Morgunblaðið - 09.08.1983, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983
Mannætuhákarl
Þessi mynd er af fimm metra löngum mannætuhákarli, sem veiddist 16
kílómetra undan ströndinni í ConnecticuL Hákarlinn reyndist vega
1650 kfló og er talinn sá stærsti sinnar tegundar sem veiðst hefur í
Atlantshaflnu.
Gerðu sjö mann-
ræningjum fyrirsát
Dyflinni, 8. áffúst. AP.
LEYNILÖGREGLUMENN leitudu í
dag að tveimur mönnum, sem grunað-
ir eru um að vera aðilar i skæruliða-
samtökum, eftir að þeim tókst að
sleppa úr klóm lögreglunnar, sem
gerði þeim fyrirsát. Fimm byssubófar
voru handteknir í fyrirsátinni eftir að
þeir höfðu gert tilraun til að ræna
forstjóra stórmarkaðar. Fjórir þeirra
hlutu skotsár.
Að sögn talsmanns lögreglunnar
voru 12 menn úr sérstakri skæru-
liðadeild írsku lögreglunnar sendir
til þess að sitja fyrir ræningjunum,
sem voru vopnaðir vélbyssum, þar
sem þeir voru á leið til sumarhallar
forstjórans, Galen Weston. Weston
og fjölskylda hans voru ekki heima
við.
Lögreglan komst á snoðir um
ránstilraunina og varaði fjölskyld-
una við í tíma. Weston sagði á hinn
bóginn í viðtali við írsk dagblöð, að
hann og fjölskylda hans hefðu ekki
komið nærri sumarhöll sinni um
margra mánaða skeið. Ræningjarn-
ir hefðu því farið bónleiðir til búð-
ar.
Ekki er vitað með vissu hvort
sjömenningarnir tilheyra sérstakri
skæruliðahreyfingu, en hallast er
að því að þeir kunni að tengjast
IRA, írska þjóðfrelsishernum á
N.-Irlandi. Enginn hópur hefur lýst
ránstilrauninni á hendur sér. Alda
vopnaðra rána, mannrána og eitur-
lyfjasmygls hefur að undanförnu
skollið á írlandi. Segja yfirvöld
þetta verk skæruliðahreyfinga, sem
séu að afla sér fjármuna til vopna-
kaupa.
Kasparov og Smyslov
mættu ekki til leiks
Korchnoi og Ribli tefla um réttin til
að mæta Karpov heimsmeistara
ann Anatoly Karpov. Korchnoi
sagði á laugardag, að hann
harmaði mjög, að Kasparov
mætti ekki til leiks og það væri
honum óljúft að þurfa að fylgja
reglunum í tilviki sem þessu.
SOVJET
Pandena, Kaliforníu, 8. áfpist AP.
SOVÉTMENN gáfu á laugardag
einvígi Garri Kasparov og Victor
Korchnoi, sem átti að hefjast þá í
Pasadena. Kasparov mætti ekki til
leiks eins og Sovétmenn höfðu
margsinnis ítrekað.
Var Victor Korchnoi lýstur
sigurvegari einvígisins eftir að
hafa leikið byrjunarleik sinn í
fyrstu skákinni. Var Kasparov
gefinn klukkustundarlangur
frestur til þess að leika sinn
fyrsta leik, en þar sem hann var
fjarri skákborðinu þurfti ekki að
gera þvi skóna að hann færði
taflmenn sína á borðinu.
Jafnframt gáfu Sovétmenn
einvígið á milli Vasily Smyslov
og Zoltán Ribli, ungverska
stórmeistarans, sem fram átti að
fara. Upphaflega átti það að
teflast í Abu Dhabi í Sameinuðu
arabísku furstadæmunum, en
borgaryfirvöld drógu tilboð sitt
til baka er þau fréttu af óánægju
Sovétmanna með mótsstaðinn.
Þessi framvinda mála þýðir að
þeir Ribli og Korchnoi verða að
tefla saman í einvígi um hvor
þeirra skorar á heimsmeistar-
Sovéskur rannsóknaleiðangur í vanda:
Á þessu korti sjást svæðin þar sem
Sovétmenn ætluðu að stunda jarð-
fræðirannsóknir á sænska land-
grunninu. „Landsortsdjupet" er
skammt frá flotastöðinni í Muskö.
Sótti ekki um leyfí
sænskra yfirvalda
SOVÉTMENN ætluðu að hefja
rannsóknir á hafsbotni í Eystrasalti
á flmmtudag, meðal annars í ná-
grenni Landsort í Svíþjóð og við Got-
land sem er hluti Svíþjóðar. Átti að
stunda rannsóknirnar frá skipinu
„Aðeins stuðningur vestrænna
þjóða getur bjargað Afgönum“
Breski ofurstinn Colin Mitchell, „Brjálaði Mitch“, segir að
Sovétríkin muni brátt gleypa Afganistan
„DAVÍÐ er dæmdur til að lúta f
lægra haldi fyrir Golíat." Þetta er
niðurstaða breska ofurstans Colin
Mitchells, sem nú fyrir nokkru fór
einn síns liðs um Afganistan f
fylgd með þeim mönnum sem þar
berjast örvæntingarfullri baráttu
fyrir frclsi og framtíð þjóðar sinn-
ar. Mitchell er mörgum betur
kunnur sem „Brjálaði Mitch“, en
það viðurnefni fékk hann fyrir
ævintýri sín í Aden þar sem hann
stjórnaði Argylls-herdeildinni.
Mitchell, sem dvaldist með
afgönskum frelsissveitarmönn-
um í fjallahéruðunum og fylgd-
ist með árásum þeirra á bæki-
stöðvar sovéska innrásarhersins,
segir í viðtali við Sunday Tele-
graph 31. júlí sl., að á Vestur-
löndum hafi fólk alrangar hug-
myndir um ástandið í Afganist-
an. Þar vilji menn trúa því, að
skæruliðarnir séu nokkurs konar
miðaldariddarar, sem geysist
fram í sigursælum fylkingum og
hafi í fullu tré við fullkomnustu
vígvélar sovéska innrásarliðsins,
en sannleikurinn sé sá, að þeir
séu illa vopnum búnir, illa þjálf-
aðir og búi yfirleitt við hið mesta
harðrétti. Auk þess eru þeir
þjakaðir af innbyrðis ágreiningi
en að minnsta kosti sex skæru-
* W
-psf8
- ■* *-'AT - *
Colin Mitchell ofursti ásamt frelsissveitarmönnum í fjöllum Afganistans.
liðahreyfingar berjast nú gegn
Sovétmönnum.
Mitchell rifjar upp orð Marga-
ret Thatcher forsætisráðherra,
sem hún lét falla í því fræga
Khyber-skarði. „Við munum
ekki unna okkur hvíldar fyrr en
Afganistan er frjálst," sagði
hún. „Ef þessi yfirlýsing á að
vera eitthvað meira en orðin tóm
verður að fylgja henni eftir með
raunverulegri hjálp, herþjálfun
og vopnum. Annars er Afganist-
an dauðadæmt," segir Colin
Mitchell.
Skæruliðana í Afganistan
vantar allt til alls. Mitchell sá
t.d. hvergi SAM-loftvarnaflaug-
arnar, sem sagt er að smyglað
hafi verið til landsins frá
Egyptalandi, og einu vopnin,
sem þeir hafa gegn fallbyssu-
þyrlum Sovétmanna, eru vél-
byssur. Þeir hafa engin tæki til
að finna jarðsprengjur og verða
því að reka geitur yfir grunsam-
leg svæði og þó þessar skepnur
séu þeim nauðsynlegri en flest
annað.
Colin Mitchell fór með skæru-
liðunum í árásarferð þeirra á
eina bækistöð Sovétmanna í Ra-
hak og var hann sá eini í hópn-
um sem hafði kort og áttavita og
annar tveggja með kíki. Skæru-
liðunum, sem voru um 200 tals-
ins, tókst að fella marga Sovét-
mennina, en brátt urðu þeir
skotfæralausir og urðu að hörfa
undir stöðugum árásum sov-
éskra þyrlna.
Þótt Colin Mitchell sé svart-
sýnn á að Afganir hafi erindi
sem erfiði í baráttu sinni gegn
Sovétmönnum, dáðist hann samt
mjög að kjarki þeirra og bar-
áttuanda. Honum fannst hins
vegar lítið koma til baráttu-
þreksins meðal sovésku her-
mannanna: „Rússarnir eru óag-
aður lýður, skammarlegir her-
menn, sem hlaupa frá vopnum
sínum í orrustu, stela öllu steini
léttara úr einkabílum við vegar-
tálma, selja sinn eigin búnað
fyrir hass og láta afganska
stjórnarherinn um öll skít-
verkin. Skæruliðarnir, sem ég
var með, lifðu aðallega á sov-
éskum mat, sem hermennirnir
höfðu selt á svartamarkaðnum,"
sagði Colin Mitchell.
Shelf. Á síðustu stundu kom hins
vegar í Ijós, að sovésk stjórnvöld
höfðu gleymt að fá leyfl hjá sænsk-
um stjórnvöldum.
Samkvæmt frásögn Dagens Ny-
heter vissu starfsmenn sænska ut-
anríkisráðuneytisins um áform
Sovétmanna, en hins vegar hafði
ekki verið lögð inn formleg um-
sókn um rannsóknarleyfi. Birtist
fréttin um þetta mál í DN 2. ágúst
og þar var það haft eftir tals-
manni sænska utanríkisráðuneyt-
isins, að venjulega tæki sex vikur
að afgreiða umsóknir um rann-
sóknarleyfi og án þess gætu Sovét-
menn ekki tekið sýni af sænsku
landgrunni.
DN hefur það eftir blaðafull-
trúa sovéska sendiráðsins í
Stokkhólmi, að það hafi verið mis-
tök hjá sendiráðinu að senda ekki
inn umsóknina. Telur DN að Sov-
étmenn verði að láta sér nægja að
stunda rannsóknir sínar á alþjóð-
legu hafsvæði í Eystrasalti.
I DN er rætt við sænskan jarð-
fræðiprófessor, Kurt Broström,
sem hafði ráðgert að vera með
sovéska leiðangrinum, en dró í
land þegar hann sá að í óefni var
komið. Prófessorinn lætur þau orð
falla, að ekki sé ráðlegt að hleypa
sovéskum rannsóknaskipum of
langt inn í sænska landhelgi. „Öll
slík rannsóknarstörf geta haft
hernaðarþýðingu," segir Kurt
Broström. „Skipið er búið raf-
eindatækjum sem nota má í hern-
aðarskyni. Þess vegna er ég þeirr-
ar skoðunar að sænsk hernaðaryf-
irvöld muni aldrei samþykkja slík-
ar rannsóknir.“
ERLENT