hlaup í sömu keppninni á 0I leikunum T Montreal áriö 1976. Hann slasaöist í 800 metra hlaupinu en þar haföi hann forustu og stutt var i markiö en hann leit viö til aö athuga hversu langt forskot hann heföi og datt þá og slasaöi sig eins og áöur sagði, en hann náöi því þó aö veröa annar því hann var kominn yfir marklínuna þegar hann datt. „Ég verö aö vinna til gullverð- launa á sumarleikunum í Los Ang- eles á næsta ári,“ sagöi þessi 32 ára hlaupari eftir aö búiö var aö skera hann upp og tilkynna honum aö hann yröi aö vera í gifsi í að minnsta kosti fjórar vikur og aö hann næöi sér ekki aö fullu fyrr en eftir 2—3 mánuöi, en Alberto var ekki alveg á því og sagöist ætla aö byrja aö æfa eins fljótt og hann gæti og þaö yröi ekki svo langt þangað til. FH gpgn liði IBV í KVÖLD fer fram fyrri leikur- inn í undanúrslitunum í bik- arkeppni KSÍ. FH-ingar fá liö ÍBV í heimsókn á Kaplakrika- völlinn og hefst leikur liðanna kl. 19.00. Síðari leikurinn er á morgun á Akranesi. Eðvarð með íslandsmet EÐVARÐ Eövarösson sundkappi úr Njaróvíkunum setti nýtt fs- landsmet í 100 m baksundi í gær á Evrópumeistaramóti unglinga sem fram fer í Frakklandi, en Eö- varó synti á 1:03,21 mín. og hafn- aöi í 19. sæti. Eldra metið var 1:04,50. I 100 m bringusundi voru tveir keppendur frá íslandi, Arnþór Ragnarsson úr Hafnarfiröi, og Eö- varö. Eövarö synti á 1:13,32 mín., en Arnþór á 1:16,78 min. og lentu þeir í einu af neðstu sætunum. Ragnar Guömundsson keppti í 400 m skriösundi og hafnaði í síöasta sætinu á tímanum 4:27,71 og í 1500 m skriðsundi fékk hann tím- ann 17:17,22 mín. í 200 m bringu- sundi keppti Arnþór og fékk hann tímann 2:47,48 mín., en þaö er langt frá hans besta. Sem dæmi um þær öru framfarir sem eru í sundinu, má nefna, aö tími Eövarös í 100 m baksundi heföi nægt til aö koma honum í úrslit í fyrra, en í ár ekki nema í 19. sætiö. — SUS • Eðvarð hefur sett tvö ný ís- landsmet í Frakklandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.