Morgunblaðið - 09.08.1983, Síða 48

Morgunblaðið - 09.08.1983, Síða 48
BÍLLINN 6ILASALA SiMI 79944 SMIÐJUVEGI4 KORAVOO' ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983 ^/Vjiglýsinga- síminn er 2 24 80 Kjalarskokkararnir komnir á leiðarenda Berin seint á ferðinni ÚTLIT ER ekki golt raeð berjasprettu í ár, en samkvæmt könnun sem Mbl. gerði er hún svo skammt á veg komin á flestum stöðum landsins að ekki er búist við að þau nái að þroskast áður en næturfrost verða í haust. Víðast er það sólina sem vantar og segja kunn- ugir að berin verði einum þrem vikum seinna á ferðinni en vanalega. Fyrir norðan þar sem sólríkast hefur verið f sumar er einna helst von á að ber þroskist í tæka tíð, en þó er það svo að aðal berjaland Akureyringa í Kóngstaðalandi í Svarfaðardal virðist ætla að bregðast eins og í fyrra. Bliinduósi, H. áf'úst. Frá HHg* Bjarnattyni. SJÖMENNINGARNIR sem síð- ustu daga hafa verið að skokka yfir Kjöl luku ætlunarverki sínu kl. rúmlega 12:30 í dag er þeir korau niður að sjó við Blönduós. Höfðu þeir þá lagt að baki 302 kflómetra. Á þessum 10 dögum hlupu þeir í 23 klukkustundir og 26 mínútur, sem er rétt um 13 kflómetrar á klukku- tíma að meðaltali. Var hver dagleið um 30 kílómetrar. í stuttu spjalli að skokkinu loknu sögðu tveir skokkaranna f samtali við Morgunblaðið að þeir hefðu farið hraðar yfir en þeir bjuggust við. Þeir voru þreyttir en mjög ánægðir með ferðina. Sögðu þeir að enginn meiriháttar óhöpp hefðu orðið og allir komust þeir á leiðarenda. Allir voru þeir þó með einhverja pústra. „Flestir komnir á síðasta snúning," eins og þeir orðuðu það. „En það var ansi gott að sjá hafið birtast aft- ur.“ f morgun lögðu þeir af stað frá suðurenda Svínavatns um kl. Leitað að þýskri konu Borg í MiklaholLshreppi, 8. ágúst. UM KLUKKAN 10 í morgun kom 40 manna þýskur feróahópur á vegum Úlfars Jacobsens að Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi og ætlaði þetta ferðafólk að skoða Eldborgarhraun, þó einkum Eldborgina sem er mjög sérstætt náttúrufyrirbrigði. Þegar fólkið var búið að fara um tvo þriðju leiðarinnar að Eldborg- arhrauni tilkynnti ein konan í hópnum að hún treysti sér ekki lengra og ákvað hún að snúa heim að Snorrastöðum aftur. Þegar hóp- urinn kom aftur að Snorrastöðum rétt fyrir kl. 12 var konan ekki kom- in þangað. Fóru þá nokkrir úr hópnum að leita að konunni. Síðan var beðið um aðstoð til að leita að hinni týndu konu. Leitarskilyrði voru mjög slæm, þoka og rigning. Haft var samband við björgunarsveitarmenn í Mikla- holtshreppi, Eyjahreppi og Kol- beinsstaðahreppi, sem brugðu skjótt við. Klukkan 3 fannst konan heil, en villt og þreytt, langt frá þeirri leið sem hún átti að fara. Björgunarsveitin Hnappur sýndi hér mikinn dugnað og skjót við- brögð. Um 60 manns tóku þátt í þessari leit, sem hefði getað farið verr ef björgunarsveit væri ekki starfandi hér á þessu svæði. - Páll. Fleiri hundruð manns fylgdust með Geysisgosi á laugardag. Sápum var fleygt í hverinn eins og myndin ber með sér, en það er umsjónarmaður hversins, Þórir Sigurðsson, sonur Sigurðar Greipssonar, sem fleygir sápunum. Gosið heppnaðist mjög vel að sögn viðstaddra. Ljósm. Mbl. Fríða Proppé. Halldór Asgrfmsson um ráðstöfun gengismunar: MorRunbladið/ Helgi Bjarnason. Takmarkinu hefur verið náð og því fagna skokkarar innilega. 10:20. Þaðan var skokkað sem leið liggur meðfram Svínavatni og Laxárvatni og niður á Blönduós. Skokkað var rakleitt niður í gegnum kauptúnið og niður að sjó. Þangað var komið kl. 12:30. Höfðu hlaupararnir þá lagt að baki 26 kílómetra í þessum síð- asta áfanga. Þar sem skokkið endaði beið fylgdarlið hlaupar- anna, sem reyndar hefur fylgt þeim i rútu alla leið, og fagnaði þeim vel er þeir komu í mark. Síðan fengu þeir kossa frá eigin- konum sínum og eina rós hver í verðlaun. Möguleiki að hluti hans renni til saltfískvinnslu „SAMKVÆMT áætlun Seðlabank- ans, sera ég fékk fyrir alllöngu síðan er gert ráð fyrir að gengishagnaður nú verði 547 milljónir. f tillögum mínum er gert ráð fyrir því að ráð- stafa 485 milljónum, en auk þess ræddi ég þann möguleika á síðasta ríkisstjórnarfundi, að einhver hluti þessa mismunar eða hann allur stendur fari meðal annars í olíu- sjóð, gæðamál, orkusparandi að- gerðir og lífeyrissjóð sjómanna. Þarna er um nokkurn afgang að ræða, um 62 milljónir og verið er að ræða um að nota hann sem eina leið í þeim aðgerðum, sem ég tel nauðsynlegar, það er að styrkja með einhverjum hætti saltfisk- deild verðjöfnunarsjóðsins. Ég hef lagt það til innan ríkisstjórnar- innar, að það verði gert og ég tel það koma til greina sem lið í þeim aðgerðum, að annaðhvort þessu fé öllu eða hluta þess verði varið í verðjöfnunarsjóð í þeim tilgangi að tryggja saltfiskverkun, þegar verðjöfnunarsjóðurinn er þrotinn. Það verður hugsanlega eftir sumarvertíð í sumar, en það bjargar ekki þeirri verkun, sem þegar hefur átt sér stað,“ sagði Halldór Ásgrímsson. rynni til saltfiskdeildar verðjöfnun- arsjóðsins til að tryggja áframhald- andi vinnslu á saltfiski," sagði Hall- dór Ágrímsson, sjávarútvegsráð- herra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það verður endanlega gengið frá því næstu daga hvort svo verð- ur. Ég lagði fram greinargerð um þennan möguleika á ríkisstjórn- arfundi síðastliðinn fimmtudag og lagði til, að menn könnuðu mögu- leika á því að ieggja það fé, sem eftir stæði, í verðjöfnunarsjóð saltfiskverkunar. En það kemur ekki til greina að ganga til baka með neitt af því fé, sem áður er búið að leggja til að renni til út- gerðarinnar. Menn verða að muna það, að það verður að koma fiskur á land til þess að hægt sé að vinna hann. Það er nánast eins og þeir verkendur, sem hæst hafa haft að undanförnu hafi gleymt því. Þeir halda að þeir geti saltað fisk án þess að hann komi úr sjó. Samkvæmt fyrri tillögum mín- um skulu 300 milljónir renna í stofnfjársjóð fiskiskipa, 60 miilj- ónir í formi lána til loðnuskipa og 10 milljónir í sama formi til loðnubræðslna og það sem eftir Fargjöld í innanlands flugi hækka um 11% Ríkisútvarpið óskar eftir 55—60% hækkun VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gærdag, að heimila Flugleið- um, Flugfélagi Norðurlands, Flugfé- lagi Austurlands og Flugfélaginu Örnum 11% hækkun á fargjöldum innanlands, en ráðið samþykkti í síðustu viku, að heimila Amarflugi hliðstæða hækkun. Þá má geta þess, að Ríkisút- varpið hefur óskað eftir 55% hækkun á afnotagjöldum útvarps og 60% hækkun á afnotagjöldum sjónvarps frá 1. september nk., en afnotagjöldin hækka á hálfsárs fresti. Reiknað er með, að hækk- unarbeiðni Rikisútvarpsins verði I til umfjöllunar á næsta ríkis- I stjórnarfundi. 15° halli á þil- fari „gullskipsins“ GULLSKIPSMENN reikna með að Ijúka við að reka niður stálþilið í kringum „gullskipið" á fjöru- kambi Skeiðarársands um næstu helgi, en þilið er 22x60 metrar og 15 metra djúpt. 10—11 metra dýpi er niður á þilfar flaksins, en sam- kvæmt mælingum er 15 gráðu halli á þilfarinu. Sjá ramma á mið- síðu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.