Morgunblaðið - 09.08.1983, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983
Minning:
Kristinn K. Alberts
son bakarameistari
Fæddur 10. apríl 1927
Dáinn 28. júlí 1983
Við kveðjum í dag mikinn dugn-
aðar- og athafnamann, Kristinn
Albertsson bakarameistara. Hann
lést um aldur fram, aðeins 56 ára.
Kristinn átti við vanheilsu að
stríða síðastliðin 5 ár. En við von-
uðum að takast mundi að bæta
heilsu hans og lengja nokkuð lífið
með skurðaðgerð sem hann gekkst
undir í I.ondon sl. vor. Sú von
okkar brást og því erum við nú
sárhrygg og sorgbitin í dag. En við
erum innilega þakklát fyrir að
hafa átt jafngóðan samstarfs-
mann, vin og félaga sem Kristinn
var. Með honum hefur bakara-
stéttin á íslandi misst einn sinn
albesta forystumann.
Kristinn Albertsson var fæddur
og uppalinn á Húsavík. Hann átti
ekki kost á að fara í framhalds-
skólagöngu, sem hann gjarnan
hefði viljað, en réðst til reynslu
sem nemandi hjá Sigtryggi bak-
arameistara Péturssyni þar á
staðnum. Hann stóðst reynslutím-
ann og lauk námi með sveinsprófi
í bakaraiðn 12. apríl 1947, þá 20
ára gamall. Ári síðar, 3. júlí, gift-
ist hann unnustu sinni, Dýrleifu
Jónsdóttur, sem sárt syrgir nú
mann sinn eftir 35 ára farsæla
sambúð ásamt 4 börnum og fjöl-
skyidum þeirra.
Meistararéttindi fékk Kristinn
1951. Sama ár gerðist hann félagi
í Bakarameistarafélagi Reykja-
víkur. Upp úr því hófust umsvif
hans hér í borg. Hann stofnaði
Álfheimabakaríið 1959 og síðar
Brauð hf. í Auðbrekku 32, Kópa-
vogi í félagi við Hauk Friðriksson
og óskar Axel Sigurðsson. Þetta
fyrirtæki var þá hið stærsta og
fullkomnasta að ölium búnaði hér
á landi. Það tók til starfa 1965.
Seinna keyptu þeir Kristinn og
Haukur hlut Óskars. Fyrirtækið
óx og dafnaði vel. Af hagkvæmnis-
ástæðum fluttu þeir sig um set og
nú í Skeifuna 11, í nýtt og enn
stærra og fullkomnara bakarí. Um
áramótin 1978 og ’79 keypti svo
Kristinn hlut Hauks í fyrirtækinu
og hefur rekið það síðan ásamt
fjölskyldu sinni.
Kristinn hefur starfað meira en
flestir aðrir að félagsmálum og
framförum í bakarastétt. Hann
var formaður Bakarameistarafé-
lags Reykjavíkur í 3 ár. Á þeim
árum rættist gamall draumur fé-
lagsmanna um að koma á fót verk-
námsskóla fyrir bakaranema við
Iðnskólann í Reykjavík. Þá hug-
mynd hafði Kristinn líka stutt af
heilum huga. Hann var í fræðslu-
nefnd fyrir bakara í mörg ár og í
dómnefnd við sveinspróf. Hann
var um tíma fulitrúi stéttarinnar
á iðnþingum, enda var hann vel
greindur og ágætur ræðumaður
þegar til þess þurfti að taka.
Kristinn var oftar en einu sinni
formaður Landssambands bakara-
meistara og er honum manna
mest að þakka það samband og þá
samvinnu sem orðin er milli hinna
norrænu landssambanda bakara-
meistara. í apríl 1978 var haldinn
hér á landi sameiginlegur fundur
þessra samtaka. í tilefni hans
efndu bakarasamtökin á Norður-
löndunum til hópferðar hingað.
Þessi hópur var 124 manns að
meðtöldum fundarmönnum. Það
kom í hlut Kristins — öðrum
fremur — að skipuleggja allt til
fundarhaldsins, einnig að taka á
móti gestunum og sjá um að hver
þeirra fengi sem mest af óskum
sínum uppfylltar. Þetta þótti tak-
ast með miklum ágætum. Jafnvel
enn í dag berast þakkir frá þess-
um þátttakendum fyrir framúr-
skarandi móttökur.
Kristinn hlaut nokkra viður-
kenningu verka sinna í lifandi lífi.
Hann var sæmdur gullmerki
Landssambands bakarameistara
hér á landi og öll hin norrænu
landssamböndin höfðu heiðrað
hann með gullmerkjum sínum.
Á þessari kveðjustund vill
Landssamband bakarameistara
flytja sínar innilegustu þakkir
fyrir gotí og mikið samstarf á
liðnum árum og fyrir öll þau störf
sem Kristinn Albertsson hefur
innt af hendi til heilla og hagsbóta
fyrir bakarastéttina á íslandi.
Jafnframt þakka ég persónulega
hina ágætustu samvinnu að fé-
lagsmálum í mörg ár og mjög
ánægjuleg samskipti fram á síð-
asta dag.
Dýrleifu, konu hans, börnum
þeirra og öðrum ættingjum vott-
um við dýpstu samúð.
F.h. Landssambands
bakarameistara,
Gísli Ólafsson
Skjótt skipast veður í lofti.
Mánudaginn 25. júlí sl. höfðum við
samband við Kidda og ákváðum
þá, að hann kæmi í mat til okkar
næsta miðvikudagskvöld. En okk-
ar góði vinur kom ekki til okkar.
Þann sama dag veiktist hann ha-
starlega, og Anna Stína, dóttir
hans, hringdi og sagði okkur, að
pabbi sinn væri kominn á spítala.
Okkur grunaði hvert stefndi, þvi
Kiddi hafði átt við vanheilsu að
stríða um nokkurt skeið. Hann var
erfiður næsti dagur, eftir að okkur
barst dánarfréttin. En eigi má
sköpum renna.
Þær eru margar minningarnar
frá fyrri tíð, þegar við hófum að
spila bridge saman, eða þegar við
vorum ung að þvælast um landið
með krakkahópana okkar. Ekki
leist nú Grétu vel á manninn til að
byrja með, en það breyttist nú
heldur betur, og brátt urðu Kiddi
og Dilla ómissandi á okkar heim-
ili. Áfram skjóta minningarnar
upp kollinum, hver á fætur ann-
arri, léttar og glaðar, og ávallt er
Kiddi í fararbroddi. Allar ferðirn-
ar sem við fórum saman og könn-
uðum ókunnar slóðir. Öll kvöldin
og næturnar, sem við vöktum og
sungum saman.
Oftast voru Kiddi og Dilla með,
þegar við fórum til útlanda, og
alltaf var Kiddi aðalskipuleggj-
andinn. Á góðra vina fundum var
yfirleitt söngur í kringum Kidda,
og alltaf vildi hann fá að stjórna
minnst einu lagi. Þá varð Dilla að
vera við hliðina á honum til halds
og trausts eins og í öllu þeirra
ævistarfi. Kiddi var vanur að
halda smáræðu í hvert sinn er við
héldum boð á heimili okkar, og
ótalin eru þau hlýju orð sem hann
lét falla í okkar garð við þau tæki-
færi, að ógleymdri gamanseminni,
sem gat látið heilu samkvæmin
gráta af hlátri. Ekki getum við
heldur gleymt hans góðu ráðgjöf
og hjálpsemi þegar einhverjar
framkvæmdir voru á döfinni hjá
okkur, enda reyndist ávallt öruggt
að treysta ráðum hans.
Þessi örfáu og fátæklegu orð
varpa einungis ljósi á brot af þeim
ljúfu minningum, sem við eigum
um vin okkar, sem var okkur svo
kær. Elsku Dilla, við túum því, að
Kiddi sé nú hjá algóðum guði, sem
hann trúði svo sterkt á. Við send-
um þér og börnunum og fjölskyld-
um þeirra okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Gréta og Trausti
Þegar ég minnist vinar míns og
félaga, Kristins K. Albertssonar,
bakarameistara, leitar margt á
hugann.
Ökkar fyrstu kynni munu hafa
verið árið 1958, þegar hann var að
byggja Álfheimabakarí í Álf-
heimum 6. Þá hafði ég nýlokið við
byggingu brauðgerðarhúss við
Grensásveginn, svo hin sameigin-
legu áhugamál voru mörg. Síðar
urðu kynnin nánari í gegnum fé-
lagsstörf í Bakarameistarafélagi
Reykjavíkur og Landssambandi
bakarameistara.
Árið 1962 komum við sarnan
þrír bakarar, Kristinn heitinn,
Óskar A. Sigurðsson og undir-
ritaður. Umræðuefnið var hug-
mynd um að stofnsetja stórt
brauðgerðarhús, sem gæti létt af
okkut brauðabakstrinum og jafn-
framt þjónað kjörbúðum sem þá
voru að rísa upp víðsvegar um
borgina, en þjónusta við slíkar
verzlanir var óplægður akur þá.
Okkar fyrsta verk var að við
gerðumst aðilar að stofnun Iðn-
garða hf. Hinn 6. september 1963
stofnuðum við fyrirtækið Brauð
hf., sem tók til starfa í árslok 1965.
Á fáum árum varð þetta að
stærsta fyrirtæki í sinni grein á
landinu.
Þau ár sem við félagarnir þrír
rákum þetta fyrirtæki saman, var
andinn mjög góður og ríkti gagn-
kvæmt traust milli okkar félag-
anna.
Árið 1977 seldi félagi okkar,
Óskar, sinn hlut af heilsufars-
ástæðum, en við Kristinn heitinn
keyptum.
Um áramótin 1978 og 1979
ákvað ég að draga mig í hlé frá
rekstrinum, og seldi ég þá Kristni
heitnum og fjölskyldu hans minn
hluta.
Allt fór þetta fram í fullu bróð-
erni. Síðan hefur fjölskylda Krist-
ins heitins rekið þetta fyrirtæki
með miklum myndarbrag.
Þegar ég lít yfir farinn veg, þá
er ég þakklátur fyrir þann tíma,
sem ég átti því láni að fagna að
starfa með Kristni heitnum, okkar
samstarf var mjög gott og minnist
ég þess ekki að nokkurn tíma hafi
komið upp missætti milli okkar.
Kristinn heitinn var sú mann-
gerð að ef hann sagði eitthvað, þá
mátti treysta því, og skilvísari
manni hefi ég ekki kynnst.
Nú þegar ég kveð vin minn, þá
sendum við hjónin og fjölskylda
okkar dýpstu samúðarkveðjur til
eftirlifandi eiginkonu hans, Dýr-
leifar Jónsdóttur, og fjölskyldu.
Við biðjum góðan guð að gefa
þeim styrk i sorg þeirra.
Haukur L. Friöriksson
„Gleymdust fuglum á vordegi
fegurstu ljóð, þegar fregnin um
andlát hans barst." Þannig fórust
frú Jakobínu Johnson skáldi orð,
er ég vil gjöra að mínum, er ég
minnist fyrrv. forseta Kiwanis-
klúbbsins Kötlu, Kristins Al-
bertssonar forstjóra, nokkrum
orðum.
Kristinn stóð djúpum rótum í
Kiwanisklúbbnum Kötlu.
Kristinn Albertsson var mörg-
um þeim gáfum gæddur, er höfð-
ingja mega prýða. Hann var
skarpskyggn maður. Stórlyndur
var hann og óvæginn ef því var að
skipta, en drengur var hann svo
góður, að hann engum manni vildi
misbjóða. Vinum sínum var hann
ástríkið sjálft og manna trygg-
lyndastur.
Honum var jafnan yndi að sitja
hjá kunningjum sínum og ræða al-
varleg mál. Af fögrum skáldskap
hafði Kristinn mestu nautn og var
sérlega smekkvis í þeim efnum.
Mikið af ljóðum kunni hann utan-
bókar, vænst þótti honum um
skáldin Einar Benediktsson,
Hannes Hafstein og Kristján
Jónsson. Kristinn elskaði þrótt
þeirra og þrek.
Þá hafði Kristinn ekki síður
yndi af sönglistinni. Hann komst
ailur á loft ef hann heyrði fagran
söng.
Aldrei leitaði hann á trúarskoð-
anir annarra, og lotningu bar
hann fyrir alvöru trúarinnar hjá
öðrum mönnum. Hann var svo
mikið prúðmenni, að aldrei hefði
hann sært trúartilfinningu vina
sinna.
Kristinn Albertsson var kvænt-
ur Dýrleif Jónsdóttur, áttu þau
heimili að Byggðarenda 9 hér í
borg; áttu þau 4 börn. Frú Dýrleif
hefir skapað manni sínum og
börnum rausnarlegt og prýðilegt
heimili og sannarlega höfðingja-
setur.
Kristinn var hár maður vexti og
hinn karlmannlegasti, bar sig
allra manna best og lýsti allur
framgangsmáti því, að hann hafði
sniðið sig að háttum heldri
manna.
Svipurinn var mikilúðlegur, en
þó blíður, enda bar hann ávallt
barnslegt hjarta í brjósti.
Með Kristni Albertssyni er
hniginn til moldar sannur höfð-
ingi.
Helgi Vigfússon
Fregnin um andlát góðs vinar
kemur jafnan eins og högg. Okkur
setur hljóð og ósjálfrátt hugleið-
um við hver sé tilgangurinn með
vist okkar hér á jörð. En fátt verð-
ur um svör í hugskoti okkar. En
kannski er svarið við spurning-
unni það að okkur beri að leitast
við að láta gott af okkur leiða, að
sýna hverjir öðrum trúmennsku
og umburðarlyndi, að vera vinir í
raun með hjartað á réttum stað.
Þessir eðlisþættir voru Kristni
Albertssyni leiðarljós í lífinu.
Þess vegna gaf lífið honum mikið
og þess vegna mun hans sárt sakn-
að.
Kristinn Albertsson fæddist 10.
apríl 1927 á Húsavík. Hann ólst
þar upp og þaðan átti hann góðar
endurminningar sem hann hafði
yndi af að ylja sér við.
Ungur hóf Kristinn nám í bak-
araiðn í heimabyggð sinni. Að
loknu námi lá leið hans til Reykja-
víkur þar sem hann vann að iðn
sinni á ýmsum stöðum. Fyrir tæp-
um aldarfjórðungi stofnaði hann
sitt eigið fyrirtæki, Álfheimabak-
arí. Síðar stofnaði hann svo Brauð
hf. í félagi við bakarameistarana
Hauk Friðriksson og Óskar Sig-
urðsson. Það fyrirtæki hefur alla
tíð haft mikil umsvif og verið eitt
stærsta brauðgerðarhús landsins.
Fyrir nokkrum árum keypti Krist-
inn í félagi við syni sína, Jón Al-
bert og Kolbein, hluti þeirra
Hauks og Óskars í Brauði hf.
Fyrirtækið hefur haft á hendi inn-
flutning á hveiti og ýmsum öðrum
efnisvörum fyrir bakara. Kristinn
hefuí eins og sjá má af þessu,
ekki setið auðum höndum um dag-
ana. Hann horfði ætíð djarft fram
á veginn og þótt stundum væri á
brattann að sækja var hver hindr-
un yfirstigin.
Þó að Kristinn hefði ætíð mikil
umsvif í rekstri sínum lét hann
félags- og hagsmunamál bakara-
stéttarinnar mikið til sín taka og
öðrum fremur hóf hann hana til
vegs og virðingar. Hann var for-
maður Landssambands bikara-
meistara um árabil og á þeim tíma
þokaði hann framfaramálum
stéttarinnar vel á veg.
Hann kom á föstum samskipt-
um við samtök bakarameistara á
Norðurlöndum. Þau samskipti
hafa orðið stéttinni hér til ómet-
anlegs gagns, aukið mönnum víð-
sýni og stuðlað að meiri fjöl-
breytni í framleiðsluvörum brauð-
gerða. Það hafa vipskiptavinir
kunnað vel að meta og raunar hef-
ur þetta hafið rekstur íslenskra
brauðgerða á hærra stig en áður
var. Örugglega hefur þessi þróun
verið mikill styrkur í harðri sam-
keppni við innflutning á kökum og
brauði. Margs er þannig að minn-
ast í sambandi við störf Kristins
fyrir bakarastéttina á ísla.idi. Síð-
ustu misserin vann hann aö því að
fá hveiti flutt laust til bakaríanna
þar sem því síðan yrði dælt í
tanka (síló). Við þetta hverfur að
mestu burður á sekkjum og þann-
ig léttast störfin verulega og auk
þess mun hreinlegar farið með
efnið. Þannig var Kristinn alltaf
vakandi fyrir framfaramálum
stéttarinnar.
Margar ferðir fórum við Krist-
inn saman til útlanda á sýningar
og fundi bakarastéttarinnar. Mjög
ljúfar minningar á ég um þessar
ferðir okkar og þakka þær af heil-
um hug. Minnisstæð er mér ferð
sem við fórum til Parísar í fyrra.
Þá ferð fórum við tveir einir. Þar
komst ég að raun um hversu sjúk-
ur Kristinn var þá orðinn en
kjarkurinn var samt það mikill og
eljan að hann reyndi að gera sem
minnst úr veikindum sínum.
Haldið var áfram á fullu alla sýn-
ingardagana þótt annar okkar
gengi síður en svo heill til skógar.
Kristinn var þannig gerður
maður að það var engin hálfvelgja
í kringum hann. Hann sætti sig
aldrei við að ganga til verks öðru-
vísi en sem fullfrískur maður.
Hann var þó hjartasjúklingur um
nokkurra ára skeið og á Iiðnum
vetri gekkst hann undir mjög erf-
iða hjartaaðgerð. Segja má að
hann hafi ekki komist til neinnar
heilsu eftir það. Þó tók hann upp
dagleg störf á skrifstofu sinni
fljótlega eftir að hann kom heim
og reyndi eftir mætti að vinna þar
til yfir lauk.
Kristinn Kolbeinn Albertsson
var kvæntur Dýrleif Jónsdóttur
frá Drangsnesi á Ströndum. Þau
giftu sig 3. júlí 1948 og áttu því 35
ára brúðkaupsafmæli fyrir
skömmu. Þau eignuðust fjögur
börn, tvo drengi, sem framar er
getið og tvær dætur, Önnu Krist-
ínu og Laufeyju. Barnabörn þeirra
eru orðin níu.
Dýrleif bjó manni sínum mjög
fallegt, gott og ástríkt heimili
enda var Kristinn mikill heimil-
isfaðir og nutu kona hans, börn og
barnabörn þess í ríkum mæli.
Gott og gaman var að heimsækja
þau hjón. Þar var veitt af þeirri
gleði og rausn sem af bar. Dýrleif
hefur mikið misst en minningin
um góðan dreng og eiginmann
mun ylja þó að söknuðurinn sé
sár.
Við hjónin vottum Dýrleif
Jónsdóttur, börnum hennar,
tengdabörnum og barnabörnum,
ættingjum og vinum, dýpstu sam-
úð okkar og treystum því að algóð-
ur Guð styrki þau og styðji á erf-
iðum stundum.
Höröur Pálsson
Fimmtudaginn 28. júlí sl. lézt í
Reykjavík Kristinn K. Albertsson
bakarameistari mjög um aldur
fram, eða aðeins 56 ára. Hann
hafði átt við vanheilsu að stríða
um nokkurt skeið og háð harða
baráttu til að ná heilsu. Leitaði
hann lækninga erlendis og um
hríð voru nokkrar horfur á að bati
fengist, en þá fór svo, að þessi
stóri og stæðilegi maður varð að
lúta í lægra haldi fyrir ofureflinu.
Var þar að verki sá, sem ekki spyr
hvort menn hafi lokið sínu ætlun-
arverki eða ævistarfi.
Kristinn fæddist á Húsavík 10.
apríl 1927, sonur hjónanna Kristj-
önu Sigtryggsdóttur og Alberts
Flóventssonar.
Þann 3. júlí 1948 kvæntist
Kristinn eftirlifandi konu sinni,
Dýrleif Jónsdóttur, ættaðri úr
Steingrímsfirði. Eignuðust þau
fjögur börn, Önnu Kristínu, Jón
Álbert, Kolbein og Laufeyju. Eru
þau öll börn gift og búsett hér í
borg og eru barnabörnin orðin níu
talsins.
Það varð þeim hjónum mikil
gæfa er leiðir þeirra lágu saman
og stofnað var til hjónabands. Þau
byrjuðu smátt, en bæði glöddust
innilega er áfanga var náð. Dýrleif
stóð við hlið manns síns í starfi og
leik og voru þau hjón einkar sam-
hent og samstiga í starfi og einka-
lífi.
Er Kristinn hafði lokið námi í
bakaraiðn fluttist hann til
Reykjavíkur og vann þar að iðn
sinni. Stofnsetti hann Álfheima-
bakarí árið 1959, og hin síðari ár
rak hann einnig Brauð hf. ásamt
fjölskyldu sinni.
Árið 1968 lágu leiðir okkar
Kristins saman og undanfarin
6—7 ár voru kynni okkar og sam-
starf allmikið. Margs er að minn-
ast frá þeim tímum, en það verður
ekki rakið hér, aðeins geymt i
minningunni.
Kristinn var mikils metinn
meðal starfsbræðra sinna. Hann
var formaður Landssambands
bakarameistara um árabil og