Morgunblaðið - 09.08.1983, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983
39
því að við gátum leitað til hans
Magga.
Við kynntumst þessum snjalla
undirleikara okkar fyrst þegar við
vorum að vinna að sýningu sem
við kölluðum „Þegar amma var
ung“ haustið 1968. Hann var ekk-
ert sérstaklega málglaður við
fyrstu kynni þessi hljómlistar-
maður. Datt hvorki af honum né
draup. Hann gat afgreitt öll nauð-
synieg samskipti í einsatkvæðis-
orðum, vann sína vinnu og var svo
farinn. En það leið ekki á löngu
áður en Maggi var farinn að
lauma út úr sér snjöllum athuga-
semdum um það sem var að gerast
á sviðinu. Og fólk fór fljótlega að
sperra eyrun ef píanóleikarinn var
eitthvað að muldra úti í sínu
horni. Því að hann hækkaði ekkert
röddina þó svo hann væri búinn að
kynnast okkur vel. Okkur lærðist
smátt og smátt að þessi maður
hefði næma tilfinningu fyrir fleiru
en tónlistinni. Maggi varð með
tímanum einn af þeim atkvæða-
meiri í að snyrta til og lagfæra
leiktextann, hvort sem hann var í
bundnu máli eða óbundnu. Því
kímnigáfu hafði hann í betra lagi
þó hann færi alltaf fínlega með
hana. Öll læti og „hávaða-
skemmtilegheit" voru eitur í hans
beinum. Tilfinningin hans Magga
gat oft verið góð bremsa þegar við
vorum komin „út af kortinu" á æf-
ingum á einhverri revíunni.
Leiðir okkar lágu ýmist saman
eða sundur eftir því hvort píanóið
var með í sýningunni eða ekki. En
oft var hann Maggi með okkur
óslitið svo árum skipti. Það er
skrítið að hugsa til þess að það
skuli vera orðin heil 15 ár frá því
að hann Maggi Péturs var fyrst að
prófa í okkur raddirnar.
Það var líkara því sem við vær-
um að byrja. En sem sagt, við er-
um víst búin að syngja lokasöng-
inn saman í þetta sinn.
Konu Magnúsar og börnum
vottum við okkar dýpstu samúð.
Og þökkum Magga fyrir okkur.
Leikarar hjá Leikfélagi
Reykjavíkur
Látinn er fyrir aldur fram
æskuvinur minn og bekkjarbróðir
frá Akureyri, Magnús Pétursson,
tónlistarmaður. Svo langt nær
minni mitt ekki, að annað en mús-
ík hafi verið aðalatriði í lífi hans.
Er við vorum á 15. ári brann til
grunna um miðja nótt eitt stærsta
timburhús landsins, Hótel Gull-
foss í miðbæ Akureyrar. Krafta-
verk þótti, að íbúar efstu hæðanna
skyldu bjargast út fáklæddir en
ómeiddir. Öllum til furðu komst
að auki einn hlutur innbús
óskaddaður út og niður af 4. og 5.
hæð, en það var píanó og í raun
aleiga Magnúsar Péturssonar. Svo
snarlega hafði hann ýtt því fram á
gang, að fjölmargar hendur urðu
til að halda á því og engu öðru út
úr eldinum.
Því rifjast þetta atvik nú upp,
að það er táknrænt fyrir þá
áherzlu og einbeitingu að einu
marki sem einkenndi allt líf
Magnúsar Péturssonar.
Að sjálfu leiddi, að leið Magnús-
ar lá til tónlistarnáms og sátum
við því aðeins saman í bekk þrjá
vetur í Menntaskólanum á Akur-
eyri, en þá voru á þeim tíma
áfangaskipti að loknu gagnfræða-
prófi. Vel dugðu þessi ár þó til að
gera Magnús bekkjarsystkinum og
öðrum skólafélögum ógleymanleg-
an.
Ég minnist þess, er ein bezta
danshljómsveit landsins undir
stjórn Björns R. Einarssonar, lék
á skóladansleik í MA. í hléi lék
snöggsoðin skólahljómsveit
heimamanna. Seint mun ég
gleyma undrunarsvipnum á snill-
ingunum að sunnan, er þeir komu
úr hléinu í þann mund, er þeir
skiptust á um að leika sóló, Jón
Sigurðsson á trompet og Maggi P.
á píanóið.
Mig skortir alla þekkingu til að
ræða, hvað þá heldur að dæma
um, tónlist. Þó þori ég að fullyrða,
að um það var enginn efi í huga
þeirra er bezt vissu, að tónlist-
arsnilli Magnúsar Péturssonar
komst aldrei til skila að fullu. Til-
gangslaust er að ræða hvers
vegna, en þó hygg ég, að hlédrægni
hans og óbeit á að trana sér fram,
ásamt heilsuleysi um árabil, hafi
þar miklu um ráðið. Víst munu þó
ýmsar tónsmíðar hans lengi lifa
og margir muna sérstakan áslátt
hans á píanó, sem jafnvel íþrótta-
fyrirmæli i útvarpinu gátu ekki
dulið. Persónulega man ég bezt þá
náðargáfu Magnúsar að geta náð
fullkomlega á sitt vald hverjum
þeim áheyrendahópi, sem aðstæð-
ur og tilviljanir bjuggu til, þar
sem hann var staddur. Samt skil
ég ekki þau töfrabrögð sem tengdu
hann þráðlaust þeim er á hlýddu,
þar til fundinn var samnefnari, er
öll samkoman gekk upp í.
Vorið 1947 fórum við í skólaferð
frá MA upp á Heklu og komum
seint að kveldi í Selfossbíó, þar
sem hópnum var ætlað að skríða
þegjandi í svefnpoka í svarta-
myrkri og fararstjórinn á brott
genginn. Ur þessu varð fljótt upp-
þot og galsi, en þegar allt var
stjórnlaust orðið, hljómaði allt í
einu vinsælasta bekkjarlagið frá
píanói bak við sviðstjaldið. Ekki
skorti hljómgrunn og áfram hélt
músíkin. Ég reyni ekki að lýsa
þeim strengjum, sem á var slegið,
þar til dottið var á dúnalogn og
ekki heyrðist andardráttur er pí-
anóleikarinn læddist á sokkaleist-
unum ofan af sviðinu. En seint
munu þeir tónar hljóðna þeim er á
hiýddu.
Það vináttubragð hafði Magnús
sýnt mér nýlega að lofa að leika
fyrir mig óskalög á segulband til
einkaeignar. Höfðum við undir-
búið það en ekki fylgt eftir að
framkvæma. Mikil eftirsjá er mér
að því, að þetta skyldi farast fyrir,
en svo mikið skilur Magnús Pét-
ursson eftir sig, að úr því sem
komið er, hlýt ég að sætta mig við
þá lýsingu sem hér á við úr snilld-
arljóði Þorsteins Valdimarssonar
um Inga T. Lárusson.
„Sumir kveðja
og síðan ekki
söguna meir.
— Aðrir með söng,
er aldrei deyr.“
Magnús Óskarsson
Kveðja frá Varmalandi í Borgarfírði
Hvert sumar síðan 1980 hefur
verið starfrækt að Varmalandi í
Stafholtstungum hvíldar- og
hressingarheimili á nokkuð ein-
stæðum grundvelli. Reynt að
skapa þeim, sem þangað sækja,
sem best skilyrði til endurnýjunar
og bata ef um sjúkdóm er að ræða.
Þetta er gert út frá þeirri
grunnskoðun að eðli mannverunn-
ar sé í raun og veru þríþætt: and-
legt, geðrænt og líkamlegt. Einnig
er ráð fyrir gert að þessir þættir
séu þannig samtengdir að truflun
á einum þeirra segi yfirleitt til sín
í hinum tveim.
Sé þetta rétt má hafa áhrif á
sjúkdómsferil eftir þessum þrem
aðalleiðum og gjarnan samtímis.
Miða þá allar aðgerðirnar, andleg-
ar, geðrænar og líkamlegar, að
einu marki, sem er heilsteypt
bráðlifandi mannvera. Ekki þarf
að fara í grafgötur mað það að
nútíma læknavísindi skila enn
betri árangri ef andlegt jafnvægi
stuðlar að bata samtímis öðrum
ráðum.
Ein merkilegasta aðferðin til
samræmingar mannseðlisins er
tónlistin. Og þegar á fyrsta sumri
starfseminnar - að Varmalandi
kom forsjónin til liðs við þá sem
að framtakinu stóðu með því að
senda fágætan liðsmann lífsins
sjálfs, Magnús Pétursson hét sá,
og kom fyrst vegna þess að hann
þurfti að ná sér eftir veikindi.
Hann greip þá oft í píanóið öllum
til yndis, sem til hans heyrðu,
þann stutta tíma sem hann dvald-
ist í það sinnið. Þetta varð upphaf-
ið að því að hann kom aftur á
hverju sumri þaðan í frá og lagði
hugsjóninni lið með því að efla
lífsþrótt þeirra, sem áttu því láni
að fagna að verða samtímis hon-
um.
Ekki þarf. að lýsa fyrir lands-
mönnum snillitökum Magnúsar
þegar hann lék á píanónið með
sínum lipra áslætti, nánast hvað
sem óskað var, af fingrum fram.
Öllum varð glatt í geði sem nutu
þeirra tónlistartöfra, sem voru svo
samofnir persónutöfrum þessa
hlédræga og dula manns, sem þó
miðlaði svo mörgum af auðlegð
sinni.
Já, hann átti sína skel við-
kvæmni sinni til varnar. En skelin
hans Magnúsar fól í sér glitrandi
perlur. Þar þróuðust ekki einungis
tónlistarperlur. Ljósperlur urðu
líka til í skelinni þeirri, sem hver
og ein birti fegurð þess anda sem
að baki bjó. í niðurlagi ljóðs, sem
hann orti til Varmalands, eru
þessar ljóðlínur:
„Efldu kærleiks alheimsband
Andans máttur frá þér streymi
Blessað vertu Varmaland.
Vel þig ætíð Drottinn geymi.“
Lífsdraumur Magnúsar lýsir í
þessu ljóði, draumurinn um al-
mætti kærleikans. Og frá Varma-
landi berst honum sú óska að hon-
um gefist engu síðra tækifæri til
að þjóna sínun dýpsta draumi þar
sem hann er nú, en þar sem hann
áður var.
Úlfur Ragnarsson læknir,
Jón Sigurgeirsson
Það var varla liðinn klukkutími
frá því að hann hringdi til konu
sinnar til að ákvarða hvar þau
ættu að njóta komandi verzlunar-
mannahelgar þegar hann var all-
ur. Hann var staddur að Varma-
landi í Borgarfirði, á stað sem
hann sótti tíðum sér til hvíldar og
hressingar.
Magnús hafði ekki gengið heill
til skógar í rúman áratug og þvarr
þrótturinn með árunum. Af þeim
sökum hafnaði hann ótal gylliboð-
um um hljómlistarstörf sem áður
höfðu verið honum hjartfólgin, en
hann var einn eftirsóttasti hljóð-
færaleikari landsins.
Vangaveltur voru óþarfar þegar
skemmta átti fólki, það nægði
honum að líta yfir hópinn þá brást
ekki að á rétta strengi var slegið,
slíkur var næmleiki hans. Því til
staðfestu var góðkunnur eltinga-
leikur við Valdimar Örnólfsson
íþróttakennara, þegar sá síðar-
nefndi var að reka svefndrukkna
landsmenn á fætur. Að morgun-
leikfiminni í Ríkisútvarpinu stóðu
þeir félagar í aldarfjórðung.
Kennsla var Magnúsi í blóð bor-
in og átti hug hans allan. Hænd-
ust nemendur að honum því
kennslustundirnar voru sannkall-
aðar sólskinsstundir.
Undirbúningur jóla í Melaskól-
anum var aldeilis ekki með hefð-
bundnum hætti. Fyrir hver jól
setti Magnús upp „barnaóperur"
og söngleiki og var þá heldur bet-
ur líf í tuskunum. Með börnunum
voru leiktjöld smíðuð og máluð og
búningar saumaðir því allt lék
þetta í höndum Magnúsar.
Hann samdi að sjálfsögðu tón-
listina og gjarnan textann þó æf-
intýri H.C. Andersen og íslenzkar
þjóðsögur væru honum hugleiknar
og oft uppistaðan í söngleikjum
hans. Voru mörg verka hans oft
flutt í hljóðvarpi og sjónvarpi.
Magnús byrjaði ungur að semja
lög og fyrir kom að þau unnu til
verðlauna. Seinni árin samdi hann
töluvert af alvarlegri tónlist sem
enn eru í handriti. Hagyrtur var
Magnús og vel ritfær. Var hann
m.a. fenginn til að ritstýra Tón-
listarblaðinu, tímariti Félags ís-
lenzkra hljómlistarmanna, sem
hóf göngu sína 1956.
Magnús fæddist á Akureyri 12.
febrúar 1930 sonur Rósu Þor-
steinsdóttur og Péturs Jónasson-
ar.
Hann stundaði nám við Mennta-
skólann á Akureyri 1944 til 1947
og lauk þaðan gagnfræðaprófi.
Samtímis nam hann við tónlist-
arskóla staðarins eða á árunum
1945 til 1948 og í beinu framhaldi
við Tónlistarskólann í Reykjavík
til ársins 1951 með lokaprófi í
hljómfræði.
Ásamt með kennslu hóf hann
aftur nám 1963 við sama skóla og
jafnframt Kennaraskóla íslands
til ársins 1965 og lauk því með
Tónmenntakennaraprófi.
Árið 1956 gekk hann að eiga eft-
irlifandi konu sína, Ragnheiði
Hannesdóttur, en börn þeirra
hjóna eru: Hannes gerlafræðingur
kvæntur Elísabeth Cook og Rósa
Þóra, sem nemur ensku og bók-
menntir við Háskóla íslands og
býr enn í foreldrahúsum.
Góður drengur er genginn.
Hann hefur skilið eftir sig varan-
legt spor í íslenzkri tónlistarsögu.
Fyrir hönd hinna fjölmörgu
vina og félaga í FÍH votta ég fjöl-
skyldu hans okkar dýpstu samúð.
Sverrir Garðarsson
Snjall tónlistarmaður er látinn.
Magnús Pétursson var ekki ein-
ungis frábær píanóleikari, sem lék
öll lög af fingrum fram svo furðu-
létt, hann var einnig „talandi
tónskáld", sem samdi heilu lögin á
stundinni þegar þess var þörf og
þurfti að flétta saman hin ólíkustu
lög og breyta um hljóðfall og
hraða. Við sem unnum með honum
við morgunleikfimiupptökur og
útsendingar í 25 ár hlustuðum
alltaf jafn hugfangnir á snilldar-
takta mannsins og undruðumst,
hvað hann átti létt með þetta allt
saman. Það var alltaf gaman að
vinna með Magnúsi, einkum þó
þegar hann var sem best upplagð-
ur. Þá var hann eins og ótæmandi
uppspretta dillandi tónlistar og
spilaði svo vel, að maður gleymdi
stað og stund og tók lagið með eins
og til þess væri ætlast. Lét ég þá
allan skipulagðan undirbúning
lönd og leið og lét stemmninguna
ráða æfingavali, enda átti best við
Magnús að fá að leika eftir sínu
höfði nótnalaust án nákvæmrar
forskriftar um lög og æfingar.
Það var mikið happ fyrir mig,
þegar ég var að byrja með morg-
unleikfimina, að fá Magnús til liðs
við mig. Honum er það mikið að
þakka að leikfimin náði fótfestu í
dagskrá útvarpsins, því allir nutu
þess að hlusta á píanóleik Magn-
úsar, hvort sem mönnum líkaði
leikfimin betur eða verr. Hann
eignaðist fjölmarga aðdáendur um
land allt í gegn um leikfimina og
hvatti ég hann oft til þess að gefa
út plötu með vinsælum píanólög-
um sem því miður varð aldrei
neitt úr. Hann var einnig ágætur
sönglagasmiður og vissi ég, að
hann stefndi að því að koma út
plötu með uppáhaldssönglögum
sínum, en nú verða aðrir að láta
þá ósk hans uppfyllast. Mér þykir
vænt um, að morgunleikfimi-
snældan skyldi sjá dagsins ljós áð-
ur en það var um seinan. Ég sakna
þess hins vegar að fá ekki framar
tækifæri til þess að vinna með öðl-
ingnum Magnúsi Péturssyni að
fleiri slíkum verkefnum eins og
við höfðum ætlað okkur. En eng-
inn má sköpum renna og kveð ég
því nú með trega góðan dreng og
félaga og samstarfsmann um 25
ára skeið og þakka liðna tíð.
Valdimar Örnólfsson
Birting afmœlis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður.
Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum-
ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera
vélrituð og með góðu línubili.
Hop£ Kopý-Kípa
Brottlör I. 23. desember
Brottíör II 30. desember
líaiandi
Vesturgötu 4 - sími: 17445.
Sérfræðingar í spennandi sumarleyfisferðum
FiIipp^cyjar*Taiwap
I Farandaíerðinni til Filippseyja
verður nauðsynlegt að haía baðíötin
með sér. Það er ótrúlega íreistandi að
sulla í sjónum þarna austurírd, enda
er sjórinn hreinn og tœr. Upplögð íerð
íyrir íastagesti sundlauganna