Morgunblaðið - 09.08.1983, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 09.08.1983, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983 BJÖRN BJARNASON AFINNLENDUM VETTVANGI í tilefni Keflavíkurgöngu 1983: Gengið í sömu sporum „Þá voru maraþongöngur gegn kjarnorkuvopnum farnar að tíðkast erlendis, og vafalaust er hugmyndin þaðan runnin," sagði Einar Bragi, skáld, í viðtali sem birtist 1980 í málgagni herstöðvaandstæðinga, Dagfara. Með þessum orðum var Einar Bragi að lýsa aðdraganda fyrstu Keflavíkurgöngunnar 19. júní 1960. Um gönguna sjálfa segir Einar Bragi að hún „breyttist á leiðinni niður Laugaveg og Lækjargötu í svo voldugt mannhaf, að því gleymir enginn sem nærstaddur var“. Þannig gæti enginn tekið til orða um síðustu Keflavíkurgöngu, laugardaginn 6. ágúst síðastliðinn. Hún breyttist aldrei í „mannhaf". rátt fyrir margyfirlýsta þjóð- erniskennd hafa herstöðva- andstæðingar eða hernámsand- stæðingar eins og þeir kölluðu sig frá 1960 til 1969, þegar þáverandi samtök þeirra lögðust niður, alltaf sótt fyrirmyndir sínar til útlanda. Nýjasta dæmið um það er, að í göngulok á laugardaginn var mynduð það sem kallað var í út- varpinu „friðarkeðja handabanda" á milli sendiráða Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í Reykjavík. Samskonar „friðarkeðjur" hafa þótt fréttnæmar í útlöndum. Dag- inn fyrir síðustu göngu völdu herstöðvaandstæðingar einnig að erlendri fyrirmynd, því að 6. ágúst var þess minnst víða um heim að 38 ár voru liðin frá því að kjarn- orkusprengjunni var kastað á Hiroshima í Japan með hrylli- legum afleiðingum. Að þessu sinni kölluðu herstöðvaandstæðingar gönguna „friðargöngu" en sama heiti völdu þeir göngunni frá Keflavík 20. júní 1981, en hún var farin sama dag og „friðargangan 1981“ lagði af stað frá Kaup- mannahöfn áleiðis til Parísar. Þegar þeirri göngu lauk í París efndu herstöðvaandstæðingar til Stokksnesgöngu á Höfn í Horna- firði. 3. júlí 1982 var efnt til friðar- fundar á Miklatúni í Reykjavík og var sniðið á honum fengið frá út- löndum. Þessi fundur hefur síðan verið kallaður „misheppnaði Miklatúnsfundurinn". Einn af for- vígsmönnum herstöðvaandstæð- inga, Erling ólafsson, fyrrum miðnefndarformaður, sagði í Dag- blaðinu—Vísi 19. júlí 1982: „Fund- urinn var ef ég segi hreinskilnis- lega frá minni skoðun ekki nógu vel heppnaður. Hann hefði mátt vera fjölmennari." Og í frásögn Verkalýðsblaðsins af landsráð- stefnu Samtaka herstöðvaand- stæðinga í október 1982 sem var „með fámennasta og daufasta móti“ segir: „Æskulýðsnefnd AB fékk einnig harðar ákúrur fyrir að stinga af með gróða af veitinga- sölu á Miklatúnsfundinum, en sú ágæta nefnd var sömuleiðis fjar- verandi á ráðstefnunni." Innan Samtaka herstöðvaand- stæðinga hefur verið töluverður ágreiningur um markmið og leiðir og endurspeglar reiði Verkalýðs- blaðsins í garð æskulýðsnefndar Alþýðubandalagsins meðal annars þennan ágreining. Kommúnista- samtökin gáfu út Verkalýðsblaðið og einn forystumanna þeirra, Ari T. Guðmundsson, sagði í Dagfara 30. mars 1977: „... A1 þ ý ð u - bandalags-forystan hef- ur mikil ítök í samtökum her- stöðvaandstæðinga og er það stærsta orsökin fyrir lítilli vel- gengni samtakanna." Eins og áður sagði lognuðust Samök hernámsandstæðinga niður 1969 en síðasta Keflavíkur- gangan á þeirra vegum var farin 1968. í blöðum herstöðvaandstæð- inga stendur á einum stað, að samtök þeirra hafi verið endur- reist 1972 en annars staðar að það hafi gerst á „Staparáðstefnunni" 1975. Hin nýju Samtök herstöðva- andstæðinga (SHA) efndu til fyrstu Keflavíkurgöngunnar 15. maí 1976, þegar landhelgisdeilan við Breta var enn óleyst og hættu- hástand ríkti á íslandsmiðum. Er það samdóma álit, að þessi ganga 1976 hafi verið fjölmennust af göngunum níu frá 1960 til 1983. Það hefur jafnan verið mikill þáttur í starfi herstöðvaandstæð- inga að halda því að mönnum að göngur þeirra séu mjög fjölmenn- ar. Um gönguna 1976 sagði Andri ísaksson, prófessor, þáverandi formaður miðnefndar SHA, að hún hefði verið „á öllum stigum tvisvar til þrisvar sinnum fjöl- mennari en nokkru sinni fyrr“. Og hann bætti við: „Þá þætti mér fróðlegt að vita við hvað lögr. (lögreglan innsk. Bj. Bj.) miðar, þegar hún segir að 6—8 þúsund manns hafi verið á útifundinum ... Ég sjálfur tel að um 12 þúsund manns hafi verið á fundinum en margir aðrir nefndu töluna 10 þúsund." Deilur um fjölda þátttakenda urðu nokkrar eftir gönguna 1981. Morgunblaðið sagði, að 570 manns hafi þá haldið gangandi af stað frá Keflavíkurflugvelli. Aiþýðublaðið sagði að á útifundinum í göngulok hafi verið 500 til 1000 manns, fréttastofa útvarps sagði að á úti- fundinum hafi verið fimm til sex þúsund manns, en lögreglan taldi fundarmenn hafa verið eitt til tvö þúsund. í Þjóðviljanum sagði í frétt um gönguna 1981: „Friðar- ganga 1981 tókst með ágætum ... Að sögn herstöðvaandstæðinga voru þátttakendur um 6000 og fjölgaði stöðugt alla leiðina..." I leiðara Þjóðviljans þennan sama dag sagði hins vegar: „Keflavíkur- gangan 1981, sem fram fór á laug- ardaginn tókst vel. Um 600 manns gengu alla leið ... “ Og enn sagði í Þjóðviljanum þennan dag: (23. júní 1981) „Þegar gangan kom niður Laugaveginn taldist göngu- stjórum svo til að þátttakendur væru um 6000.“ Um fjöldann í göngunni 1976 sagði Þjóðviljinn hins vegar 18. maí 1976: „Það voru um þúsund manns sem gengu alla leið frá hliði Keflavíkurflugvallar til Reykjavíkur, eða tvisvar til þrisvar sinnum meiri fjöldi en nokkru sinni." Samkvæmt þessu var fjöldinn í göngunum frá 1960 til 1968 á bilinu 300 til 500. IMorgunblaðinu á sunnudag var frá því skýrt að 450 til 500 manns hefðu lagt af stað frá Keflavíkurflugvelli laugardaginn 6. ágúst 1983. Forgöngumenn töldu hins vegar að 650 hefðu lagt af stað á laugardaginn. í fréttum hljóðvarps klukkan 10 á sunnu- dagsmorgun var sagt að nokkur þúsund manns hefðu tekið þátt í útifundi í göngulok og bar frétta- stofan lögregluna fyrir því, að 2—3 þúsund manns hefðu verið á fundinum en forsvarsmenn göng- unnar vildu tvöfalda þann fjölda og hefði þetta verið með fjölmenn- ustu göngum. í hádegisfréttum hljóðvarps á sunnudag var sagt að nokkur þúsund manns hefðu verið á fundinum við Miðbæjarskólann. Aauglýsingaherferðin sem herstöðvaandstæðingar efndu til vegna göngunnar 1983 var um- fangsmeiri en nokkru sinni síðan 1976. Sérstaka athygli vöktu nafnalistar sem birtir voru sem auglýsingar í Dagblaðinu—Vísi og Þjóðviljanum. 59 fóstrur birtu nöfn sín undir þessum texta: „Við undirritaðar fóstrur hvetjum til almennrar þátttöku í friðargöng- unni 6. ágúst nk. Krefjumst friðar og afvopnunar svo börnin okkar eigi sér framtíð á þessari jörð.“ Og 74 kennarar skrifuðu undir þenn- an texta: „Aldrei aftur Hiroshima! Við undirritaðir kennarar hvetj- um landsmenn alla til að taka þátt í Friðargöngu ’83 laugardaginn 6. ágúst nk.“ Og í Þjóðviljanum birt- ust hvatningarávörp frá rithöf- Hvað ættum við að lesa í sumarleyfinu? texti JOHANNA KRISTJONSDOTTIR Klaus Rifbjerg: De Hellige Aber skáldsaga, útg. Gyldendal. Æði mörg ár eru síðan ég hef lesið bók eftir Rifbjerg, líklega ekki aðra eftir að ég las Önnu, sem hann fékk bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs fyrir. De hellige aber segir frá tveimur ungum drengjum árið 1940. Danmörk er hersetin og það hvílir drungi og þungi yfir öllu. Drengirnir eru uppátækja- samir og einn daginn finna þeir göng og þegar þeim lýkur eru þeir staddir í Danmörku 1981. Þeir horfa með undrun á sjón- varpsloftnet, hraðbrautir og glæsibíla og þeir lenda í mestu vandræðum, þegar þeir ætla að kaupa sér eitthvað í gogginn, hvorttveggja er, að seðlarnir þeirra eru ekki í gildi lengur og verðlagið hefur eitthvaö meira en lítið breytzt. Þetta ér smellin hugmynd og Rifbjerg kemur henni skemmti- lega til skila og hann lýsir á við- felldinn hátt angist drengjanna yfir öllu þessu nýja og framandi sem þeir sjá. Nú er spurningin, komast þeir aftur heim til ársins 1940 eða verða þeir að vera um kyrrt, sér mjög þvert um geð? Allir eru ágengir og allir virðast vilja hrifsa allt til sín. Það fer lítið fyrir náungakærleikanum í RIFBJERG ROMAN GYLDENDAL nútímasamfélaginu sem þeir lenda í. Það er töluvert þörf áminning sem Rifbjerg veitir okkur í þessari bók. Sidney Sheldon: Master of tbe Game, útg. Pan/Collins Books Sidney Sheldon er mikið les- inn reyfarahöfundur, í fljótu bragði minnist ég þess ekki að hafa lesið eftir hann bók fyrr en nú. Hér segir í löngu máli frá ungum Skota, McGregor, sem fer upp úr 1880 til Suður-Afríku að taka þátt í demantaleit, en það æði mun hafa hafizt fyrir alvöru um þær mundir. En það verður enginn ríkur hér í einum hvelli, McGregor þarf að ganga í gegn- um ólýsanlegar þrengingar og leggja að sér næstum meira en hann getur þolað, áður en hann nær því marki sem hann hefur sett sér. Vondur kaupmaður reynir að mergsjúga hann og þegar McGregor hefur nú komið ár sinni fyrir borð stefnir hann að því einu að hefna harma sinna. Það er auðvitað alveg óþarfi að lýsa nánar söguþræð- inum í slíkri bók, en hún er ágætis afþreying og bara spenn- andi svona eina stund. Sidney Sheldon mun vera fæddur í Chicago í Bandaríkjun- um. Hann hefur skrifað ein- hvern aragrúa kvikmyndahand- rita, auk skáldsagna sem hafa náð mikilli útbreiðslu. Simone Berteut: Piaf Útg. Penguin Söngkonan franska Edith Piaf varð goðsögn í lifanda lífi. Hún fæddist 1915, en móðir hennar hirti ekki um hana og sendi hana til föður síns, sem að því er virð- ist var ekki við eina fjöiina felld- ur í kvennamálum. Hún bjó við mikla fátækt en hafði ung trú á hæfileikum sínum og fór að syngja á götum Parísar og síðan var hún smátt og smátt uppgötv- uð og tók að koma fram á betri skemmtistöðum og með árunum varð hún frægasta skemmti- söngkona Frakklands. Einkalíf hennar var meira en lítið skrautlegt, hún drakk úr hófi fram, hafði óseðjandi þörf fyrir aðdáun karlmanna, hneigðist til eiturlyfjanotkunar um tíma og svo mætti lengi telja. Hún náði á stundum glæsilegum árangri, en þegar að niðursveiflunni kom varð það engum dulið að mikið gekk á, en landar hennar fyrir- gáfu henni meira en öðrum af því að þeir töldu að hún væri bæði listakona af guðs náð og söngur hennar gekk þeim til hjarta. Það er systir hennar sem skrifar þessa bók. Edith kallar hana Momone og þær byrjuðu að syngja saman á götum Parísar, þegar þær voru telpuhnokkar. Momone virðist hafa verið mjög nátengd systur sinni og fylgdi henni bæði á fluginu og ekki síð- ur í fallinu — sem endurtók sig hvað eftir annað. Auðvitað er ekki fært að átta sig á hversu sannverðug þessi bók er, en hún er verulega áhrifamikil frásaga um gleðistundir og sorgarraunir Piaf frá unga aldri til hins síð- asta dags.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.