Morgunblaðið - 09.08.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.08.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983 Frjósemi íslensku minkanna svipuð og í nágrannalöndunum Þrátt fyrir veirusjúkdóm sem herjar á stofninn FRJÓSEMI minka á íslensku minkabúunum er í ár 3,56 hvolpar á hverja ásetta minkalæðu að meðal- tali yfir allt landið, að sögn Sigur- jóns Bláfelds, loðdyraræktarráðu- nauts Búnaðarfélags Islands. í fyrra var frjósemin heldur betri, eða 3,9 hvolpar að meðaltali. Beið bana MAÐURINN sem lést í umferð- arslysi í Garðabæ síðastliðið fimmtudagskvöld, hét Bjarni Þór Magnússon, sjómaður, til heimilis að Hvanneyrarbraut 83 á Siglu- firði. Hann var fæddur í Vattar- nesi við Reyðarfjörð 24. september 1933. Hann lætur eftir sig tvær uppkomnar dætur. Þrátt fyrir að stór hluti íslenska minkastofnsins sé sýktur af veiru- sjúkdómi sem hefur áhrif á frjó- semi dýranna, þá er frjósemi minkanna hér á landi svipuð og í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eftir þeim upplýsingum sem Sigurjón hefur aflað sér, en þar er hún 3,3 til 3,4 hvolpar að meðaltali á hverja ásetta læðu. En Danir skera sig úr með langbestan ár- angur af Norðurlandaþjóðunum með hvolpi meira að jafnaði á hverja ásetta læðu, eða 4,5 hvolpa. Loðfeldur á Sauðárkróki náði bestri frjósemi af minkabúunum, 4,2 hvolpum, en þar var skipt um stofn í vetur og allar læðurnar á fyrsta ári. Árangurinn á Sauðár- króki lofar því góðu með frjósemi nýja stofnsins. Grávara á Greni- vík var með næstbestu frjósemina, eða 4 hvolpa að jafnaði. Frjósemin þar var best yfir landið áður, eða 4,6 hvolpar að jafnaði, en eitrun kom upp í búinu í sumar svo að margir hvolpar drápust. Stærsta minkabú landsins, sem er á Böggvistöðum á Dalvík, var með þriðju bestu frjósemina, 3,5 hvolpa að meðaltali á hverja ásetta læðu. Minnsta frjósemin á þessu ári reyndist vera á minka- búinu við Höfn í Hornafirði, að- eins 2,2 hvolpar að meðaltali, en það bú varð fyrir miklu tjóni í vor er margir hvolpar drápust eins og komið hefur fram í Mbl., en ann- ars hefði búið náð 3,7 hvolpum sem er vel yfir meðallagi. Strokufanginn, sem tekinn var í Breiðholti, stígur upp í bifreið Rannsóknarlögreglu ríkisins. Mynd Mbl. Emilía Strokufangar gómaðir FANGARNIR, sem struku af á milli klukkan 19 og 20 á föstu- gærmorgun. Skömmu síðar Litla Hrauni á föstudagskvöldið, dagskvöldið og var eftirgrennsl- fannst hinn fanginn. Þeir hafa voru gómaðir í Reykjavík í gær. an hafin þá þegar um kvöldið. nú verið fluttir að Litla Hrauni. Fangarnir struku í útivistartíma Annar fannst í húsi í Breiðholti í Friörik Ólafsson um deilur innan FIDE: „FIDE riðar til falls, ef fram heldur sem horfir“ Harður árekstur Morgunblaðið/ Július HARÐUR árekstur varð á gatnamótum Vesturlandsvegar og Höfðabakka laust fyrir klukkan fimm á laugardag. Fólksbifreið var ekið norður Höfða- bakka yfir gatnamótin í veg fyrir pallbifreið, sem ekið var austur Vestur- landsveg. Bifreiðarnar skullu harkalega saman, köstuðust á umferðarvita og valt fólksbifreiðin. Ökumaður fólksbifreiðarinnar var fluttur í slysadeild en meiðsli hans munu ekki talin alvarleg. Gul Ijós loguðu á umferðarvitunum þegar óhappið átti sér stað og gilti því umferðarréttur. Biðskylda er á Höfðabakka. Umferðarvitarnir eyðilögðust og logaði því ekki á þeim það sem eftir lifði helgarinnar. Þetta varð til þess að tveir árekstrar urðu á gatnamót- unum, en í hvorugu tilvikinu urðu slys á fólki. „ÞAÐ ER Ijóst aö deilur innan FIDE hafa nú magnast um allan helming og FIDE riöar til falls ef svo heldur fram sem horfir," sagði Friðrik Ólafsson, fyrrum forseti FIDE, Alþjóöaskáksam- bandsins í samtali viö Mbl. vegna þeirrar ákvörðunar Flor- encio Campomanesar, forseta FIDE, að dæma Garry Kasparov úr leik þar sem hann mætti ekki til einvígis gegn Viktor Korchnoi í Pasadena í Kaliforníu í Banda- ríkjunum. „Báðir aðilar hafa sýnt óbilgirni og virðist mér einsýnt að eitthvað meira liggi að baki þessum deilum nú, en af yfirborðinu verður séð. Ef til vill hafa Sovétmenn nú séð, að þeir keyptu köttinn í sekknum þegar þeir studdu Campomanes til forseta FIDE og vilja setja honum stólinn fyrir dyrnar. Campomanes hefur haft uppi tilburði sem Sovétmönnum virðist erfitt að þola. Heima fyrir er hann vanur að menn fylgi i einu og öllu boðum hans og bönnum, en úti í hinum stóra heimi verður hann að lúta öðrum lögmálum og hann virðist eiga í erfiðleikum með að aðlaga sig þessum breyttu aðstæð- um. Ljóst er, að Campomanes virti óskir þeirra Korchnois og Kasp- arovs um einvígisstað að vettugi. Sovétmenn hafa borið við hitum og ófullnægjandi öryggisráðstöf- unum í Pasadena. Hvort það er einu skýringarnar á ákvörðun þeirra skal ósagt látið, en höggva hefði mátt á þennan hnút ef ein- lægur áhugi beggja aðila hefði verið fyrir hendi. Kasparov hefur látið þá skoðun í ljósi, að ólíklegt sé, að Karpov mæti til leiks gegn Ribli eða Korchnoi. Svo gæti farið að Cam- pomanes lýsi Korchnoi heims- meistara. Það yrði kaldhæðni ör- laganna, því þeim er lítt til vina eftir einvígi Karpovs og Korchnois á Filippseyjum. Eftir það sakaði Korchnoi Campomanes um undir- lægjuhátt við Rússa. Allt um það, þá er ljóst að þetta mál verður ofarlega á baugi á þingi FIDE í Manila í haust og þar getur allt gerst," sagði Friðrik Ólafsson. Skákmótið í Gausdal: Margeir Pétursson með fjóra vinninga MARGEIR PétursHon hefur hlotið 4 vinninga aö loknum 7 umferöum á alþjóölega skákmótinu í Gausdal í Vorum vissir um að okk- ur tækist að fínna vélarnar — segir Arngrímur Hermannsson, einn leitarmannanna „VIÐ VORUM eiginlega aldrei í vafa um að okkur tækist aö finna vélarnar, þaö er að segja, að því gefnu að við værum að leita á réttu svæði. Radarinn sem við notuðum er fullkominn og hentar mjög vel við þær aöstæður sem þarna eru,“ sagði Arngrímur Hermannsson, röntgen- tæknir, einn þremenninganna sem fóru á Grænlandsjökul nýlega í þeim tilgangi að leita að átta flugvélum sem nauölentu á vesturströnd Græn- lands í seinna stríði, en leiðangur undir stjórn Alaskabúans Norman Waughan hefur leitað vélanna í sumar, og gekk hvorki né rak fyrr en íslendingarnir komu á vettvang. Hinir íslendingarnir tveir eru Helgi Björnsson, jarðeðlisfræðingur og Jón Sveinsson, rafmagnstæknifræðing- „Þeir hafa varla verið með nógu góðan radar," sagði Arn- grímur. „Tuttugu manna leitar- flokkur reyndi fyrst í þrjár vikur að staðsetja vélarnar en án ár- angurs. Þá var kafbátaradar reyndur, en allt kom fyrir ekki. Við komum okkur þá í samband við leitarflokkinn og buðum fram aðstoð okkar. Miðvikudag- inn 27. júní flugum við til Græn- lands og byrjuðum að leita klukkan þrjú samdægurs. Strax þá um daginn urðum við varir við endurkast, sem virtist geta verið frá tveimur flugvélum. Um helgina grófleituðum við síðan á öðru svæði og fengum þá margar svaranir. Miðvikudaginn 3. ágúst vorum við endanlega vissir um að þetta væru flugvélarnar átta, enda var fullkomið samræmi á milli loftmynda sem til voru af vélunum og þeirra merkja sem við greindum." Tækið, sem þeir félagar not- uðu, er sérhannað af Raunvís- indastofnun Háskóla íslands, og hafa þeir Helgi og Jón átt drjúg- an þátt í hönnun þess. Það er sérstaklega gert til að rannsaka botn jökla, einkum þíðjökla. Það drífur tvö til fjögurhundruð metra til beggja handa og eins langt niður og með þarf! Það get- ur þó ekki sagt nákvæmlega fyrir um dýpt þeirra hluta sem það nemur, en rannsóknir fs- lendinganna bentu til að vélarn- ar væru á u.þ.b. 27 metra dýpi. Vélarnar fundust í 5 km fjar- lægð frá bækistöðvum leitar- manna, í um 800 metra hæð, 5 km frá jökuijaðri til móts við eyna Danneborg. Noregi. Hann varð að sætta sig við jafntefli við finnska stórmeistarann Westerinen eftir II tíma setu yfir skákborðinu og þegar kapparnir höfðu leikið 88 leiki. í 5. umferð vann Margeir bandaríska alþjóðlega meistarann Bass í 22 leikjum en tap- aði fyrir Plaskett frá Englandi í 6. umferð. í gær tefldi Margeir svo við sænska alþjóðlega meistarann Axel Ornstein og bar sigur úr být- um. Hann hefur því 4 vinninga, en efstir eru Kudrin frá Bandaríkj- unum og Mykop frá Finnlandi með 5 vinninga. Þeir eiga innbyrðis biðskák og hefur Kudrin góða vinningsmöguleika. Árni Þ. Árnason og Hilmar Karlsson hafa 2'k vinning að loknum 7 umferðum. Árni gerði jafntefli við Lind í 5. umferð, tap- aði fyrir Anders Lundin í 6. um- ferð en vann Norðmanninn Bards- en í 7. umferð. Hilmar tapaði fyrir Westerinen í 5. umferð, gerði jafn- tefli við alþjóðlega meistarann Burger í 6. umferð en tapaði fyrir Lundin í 7. umferð. Báðir höfðu þeir Árni og Hilmar mun betri stöðu gegn Lundin, en léku sig bókstaflega í mát á heldur slysa- legan hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.