Morgunblaðið - 09.08.1983, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983
„Svorva nít, byrjcz&a nú ekki a þvi
ást er ...
að njóta
straumkastsins
saman.
TM Rog U.S Pat Off.-all rights reserved
®1983 Los Angeles Times Syndicate
Með
morgunkaffinu
Kg er að vonast til að komast í
lúðrasveitina næsta vor.
HÖGNI HREKKVÍSI
„ péH KJcRLEGA FVRIR
Sól og skjól við Skúlagötu
Agnar Þórðarson skrifar:
Það voru góð tíðindi í blöðum
fyrir nokkru, að í ráði væri að
leyfa byggingu fjölbýlishúsa með-
fram Skúlagötunni. Þannig gefst
borgarbúum kostur á að búa
miðsvæðis í höfuðborginni í stað
þess að vera vísað upp á heiðar í
leit að byggingarlóðum.
Við þetta vinnst margt í senn. í
fyrsta lagi gefst væntanlegum
íbúum kostur á að njóta meiri
borgarmenningar þegar ekki er
nema steinsnar til helstu menn-
ingarbrunna borgarinnar. Menn
þurfa því ekki að sóa dýrmætum
tíma og fjármunum í að komast á
vettvang.
Út um stofugluggana hjá sér
munu íbúar geta horft á útsýni
sem bestu listamenn þjóðarinnar
hafa lofsungið i verkum sínum,
fjöllin við sundin blá og eyjarnar
— vel að merkja verði húsin ekki
látin snúa göflum út á flóann, eins
og hent hefur á Eiðsgranda.
Ástæðulaust er þó að gera ráð
fyrir að slíkt slys hendi í annað
sinn. Og þá er ekki minna virði
skjólið, sem húsin munu veita
gegn norðangarranum, þegar sá
gállinn er á honum.
Oft er eins og það gleymist hér
við gerð húsa að við sækjumst
ekki eftir skuggum og vindum,
eins og íbúar Arabalanda. Við vilj-
um fá sem mest af sól og skjóli
gegn vindum í okkar kalda en
fagra landi. Menn eru stundum að
segja að íslendingar eigi að hafa
stóra lystigarða, eins og í London,
og nefna aðrar borgir Evrópu máli
sínu til stuðnings. Þetta væri gott
og blessað ef hér væri svipað veð-
urfar, en því er ekki að heilsa.
Þegar talað er um stór útivist-
arsvæði hér, þá væri nær að bera
okkur saman við bæi á Grænlandi
en borgir á meginlandi Evrópu.
Sannleikurinn er sá að þessi svo-
kölluðu útivistarsvæði eru eins og
skallar þegar litið er á höfuðborg-
arsvæðið í heild. Þetta eru ber-
angrar sem fólk sést næstum
aldrei á ferli á, og varla von þvi
hvergi er skjól. Jafnvel garðar
eins og Miklatún og Hljómskála-
garðurinn eru auðir og yfirgefnir
þó um góðviðriskvöld sé að ræða.
Það er því enginn samanburður á
því hvað fólk hér gengur sér
minna til hressingar en í þeim
borgum öðrum þar sem veðurfar
er ólíkt blíðara.
En í skjóli húsa við Skúlagötu
geta skapast ákjósanleg skilyrði
til útivistar og garðræktunar, sé
norðanvindinum bægt frá. Myndi
allt svæðið geta orðið eftirsótt af
ungum jafnt sem öldnum og
margs konar samskipti átt sér
stað sem stuðla að betra mannlífi
við torg og stræti.
Þá er ótalinn allur sá sparnað-
ur, jafnt fyrir bæjarfélagið sem
skattborgara, sem fylgir því að
geta komið fyrir húsum handa
fjölda fólks án þess að þurfa að
leggja nýjar götur með tilheyr-
andi lögnum og þjónustu, svo ekki
sé minnst á sparnað íbúanna bæði
beint og óbeint. Það kostar ekki
fáar krónur að flytja þúsundir
manna langar leiðir daglega með
almenningsvögnum og einkabil-
um. Iðulega kemur það einnig
fyrir að fólk leggur á sig mikið
erfiði til að komast heim til sín. Á
síðasta vetri kom það margsinnis
fyrir, í vetrarveðrum og fannfergi,
að menn voru tepptir klukku-
stundum saman á vegum úthverf-
anna og urðu sumir að leita gist-
ingar og liggja í flatsæng hjá vin-
um og ættingjum á miðborgar-
svæðinu. Það væri fróðlegt rann-
sóknarefni fyrir félagsfræðinga,
sálkönnuði og lækna að sjá hvaða
áhrif það hefur á fólk að sækja
vinnustaði langt að við erfiðar að-
stæður, skammdegi, slæmar sam-
göngur og lamstur veðra. Þetta
hlýtur að vera aukaálag sem
margir eiga erfitt með að þola.
Þá væri munur fyrir þetta fólk
að búa við Skúlagötuna, þar sem
ekki þyrfti að reyna eins á þolrifin
við að komast til og frá vinnu. Og
það ætti ekki aðeins að byggja
íbúðarhús við Skúlagötuna heldur
alla strandlengjuna út á Laugar-
nes. Þar ættu að vera snotur hús
mót flóanum en gróðurmiklir
garðar mót hádegissól. Keppa þarf
að því að skapa skjól og gróður á
þessu veðrasama útnesi, þá verður
allt mannlíf ögn mildara og meiri
borgarmenning. Að því hljótum
við öll að keppa úr því við búum í
borg.
Að ná símasambandi
Magnús H. Skarphéðinsson skrif-
ar:
Velvakandi.
Það er með hvimleiðari athöfn-
um sem fólk þarf að standa í að ná
sambandi við einhvern tiltekinn
starfsmann hjá fyrirtæki eða
stofnun sem hefur innanhússsíma.
Að bíða þetta í sífellu og útskýra
fyrir endalausum nýjum símsvör-
um í stofnuninni við hvern það
ætlar að tala.
í stað þess að gefa kost á því að
geta hringt beint í viðkomandi
starfsmann, sem einhver þarf t.d.
oft í viku að ná í, þá þarf hann að
bíða svo og svo lengi. Fyrst eftir
því að símadaman eða -herrann
svari, þar sem það er orðið lenska
hér á landi að ekkert símaborð
annar álaginu sem er á stofnun-
inni. Síðan þegar loksins er svar-
að, að biðja um einhvern ákveðinn
starfsmann í fyrirtækinu, sem
oftast er í einhverri ákveðinni
„deild" þar. Og þegar svo deildin
svarar eftir langa mæðu þá þarf
viðkomandi erindisleitandi að
bera upp einu sinni enn við hvern
hann vantaði nú aftur að ná sam-
bandi við. Og þá, ef heppnin er
með honum, getur hann mögulega
fengið samband við þann sem
hann ætlaði loksins að ná í. Lætur
nærri að oft líða margar mínútur,
vegna alls þessa álags skiljanlega
á símakerfinu í fyrirtækjunum,
þar til viðkomandi fær loksins
beint samband við erindismann
sinn. Sem í staðinn hann hefði
getað strax hringt í beint.
Erlendis er víða þannig því fyrir
komið að þó innanhússsímar séu i
fyrirtækjum, er samt hægt að
hringja I velflest símanúmerin
beint utan úr bæ, og þá aðeins
fyrir þá sem númerið vita. Þau
þurfa ekki endilega að vera skráð
ef því væri að skipta. En aðalat-
riðið er að hafa ekki þetta frum-
stæða símakerfi sem sér öllum
þessum herskara af símsvörum
fyrir ónauðsynlegri vinnu, og tef-
ur ábyrgðar- og festumenn þjóðfé-
lagsins í margföldu útskýrinar-
snatti þegar verkefnin liggja fyrir
í röðum.