Morgunblaðið - 09.08.1983, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983
Peninga-
markadurinn
r
GENGISSKRÁNING
NR. 144 — 08. AGUST
1983
Kr. Kr.
Eining Kl. 09.15 Kaup Sala
1 Bandaríkjadollari 28,140 28,220
1 Sterlingspund 41,464 41,582
1 Kanadadollari 22,775 22,840
1 Dönsk króna 2,8969 2,9052
1 Norsk króna 3,7420 3,7527
1 Sœnsk króna 3,5625 3,5726
1 Finnskt mark 4,9093 4,9232
1 Franskur franki 3,4623 3,4722
1 Belg. franki 0,5203 0,5218
1 Svissn. franki 12,8758 12,9124
1 Hollenzkt gyllini 9,3148 9,3413
1 V-þýzkt mark 10,4135 10,4431
1 ítölsk líra 0,01760 0,01765
1 Austurr. sch. 1,4830 1,4872
1 Portúg. escudo 0,2269 0,2276
1 Spánskur peseti 0,1845 0,1850
1 Japansktyen 0,11479 0,11511
1 írskt pund 32,924 33,017
1 Sdr. (Sérstök
dráttarr. 05/08 29,3936 29,4773
1 Belg. franki 0,5192 0,5207
J
/ >
— TOLLGENGIí ÁGÚST —
Toll-
Einíng Kl. 09.15 gangi.
1 Bandaríkjadollari 27,790
1 Sterlingspund 42,401
1 Kanadadollari 22,525
1 Dönsk króna 2,9388
1 Norsk króna 3,7666
1 Sænsk króna 3,5914
1 Finnskt mark 4,9431
1 Franskur franki 3,5188
1 Belg. franki 0,5286
1 Sviaan. tranki 13,1339
1 Hollenzkt gyllini 9,4609
1 V-þýzkt mark 10,5776
1 ítölsk líra 0,01797
1 Austurr. sch. 1,5058
1 Portúg. escudo 0,2318
1 Spánskur peseti 0,1863
1 Japansktyen 0,11541
1 írskt pund 33,420
— /
Vextir: (ársvextir)
INNLÁNSVEXTIR:
1. Sparisjóðsbækur.................42,0%
2. Sparisjóðsreikningar, 3 mán.1).45,0%
3. Sparisjóðsreikningar, 12. mán. 1)... 47,0%
4. Verötryggðir 3 mán. reikningar.. 0,0%
5. Verðtryggðir 6 mán. reikningar. 1,0%
6. Avisana- og hlaupareikningar... 27,0%
7. Inntendir gjaldeyrísreikningar:
a. innstæður í dollurum.......... 7,0%
b. innstæður í sterlingspundum. 8,0%
c. innstæöur í v-þýzkum mörkum... 4,0%
d. innstæður í dönskum krónum.... 7,0%
1) Vextir færðir tvisvar á ári.
ÚTLÁNSVEXTIR:
(Verðbótaþáttur i sviga)
1. Víxlar, forvextir..... (32,5%) 38,0%
2. Hlaupareikningar ..... (34,0%) 39,0%
3. Afuröalán ............. (29,5%) 33,0%
4. Skuldabréf ............ (40,5%) 47,0%
5. Vísitölubundin skuldabréf:
a Lánstími minnst 9 mán. 2,0%
b. lánstími minnst 2'h ár 2,5%
c. Lánstími minnst 5 ár 3,0%
6. Vanskilavextír á mán........... 5,0%
Lífeyrissjóðslán:
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins:
Lánsupphæö er nú 200 þúsund ný-
krónur og er lánið vísi'ölubundið meö
lánskjaravísitölu, en ársvextir eru 2%.
Lánstími er allt að 25 ár, en getur veriö
skemmri, óski lántakandi þess, og eins
ef eign sú, sem veð er í er litilfjörleg, þá
getur sjóðurinn stytt lánstímann.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna:
Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö
lífeyrissjóðnum 120.000 nýkrónur, en
fyrir hvern ársfjórðung umfram 3 ár
bætast við lániö 10.000 nýkrónur, unz
sjóösfélagi hefur náö 5 ára aðild að
sjóðnum. Á tímabilinu frá 5 til 10 ára
sjóösaðild bætast við höfuðstól leyfi-
legrar lánsupphæöar 5.000 nýkrónur á
hverjum ársfjóröungl, en eftir 10 ára
sjóösaöild er lánsupphæðin orðin
300.000 nýkrónur. Eftir 10 ára aöild
bætast við 2.500 nýkrónur fyrir hvern
ársfjórðung sem líöur. Þvi er i raun ekk-
ert hámarkslán í sjóðnum.
Höfuðstóll lánsins er tryggöur með
byggingavísitölu, en lánsupphæöin ber
2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár
aö vali lántakanda.
Lánskjaravísitala fyrir ágúst 1983 er
727 stig og er þá miðað viö vísitöluna
100 1. júní 1979.
Byggingavísitala fyrir júlí er 140 stig
og er þá miöaö við 100 í desember
1982.
Handhafaskuldabréf í fasteigna-
viðskiptum. Algengustu ársvextir eru nú
18—20%.
Áður fyrr á árunum, kl. 10.35:
Hornafjarðardvöl
Ingunnar Jónsdóttur
Þátturinn Áður fyrr á árunum
verður á dagskrá kl. 10.35 í um-
sjá Ágústu Björnsdóttur.
— Þessi þáttur fjallar um
Hornafjarðardvöl Ingunnar
Jónsdóttur frá Kornsá í
Vatnsdal, sagði Ágústa. Hún
fór úr Hrútafirði í Hornafjörð
til að vera ráðskona hjá bróð-
ur sínum, Jóni Jónssyni presti
í Bjarnanesi. Ferðin tók tvo
mánuði því að skipið sem hún
ferðaðist með lenti í þoku og
hraktist alla leið til Færeyja.
Það er Hulda Runólfsdóttir
sem les.
Ingunn Jónsdóttir
Hljóðvarp kl. 23.25:
Greifinn
Á dagskrá hljóðvarps kl. 23.25
er Ijóðaþátturinn Greifinn af
Kaos með Ijóðum eftir Stefán
Snævarr.
— Flest ljóðanna teljast lík-
lega „stemmningsljóð", svo ég
bregði fyrir mig gullaldarmáli,
sagði Stefán.
— Sum eru tilraunakennd,
en flest eru af léttari gerðinni.
í sumum ljóðanna leitast ég við
að setja venjulega hluti í ab-
súrd samhengi. Ljóðin eru 15
talsins, öll ný af nálinni og
óbirt. Ég hef gefið út tvær
Ijóðabækur, Limbórokk sem
kom út árið 1975 og Sjálfssal-
inn sem kom út fyrir tveim ár-
um.
Ég vona bara að öll þjóðin
límist við viðtækið í kvöld og
hlusti vandlega, sagði Stefán
að lokum.
af Kaos
Stefán Snævarr
Umsjónarmenn þáttarins ásamt Gústa, Lilla og frænda hans Gústa sem
kemur alla leið frá Afrfku.
Við stokkinn kl. 19.50:
Á dagskrá hljóðvarps kl. 19.50
er þátturinn Við stokkinn. Um-
sjónarmenn eru að þéssu sinni
aðstandendur Brúðubílsins þær
Helga Steffensen og Sigríður
Hannesdóttir.
— Við bjóðum börnunum í
ferð með brúðubílnum og þau
ferðast með okkur í huganum,
sagði Helga. Farið verður á
einn af leikvöllum borgarinnar
og fylgst með sýningu. Þarna
ráða brúðurnar ríkjum og
margt verður til fróðleiks og
skemmtunar.
Amma kennir krökkunum
að þekkja litina, drekarnir
syngja með henni og gúmmí-
stígvélin taka lagið. Litli apinn
syngur úr rólunni sinni, en
hann er svo lítill að hann dett-
ur úr rólunni og amma huggar
hann. Gústi api er kynnirinn í
Brúðubílnum og kynnir vini
sína Lubba, Bínu og Mjásu, en
hún er í kattakórnum og syng-
Brúðu-
bíllinn
skemmtir
börnunum
ur svo hátt að allir verða að
halda fyrir eyrun.
Svo er það lítill ungi sem
hefur týnt mömmu sinni og
eggið hans er fokið út í sjó. Við
kynnumst krókódílnum og
hvernig hann burstar tennurn-
ar. Svo kemur frændi hans
Gústa apa í heimsókn frá Afr-
íku og bæði syngur og spilar á
trompet.
lítvarp Revkjavík
ÞRIÐJUD&GUR
9. ágúst
MORGUNNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
Tónleikar. Þulur velur og kynn-
ir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar.
7.55 Daglegt mál. Endurtekinn
þáttur Árna Böðvarssonar frá
kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veð-
urfregnir.
Morgunorð — Áslaug Jensdótt-
ir talar. Tónleikar.
8.30 Mylsna
Þáttur fyrir morgunhressa
krakka. Stjórnendur: Asa Helga
Ragnarsdóttir og Þorsteinn
Marelsson.
8.40 Tónbilið
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund - barnanna:
„Dósastrákurinn" eftir Christ-
ine Nöstlinger. Valdís Óskars-
dóttir les (17).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón-
leikar.
10.35 „Áður fyrr á árunum“
Ágústa Björnsdóttir sér um
þáttinn.
11.05 Islenskir einsöngvarar og
kórar syngja
11.30 Úr Árnesþingi
Umsjón: Gunnar Kristjánsson.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar.
Þriðjudagssyrpa — Páll Þor-
steinsson.
SÍÐDEGIÐ
14.00 „Hún Antonía mín“ eftir
Willa Cather
Friðrik A. Friðriksson þýddi.
Auður Jónsdóttir les (8).
Þriðjudagssyrpa, frh.
15.20 Andartak
Umsjón: Sigmar B. Hauksson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð-
urfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar
Janacek-kvartettinn leikur
Strengjakvartett í d-moll op. 76
nr. 2 eftir Joseph Haydn. /
Trieste-tríóið leikur Tríó nr. 2 í
B-dúr K502 eftir Wolfgang
Amadeus Mozart.
17.05 Spegilbrot
Þáttur um sérstæða tónlistar-
menn síðasta áratugar. Umsjón:
Snorri Guðvarðsson og Bene-
dikt Már Aðalsteinsson
(RÚVAK).
18.05 Tónleikar. Tilkynningar.
KVÓLDID_________________________
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
a. Concerto grosso í A-dúr op. 6
nr. 11 eftir Georg Friedrich
Hándel. Hátíðarhljómsveitin í
Bath leikur. Yehudi Menuhin
b. Óbókonsert í c-moll eftir
Benedetto Marcello. Léon
Goossens leikur með hljóm-
sveitinni Fflharmóníu í Lundún-
ura. Walter Siisskind stj.
c. Klarinettukonsert nr. 1 í c-
moll op. 26 eftir Louis Spohr.
Gervase de Peyer leikur með
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn
í kvöld skemmtir Brúðubfllinn í
Reykjavík.
20.00 Sagan: „Búrið" eftir Olgu
Guðrúnu Árnadóttur. Höfund-
urinn les (4).
20.30 Kvöldtónleikar
Sinfóníuhljómsveit Lundúna.
Colin Davis stj.
d. Sinfónía í G-dúr eftir
Michael Haydn. Enska kamm-
ersveitin leikur. Charles Mack-
erras stj. — Kynnir: Guðmund-
ur Gilsson.
21.40 Útvarpssagan: „Að tjalda-
baki“, heimildaskáldsaga eftir
Grétu Sigfúsdóttur. Kristín
Bjarnadóttir les (15).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.35 Skruggur
Þættir úr íslenskri samtíma-
sögu. Landhelgisstríð við Breta
1958—61. Umsjón: Eggert Þór
Bernharðsson. Lesari með um-
sjónarmanni: Þórunn Valdi-
marsdóttir.
23.25 „Greifínn af Kaos“
Ljóð eftir Stefán Snævarr. Höf-
undurinn les.
23.30 Michael Rabin og Holly-
wood Bowl-hljómsveitin leika
vinsæl lög. Tónleikar.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
■EEMQuHI
ÞRIÐJUDAGUR
9. ágúst
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Vekjaraklukkurnar sjö.
Teiknimyndafíokkur fyrir börn.
20.45 I vargaklóm.
Hver maður sinn skammt.
Lokaþáttur breska sakamála-
myndaflokksins. Aðalhlutverk
Richard Griffíths. Úr því sem
komið er á tölvufræðingurinn
Henry Jay er ekki annars úr-
kosti en að grípa til örþrifaráða.
Þýðandi Oskar Ingimarsson.
21.35 HM í Helsinki.
Frá hcimsmeistaramótinu í
frjálsum íþróttum sem haldið er
á Ólympíuleikvanginum í Hels-
inki vikuna 7. til 14. ágúst.
Sjónvarp frá mótinu er einnig á
dagskrá miðvikudaginn 10.
ágúst kl. 22.00 og sunnudaginn
14. ágúst kl. 22.25.
(Eurovision —■ YLE via BBC)
22.25 Dagskrárlok.