Tíminn - 14.08.1965, Page 2

Tíminn - 14.08.1965, Page 2
TÍMINN LAUGARDAGUR 14. ágóst 1965 NTB-Stokkhólmur. — Sovézk yfirvöld hafa bannað hópferðir Svía til Tasjkent og Samark- and. Bann þetta kom mjög á óvart. Margar sænskar ferða- skrifstofur hafa í sumar undir- búið hópferðir til Kazakstan og fengið leyfi sovézkrá yfirvalda til að fá að heimsækja þess ar tvær borgir. Fyrsta ferðin var farin 5. ágúst s. 1., en er ferðafólkið kom til Moskvu, var því tilkynnt, að það mætti ekki fara til Tasjkent og Sam- arkand, en boðið að fara í stað inn til Sotji við Svartahafið. Eina skýringin, sem yfirvöld- in gáfu, var „force majeure“, en það er ófyrirsjáanleg at- vik, t. d. náttúruhamfarir eða annað, sem gerir ferðalög ómöguieg. Næsta för var ákveð in 25. ágúst, en Svíamir hafa fengið skilaboð um, að hið sama gildi um hana og hina fyrri. Ferðaskrifstofa Sovétríkj anna í Stokkhólmi hefur stað- fest, að allar ferðir til Tasjkent og Samarkand séu bannaðar. í Svíþjóð er nú mikill áhugi á ferðum til Sovétríkjanna. Veldur þar mestu um för Er- landers forsætisráðherra Sví- þjóðar þangað fyrr í sumarj en í sambandi við hana birtu sænsk blöð langar og ítarlegar greinar um Sovétríkin. NTB-Santiago, Chile. — 42 hafa farizt, yfir hundrað meiðzt og 20.000 hafa misst heimili sín í ofviðrum og flóðum í Chile undanfaraa viku. NTB-London. — Sextug kona, Elizabeth Lane, var í dag skipuð í embætti hæstarétt ardómara í Bretlandi. Hún er fyrsta konan, sem gegnir slíku embætti þar í landi. Sam- kvæmt enskum reglum verður hún ávörpuð í réttinum „lá- varður minn“, og titill hennar er „herra dómari". NTBGlasgow. — William Gallacher, sem í 15 ár sat í neðri málstofunni sem þingmað- ur kommúnista, er látinn. NTB-Kuala Lumpur. — Mal aysía mun beita sér gegn nán- ari samstarfi Singapore og Indónesíu, sagði Rahman, for- sætisráðherra Malaysíu í dag. Hann sagði, að stjórnmála- eða verzlunarsamband þessara ríkja væri mjög óvinsamleg við Malaysíu. NTB-Stokkhólmur. — Fjöl- mennt lögreglulið leitar nú morðingja í Norður-Svíþjóð. Maður og kona, bæði á fimm- tugsaldri fundust myrt á bændabýli skammt fyrir sunn- an Bollnás. Býli þetta er tals- vert afskekkt, um fimm kíló- metra vegur til næsta bæjar, og hvorki sími né rafmagn þar. Lögreglan telur greinilegt, að um morð sé að ræða en ekki morð og sjálfsmorð. Öllum vegum í nágrenninu var þegar i stað lokað. NTB-Anchorage. — Tveir Rússar komu í dag til Eskimóa þorpsins Wales í Vestur-Alaska og báðu hælis sem pólitískir flóttamenn. Þeir komu yfir Beringshaf á skinnbáti. UOSMÆÐRAMOTIÐ SETT I GÆR Rvík, föstudag. Eins og ráðgert hafði verið, hófst þing norrænna ljósmæðra í kennsiusal viðbyggingar Land- spítalans í morgun klukkan 10. Formaður Ljósmæðrafélags ís- lands, Valgerður Guðmundsdóttir flutti ávarp, og einnig dr. Sigurð BANA SLYS MB—Reykjavík föstudag. Enn eitt banaslysið varð í gær. Maður á sextugsaldri féll ofan í lest á togaranum Sléttbak í Akureyrarhöfn og lézt samstundis.Maður- inn hét Jón Arngrímsson, til heimilis á Akureyri. Verið var að landa úr Sléttbak, þegar slysið varð. Jón heitinn var skipverji á Sléttbak, en vann ekki Framhald a ois 14 1 2 lektorstöður lausar til umsóknar Tvær kennarastöður í íslenzk- um fræðum (lektorsstöður) við Heimspekideild Háskóla fslands eru lausar til umsóknar. Kennslugrein annars lektorsins er íslenzk málfræði og málssaga ásamt textaskýringum. Kennslu- grein hins lektorsins er saga ís- lenzkra bókmennta ásamt texta- skýringum. Kennsluskylda lektor anna er allt að 12 stundum á viku. Auk þess skulu þeir hafa á hendi leiðbeiningastörf í þágu stúdenta (um námsskipulagningu, samningu heimaritgerða o.fl.) ; Laun miðast við 22. fl. hins! almenna launakerfis opinberra; starfsmanna. Umsóknarfrestur er til 10. sept. ember 1965. i Umsækjendur um stöður þess; ar skulu láta fylgja umsókn sinni i ítarlega skýrslu um vísindastörf j þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar i og rannsóknir, svo og númsferil j sinn og störf. Veitt úr minningar- urssonar s?óðs Rögnvalds Pét- Stjórn Minningarsjóðs dr. Rögn valds Péturssonar til eflingar ís lenzkum fræðum hefui veitt styrk að fjárhæð þrjátíu og fimm þós- und krónur til Helga Guðmunds- Framhaid á bls. 14. ur Sigurðsson, landlæknir. Að lokinni setningarathöfn var fund um frestað til klukkan þrjú. Að- alfundir þingsins verða í dag og á morgun, laugardag. Síðan verð ur farið í ferðalög um landið og ýmis boð, en formlega verður þinginu slitið á miðvikudag. Myndirnar voru teknar í morgun við setningu þingsins, á myndinni til hliðar sést Valgerður Guð- mundsdóttir flytja ávarp sitt, á hinni sést yfir þingsalinn. Tíma- myndir—GE. Island mun kaupa 7-8 fiskiskip af A-Þjóðverjum árlega til 1967 GB-Reykjavík, föstudag. í tilefni væntanlegrar haust- kaupstefnu í Leipzig var frétta- mönnum boðið að ræða við nýskip aðan forstöðumann Verzlunar- ráðs Austur-Þýzkalands, Willy Baumann, sem1 léýsir hf liólmi hér’ í Reykjavík fyrrverandi verzlunar- ráðsforstjóra, Möckels, sem hér hefur gegnt því starfi s. 1. þrjú ár en fluttist nýlega til Bruxelles í Belgíu til að taka við forstöðu austur-þýzka verzlunarráðsins þar. Willy Baumann, sem áður gegndi sama starfi í Sýrlandi, en hefur um skeið starfað í fram- kvæmdastjóm kaupstefnunnar í Leipzig, sagði blaðamönnum, að haustkaupstefnan í ár væri fram- hald af vorkaupstefnunni að því leyti, að þetta væri eitt allsherjar afmælisár þeirrar kaupstefnu, sem talin hefur verið móðir allra kaup- stefna heims, 800 ára gömul í ár, hún færðist í aukana eftir kaldakol stríðsáranna og sífellt færðust fleiri og fleiri þátttakendur inn í þessa lfaup$tef;nu,.sem frá uppþafi hefði verið hugsuð sem tengilið- *ur miílí Vestur-Evrópu og þeirra landa, sem austar lægju í hinu víða meginlandi, og raunar allra landa heims. Þeir fulltrúar austur-þýzka verzlunarráðsins, Baumann for- stöðumaður og Gertler fulltrúi, tjáðu blaðamönnum, að á vorkaup stefnunni síðustu, er að vanda væri sýning véla og stóriðju, hefðu 57 íslenzkir kaupsýslumenn mætt. Sú kaupstefna, er nú færi í hönd, væri fyrst og fremst sýning neyzlu Dregið í happdrætti ,Björns it MB—Reykjavík, föstudag. Engin síldveiði er fyrir aust- an að heitið geti Síðasta sólar- hring, frá klukkan 7 á fimmtudags morgun til kl. 7 í morgun til- kynntu aðeins fjögur skip um afla. í dag hefur ekkert skip bleytt nót. að því er síldarleitin á Dalatanga tjáði blaðinu í kvöld. Skipin voru flest á norðursvæð- inu, en þó voru nokkur skip út af Digranesflakinu. í dag var veiðiveður á miðunum, en þó dálítil kvika og gola og þokuloft. Skipin fjögúr, sem fengu afla síðasta sólarhring fengu samtals 1250 mál og tunnur. Þau voru: Hafrún NK 550 mál, Vigri 50 tunnur, Sólfari 350 tunnur og Hug rún 300 tunnur í dag var ekk- ert vejðihljóð í síldarleitarskip- unum. Þriðja þessa mánaðar var dreg ið f happdrætti ungmenmafélags j ins „Björn Hítdælakaippi", en j fil þess happdrættis var stofnað j til ágóða fvrir byggingu félags- heimilis að Arnarstapa á Mýrum. Upp komu þessi númer: 7638 Ferð á Edinborgarhátíðina á vegum ferðaskrifstofunnar Sunnu. Sérstök athygli skal vakin á því, að farið verður í ferð þessa 23. þessa mánaðar, svo nauðsyn- legt cr, að vinningshafi gefi sig fram hið allra fyrsta. 7988 Stál- húsgögn í eldhús. 2486 Skáldverk Gunnars Gunnarssonar. 7299 Mál verk eftir Kristin Morthens. 3223 Ferðaviðtæki. 1014 Tjald. 6885 Kaffistell. 3567 Ritsafn Jóns Trausta. 6109 Myndavél. 4740 Raf magnsrakvél. 1682 Raflampi. 3026 Stálhnífapör. 5421 Svefnpoki 599 Bakpoki. 1573 Lindarpenni. 4328 Veiðileyfi i Hítarvatni fyrir tvo í tvo daga. Allar nánari upplýsingar gefur Bjarni V. Guðjónsson, Svarfhóli, sími um L-narstapa á Vlýrum. vara og væri hin minni messan af tveim árlega, en sívaxandi væri þátttaka vestrænna landa á seinni árum. Aðspurðir sögðu þeir, að hinn svonefndi rammasamningur við- skipta milli íslands og Austur- Þýzkalands fyrir yfirstandandi viðs'kiptaár væri því sem næst fylltur. Aðalliðirnir í þeim við- skiptum eru frá fslandi: Fryst síld, en engin saltsíld í ár, þótt hún sé eftirsóknarverð þar eystra, og á sama hátt þar áhugi á íslenzkri ull. Fiskflök. Síldarmjöl. Aftur á móti það, sem flutt hefur verið helzt þaðan er: Fiskiskip, vinnu- vélar, reikningsvélar, bifreiðar, vefnaðarvörur, leikföng o.fl. Um aukningu viðskipta milli landanna upplýstu þeir, að sam- kvæmt síðustu hagskýrslum hefði aukning verið 185% árin 1963— 1964. Aðspurðir sögðu þeir áhuga á því austan frá, að þreifa sig áfram með nýtt fyrirkomulag á viðskiptum milli landanna utan vöruskiptarammans, sem sé að taka upp viðskipti á frjálsari grundvelli, eins og A-Þýzkaland hefði tekið gagnvart öðrum lönd- um, og yrði það væntanlega tii að auka viðskipti milli þessara Weggja landa. Nú þegar væri gert ráð fyrir kaupum íslands á 7—8 fiskiskip- um árlega til ársins 1967. Bílasala hingað virtist ætla að verða drjúg ur iiður á næstunni sem hingað til síðustu árin, síðasta ár hefðu verið seldir hingað 350 Trabant- bílar, sem væri hlutfallslega há tala. Um þá haustkaupstefnu, sem færi í hönd, sagði hinn nýskipaði verzlunarráðsforstjóri, að ný skip- an yrði tekin upp að þvf leyti, að sýningar yrðu eftir vöruflokkum til að auðvelda kaupsýslumönnum að átta sig á hlutunum, í stað þess að hvert land væri með sinn bás og allar sýningarvörur sínar þar. Flugdeginum frestað Hinum reglulega flugdegi í Reykjavík. sem fyrirhugaður var 15. ágúst, hefur verið frestað til 22. ígústs vegna veðurs.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.