Morgunblaðið - 09.08.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983
5
Eru
þeir að
fá 'ann
■
Þeir stóru með
líkan flugnasmekk
„Það hefur verið kolvitlaust
veður hérna að undanförnu og
það hefur dregið úr veiðinni,
samt gekk þetta þokkalega í
þeirri veiðiviku sem lauk hjá
okkur í dag. Frá mánudegi til
mánudags veiddust 77 laxar, það
eru því komnir 552 laxar á land,
um 50 löxum meira en á sama
tíma í fyrra,“ sagði Sigrún Árna-
dóttir, ráðskona í Tjarnarbrekku
við Víðidalsá, í samtali við Mbl. í
gær.
Það er næstum eingöngu veitt
á flugu um þessar mundir, enda
erlendir veiðimenn í ánni.
Stærstu laxa sumarsins hafa
þeir erlendu dregið, tvo 21 punds
fiska og einn 20 punda. Þeir
stærri veiddust í Harðeyrar-
streng og Garðari, en sá minni í
Galtanesi. Allir ginu við sömu
flugunni, Pate Diablo, sem einn-
ig hefur verið kölluð, svo undir-
ritaður viti, Black Wolf, Black
Labrador og Canadian Sweep.
Kolsvört padda með feitan búk.
Meðalþungann taldi Sigrún vera
12—13 pund og þó nokkrir
18—19 punda laxar hafa veiðst,
þar af tveir í gærmorgun, einn
18 punda á Blue Charm og einn
19 punda á túbuflugu. Drýgstu
flugurnar að undanförnu hafa
verið Hairy Mary, Collie Dog og
Krafla.
Stórfískur úr
Vatnsdalsá
Nýlega veiddi bandarískur
stangaveiðimaður einn stærsta
lax sem komið hefur á land hér-
lendis í sumar. Var hann að veið-
um í Vatnsdalsá, en laxinn var
rúm 24 pund. Laxinn veiddi hann
á flugu sem ber heitið Black
Sheep. Fluga sú er ný af nálinni
í íslenskum laxveiðiám og ber
langa, hármikla vængi. Höfuðlit-
irnir eru svart og gult, en flugan
er sögð eftirlfking af álaseiðum
sem talið er að laxinn leggi sér
til munns í hafinu.
Góð veiði hefur verið í Vatns-
dalsá að undanförnu og vikuveiði
hefur orðið allt að 90 löxum, en
sex stangir eru leyfðar í ánni. í
gær frétti Mbl., að hálft fimmta
hundrað laxa væri komið á land
úr ánni.
Fyrrgreindur stórlax er ekki
stærsti lax sumarsins; eftir því
sem Mbl. kemst næst hefur eng-
inn slegið út 25 punda laxinn
sem veiddist í ölfusá á dögunum
eins og frá var greint í Mbl.
Stórsilungur
Greint var frá því í veiðifrétt-
um Akureyrarblaðsins Dags á
föstudaginn, að veiðimaður að
nafni Kristján Birgisson hefði
dregið 11 punda urriða á land úr
Reykjadalsá í S-Þingeyjarsýslu
fyrir nokkrum dögum. Veiddi
hann urriðann á maðk við brúna
hjá Laugum. Að sögn Dags, er
silungur þessi næstum jafn
þungur og stærsti laxinn sem
veiðst hefur í ánni í sumar, en
hann var 13 pund. Segja Dags-
menn 95 laxa hafa verið komna á
land úr ánni á föstudaginn, en á
sama tima í fyrra hefðu þeir að-
eins verið 40.
Svo við höldum okkur við
veiðifréttir Dags, þá er þar pist-
ill um gang mála í Húseyjar-
kvíslinni. Á laugardaginn voru
komnir 50 laxar á land, en allt
tímabilið í fyrra veiddust 40 lax-
ar. Veiðin verður því að öllum
líkindum talsvert betri í sumar
og bæta má við, að skilyrði hafa
verið örðug það sem af er sumri,
vatnavextir og því um líkt, eftir
því sem segir í frétt Dags.
„Misskilningur“
— segir Halldór Ásgrímsson
HALLDÓR Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, hafði samband við
Morgunblaðið vegna fréttar blaðsins
sl. laugardag um ráðstöfun gengism-
unar, og sagði hana á misskilningi
Ólafs G. Kinarssonar byggða.
„Á ríkisstjórnarfundi á fimmut-
daginn lagði ég fram mínar hug-
myndir og tillögur um aðgerðir
vegna vanda saltfiskframleiðenda.
Aðrir ráðherrar tóku undir þessar
hugmyndir og ákveðið var að
ganga frá málinu milli funda og
síðan voru tilnefndir menn til þess
og þeir munu koma saman til
fundar á þriðjudag í því skyni. Því
er frétt Morgunblaðsins um
ágreining í málinu og tillögur ann-
arra ráðherra á misskilningi
byggð,“ sagði Halldór Ásgrímsson,
sjávarútvegsráðherra.
Frétt Mbl. á laugardaginn var
byggð á samtali við Ólaf G. Ein-
arsson, formann þingflokks sjálf-
stæðismanna. Blaðið náði ekki í
hann í gær til að bera undir hann
ummæli Halldórs Ásgrímssonar,
sjávarútvegsráðherra. Sverrir
Hermannsson, iðnaðarráðherra,
vildi ekkert láta hafa eftir sér um
málið í gær.
Niðjamót í Vogum
Björk, MývalnNNveit, 8. ágÚNt.
UM SÍÐIISTII mánaðamót minntust
niðjar Sigfúsar Hallgrímssonar og
Sólveigar Stefánsdóttur í Vogum þess
að liðin eru hundrað ár frá fæðingu
Sigfúsar. Sigfús Hallgrímsson fædd-
ist á Grænavatni 11.8. 1883. Foreldr-
ar hans voru Ólöf Jónasdóttir og
Hallgrímur Pétursson. Sólveig fædd-
ist á Stóru-Reykjum í Reykjahverfi
21.9. 1891. Foreldrar hennar voru
Guðfinna Sigurðardóttir og Stefán
Jónsson er bjuggu á Andólfsstöðum í
Reykjadal.
Mikið fjölmenni sótti þetta
niðjamót í Vogum, eða á annað
hundrað manns víða af landinu.
Þótti það takast vel og er mörgum
þeim minnisstætt er þekktu þessi
heiðurshjón. Sólveig og Sigfús í
Vogum bjuggu þar alla sína bú-
skapartíð og komu upp stórum
barnahópi, enda eru niðjar þeirra
fjölmennir eins og að framan
greinir. Kristján
Þao hefur ávallt
borgaö sig
aö mæta
á útsölurnar
okkar
toppsumarvörur um hásumar.
Vi A 'á iB? £.
Ausiurstraeti 22 Sími frá skiptiboröi 85055
Ljugmgi 20. Sáni trá Oipttborð* K055