Morgunblaðið - 09.08.1983, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983
37
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum
öðrum. Eftir að hann lét af for-
mennsku var honum falið að ann-
ast samskipti við norræna starfs-
bræður. Þar naut Kristinn sín
mjög vel. Hann átti einkar gott
með að umgangast fólk og var vel
máli farinn og fundamaður góður,
flutti ræður með ágætum án sér-
staks undirbúnings og blaðalaust,
og þá hvort heldur á íslenzku eða
erlendum málum.
Fjölmargir starfsbræður okkar
á Norðurlöndum kynntust Kristni
og báru mikla virðingu fyrir hon-
um og vinarhug til hans. Allir sem
kynntust Kristni, vissu að þar fór
góður drengur og mikill atorku- og
athafnamaður sem átti fáa sína
líka.
Kristinn brauzt úr fátækt til
mikilla umsvifa á landsvísu á
skömmum tíma. Slíkt lýsir auðvit-
að dugnaði, greind og áræði. Hann
lét sér ekki nægja að nýta þessa
hæfileika aðeins í eigin þágu,
heldur var hann einatt reiðubúinn
að miðla öðrum með ráðum og
dáð. Hafa margir bakarameistar-
ar sótt til hans ráðleggingar og
reynslu sem þeir munu búa að um
ókomin ár.
Okkur hjónunum eru ógleym-
anlegir dagar sem við áttum á
páskum 1982 með þeim Dýrleifu
og Kristni úti í Þýzkalandi. Þau
héldu þá upp á 55 ára afmæli
Kristins. Vinátta og gestrisni
þeirra var söm að heiman sem
heima, eins og þeir þekkja sem
kynnzt hafa þeim hjónum.
Á þessari stundu er okkur hugs-
að til eiginkonu sem misst hefur
ástríkan og góðan eiginmann og
vin, til barnanna og fjölskyldna
þeirra sem misst hafa föður og
verndara.
Við söknum góðs vinar.
Við hjónin sendum ykkur öllum
innilegar samúðarkveðjur.
Minningin um Kristinn K. Al-
bertsson mun lifa.
En fyrst að þú drottinn, lætur
jósið þitt skína
og lengir daginn fyrir þá vini þína,
sem yfirleitt hafa ekkert við
tímann að gera
— annað en bara að vinna,
og úr því að þú hefur af nægum
tíma að taka,
en til eru hins vegar menn,
sem þurfa að vaka,
þá ættirðu líka að lofa nóttinni að vera
og lengja hana helzt ekki minna.
(Tómas Guðmundsson)
Jón Víglundsson
í dag kveðjum við hinstu kveðju
góðan vin okkar og félaga, Kristin
K. Albertsson, bakarameistara,
sem lézt þann 28. júlí sl. langt
fyrir aldur fram, aðeins 56 ára að
aldri. Hann hafði átt við vanheilsu
að stríða um nokkurt skeið, hafði
gengið í gegnum erfiðar læknisað-
gerðir og voru nú vonir bundnar
við að veikindi hans yrðu yfirstig-
in, vonir sem nú eru brostnar.
Með Kristni K. Albertssyni er
genginn mikill drengskaparmað-
ur, sannur boðberi fagurs mann-
lífs eins og það gerist bezt, enda
voru trúmennska, tryggð og góð-
vild sterkir þættir í fari hans.
Hann var glaðlyndur og hrókur
alls fagnaðar hvar sem komið var,
fjölskyldufaðir mikill sem gott var
heim að sækja.
Við félagar hans sem höfðum
kynnst honum fyrir rúmum 30 ár-
um söknum vinar í stað. Á aðeins
50 dögum höfum við misst tvo af
okkar beztu vinum og spilafé-
lögum, Gunnar B. Sigurðsson lézt
3. júní sl.
Kristinn K. Albertsson fæddist
og ólst upp á Húsavík, þar sem
bryggjan og fjörurnar voru hans
barnaheimili og fjallið hans gleði,
eins og bann sagði oft sjálfur frá.
Frá Húsavík fluttist hann til
Reykjavíkur, þar sem hann hóf
nám í bakaraiðn, og segja má, að
síðan hafi hann helgað henni
starfskrafta sína óskipta með ein-
um eða öðrum hætti, bæði sem
stjórnarmaður og formaður
Landsambands bakarameistara
svo og fyrir þá i norrænum sam-
skiptum. >
Kristinn var stórhuga fram-
kvæmdamáður. Hann byrjaði með
tvær hendur tómar, eins og sagt
er. Lagði hann nótt við dag við að
koma sér upp sínum eigin atvinn-
urekstri. Stofnaði hann fyrst Álf-
heimabakarí, en síðan reisti hann
eitt stærsta bakarí hér á landi,
Brauð hf., þar sem nú starfa um
70 manns.
Dugnað hans og áræði róma all-
ir sem til þekkja. Hann átti sér
marga drauma og markmið í
starfi sínu, hreif menn með sér af
eldmóði fullhugans og fram-
kvæma skyldi sem mest á sem
skemmstum tíma.
Honum var ljóst, að með nýj-
ungum í iðnaði, sem tóku sífelld-
um breytingum, var nauðsynlegt
að fylgjast með þróun mála með
öðrum þjóðum og tileinka sér í
starfi aðeins það bezta. Árvekni
hans og sambönd við góða félaga
erlendis tryggðu það jafnan að
fátt af nýmælum fór fram hjá
honum. Þó auðnaðist honum ekki
að fá að sjá draum sinn rætast, en
það var bygging stórhýsis í Iðn-
görðum, sem hann var langt á veg
með kominn.
Árið 1948 giftist Kristinn ynd-
islegri gæfukonu, Dýrleifu Jóns-
dóttur, og eignuðust þau fjögur
börn, sem hvert um sig ber vitni
um sína góðu foreldra og góða
heimili. Dilla var jafnan traustur
fylginautur, sem ávallt stóð við
hlið manns síns og tók virkan þátt
í starfi hans á öllum sviðum.
Við áttum því láni að fagna að
kynnast þessum yndislegu hjón-
um. Með okkur myndaðist sterk
vinátta, sem við viljum þakka
fyrir af alhug. Minningarnar eru
ljúfar og þær voru yndislegar
samverustundirnar.
Það er erfitt að hugsa sér lífið
án Kidda, hans verður sárt sakn-
að. Án hans getur ekkert orðið
sem fyrr, en minningin um góðan
dreng og félaga, hún lifir og gefur
fagurt fordæmi.
Elsku Dilla, við biðjum góðan
Guð að styrkja þig og fjölskyldu
þína í ykkar miklu sorg.
Ragnheiður og Sveinn
Bakarameistarann Kristin K.
Albertsson kveðja félagar í Sam-
tökum handverksbakara í dag
hinstu kveðju og með söknuði.
Margir sterkir persónuleikar
hafa verið í röðum hinnar íslensku
brauðgerðarstéttar, en síðustu ár-
in hefur Kristinn K. Albertsson
komist fyrir dugnað og atorku í
fremstu röð íslenskra bakara-
meistara með rekstur á fyrirtæki
sínu Brauð hf., ásamt öðrum fyrir-
tækjum tengdum þeim atvinnu-
rekstri.
Brauð hf. er stærsta brauð- og
kökugerð í iðnrekstri á íslandi í
dag. Enginn íslenskur bakara-
meistari hefur innt af hendi jafn-
mörg störf fyrir hina íslensku
brauða-, og kökugerðarstétt sem
Kristinn K. Albertsson. Kristinn
mat mikils að íslenskir bakara-
meistarar stæðu ekki að baki hin-
um erlendu kollegum í iðngrein
sinni og lagði að mörkum mikla
vinnu á félagslegum grunni í bein-
um og persónulegum tengslum við
framámenn í bakaraiðn í nær-
liggjandi löndum, íslenskri bak-
araiðn til framdráttar.
Kristni voru öll mál er vörðuðu
íslenska brauðgerðarstétt heilög
og þau átti að afgreiða af mynd-
arskap.
Það er engin tilviljun að Kristni
K. Albertssyni voru falin mörg
veigamikil störf fyrir hina ís-
lensku brauða- og kökugerðarstétt
síðustu 20 árin.
Kristinn var einfaldlega bestur
til að fást við hin félagslegu störf
og leysti Kristinn þau af hendi af
öryggi og myndarskap, m.a. svo
störf hans gætu orðið til eftir-
breytni.
Kristinn lét þau orð falla við
undirritaðan fyrir fáeinum mán-
uðum að þrátt fyrir að hann væri
með mestan iðnrekstur á brauði
og kökum á íslandi þá væri hann
mjög hlynntur Samtökum hand-
verksbakara sem stofnuð voru
fyrir þrem árum til þess að mynda
skjólborg vegna innflutnings á
erlendu brauði og kökum og hinni
islensku iðngrein í brauð- og köku-
gerð til varnar.
Þessi ummæli um Samtök hand-
verksbakara tóku af allan vafa að
ekki var hætta á viðskiptaátökum
milli stóriðnaðar og smáiðnaðar í
þessari iðngrein frá hans hendi,
loforðum Kristins K. Albertssonar
var hægt að treysta.
Fyrir hin margvíslegu störf sem
Kristinn hefur unnið fyrir iðn-
greinina hefur honum hlotnast
margir heiðurspeningar iðnað-
armanna innlendra og erlendra,
auk heiðursgjafa og trausts sem
hvetur hvern mann til frekari
dáða, en nú er hann horfinn af
okkar sjónarsviði og er okkur fé-
lögum hans mikill sjónarsviftir.
En hvað er það á við sorg eig-
inkonunnar, Dýrleifar Jónsdóttur,
sem studdi mann sinn á hvern
þann hátt sem hún mátti og frá
henni ljómaði gleði og stjórnsemi
er hún stóð við hlið Kristins á hin-
um mörgu samkomum bakara-
meistara hér heima og erlendis.
Við handverksbakarar skiljum
vel þinn þunga harm, kæra Dýr-
leif, og biðjum góðan Guð um
styrk þér til handa.
Systrunum, Önnu og Laufeyju
vottum við samúð okkar.
Bræðrunum, Jóni Albert Krist-
inssyni bakarameistara og Kol-
beini Kristinnssyni,
framkvæmdastjóra og fjölskyld-
um þeirra fæ.rum við handverks-
bakarar okkar dýpstu samúð við
fráfall atorkumikils föðurs og vin-
ar.
Við handverksbakarar eigum þá
ósk heitasta á þessari stundu að
þið bræðurnir haldið áfram á
þeirri braut sem þið hafið markað
með föður ykkar síðustu árin.
Blessuð sé minning Kristins K.
Albertssonar.
Samtök handverksbakara, H. Br.
Það sló magnlausri þögn á
okkur öll er fregnin barst um að
hann Kristinn Albertsson væri
látinn, og hann, sem var hér svo
glaður á meðal okkar í gær. Ein-
hvern veginn var ekki hægt að
sætta sig við þessa fregn, þrátt
fyrir að við vissum öll hve heilsa
hans var búin að vera erfið og hve
mikið hann var búinn að þjást að
undanförnu. En hann er horfinn
yfir móðuna miklu og við vitum að
hann hefur átt góða heimkomu.
Kristinn var fæddur á Húsavík,
sonur hjónanna Kristjönu Sig-
tryggsdóttur og Alberts Fló-
ventssonar, sem bæði voru ættuð
úr Þingeyjarsýslu. Eignuðust þau
5 börn en 2 þeirra létust í æsku,
Kristín og Kolbeinn, en þau er upp
komust auk Kristins voru Sig-
tryggur og Sigurlaug. Kristinn
átti heima á Húsavík þar til hann
var á tuttugasta aldursári, en þá
hafði hann lokið bakaranámi hjá
Sigtryggi Péturssyni bakara er
rak brauðgerð um árabil þar á
staðnum. Fluttist hann þá til
Reykjavíkur og hóf starf hjá
brauðgerð Mjólkursamsölunnar,
en fram að þeim tíma er hann
opnaði sitt eigið bakaraí hafði
hann starfað hjá ýmsum fleiri
brauðgerðum hér í borg.
Árið 1959 setti hann á fót Álf-
heimabakarí og rak það til dauða-
dags ásamt sonum sínum og fjöl-
skyldu. 6. september 1963 stofn-
setti hann fyrirtækið Brauð hf.
ásamt tveim öðrum bökurum,
þeim Óskari Á. Sigurðssyni og
Hauki Friðrikssyni, og ráku þeir
það sameiginlega fyrstu árin en
síðar keypti Kristinn hlut félaga
sinna og rak það síðan í samvinnu
við fjölskyldu sína.
3. júlí 1948 giftist Kristinn eftir-
lifandi eiginkonu sinni, Dýrleifu
Jónsdóttur, ættaðri frá Drangs-
nesi í Strandasýslu, en hún er
dóttir hjónanna Magndísar Ara-
dóttur og Jóns Pétur Jónssonar,
sem var um árabil Póst og sím-
stjóri á Drangsnesi, en jafnframt
annaðist hann verkstjórn í frysti-
húsinu á staðnum. Þau Kristinn
og Dýrleif eignuðust 4 börn talin í
aldursröð: Jón Albert, Önnu
Kristínu, Kolbein og Laufeyju, en
öll hafa þau nú stofnað sín eigin
heimili. Synirnir Jón Albert og
Kolbeinn hafa rekið fyrirtækin í
félagi með föður sínum undanfar-
in ár.
Hjónaband þeirra Kristins og
Dýrleifar hefur verið mjög farsælt
frá upphafi og hafa þau verið sam-
hent í öllu er við kom rekstri
fyrirtækjanna og þá ekki síður því
er viðkom heimilinu. Barnabörn
þeirra hjóna eru orðin 9 talsins.
Kristinn var mikill félagsmála-
maður og alla tíð í forystu bakara-
meistara, þá var hann einn af
stofnendum Kiwanisklúbbsins
Kötlu og forseti hans eitt tímabil,
einnig var hann mjög virkur félagi
í Oddfellowreglunni. Kristinn var
góður ræðumaður og alltaf mál-
efnalegur í málflutningi sínum, en
hann átti einnig létt með að slá á
léttari strengi og var þá oft hlegið
dátt í kringum hann. Kristinn var
frábær stjórnandi og hafði glöggt
auga fyrir öllu sem betur mátti
fara, enda virtu allir starfsmenn
hans hann einlæglega og mátu
hans ákvarðanir.
Við, sem þetta ritum, viljum
færa Kristni innilegustu þakkir
fyrir samfylgdina og allar þær
stundir er við áttum með honum, á
hans alltof skömmu ævi. Þá vilj-
um við færa eiginkonu, börnum,
systkinum og fjölskyldum þeirra,
okkar innilegustu samúðarkveðjur
og biðjum þeim öllum Guðs bless-
unar.
Guð varðveiti minningu vors
látna foringja.
Starfsfólk Brauðs hf.
og Álfheimabakaraía.
Þegar sú fregn barst mér að
Kristinn K. Albertsson bakara-
meistari væri látinn, setti mig
hljóðan. Ég kynntist Kristni fyrir
15 árum er kona mín vann í fyrir-
tæki hans, síðar er varð ég félagi í
Kiwanisklúbbnum Kötlu endur-
nýjuðust kynni okkar. Kristinn
gerðist félagi í Kötlu fljótlega eft-
ir stofnun klúbbsins 1966 og gegn-
di þar ýmsum trúnaðarstörfum,
var hann forseti Kötlu 1972—1973
og svæðisstjóri 1973—1974, þá tók
hann virkan þátt í þingum Kiwan-
ismanna hér á landi og erlendis.
Einnig átti Kristinn mikinn þátt í
stofnun nýrra klúbba víðsvegar
um landið, og var til þess tekið hve
mikinn áhuga hann hafði fyrir efl-
ingu og útbreiðslu Kiwanishreyf-
ingarinnar. Ég minnist þess at-
burðar er Kiwanismenn fóru til
Færeyja vorið 1981 til að kynna
sér grundvöll fyrir stofnun Kiw-
anisklúbbs þar, þá varð það mitt
hlutskipti að fara í þágu Kötlu. Ég
var hálf kvíðinn vegna þessa
ferðalags og leitaði því til eldri og
reyndari félaga í klúbbnum m.a.
til Kristins og bað hann að gefa
mér í ferðanesti eitthvað sem að
gagni gæti orðið. Var það sjálf-
sagt, og hann sagði: „Vertu sjálf-
um þér samkvæmur, komdu fram
af hreinskilni og minnstu ein-
kunnarorða Kiwanis „Við byggj-
um“ fyrir þig sjálfan og fyrir aðra
og þá mun þér vel farnast." Var ég
honum þakklátur fyrir þessi orð
sem dugðu mér vel. Þótt Kristinn
gæti ekki starfað að fullu með
okkur í Kctlu síðari ár vegna
anna, þá var hugur hans ávallt
með okkur, því hann var einlægur
Kiwanismaður. Það er víst að í fé-
lagsskap sem Kötlu tengjast menn
sterkum vináttuböndum, og er því
öllum mikil eftirsjá að góðum fé-
laga. En minningarnar eru marg-
ar og munum við geyma þær með
okkur um ókomin ár. Ekki er það
ætlun mín að rekja ættir Kristins,
heldur að þakka fyrir góð kynni og
ánægjulegar samverustundir á
liðnum árum með Kötlufélögum.
Með Kristni K. Albertssyni er fall-
inn frá góður drengur. Kristinn
var kvæntur Dýrleifu Jónsdóttur.
Fyrir hönd Kiwanisklúbbsins
Kötlu sendi ég, og kona mín, Dýr-
leifu og börnum þeirra hjóna
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Trausti Jóhannsson,
forseti Kötlu.
í þessu fámenna þjóðfélagi
okkar er það þungbært og sárt
þegar öndvegis- og atorkumenn
falla frá langt um aldur fram.
Kristinn Kolbeinn Albertsson
lést þann 28. júlí síðastliðinn, að-
eins 56 ára að aldri.
Kristinn var öðlingur í allri
framkomu og viðkynningu. Hann
var forkunnar duglegur maður
allt sitt líf og það sem hann tók
sér fyrir hendur var gert af mynd-
arskap og atorku.
Fyrir nokkrum árum fann
Kristinn fyrir sjúkdómi þeim sem
hann þurfti síðan að berjast við.
Það var erfitt fyrir annan eins
framkvæmdamann og hann að
sætta sig við, því vinnusemin og
áræðið var með ólíkindum. Hann
gat ekki setið auðum höndum
jafnvel þótt hann vissi að starf-
semin væri í öruggum höndum
sona sinna og fjölskyldu.
Mér er það ljúft og skylt að
nefna hér Dýrleifu, konu hans,
sem með ósérhlífni og kærleika
hefur staðið við hlið manns síns
alla tíð.
Ég kynntist þessari fjölskyldu
fyrir rúmum 15 árum. Strax þá og
ætíð síðar tók Kristinn mig sem
eitt af sínum börnum. Eg er
þakklátur og hreykinn fyrir að
hafa kynnst og lifað með þeim
sómamanni sem tengdafaðir minn
var. Hann var börnum okkar ein-
staklega hugulsamur og góður afi
og nú þegar þau ekki lengur fá
notið samveru hans og hlýju munu
yndislegar minningar vera með
þeim um ókomin ár.
Guð blessi lífs þíns brautir
þitt banastríð og þrautir
og starfs þíns mark og mið.
Við hugsum til þín hljóðir.—
Að hjarta sér vor móðir
þig vefur fast og veitir frið. (E.B.)
Vilberg Vilbergsson
Hatur og elska
Eg á ættingja, sem reyndi að sýna mér yfirgang. Hvernig á eg
að losna við illan hug, sem eg ber til lians? Eg hata þennan
mann. Mér tekst ekki að breyta hugarfari mínu.
Fátt veldur eins miklu tjóni á heilsu og hamingju og
hatrið. Enginn hefur efni á að hata, hversu mikið fé
sem er í húfi! Hatrið breiðist út eins og krabbamein og
sýkir líkama og sál. Enginn getur keypt sér nýjar taug-
ar eða látið gera við skaddaða sál fyrir peninga.
Ráðið við hatri er kærleikur. Kærleikur er gjöf frá
Guði. Hvernig getum við öðlazt kærleika Guðs?
Byrjið á því að játa hatur yðar fyrir Guði! Segið
honum, að þér hafið tekið skakka stefnu, að þér hafið
„misst marks“, hafið syndgað.
Þá mun Guð, vegna Krists, eyða hatrinu úr hjarta
yðar og setja þar kærleika sinn í staðinn.
Farið þvínæst til ættingja yðar og biðjið hann fyrir-
gefningar. Þetta er leiðin til hamingju, ráðið til að
halda góðri heilsu og til þess að þér fáið yðar hlut í
arfinum.
Avinningur elskunnar er ætíð meiri en ávinningur
hatursins, á öllum sviðum.