Morgunblaðið - 09.08.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.08.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983 Jtttfgtntliliifeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, simi 83033. Áskrift- argjald 230 kr. ó mánuöi innanlands. f lausasölu 18 kr. eintakiö. Að lokinni Keflavíkurgöngu Fyrir Keflavíkurgönguna létu aðstandendur hennar í það skína að nú væri til göngunnar stofnað af meiri víðsýni en áður, ekki væri lengur lagt höfuðkapp á slag- orðin: ísland úr NATO! — Herinn burt!, það væri gengið í þágu alls mannkyns og ekki síst barnanna, sagði í áskorun 59 fóstra sem birtist eins og auglýsing í blöðum. Samtök- um herstöðvaandstæðinga sem eru ekki annað en deild í Alþýðubandalaginu hefur eins og þremur eldri samtökum með sama markmið gjörsam- lega mistekist að sannfæra meirihluta íslendinga um að þeir væru betur komnir varn- arlausir en í samstarfi við friðsamar nágranna- og vina- þjóðir. Best geta menn gert sér grein fyrir stefnu herstöðva- andstæðinga með því að hugsa um það sem þeir tala aldrei um, sífellt meiri umsvif sov- ésku hernaðarvélarinnar í næsta nágrenni íslands. Um það tala þeir aldrei en þeim mun meira um hitt hve mikil hætta íslendingum stafi af bandaríska hernum. Her- stöðvaandstæðingar töldu sér trú um það fyrir gönguna frá Keflavík á laugardaginn að nú hefðu þeir meiri byr en nokkru sinni fyrr, enda hefðu þeir fal- ið rækilega kröfuna um varn- arlaust Island gagnvart sov- ésku hernaðarvélinni. Að lok- inni Keflavíkurgöngu standa herstöðvaandstæðingar fram- mi fyrir því að hvorki sprengj- an í Hiroshima, friðarhreyf- ingar í útlöndum, stjórnar- andstaða Alþýðubandalagsins né fréttir um olíustöð í Helgu- vík, flugskýli, flugstöð eða ratsjárstöðvar megna að fjölga göngumönnunum. Fyrir göngudaginn sjálfan lögðu herstöðvaandstæðingar sig í líma við að draga upp hið háleita markmið ferðar sinn- ar, en á laugardaginn gátu þeir á Þjóðviljanum ekki ham- ið sig lengur, hræðsluáróður- inn flæddi um síðurnar og varnarliðið á Keflavíkurflug- velli breyttist í skotmark. „Völlurinn er framvarðarpóst- ur ... Hlutverk hans er að leiðbeina og stýra hugsanlegri kjarnorkuárás á Sovétríkin. Og hlutverk hans er að taka við fyrstu árás komi til stríðs." I þessum orðum felst kjarninn í boðskap herstöðvaandstæð- inga hin síðari ár: Af því að það á að nota ísland til kjarn- orkuárásar á Sovétríkin hafa Sovétmenn réttmæta átyllu til að gera kjarnorkuárás á ís- land. Herstöðvaandstæðingar ganga misjafnlega langt í þessu máli. 1980 héldu þeir því til dæmis blákalt fram að kjarnorkuvopn væru á íslandi. Sú staðhæfing stenst ekki frekar en fullyrðingin um að á íslandi sé búnaður til árása á Sovétríkin. Hvers konar lygaupplýs- ingamiðlun í von um að með henni verði fjöldi fylgismann- anna aukinn hefur sett vax- andi svip á málflutning her- stöðvaandstæðinga. Þeir menn sem í raun eru þeirrar skoðun- ar að það sé lýðræðisþjóðun- um fyrir bestu að leggja niður eigin varnir því að annars eigi þær á hættu að Sovétmenn kasti á þær kjarnorkusprengj- um þora auðvitað ekki að segja hug sinn allan fyrir vest- an járntjald. Það sannaðist enn í Kefla- víkurgöngunni 6. ágúst 1983 að málflutningur herstöðva- andstæðinga höfðar alltaf til sama fólksins og svipaðs fjölda manna og þegar fyrsta gangan var farin 1960. Miðað við fjölgun íbúa á höfuðborg- arsvæðinu síðastliðin 23 ár hefur hlutfallslegt fylgi her- stöðvaandstæðinga minnkað enda er þeim sjálfum ljóst, að samtök þeirra eru ekki lengur þverpólitísk heldur hreyfing ákafra alþýðubandalags- manna og hópa ungs fólks sem skipa sér vinstra megin við Al- þýðubandalagið í stjórnmála- baráttunni. Einmitt með þessa staðreynd í huga vakti ein- dreginn stuðningur kvenna- framboðsins í Reykjavík og harðorð ályktun þess til stuðn- ings við Keflavíkurgönguna sérstaka athygli. Á þeim 34 árum sem liðin eru síðan Islendingar gerðust stofnaðilar Atlantshafsbanda- lagsins nefur skapast almenn- ur og ótvíræður stuðningur þjóðarinnar við þá. stórpóli- tísku ákvörðun, meiri sam- staða er um hana nú en nokkru sinni fyrr. Sömu sögu er að segja um þá staðreynd að landvarnir séu nauðsynlegar á íslandi. Hin síðari ár hafa um- ræður vaxið um það að íslend- ingar ættu sjálfir að huga meira að vörnum lands síns og eigin öryggi. Sú skoðun nýtur þverpólitísks fylgis og mál- svörum hennar er jafnframt ljóst að dvöl bandaríska varn- arliðsins á íslandi er lóð á vog friðar en ekki uppgjafar og ófriðar. Bæta verður útgerðinni útgjaldaaukninguna í kjölfar gengislækkunarinnar — segir Matthías Bjarnason, ráðherra, um ráðstöfun gengismunar „MÉR finnst vera búið að blása ráðstöfun gengishagnaðar fullmikið upp. Sá gengishagnaður, sem hér er um að rsða, er ekki nema upp í aðra nös á ketti miðað við þann heildar- vanda, sem sjávarútvegurinn stend- ur í nú. Tal, bsði einstakra manna og blaða, þar á meðal Morgunblaðs- ins, að það sé fordsmanlegt að fsra til fjármagn, kemur mér algjörlega á óvart Þegar gengi er breytt og hefur verið breytt á undanförnum árum, eru það ekki allar greinar útflutn- ings, sem þurfa þá gengisbreytingu, heldur höfuðgreinarnar. Því er auð- vitað nauðsynlegt að einhver til- fsrsla eigi sér stað og verður ekki hjá því komizt,“ sagöi Matthías Bjarnason, heilbrigðis- og trygg- ingmálaráðherra, meðal annars er Morgunblaðið rsddi við hann um vanda sjávarútvegsins og ráðstöfun gengishagnaöar. „Mér er alveg ljóst, að við hverja gengislækkun fá útflutn- ingsgreinarnar fleiri krónur og meira úr að spila og þörf þeirra er ákaflega mismunandi hverju sinni. Hins vegar er útgerðin sá aðili í sjávarútvegi, sem aðeins fær hina neikvæðu hlið gengis- breytingarinnar vegna þess, að skuldir hennar hækka sem gengis- fallinu nemur. Það hlýtur hver að skilja, að eftir því, sem skuldir hækka að krónutölu, eykur það á þrýsting útgerðar um hærra fisk- verð og hærra fiskverð, án þess að um aukningu útflutnings verði að ræða, kallar á nýja og nýja geng- islækkun. Þannig höldum við áfram í þeim vitleysislega hring- dansi, sem hefur átt sér stað mörg síðustu ár eða áratugi. Mér er alveg ljóst, að gengis- hagnaður af skreið er sjálfsblekk- ing á meðan skreiðin fer ekki úr Matthías Bjarnason landi og því síður er vitað hvenær hún fæst greidd. Kostnaður skreiðarframleiðenda er mikill, bæði rýrnun á birgðum og mikil vaxtabyrði, þannig að allt er þetta deila um keisarans skegg. Salt- fiskverkunin hafði góða afkomu 1979, 1980 og mjög þokkalega 1981 og mér er alveg ljóst að staða saltfiskframleiðenda hefur hrapallega versnað. Ráðstöfun gengishagnaðar er auðvitað ekki réttlætanleg með því að segja, að hver útflutningsgrein eigi að hafa allan sinn gengishagnað, en sá þáttur útgerðarinnar, sem fær ekkert annað en neikvæð áhrif gengisbreytingarinnar eigi helzt ekkert að hafa. Það verður engin úrlausn fyrir fiskframleiðendur og útflytjendur í framtíðinni, ef út- gerðin verður stöðvuð með slíkum ráðstöfunum. Mér er alveg ljóst, og í þeim sporum stóð ég oft, að það eru erfið spor, sem sjávarút- vegsráðherra stendur núna í og þau verða ekki leyst með einhverj- um gifuryrðum frá hinum og þess- um, sem bara líta á hlutina frá þrengsta sjónarhorninu. Við verð- um að líta á þessa hluti frá sjávar- útveginum í heild og taka skyn- samlega og sanngjarna afstöðu. Kg endurtek það að ráðstöfun gengishagnaðar er ekki nema lítill hluti af þessu stóra dæmi og ekki ástæða til að gera þetta óskaplega veður út af því. Það er ekki búið að afgreiða þetta innan ríkisstjórn- arinnar ennþá, það er ósköp eðli- legt að það taki tíma. Það er vandi að jafna á milli og ef menn segja, að þessi og hinn eigi það, sem hver grein gefur, þá verður þessi vandi enn meiri, því við, sem viljum líta á hagsmuni sjávarútvegsins í heild, getum ekki tekið undir þetta. Við viljum fara gætilega og ég vil enn einu sinni brýna fyrir leiðarahöfundum þess blaðs, sem ég held mest upp á, Morgunblaðs- ins, að hafa í huga, þegar talað er um hverjir eigi gengismun, að það eru fleiri en útgerðin, sem bera skaða. Allur almenningur verður að taka á sig hina neikvæðu hlið gengisbreytinga. Sjómenn eru líka þátttakendur í að framleiða þær birgðir, sem til eru í landinu og það er ekkert óeðlilegt, að þeir fái eitthvað i sinn hlut. Tilfærsla fjármagns á alveg eins rétt á sér og hún hefur alltaf átt rétt á sér og Sjálfstæðisflokkurinn, bæði með Biarna Benediktsson og þar áður Olaf Thors í broddi fylk- ingar, markaði mjög líka stefnu og hér er verið að fara. Þá þótti mér hún góð og mér þykir hún enn góð,“ sagði Matthías Bjarnason. Saltfiskframleiðendur hafa tekið tugi milljóna úr verðjöfnunarsjóði — þrátt fyrir góöa afkomu undanfarin ár, segir Kristján Ragnarsson „FRÁ því að ákveðið var að breyta skráningu gengis íslenzku krónunn- ar í lok maí hefur gengi Bandaríkja- dollars, sem afurðir okkar eru aðal- lega seldar fyrir, hækkað um 22%. I þessum umræðum um gengismun- inn hefur alltaf verið talað eins og taka ætti allan gengismun af fisk- framleiðendum, sem er misskilning- ur, þar sem ekki á að taka nema 10% eða innan við helming af þeim mun, sem þarna skapast. Að mínu mati er þarna um að ræða flutning til þeirra, sem fisksins afla og hafa fengið allt of lágt verð fyrir hann miðað við það söluverð, sem fæst fyrir sama fisk,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður og fram- kvæmdastjóri LÍÚ, er Morgunblaðið ræddi við hann um ráðstöfun geng- ismunar. „Það er hins vegar útgerðin, sem verður fyrir útgjaldaaukningu vegna gengisbreytingarinnar vegna þess að öll lán eru gengis- trygKÓ og rekstrarvörur eru mikið til tengdar erlendum gjaldmiðli. Það, sem þarna er verið að gera er að jafna hlut útgerðar og fisk- vinnslu. Að mínu mati væri mjög óeðlilegt að taka af einni vinnslu- grein en ekki annarri, heldur á eitt yfir alla að ganga í þessu efni og í úthlutun þessa gengismunar er nú verið að tala um að fara nýjar leiðir, meðal annars að skipta 100 milljónum eftir afla- Kristján Ragnarsson verðmæti skipanna á síðasta ári, þannig að þar fá allir hlut og 200 milljónir verði notaðar til þess að jafna lánskjör frá þvi sem var og á að veita út á öll lán, sem veitt eru eftir 1. júlí 1975. Þá urðu lán Fisk- veiðasjóðs að öllu gengistryggð. Þetta er ekki ný aðferð og þeir, sem eiga eldri skip hafa áður notið slíkrar fyrirgreiðslu. Þegar um er að ræða gengisbreytingar síðustu 25 árin hefur þetta verið gert að meira eða minna leyti. Það er rangt, sem haldið hefur verið fram, að þetta sé einhver sérstök tilfærsla til togaranna. Bátarnir fá út úr þessum 100 milljónum það sem þeim ber og það er fjöldi lána vegna breytinga, endurbóta og vélarskipta, sem hafa verið veitt úr Fiskveiðasjóði eftir 1. júlí 1975, þar sem bátarnir eiga hlut að máli. Einnig hefur sjávarútvegsráðherra fallizt á það, að takmarka fjárveitingu til einstakra skipa við 2,5% að heild- arupphæðinni, þannig að þess er gætt að einstök skip fái ekki óeðli- lega mikið miðað við önnur. Um þessa ráðstöfun hefur verið nokk- uð gott samráð milli ráðuneytisins og samtaka útvegsmanna. Ég vil einnig vísa til þess, að afkoma saltfiskvinnslunnar hefur verið mjög góð undanfarin ár. Samkvæmt tölum þjóðhagsstofn- unar hefur þetta verið 7 til 10% hagnaður og samt sem áður hafa saltfiskframleiðendur undanfarin ár ekki haft meiri trú á verðjöfun- arsjóði fiskiðnaðarins, sem nú er þeim svo kær, að þeir hafa tekið tugi milljóna út úr honum undan- farin ár, þrátt fyrir verulegan hagnað vinnslunnar. Ég sé þess vegna engar forsendur fyrir því, að einhverjar aðrar reglur gildi um gengismun af saltfiskfram- leiðslu en öðrum framleiðslu- greinum," sagði Kristján Ragnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.