Morgunblaðið - 09.08.1983, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir ÁGÚST ÁSGEIRSSON
Kosningar f skugga mikilla
efnahagsörðugleika í Nfgeríu
Og við því er búist að Þjóðar-
flokkurinn verði hlutskarpastur
nú, en auk þess er baráttan um
forsetastólinn þó fyrst og fremst
talin standa milli Shagari, sem
er 62 ára, Obafemi Awolowo,
hins 74 ára leiðtoga Einingar-
flokksins, en hann hefur í 40 ár
verið í fremstu línu í nígerískri
pólitík, og Nnamdi Azikiwe, hins
78 ára leiðtoga nigeriska Al-
þýðuflokksins, en hann var
fyrsti forseti landsins.
Shagari sækir fylgi fyrst og
fremst til norðurhluta Nígeríu,
þar sem fyrst og fremst búa
menn af Hausa-fulani ætt-
flokknum, en þeir eru múham-
eðstrúarmenn. Fylgi Awolowo er
fyrst og fremst á svæðum Yoru-
ba í suðvesturhluta landsins, þar
sem stærstur hluti íbúa eru
kristnir menn, en Azikiwe á
mestu fylgi að fagna á svæðum
kristinna manna í austurhluta
landsins, þar sem áður var
Biafra.
Svik og prettir?
Allir flokksleiðtogar hafa
beint og óbeint sakað hvorn ann-
an um tilraunir til að hagræða
úrslitum eða vera með áform þar
að lútandi. Einkum er ágreining-
ur um fjölda kjósenda og sagði
kosningastjóri Einingaflokksins
til dæmis að milljónir drauga-
nafna væru í kjörskrám. Var
flokki Shagari forseta kennt um,
en fulltrúar hans vísuðu þessum
ásökunum á bug. Þó vekur það
kosningabaráttunnar að reyna
að tryggja heiðarlegar kosn-
ingar, því fátt virtist flokkana
greina á um samkvæmt stjórn-
málayfirlýsingum þeirra vegna
kosninganna.
Engar stefnuskrár
Reyndar er eins og flokkarnir
hafi komist að samkomulagi um
að óþarfi væri að leggja mikið í
stefnuskrár, þar sem mestur
hluti kjósenda væri hvort eð er
ólæs. Betra væri að gefa munn-
leg kosningaloforð, því þau væri
auðveldara að svíkja. Einn
flokkanna var t.d. ekkert að hafa
fyrir því að gefa út stefnuskrá og
skrár hinna voru fátt annað en
ljósmyndir. Stefnan sem fram
kom í þeim flestum er nánast sú
sama.
Erfiðir tímar
Kosningarnar fara fram á erf-
iðum tímum. Harðar efnahags-
aðgerðir hafa leitt til skorts á
matvælum og öðrum nauðsynj-
um. Verðhækkanir hafa verið
gífurlegar á síðustu mánuðum,
einkum á hlutum sem erfitt er
að verða sér úti um, t.d. hafa
hjólbarðar sjöfaldast í verði frá í
fyrrasumar. Þá telur alþýðu-
samband landsins, en innan þess
eru 47 verkalýðsfélög, að fimmt-
ungur meðlima hafi verið sagt
upp störfum frá í fyrrasumar.
Efnahagur Nígeríu er í mesta
ólestri, fyrst og fremst vegna
minni tekna af olíuútflutningi,
og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
væri löngu búinn að taka í taum-
ana ef kosningarnar hefðu ekki
verið i aðsigi. Búist er við að
stofnunin gefi út lyfseðil að þeim
loknum, þar sem helzta meðalið
verður verulegur niðurskurður
opinberra útgjalda, afnám
niðurgreiðslna á matvælum, af-
nám verðhafta og, eins og jafn-
an, gengisfelling.
Efnahagsvandræði Nígeríu
eru hluti af enn stærra vanda-
máli flestallra Afríkuþjóða,
vítahringur fátæktar gerir ál-
funni enn erfiðara að brauðfæð-
ast. Fyrir 30 árum, eða um 1950,
voru Afríkumenn sjálfum sér
nógir í matvælum, en 1978 urðu
þeir að flytja inn 12 milljónir
smálesta af kornmat og 1990 er
talið að þörfin verði 45 milljónir
lesta, þar af þurfi Nígeríumenn
að flytja inn 15 milljónir lesta af
korni.
Af þessum sökum eru Nígeríu-
menn taldir í auknum mæli
þurfa á ölmusugjöfum að halda,
þeir muni ekki hafa efni á að
borga nema lítinn hluta af raun-
verði innfluttra nauðsynja. Eins
og aðrar þjóðir álfunnar stefna
þeir í enn meiri skuldir og eiga
því undir höfði að verða enn háð-
ari öðrum. Af þessum sökum er
því spáð að í uppsiglingu sé ný
„nýlenduvæðing" í Afríku, gjald-
þrota ríki með sveltandi munna
muni reynast tilbúin til að
gjalda það stórum að fá skips-
farma af hrísgrjónum, hveiti og
olíu.
Spilling
Vaxandi óánægja og óþolin-
mæði gerir vart við sig í Nígeríu
vegna augljósrar spillingar. íbú-
ar gera sér í auknum mæli grein
fyrir því að fyrir stjórnmála-
mennina er pólitíkin aðferð til
að auðgast. Hún veiti aðgang að
hinni opinberu hít. Margir
stjórnmálamannanna eru orðnir
milljónerar og einkaþotur hafa
tekið við af Mercedes-bílum sem
stöðutákn. f hæðni er sagt að
þingmaður sé sá sem býr í húsi
sem ríkið mubbli upp, og leiti sér
að auðgunarsamningum í vinnu-
tíma en semji lög í frítíma. Og
sagt er í gamni um stjórnina að í
henni séu verktakar, sem stöð-
ugt séu í leit að verkefnum fyrir
sig og sina.
Ættflokkahollusta
Þegar á reynir má út frá því
ganga að Nígeriumenn haldi
tryggð við ættflokka sína, og að
ættflokkatryggð hafi ráðið úr-
slitum að þessu sinni, þó kjós-
endur hafi geta borið saman fer-
il flokkanna síðustu fjögur árin.
Einnig má búast við að aðsetur
og trúmál hafi haft sín áhrif á
kosningarnar.
Ættflokkaskiptingin setti sitt
mark á kosningabaráttuna, því
allir flokkarnir biðluðu óspart til
ættflokkanna með loforðum um
að fjölga fylkjum og veita hinum
ýmsu ættbálkum meira sjálf-
ræði. í framhaldi af þessu hefur
verið lögð inn 51 beiðni um
stofnun nýrra fylkja í Nígeríu.
Það kemur sér kannski vel fyrir
væntanlega sigurvegara að hafa
ekki gefið of mikið af skriflegum
loforðum, og eins mun það áhrif
hafa á framvindu þessa máls,
svo og ýmissa annarra, hvernig
til hefur tekist að tryggja heið-
arlegar og réttlátar kosningar.
(Byggt á Obtierver, New York
Times og Newsweek.)
KOSNINGARNAR, sem hófust í Nfgeríu um helgina munu standa næstu
þrjár helgar, og verður því ekki Ijóst fyrr en í byrjun næsta mánaðar hver
með völd fer í landinu næstu fjögur árin. Nígería er eitt auðugasta ríki
Afríku en á samt við gífurlegan efnahagsvanda að stríða, erlendar skuldir
nema 10 milljörðum sterlingspunda, eða rúmum 400 milljörðum króna.
Og það er m. a. vegna þessara gífurlegu skulda sem sérfræðingar
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington bíða útkomu kosninganna, en í
septemberbyrjun munu þeir setja nýjum valdherrum vissar leikreglur,
sem líklega munu koma enn meira við kauninn á 100 milljónum þegna
landsins en kosningaloforð stjórnmálamannanna.
ess vegna segja Nígeríu-
menn að það verði ekki þjóð-
in sem sigri í þessum kosningum
eins og í kosningunum 1979, en
þá fengu Nígeríumenn lýðræð-
islega kjörna stjórn eftir 13 ára
herstjórn.
Sex flokkar taka þátt í kosn-
ingunum nú, en á kjörskrá eru
um 65 milljónir. Flokkarnir eru
Þjóðarflokkur Nígeríu (NPN),
Alþýðuflokkur Nígeríu (NPP),
Alþýðuflokkur Stór-Nígeríu
(GNPP), Þjóðfrelsisflokkurinn
(PRP), Einingarflokkur Nígeríu
(UPN) og Framfaraflokkur Níg-
eríu (NAP).
Jafnframt því sem kosið er til
þings eru kosnar stjórnir fylkj-
anna 19 og fulltrúar á þing
þeirra. í kosningunum 1979 náði
flokkur Shehu Shagari forseta,
Þjóðarflokkur Nígeríu, yfirhönd-
inni í þingi landsins og sjö fylkj-
um. Einingarflokkurinn sigraði í
fimm fylkjum og hinir flokkarn-
ir náðu völdum í a.m.k. tveimur
fylkjum hver.
furðu að kjósendum hefur fjölg-
að um 34% frá 1979, samkvæmt
kjörskránum. Hefur þeim fjöl-
gað mjög misjafnt eftir svæðum
og hafa flokkarnir krafist skýr-
inga á þeim mismun.
I einu fylki hefur þeim til
dæmis fjölgað um 94% en fækk-
að um 12% í öðru. Og Bola Ige,
fylkisstjóri í Oyo, segir að í einni
borg fylkisins séu 52 þúsund
manns á kjörskrá þótt íbúar
hennar séu aðeins 15 þúsund
talsins. Þegar kjörskráin var
fyrst birt í apríl sl. varð uppi
fótur og fit þegar mjög margir
uppgötvuðu að þar var nöfn
þeirra ekki að finna. Mbakwe
fylkisstjóri í Imo fann til dæmis
ekki sitt nafn í henni eða nöfn
500 annarra ættmenna, og gerði
veður út af því.
Af framansögðu þykir ljóst að
svik og prettir hafi verið hafðir í
frammi kosningunum, þrátt
fyrir heitstrengingar flokksleið-
toganna um að tryggja réttlátar
kosningar. Var það eitt aðalmál
Olíuhreinsunarstöð í Warri f Nígeríu.
17
Útsala - - Útsala I
I Mikill afsláttur. Glugginn
I Laugavegi 49. %
í DAG
kynnum við System 2 veggeiningarnar sem gefa þér jafn-
marga möguleika til aö gera fallegu stofuna þína fallegri en
hugmyndaflug þitt nær. Þetta eru skápaeiningar í stæröun-
um H87xB82xD38 cm og H87xB50xD38 cm, sem má raöa
hliö viö hliö eöa ofan á hver aöra, — allt eftir þvi hvaö er
nauðsynlegt og snoturt. System 2 er viöurkennd gæöavara
— meö 3ja ára ábyrgö á smíði, og skáparnir fást í beyki,
dökklitu kótó, mahony, beyki meö rauðum eöa hvítum hurð-
um og svo alveg hvítir. Þaö er engin tilviljun aö System 2
skáparnir eru mest seldu einingaskápar á Norðurlöndum.
Þú getur keypt þá smám saman eftir því sem þörf þin vex.
Nr. 36: reol Nr. 38: kommode Nr. 34: hi-fi element Nr. 29: skab
s I
Nr. 22: vitrine Nr 28: kommode Nr. 20: skab
Aðeins 25% útborgun og
eftirstöðvar á 6—8 mánuðum
Líttu inn. Það borgar sig
HÚSGAGNAHÖLLIN
BlLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410