Morgunblaðið - 09.08.1983, Síða 16

Morgunblaðið - 09.08.1983, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983 Fiskeldisstöðin Laxalón: Selur regnbogasilung innanlands og kannar útflutningsmöguleika Um þessar mundir eru 32 ár liðin frá því að Skúli Pálsson hóf rekstur laxeldisstöðvarinnar að Laxalóni. Upp- haflega átti starfsemin að byggjast á ræktun og útflutningi regnbogasilungs. Útflutningur hófst í smáum stfl, en fljót- lega komu upp deilur um heilbrigði Laxalónsstofnsins, sem lauk ekki fyrr en á síðasta ári er stofninn fékk fullkomið heilbrigðisvottorð frá yfirvöldum. Eftir að stöðva varð regnbogasilungsframleiðsluna, sneri Skúli sér að lax- eldi til að rækta upp íslenskar ár og þar vann Laxalón mikið brautryðjendastarf ásamt nokkrum öðrum aðilum, sem þetta stunduðu í smáum stfl. Á síðustu þrjátíu árum hefur Laxalónsstöðin framleitt og selt milljónir iaxaseiða, sem hafa átt drjúgan þátt í að gera ísland að einu eftirsótt- asta laxveiðilandi heimsins. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá Laxalóni. Þar segir ennfremur: Árið 1976 varð Laxalónsstöðin fyrir miklu áfalli, en þá var talið að sýking væri komin upp í stöð- inni og leiddi það til þess að slátra varð öllu lífi þar að und- anskildum regnbogasilungnum, sem var þyrmt vegna þjóðhags- legs mikilvægis. Tekin voru hrogn úr silungi og þau sótt- hreinsuð undir strangasta eftir- liti, en stofninum síðan slátrað. Með þessum aðgerðum þótti heilbrigðisyfirvöldum tryggt, að enginn sjúkdómur gæti leynst í stöðinni og henni því veitt heil- brigðisvottorð til útflutnings og annarrar nýtingar regnbogasil- ungsins. Reksturinn hefst að nýju Rekstur stöðvarinnar lá niðri að öllu leyti í þrjú ár fram til 1980, er starfsemin hófst að nýju. Byrjað var á ræktun sumaralinna laxaseiða og jafn- framt að byggja upp að nýju klakstofn regnbogasilungsins. Um áramótin 1981—82 afhenti síðan Skúli Pálsson sonum sín- um, Ólafi, Sveini og Skafta, allan rekstur stöðvarinnar. 1982 komst framleiðslan í fullan gang, 150 þúsund gönguseiði, sem er hámarksgeta miðað við núverandi aðstæður. seldist upp á skömmum tíma í verslunum og veitingahúsum, segir í fréttatilkynningunni. Framtíð regnboga- silungsins Nú er stefnt að því að flytja regnbogasilungseldið austur að Fiskalóni í Ölfusi og setja þar 1 gang hrognaframleiðslu til út- flutnings og framleiðslu á fiski til sölu í verslanir og veitinga- hús. Markaðstilraun í þessum efnum hefur staðið yfir í sumar Regnbogasilungurinn fóðraður, en honum er gefið tvisvar i dag. Nú eru um 3 tonn af regnbogasilungi söluhæf og mun raeira verður britt tilbúiö. Regnbogasilungstilraun í Vestmannaeyjum Haustið 1981 var haldið til- raunaeldi í Vestmannaeyjum með regnbogasilung í samvinnu við Fiskiðjuna hf. og Svein Snorrason, lögfræðing. Höfuðtil- gangurinn með þessari tilraun var í fyrsta lagi að kanna, hvort hægt væri að nýta hraunhita og í öðru lagi að nýta hráefnið frá frystihúsum til eldis í stað þess að láta það í gúanó. Einnig vildu menn kanna hvort hugsanlega væri grundvöllur fyrir stóreldi, sem gæti orðið til hagræðis fyrir rekstur frystihúsanna, þannig að starfsfólkið gæti unnið við slátrun og verkun á alifiskum, er ekki bærist afli á land til vinnslu. Tilraun var gerð með 10 þúsund seiði. Ýmis vandamál komu óhjákvæmilega upp, en þegar allt er lagt saman, vefst ekki fyrir nokkrum manni, að þetta er raunhæfur möguleiki, en mikla fjárfestingu þarf til. Þannig standa málin nú, en miklar upplýsingar hafa fengist, bæði hvað varðar eldi og mark- að, en sá silungur, sem settur var á markað, vó um 2 pund og Ólafur Skúlason vigtar silung í eina sendinguna. Ljósm. Mbl. Guöjón. Dregið á í einu kerinu, Unnið að tainingu seiöa í fiskeld- isstöðinni. og að sögn ólafs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Laxalóns, tók markaðurinn mjög vel við sér og seldi stöðin um 3 tonn á skömmum tíma. Nú í byrjun ág- úst er hins vegar fiskurinn í stöðinni að verða söluhæfur, en hann er um 250—300 grömm að þyngd. Silungurinn hefur verið til sölu í verslunum og verið á boðstólum í veitingahúsum. Ásamt því að bjóða upp á silung hefur Laxalón látið útbúa upp- skriftir og leiðbeiningar um hvernig hentugast er að fram- reiða hann og meðhöndla. Nú er stefnt að því að fram- leiða að Fiskalóni allt að 50 lest- ir af þessum portionsfiski á ári samfara hrognaframleiðslunni og verður þá hægt að hafa þetta lostæti á boðstólum allt árið. Hrognaútflutningur í Evrópu eru nú árlega fram- leidd u.þ.b. 120 þúsund tonn af regnbogasilungi og þarf til þess um 1,2 millj. hrogna að sögn ólafs og markaðurinn væri því gífurlega stór. Því ætti Laxalón mikla möguleika á þessum markaði og er einkum tvennt sem kemur til. Hér er um að ræða fullkomlega heilbrigð hrogn með vottorð frá yfirvöld- um að sögn ólafs, og auk þess hrygnir silungurinn hér á norð- lægum slóðum allan ársins hring. Um ein milljón hrogna er nú fyrirliggjandi á Laxalóni, en nokkurn tíma tekur að byggja klakstofninn upp. Þegar á næsta ári er talið að hægt verði að hefja útflutning og er þá áætlað að selja 5 milljónir hrogna. Á 10—15 árum gæti verið hægt að ná þessu magni upp í 150—200 milljónir, að verðmæti 5—6 milljónir danskra króna. Þegar liggja fyrir hjá Laxalóni margar fyrirspurnir um hrognakaup og er útlitið bjart á þessu sviði, að því er Ólafur sagði. Þá eru og uppi áform um að gera tilraunir með útflutning á regnbogasilungnum og gætu þær tilraunir hafist með haustinu. Yrði þessi útflutningur gerður samhliða útflutningi á laxi, sem tekinn er í hafbeitarstöð í Saurbæ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.