Morgunblaðið - 09.08.1983, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983
Gott hjá
KRISTJÁN Haröarson, lang-
stökkvari úr Ármanni, náöi ágæt-
um árangri í ungtingalands-
keppni Noröurlandanna í Kaup-
mannahöfn um helgina, stökk
7,44 metra og var meövindur inn-
an leyfilegra marka.
Kristján hafnaði í öðru sæti af
átta, en í sama sæti hafnaði Mar-
grét Óskarsdóttir kringlukastari úr
ÍR er hún kastaði 42,40 metra, sem
er rétt við hennar besta.
Þá stóö Þórdís Hrafnkelsdóttir
UÍA vel fyrir sínu í hástökkinu, varð
þriðja meö 1,74 metra, sem er
jafnt hennar besta.
Stefán Þór Stefánsson ÍR setti
nýtt persónulegt met í 400 metra
grindahlaupi, hljóp á 55,3 sek
Kristjáni
Þá hljóp Helga Halldórsdóttir
KR 200 metra á 25,5 sekúndum og
varð fjórða. Hrönn Guömunds-
dóttir (R varð fjórða í 800 metrum
á 2:14,38 og Jóhann Jóhannsson
ÍR sjöundi í 200 m á 22,5 sekúnd-
um.
íslendingar tefldu fram sameig-
inlegu liöi með Dönum í keppninni.
i drengjakeppninni urðu Svíar
hlutskarpastir meö 203,5 stig, þá
komu Finnar með 193 stig, og
Norðmenn rétt mörðu dansk-
íslenska liöiö, hlutu 134,5 stig
gegn 133 stigum sameiginlega
liðsins. í kvennakeppninni sigruðu
norsku stúlkurnar meö 93 stigum
gegn 64 stigum dansk-íslenska
liðsins.
Jón P. Gunnarsson
vann Jaðarsmótið
FYRIR skömmu fór fram Jaö-
arsmótið í golfi hjá Golfklúbbi
Akureyrar. Um 70 keppendur
mættu til leiks, frá 10 golfklúbb-
um hérlendis, auk þess var einn
keppandi frá golfklúbbi í Lux-
emborg, hann er Akureyringur en
keppir fyrir golfklúbb sinn í Lux-
emborg.
Jón Þór Gunnarsson GA varö
sigurvegari í Jaðarsmótinu. Hann
lék 36 holurnar á 156 höggum. í
öðru sæti varö Skúli Skúlason frá
Húsavík sem veitti honum haröa
keppni fram á síöustu holurnar.
An forgjafar:
Jón Þór Gunnarsson GA 156
Skúli Skúlason GH 159
Þórhallur Pálsson GA 162
Gunnar Þórðarson GA 164
Sigurjón R. Gíslason GK 164
Peter Salmon GR 165
Jón Alfreösson GL 168
Kristján Hjálmarsson GH 168
Með forgjöf:
Jón Ævar Haraldsson GE 143
Bogi Bogason GE 143
Þórður Svanbergsson GA 144
Jón Ævar hlaut fyrstu verðlaun
þar sem hann var með betri árang-
ur á síöustu 6 holunum en Bogi.
Víkingar í Danmörku
VIÐ SOGDUM frá því í blaðinu í
gær aó 5. flokkur Vals heföi tekió
þátt í móti í Danmörku á dögun-
um, en þaö voru fleiri íslensk liö á
þessu móti því Víkingar sendu liö
þangað í fjórða aldursflokki og
stóöu þeir sig meö mikilli prýöi.
Þeir léku fjóra leiki í sínum riöli
og sigruöu í honum og léku í und-
anúrslitum viö gestgjafana
Bröndby en töpuöu fyrir þeim,
2—0. Bröndby lék til úrslita gegn
ensku félagi og sigraði í þeirri viö-
ureign þannig að Ijóst er að strák-
arnir í Víkingi hafa staöið sig mjög
vel í þessu móti.
Fyrsti leikur liðsins var gegn
þýsku liöi sem heitir Ahrendsberg
og töpuöu þeir, 1—0. Næst léku
þeir gegn Honka sem er frá Finn-
landi og sigruðu þeir í þeim leik,
3—0, en gerðu síðan jafntefli,
1 —1, viö Lönsboda frá Svíþjóð og
loks sigruðu þeir Bröndby 2 með
átta mörkum gegn engu.
Þess ber að geta (sambandi viö
leik yngri flokka í Danmörku að
aldursskiptingin er önnur þar en
hér hjá okkur. í 4. flokki eru einnig
drengir sem eru á fyrsta ári í 3.
flokki hér hjá okkur.
— sus.
Einstök knattspymuferd:
FÓRIR
.SDRLEIKIR
IHOLLAND
Hópferð 12.-16. ágúst.
Þessi ferð er sannarlega hvalreki á fjörur
knattspyrnuáhugamannsins
Við fylgjumst með einvígi fjögurra stórliða og látum okkur
ekkinægja minna en tvo leiki í röð hvorn keppnisdag.
12.8. kl 19.00 Feynoord - Manchester United
kl. 21.00 Ajax - A.C. Roma
14.8. kl. 18.00 Tapliöin
kl 20.00 Sigurliöin
Verö kr.12.500.-
miðað við gistingu í tveggja manna herbergi.
Barnaafsláttur kr. 4.000.-
Innifaliö: Flug til og frá Amsterdam. gisting á hóteli
m/morgunverði og aðgöngumiðar á alla leikina.
Verö miöast viö flug og gengi 2. ágúst 1983. //
Samvinnuferdir-Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
• Úr leik Skagamanna og Vals um helgina. Guðbjörn hefur rétt misst af knettinum og Siguröur Lárusson
býr sig undir að skalla aö marki Vals. Þorgrímur Þráinsson er viö öllu búinn svo og Brynjar og Valur er viö
markstöngina.
Skagamenn halda áfram
sigurgöngu sinni
SKAGAMENN héldu áfram sigur-
göngu sinni í 1. deild um helgina
þegar þeir sigruðu Valsara á
Akranesi. Úrslit leiksins uróu
2—0 og skoruöu Skagamenn
mörk sín sitt í hvorum hálfleik.
Leikurinn var aldrei skemmtileg-
ur á aö horfa enda skilyrði til aö
leika knattspyrnu ekki eins og
þau gerast best, völlurinn er
mjög farinn að láta á sjá eftir
stöðugar rigningar aó undan-
förnu og einnig gekk á meö
snörpum vindhviöum þannig aó
knattspyrnan var ekki í háum
gæðaflokki. Mörkin tvo voru þó
auðtekin og Skagamenn voru
betri aöilinn. Valsmenn voru
mjög slakir í leiknum og veröa
þeir nú aö hafa sig alla viö til aó
falla ekki í aöra deild en þeir
verma nú neðsta sæti deildarinn-
ar.
Valsmenn byrjuöu leiklnn af
miklum krafti en Skagamenn náðu
fljótlega tökum á leiknum og héldu
IA —
Valur
þeim þar til yfir lauk. Eina mark
hálfleiksins kom á 25. min. og var
aðdragandinn sérlega skemmti-
legur. Boltinn gekk á milli manna í
langan tíma og barst loks til Árna á
vítateigshorninu en í stað þess aö
reyna skot meö hægri renndi hann
boltanum á Sigurö sem skaut
lausu en lúmsku skoti í gegnum
þvöguna sem var í teignum og í
netið.
Skömmu fyrir lok hálfleiksins
gerðist umdeilt atvik. Guöjón gaf
langa sendingu inní vítateig þar
sem Guöbjörn var óvaldaður en í
stað þess aö skjóta sjálfur gaf
hann út á Sigþór sem skoraöi af
öryggi en dómarinn dæmdi rang-
UMFN vann KS
NJARÐVÍKINGAR náóu í tvö stig
þegar þeir heimsóttu Siglfiróinga
um helgina og léku gegn þeim í 2.
Lilja nær
bezta tíma
ársins í 800m
„MÉR finnst ég vera aö verða
sterkari og sterkari og vona aö ég
eigi eftir að bæta mig enn frek-
ar,“ sagöi Lilja Guömundsdóttir,
frjálsíþróttakona úr ÍR, en hún
náöi í síðustu viku bezta árangri
íslenskrar konu í 800 metra
hlaupi á þessu ári.
Lilja hljóp á 2:07,54, sem er
betri árangur en hún hefur náð í
mörg undanfarin ár. íslandsmetiö
er 2:06,2 mínútur og er þaö í eigu
þrlggja kvenna. Lllja hljóp á þeim
tíma 1977, Ragnheiöur Ólafsdóttir
FH 1981 og Hrönn Guömundsdótt-
ir ÍR í fyrra.
Lilja hefur veriö í stööugri fram-
för á þessu ári og náð góöum
árangri í 1.500 metra hlaupi og hún
hjó nærri íslandsmeti Ragnheiöar í
3.000 metrum í vor. Lilja hljóp
keppnislaust í Stokkhólmi, næsti
keppandi var á 2:11,14 mínútum.
— ágás.
deildinni í knattspyrnu. UMFN
sigraði með tveimur mörkum
gegn engu eftir aö staóan í hálf-
leik hafði verið 1—0 fyrir heima-
menn.
Þaö var Björn Ingimarsson sem
kom heimamönnum á bragöið
með marki í fyrri hálfleik úr víta-
spyrnu, en þaö dugði ekki, því
Njarövíkingar sóttu meira í leikn-
um og uppskáru tvö mörk í síðari
hálfleiknum og sigruöu. Þaö voru
þeir Unnar Stefánsson og Jón
Halldórsson sem skoruöu mörk
UMFN.
— SUS.
2. deild
KA 12 7
Fram 11 6
FH 13 5
Víðir 13 5
Völsungur13 6
UMFN 13 6
Einherji 12 4
KS 13 2
Fylkir 13 1
Reynir 13 1
4 1 21—10 18
3 2 16—10 15
5 3 23—17 15
5 3 11— 9 15
2 5 16—12 14
2 5 15—12 14
5 3 9—10 13
6 5 11—15 10
4 8 11—21 6
4 8 7—23 6
stööu á Guðbjörn. Um þetta var
deilt mikið og sýndist sitt hverjum
en ég er ekki frá því að þetta hafi
verið hárrétt hjá Eysteini dómara.
Síöari hálfleikurinn var í einu
oröi sagt leiöinlegur. Valsmenn
böröust vel en Skagamenn voru
mun hættulegri upp viö markið og
þegar 10 mín. voru liönar af hálf-
leiknum skoruðu þeir sitt annað
mark. Árni tók hornspyrnu og Sig-
urður Halldórsson skallaöi glæsi-
lega í netið, virkilega fallegt mark.
Skömmu fyrir leikslok þurfti Bjarni
aö taka á honum stóra sínum til aö
verja hörkuskot Hilmars Sighvats-
sonar.
Eins og áður sagöi var þessi
leikur ekki góður og IA þurfti ekki
mikið að hafa fyrir sigrinum. Þeir
eru með mjög jafnt liö, enginn sem
ber af heldur sterk liðsheild. Bjarni
var góður í markinu og í öftustu
vörn var Siguröur Halldórsson
sterkastur. Sigurður Jónsson var
mjög sterkur á miðjunni en þeir
Sigþór og Hörður óvenjudaufir i
framlínunni. Valsmenn eiga viö
mikla erfiðleika aö etja, mikil
meiðsl hrjá þeirra lykilmenn. Guö-
mundur Þorbjörnsson og Dýri
Guömundsson hafa ekki getaö
leikið meö að undanförnu vegna
meiðsla og nú bættist Ingi Björn í
þeirra hóp en hann meiddist á æf-
ingu fyrr i vikunni en hitaöi þó upp
fyrir leikinn en treysti sér síðan
ekki til að leika. Þegar alla þessa
menn vantar og bæði Úlfar og
Magni eru í leikbanni þá er ekki
von á góöu. Allir leikmenn Vals
geta leikiö betur en þeir gerðu að
þessu sinni, þaö voru helst Hörður
og svo hinn ungi og efnilegi Guöni
Bergsson sem sýndu sitt rétta
andlit.
Einkunnagjöfin: ÍA: Bjarni Sigurösson 7,
Guöjón Þóröarson 6, Jón Áskelsson 6, Sigurö-
ur Lárusson 6, Siguröur Halldórsson 8, Höröur
Jóhannesson 6, Sveinbjörn Hákonarson 7,
Siguröur Jónsson 8, Sigþór ómarsson 6, Guö-
björn Tryggvason 7, Árni Sveinsson 7, Ólafur
Þóröarson (vm) lók of stutt, Júlíus Ingólfsson
(vm) lék of stutt.
Valur: Brynjar Guömundsson 6. Þorgrímur
Þráinsson 6. Grímur Sæmundsen 5, Höröur
Hilmarsson 7, Guömundur Kjartansson 6, Njáll
Eiösson 5, Hilmar Haröarson 5, Hilmar Sig-
hvatsson 5, Guöni Bergsson 7, Borgþór Magn-
ússon 5, Valur Valsson 5, Siguröur Svein-
björnsson (vm) 5, Udo Lúövíksson (vm) lók of
stutt.
I stuttu máli
Akranesvöllur 1. deild
ÍA — Valur 2—0(1—0)
Mörkin: Siguröur Jónsson (25. mín.) og Sig-
uröur Halldórsson (55. mín.)
Gul spjöld: Grímur Sæmundsen Val og
Sveinbjörn Hákonarson ÍA
Dómari: Eysteinn Guömundsson og dæmdi
hann af stakri prýöi
Áhorfendur: 986
— JG/SUS