Morgunblaðið - 09.08.1983, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983
Einar Vilhjálmsson:
„Ég ætla að ná þeirri
fullkomnun í spjótkasti
sem ég mögulega get“
Sjaldan fellur epliö langt frá eikinni, segir máltækiö, og víst er þaö rétt þegar maöur lítur til afreksmannsins Einars
Vilhjálmssonar sem hefur á þessu ári skotist upp á frægöarhimininn í íþróttunum. Einar er nú einn af tíu bestu spjótkösturum
heims. Einar er sonur Vilhjálms Einarssonar; skólameistara á Egilsstööum og konu hans, Gerðar Unndórsdóttur. Vilhjálmur
Einarsson er einn mesti afreksmaóur sem Islendingar hafa eignast í íþróttum og vann til silfurverölauna á Ol-leikunum í
Melbourne í Ástralíu 1956 í þrístökki. Þá átti Vilhjálmur um tíma heimsmetsjöfnun í þrístökki, 16,70 m.
í gærdag hélt Einar Vilhjálmsson utan til Finnlands til þess aö taka þátt í fyrsta heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem
fram fer í Helsinki. Einar mun á miðvikudag keppa í undanrásunum og ef hann kemst í aðalkeppnina þá keppir hann til úrslita á
föstudaginn. Einar hefur kastaö 90,66 metra á árinu og er yngsti maðurinn sem vitað er um sem kastað hefur spjóti yfir 90 metra.
Einar er fæddur í Reykjavík 1. júní árið 1960. Þaö var vel vió hæfi að spjalla viö þennan unga afreksmann áður en hann hélt utan
í sína stærstu keppni til þessa og láta hann segja örlítið frá sjálfum sér.
Kynntist öllum
íþróttagreinum
— Ég hóf ungur aö æfa íþróttir,
faöir minn var með sumarbúöir í
Reykholti og þar stunduðum viö
bræöurnir allar greinar íþrótta en
mest þó knattleiki. Pabbi lagöi
áherslu á aö viö fengjum að kynn-
ast sem flestum greinum og lagöi
höfuöáhersluna á aö viö heföum
gaman af þessu. Hann ýtti aldrei á
eftir okkur og fyrir hann var þaö
ekkert kappsmál aö viö stunduö-
um iþróttir. Þetta kom bara allt af
sjálfu sér.
— Sextán ára gamall tók ég
þátt í frjálsíþróttamóti í Borgarfiröi
og keppti þá í öllum greinum, lá
viö. Ég man eftir því aö í spjótkast-
inu kastaöi ég kvennaspjóti og
kastaöi þá 57,80 metra. Á þessum
árum tók ég þátt í ýmsum mótum á
vegum UMSB og haföi gaman af.
En knattleikirnir áttu þó hug minn
allan. Ég lagöi stund á handknatt-
leik. Ég stundaði nám viö fjöl-
brautaskólann í Breiðholti og lék
þá um tíma meö meistaraflokki
KR.
Hætti öllum íþróttum
— Á árunum 1978—79 hætti
ég alveg í íþróttum. Ég var aö Ijúka
stúdentsprófi og útskrifaöist voriö
1979. Ástæöan fyrir því aö ég
hætti var meðal annars sú aö
sumariö á undan haföi ég lagt
spjótkastiö fyrir mig en ekki geng-
iö of vel. Ég kastaöi 67,36 en meö
því aö æfa vel bætti ég mig upp í
68,82 metra. Þetta var ég frekar
óánægöur með.
Sumariö 1980 hóf ég æfingar í
spjótkasti aftur og gekk nokkuó
vel um sumariö. Ég bætti árangur
minn í öllum mótum sumarsins og
var ánægöur með þaö. Árangur
minn var þessi: 63,70, 70,18,
73,26, 75,56, og á síðasta mótinu,
sem var Noröurlandameistaramót
unglinga í Malmö, kastaöi ég 76,76
metra og setti nýtt íslandsmet. Eft-
ir aö ég vann þennan titil geröi ég
þaö upp viö mig aö ég myndi ein-
beita mér aö þessari íþróttagrein.
Kastaöi 81,22 árið 1981
— Ég æföi nokkuö vel um vet-
urinn og reyndi aö undirbúa mig af
kostgæfni fyrir sumariö. Þetta
sumar var ég við vinnu á Eddu hót-
elinu í Reykholti og átti ekki gott
meö aö æfa mikið. En ég reyndi aö
fremsta megni aö samhæfa æf-
ingar og mikla vinnu. Þá átti ég viö
meiösli aö stríöa og keppti ekki oft
þetta sumar. En mér tókst þó aö
bæta árangur minn. Á meistara-
móti íslands setti ég nýtt íslands-
met og kastaöi 81,22 metra. Þetta
sumar stóö ég á tímamótum. Ég
var búinn aö gera þaö upp viö mig
aö fara í læknanám viö Háskólann
hér heima og var búinn aö innrita
mig í læknadeildina. En þá skipaö-
ist veöur i lofti.
Fékk tilboö frá Texas
— í lok sumarsins fékk ég bréf
frá háskólanum í Austin í Texas,
Efni bréfsins var á þá leið að mér
var boöiö aö stunda nám viö skól-
ann mér aö kostnaöarlausu, og
jafnfram boöiö aö keppa fyrir hönd
háskólans í frjálsum íþróttum. Ég
kannaöi þetta mál vel og náms-
styrkur sá sem mér var boöinn var
svo freistandi að ég sló til. Þetta
sama haust fór ég utan til Texas
og innritaöist í háskólann í læknis-
fræöi.
Þetta var viöburöaríkt sumar
fyrir mig. Ég kastaði vel yfir 80
metra í spjótinu, fékk námsstyrk
frá háskóla í Bandaríkjunum og
síóast en ekki síst kvæntist ég
unnustu minni.
Árangur
Einars
• Árangur Einars Vil-
hjálmssonar í spjótkasti frá
upphafi:
1976: 52,48 m
1977: 59,72 m
1978: 67,36 m
1979: 68,82 m
1980: 76,76 m
1981: 81,22 m
1982: 80,64 m (meiddur)
1983: 90,66
— ÞR
Mikil viöbrigöi
að æfa í Texas
— Ég fór utan til náms og æf-
inga haustið 1981. Þaö voru mikil
viöbrigöi fyrir mig aö hefja nám og
æfingar viö háskólann í Austin.
Álagiö á mér var tvöfalt. Námiö var
mjög erfitt og framan af haföi ég
frekar lítinn tíma til þess aö stunda
æfingar. En meö því aö nýta tím-
ann eins vel og kostur var og
skipuleggja hverja stund þá tókst
þetta.
— islendingar voru vel kynntir
viö skólann í Austin, og þaö hjálp-
aöi verulega. Óskar Jakobsson
sem veriö haföi þar viö nám var
búinn aö vera góö landkynning.
Hann vakti mikla athygli fyrir góöa
frammistöðu í kastgreinum og
jafnframt vegna þess hversu fjöl-
hæfur kastari hann var. Óskar
keppti í spjóti, kringlu og kúluvarpi
meö mjög góöum árangri og náði í
mörg stig fyrir skólann í hinum
ýmsu keppnum. Þá þótti hann til
mikillar fyrirmyndar hvaö alla
framkomu snerti. Þetta átti líka viö
um aöra íslenska íþróttamenn sem
þarna höföu stundaó nám.
— Ég þakka þessu ekki síst aó
ég fékk tækifæri til þess aö stunda
nám viö skólann. Þaö er ekki lítils
viröi í dag aö fá allan námskostnaö
greiddan þegar maöur er viö nám í
bandarískum háskóia.
Meiddist í olnboga
— Ég varö fyrir því óhappi aö
meiöast í olnboga þennan vetur
• Einar Vilhjálmsson er mikill keppnismaður og ekki ósjaldan í mót-
um hefur hann tryggt sér sigurinn í síöasta kasti. Hér er Einar aö
undirbúa sitt síöasta kast í sex landa keppninni í Edinborg. En þá
kastaði hann 88,54 metra og sígraöi meö miklum yfirburðum.
Morgunbiaðið/Þórarinn Ragnarsson.
• Einar Vilhjálmsson, yngsti maöurinn í h<
laga stíl minn í spjótkasti meö innhverfri fl
viö æfingar, og þaö setti strik í
reikninginn. Ég náöi þó því aö
veröa í fimmta sæti á bandaríska
háskólameistaramótinu, kastaöi
þá 78,68 metra.
Þegar ég kom heim um sumariö
fór ég aö vinna í byggingarvinnu
og gat lítiö æft, en hélt mér þó vel
viö. Þegar ég fór aö skána í
olnboganum fór ég aö kasta örlítið
og náöi lágmarkinu til þess aö fara
á Evrópumeistaramótiö í Grikk-
landi.
— Evrópumótiö í Grikklandi
var í raun fyrsta stórmótiö sem ég
tók þátt í og á því móti náöi ég mér
í dýrmæta reynslu. Þar gerði ég
líklega öll þau mistök sem en.n
maöur getur gert á stóru móti. Þau
mistök koma ekki fyrir aftur. En
þarna fékk ég hinsvegar tækifæri
til aö horfa á flesta bestu spjót-
kastara heimsins. Af því læröi ég
mikið.
Uppfullur af hugmyndum
— Þegar ég fór aftur utan tii
náms haustió 1982 var ég uppfull-
ar af hugmyndum um tækni, út-
færslu o.fl. Ég lagói mig þá allan
fram um aö ná réttri tækni því aö
það er svo geysilega mikilvægt aö
tæknin sé góö.
Innhverf íhugun
— I heilar tvær vikur lagöi ég
mig allan fram um að skynja rétta
tækni og ég einbeitti mér aö því aö
fá tilfinningu fyrir réttri útfærslu.
Þetta geröi ég meö innhverfri íhug-
un og meö því aö liggja langtímum
saman yfir myndsegulböndum þar
sem ég skoöaöi kaststíl minn. Þá
fékk ég þaö smátt og smátt inn í
hugann hvernig ég gæti lagaö stíl
minn. Þá ráöfæröi ég mig viö þjálf-
ara minn. Spjótkast er fyrst og
fremst tæknigrein en ekki afl-
raunagrein. Spjótkastiö gerir kröfu
um liöleika og samstillt átak.
— Þá er afar mikilvægt, og á
þaö hef ég lagt áherslu, aö í at-