Tíminn - 14.08.1965, Síða 11

Tíminn - 14.08.1965, Síða 11
af sömu stærð varla meira en 6x6 metrar. Samt sem áður vorum við himinlifandi yfir að hafa fengið þau. Þau voru samliggjandi eins og klefar í járnbrautarvagni, en við vorum ánægðar þrátt fyrir það. Herbergin voru líka þægilega könt- uð og það var auðvelt að sjá hvar veggurinn endaði og loftið tók við. í fáum orðum sagt, þetta var ægileg til- breyting frá innilokunartilfinningunni, sem maður fékk í hálfmánalöguðum bröggum. Hermennirnir sjálfir minntust meira að segja á það, að'þetta væri eins og að vera kominn heim aftur, að vera í þessum ferhyrndu herbergjum. Nú þegar við vorum búnar að fá húsrými höfðum við ekkert til þess að láta inn í það. 230 þúsund dollara virði af útvörpum, tennisborðum, borðum, stólum og öðrum smá- hlutum, sem Rauði kross Bandaríkjanna hafði sent hingað, hafði þegar verið dreift út um allt. Það var ekki eftir eitt einasta húsganga, né svo mikið sem ein borðtenniskúla í birgðaskemmunni. Það mun alltaf verða álitið hreinasta kraftaverk, hvernig herbergin voru orðin fullbúin húsgögn- um á aðeins tveimur vikum. Mary Dolliver, sem nú var yfirmanneskja heimilisins eyddi miklum tíma í að leita uppi gólfteppi og þægilega stóla. Að lokum tókst að grafa þá upp, en aðeins yfir óheyrilega hátt verð, því þetta voru einu gólfteppin og stólarnir, sem fáanlegir voru í allri Reykjavík (ef ekki á öllu íslandi). Þar sem það er venja í hernum, að spyrja ekki hvaðan hlutirnir koma (það er sjaldan sem svarið er sannleikanum samkvæmt hvort sem er), fékk ég aldrei að vita hvar borðtennis-borðin tvö höfðu verið fengin. Ég er nokkum veginn viss um, að yfirmaður tómstundadeildar- innar, Frank Hagan, hefur þurft að beita allri sinni mælsku til þess að fá þau, og afleiðing hafði verið sú, að einhverjir liðsforingjaklúbbarnir hafi ekki verið eins vel búnir borðum eftir étt áður. 5 '~£5io9£ri'6L aienlSI Skömmu áður en opna átti tómstundaheimilið, var ég skip- uð til þess að verða aðstoðarmanneskja Mary, og ég átti líka erfitt með að trúa þeim góðu tíðindum. Þetta hafði í för með sér, að ég þurfti ekki lengur að ferðast um milli herbúðanna með skemmtiefni. Ég fagnaði tilbreytingunni, því útlit var fyrir að þetta ætti eftir að verða skemmtilegt og lærdóms- ríkt starf undir hendleiðslu Mary. Ekki voru liðnar tvær klukkustundir frá því heimilið var opnað, þegar við Mary gerðum okkur ljóst, að herbergin okkar sex voru allt of lítil til þess að þar gætu rúmazt þær hjarðir hermanna, sem streymdu inn og út í endalausri röð. Frá því klukkan eitt um daginn og þangað til klukkan hálf ellefu um kvöldið stóðu, hermenn, sjóliðar og land- gönguliðar hreint og beint í röðum og biðu þess að fá tæki- færi til að leika borðtennis. Þeir fylktust í kringum Mary á meðan hún lék á píanóið, og þegar hressingin kom, hafði ég nóg að gera það sem eftir var dagsins að framreiða kóka kóla og íslenzk vínarbrauð. Augsýnilega höfðu þessir menn ekki séð neitt þessu líkt frá því þeir fóru frá Bandaríkjunum. Þeir gengu frá einu herbergi til annars, horfðu á gólfteppin, myndirnar, gardín- urnar og litrík kortin, sem gerðu allt svo heimilislegt. Þeir fóru höndum um bækurnar og blöðin og reyndu hina of- stoppuðu stóla ... fyrstu þægilegu stólana, sem þeir höfðu setzt í svo mánuðum skipti. Þeir virtust vera ánægðir — og ef til vill voru þeir það, því þetta heimili var jafn mikið þeirra eigin draumur, og það var okkur. Að draumurinn skyldi nú hafa rætzt eftir svona langan tíma var næstum of gott til þess það gæti verið satt. Efasemdirnar sýndust brjót- ast um innra með þeim. Áður en dagurinn var liðinn, trúði varla einn einasti þeirra því, að þetta ætti eftir að verða samkomustaður þeirra þangað til skólinn tæki aftur til starfa í september. Þessi svartsýni varð til ess að margir þeirra sögðu: — Þetta er allt of gott fyrir óbreytta hermenn, eða — Bíðið bara, liðsforingjarnir vilja flytja hingað líka. Full- yrðingar sem þessar nálguðust nær því að vera sagðar með barnalegri fyrirlitningu — en samt sem áður voru þær ekki að ástæðulausu. Fram til 16. júní, 1942, þegar heimilið var stofnað, hafði ekki verið einn einasti staður í Reykjavík, þar sem banda- rískir hermenn gátu leitað heilbrigðrar dagrastyttingar. Rétt 'v^í-er það; að til voru kvikmyndahús, lítil veitingahús, sundhöll Beari^oieikfimihús, en á öllum þessum stöðum voru óbreýttir borgarar og brezkir hermenn í svo miklum meiri hluta, að menn okkar sneru oft í burtu — en höfðu í ekkert hús að venda. Þeir máttu fara til samkomustaða brezka hersins aðeins í fylgd með brezkum hermönnum og sama var að segja um húsakynni hjálpræðishersins, sem rekin voru af Bretum. Hermennirnir gátu farið á einn veitingastað, þar sem hægt var að dansa og drekka % % sterkan bjór (ís- lendingar framfylgdu sannarlega bannlögum sínum). En þeg- ar frá leið höfðu sjóliðarnir yfirtekið þennan stað og afleið- Um hvað ertu um hjarta Ray. að tala? Hann tók langan teyg úr vindl- ingum og blés frá sér bláum reyk- hring. — Um galla mína og besti, elskan, sagði hann loksins. — Ófyr irgefanlega lygi gagnvart elsku- legri ungri konu. Það voru nefni- lega alls ekki neinar óeirðir hérna í gærkvöldi, skilurðu. Hann lagði hönd á hjartastað og setti upp iðrunarsvip. Ray þagði um stund. — Engar óeirðir, endurtók hún varfærnis- lega eins og barn, sem er að læra nýtt tungumál. — Já, en . . . hvers vegna . ..? — Þú ert ekki stærilát, að þú skulir geta spurt hvers vegna, sagði hann brosandi. — Hvernig hefði ég annars getað fengið þig til að vera hér í nótt? Svona púrítana eins og þú ert. ástin, bætti hann við ertnislega. En Ray skildi þetta ekki enn. Ef til vill vegna þess að hún vildi ekki skilja, hvert hið rétta eðli þessa manns var í raun og veru. — En lögregluþjónninn . . . sagði hann ekki, að . . .? stam- aði hún. Hann hristi höfuðið. — Hann sagði mér aðeins hvar beinasta leiðin væri út úr bænum, sagði hann og glotti. — Ég treysti því, að þú skildir ekki spönsku. — En símskeytið . ..? Hann gekk léttilega að klæða- skápnum og tók bögglað bréf upp úr jakkavasanum. — Það er hérna, Ray. Það komst aldrei lengra en 1 hingað, skilurðu. Hún hrifsaði það af honum og ■ leit á það. Fölt andlitið roðnaði ] smátt og smátt. — Æ, Monty . . . ; þú ert . hrakmenni! Röddin skalf. — Allt lygi! Auvirðileg, skammarleg lygi! — Alls ekki, sagði hann og I glotti. En svipurinn harnaði — Þetta var nærgætnisleg lygi, til að hjálpa þér, gullið mitt. Líttu á, hélt hann áfram, begar hún svaraði ekki. — hversu huguð sem konan er, á hún bágt með að brenna sín skip og lítilsvirða það sem hún telur borgaralega skyldu — erfitt með að kasta manninum sínum fyrir borð vegna elskhug- ans, enda þótt hana sárlangaði til þess. Mér datt í hug að hjálpa þér til að framkvæma þetta góða mín. Gera fyrsta skrefið óafíur- kallanlegt. Það er dásamleg til- finning, Ray, að vita, að engin leið er fær til baka. Ray hörfaði ósjálfrátt til baka út að dyrunum. Hún varð allt í einu hrædd við hann. Þetta var nýr Monty. Ruddalegur, samvizku- las Monty. sem henni fannst jafn andstyggilegur og henni hafði fund izt sá fyrri heillandi. —En ég gerði þetta þín vegna, sagði hann, þegar hann sá, hvern- ig hún brást við. — Og mín vegna líka, ég skal játa það. Maður get- ur sagt, að ég hafi gert það vegna hamingju okkar beggja, elskan mín. Þú játaðir í gærkvöldi, að þú elskaðir mig. Er okkur báðum þá ekki fyrir beztu að við höfum þetta svona? Rest best koddar Endurnýjum gömlu srengurnar Eigum dún og fiðurheld ver. æðardúns- og gæsadúnssængur ag kodda af ýmsum stærðum - PÓSTSENDUM — Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstig 3 — Simi 18740 (Örfá skref frá Laugavegi) — Og Druce líka? sagði hún ! lágt. Hann bandaði höndunum. — i Druce! Hvað varðar mig um hann? ! Hann má hugsa og halda það, sem ! honum sýnist. ' Monty var ekki annt um Druce, I en Ray var það. Henni var svo ' annt um hann, að hún skildi ekki í því sjálf. Hún varð að hugsa um heitið, sem hún hafði gefið, en þarna var um eitthvað meira að ræða. Vinátta þeirra var orðin henni fögur og dýrmæt. Og þó i hún hefði viljað yfirgefa hann, j mundi henni aldrei hafa komið til hugar að gera það á þennan ; hátt/ Strjúka burt frá honum, að honum fjarverandi, yfirgefa hann án þess að gefa nokkra skýringu. — Hvað heldur þú, að Druce hafi hugsað í gærkvöldi? sagði hún lágt. Monty rétti fram hendurnar og lagði þær á axlir hennar. Hann beygði sic niður að andlitinu á henni. — Ekki annað en einmitt það, sem ég óskaði hann héldi, elskan mín. Að þú værir mín! Hún lagði aftur augun. Hún sá Druce í huganum. Sá hvernig hann þrammaði fram og aftur um herbergið sitt allt kvöldið — alla nóttina. Hvernig hann beið og hve forviða hann var. Og þegar morgn aði og sólin reis hafði hann haldið áfram að glíma við þetta viðfangs- efni. Þá vissi hann — eða hélt, að hann vissi. Hún hrökk frá honum. — Ég fer strax til baka. Ég get að minnsta kosti reynt að gefa skýringu. Monty liló. Heldurðu, að nokkur maður trúi á þess konar skýringu, frá konunni, sem hann elskar? Skilurðu ekki, að einmitt ást hans hefur kveðið upp yfir þér dóminn nú þegar? í sál og hjarta treystir maður aldrei þeirri, sem maður elskar og fyrigefur henni aldrei neitt. Ray þóttist sjá fram á, að ef til vill hefði hann rétt fyrir sér. En áformi hennar varð ekki hagg- að. — Ég fer, hvað sem öðru líð- ur . . . Hálftíma síðar stóð hún við dymar og beið eftir bilnum, sem átti að flytja hana til Frakklands aftur. Allt í einu fann hún að komið var við handlegginn á henni. Hún leit snöggt við. Það var Monty, sem brosti til hennar vinalega og hispurslaust eins og ekkert hefði komið fyrir. — Ertu tilbúin, væna mín? Bíll- inn minn bíður þarna á bílastæð- inu. Hún vissi ekki hverju hún átti að svara. Það gekk fram af henni hve hiklaus hann var. — Ég hef pantað leigubíl, sagði hún. — Þá skulum við afpanta hann. Að vísu hef ég aldrei skilað strok- inni konu í hendur mannsins hennar aftur, en einu sinni verður allt fyrst. Hann glotti, en dökku augun urðu allt í einu dimm af kvölum. — Datt þér í hug, að ég ætlaði að láta þig ganga gegn- um þetta eina? sagði hann — lágt og alvarlega. Þau töluðu fátt á heimleiðinni. Monty ók hratt, og Ray sat föl og hljóð við hiiðina á honum. Henni fannst leiðin vera éecujan- lega löng, en þegar bíllinn nam staðar við gistihúsið sat hún kyrr í nokkrar mínútur og hreyfði hvorki legg né lið. Monty tók í hönd hennar og hjálpaði henni út úr bilnum. — Mundu að ég bíð eftir þér, Ray . . . alltaf, sagði hann lágt. Hann kyssti hönd hennar áður en hann sleppti henni. — Ég bíð hérna þangað til ég veit hvernig þessu reiðir af. Veifaðu vasaklútn- LAUGARDAGUR 14. ágúst 1965 tíminn

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.