Tíminn - 14.08.1965, Síða 3

Tíminn - 14.08.1965, Síða 3
3 LAUGARDAGUR 14. ágúst 1965 TÍMINN RTRUD kvikmyndin og höfundur hennar Þegar fárra góðra kosta eða engra er vi>* í bíóum höfuðborgar innar, sem gerist allt of oft, er helzt til ráða að skreppa suður í Fjörð, og þar er líka furðu oft eitthvað gott á boðstólum, sann ast sagt er það frekar algengt en tilviljun, að Hafnarfjörður skjótí höfuðborginni ref fyrir rass á þessu sviði, svo tæpast má telja einleikið. Og þessa dagana sem svo oft endranær býður Bæjar bíó upp á Það bezta, sem vandlát ir bíógestir eiga völ á hér um slóðir nú um hábjargræðistímann. Það er myndin „Gertrud", nýj- asta kvlkmyndin eftir danska snill inginn Carl Th. Dreyer, gerð Carl Th. Dreyer eftir frægu samnefndu leikriti eftir sænska skáldið Hjalmar Söd erberg. Á Helgi Jónsson í Bæjarbíó miklar þakkir skddar fyrir að flytja þessa kvikmynd svo ferska til íslands, því hún þóttí mestum íiðindum sæta í kvikmyndagerð á Korðurlöndum síðan frumsýning in fór fram fyrir tæpu ári, sem og má marka af því, að á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum í sumar verður sérstök heiðurssýn ing á þessari mynd til að votta höfundinum virðingu og þökk fyr ir þann mikla skerf, sem hann hefur lagt til kvikmyndalistarinn ar síðan hann fór fyrst að gefa sig að kvikmyndagerð fyrir hálfri öld. Hann kom við sögu all- margra kvikmynda, þegar Þöglu myndirnar stóðu með mestum hróma, dró sig í hlé, er talmynd Srnar héldu innreið sína, fór samt enn á stúfana eftir alllangt hlé og gerði eftir það sumar mestu myndir sínar, en með löngu milli bili, en merkilegt má það heita, að nú er Dreyer færist enn í fang að gera meiriháttar kvikmynd, komin fast að áttræðu, þá skuh engin ellimörk á henni sjá, heid ur þvert á móti birtir hún nýja hlið á list hans, sem virðist jafn fersk og hún hefur nokkurn tíma áður verið. Carl Th. Dreyer tók sér fyrst blaðamennsku fyrir hendur og stundaði það starf til ársins 1912 er hann hóf að skrifa fyrir kvik myndir í Danmörku. Fyrst varð Dreyer kunnur fyrír kvikmynda handrit að myndinni „Ned med Vaabnene", sem vildi svo til að gerð var sama árið og heimsstyrj öldin fyrri brauzt út. En áhugi hans jókst á fleiri hliðum kvik myndagerðar, og ekki leíð á löngu unz hann var kominn í tölu kvikmyndastjóra, er settu per- sónulegastan svip á danska kvik- myndagerð. Um það vitna mynd- irnar „Blade af Satans Bog“, „Der var engang' og „Tyrannens Fald“, sem hann stjórnaði á næstu árun um eftir styrjaldarlok. En þótt Danmörk væri eitt af fyrstu lönd um Evrópu til að hefja kvikmynda gerð, gat Dreyer ekki til lengdar sætt sig við það, hvemig búið var að skapandi listamönnum inn an danskrar kvikmyndagerðar. Því fór svo, að hann leitaði út fyrir landsteinana, settist að í Þýzka- landi. Þar gerði hann myndina „MikaölS er hann byggði á sam nefndri sögu eftir landa sínn Her man Bang. E'kki varð Dreyer samt mosagróinn í Þýzkalandi, og næst hélt hann til Frakklands til að ná hærra í kvikmyndalistinni, og Þar vann hann sína fyrstu stóru sigra með myndunum „Jeanne d‘ Arc“ og ,Vampyr‘, sem vöktu at- hygli út um allan heim, og eru þær enn taldar með hátindunum í sögu kvikmyndalístarinnar. En þegar hér var komið, eru dagar hinna þöglu kvi'kmynda senn tald ir, og er Dreyer einn hinna miklu kvikmyndastjóra og höfunda þess tímabils, sem líta svo á, að er tal- myndimar koma til sögunnar, þá hrynji grundvöllurinn, sem þeir byggja list sína á. Dreyer dregur sig í hlé sem kvikmyndahöfundur næsta áratuginn, heldur heim til Danmerkur og snýr sér að gamla faginu, blaðamennskunní, ræðst í þjónustu hjá Berlingske Tidende. En 1942 hverfur hann enn að list sinni og gerir nokkrar fræðslu kvikmyndir, sem vissulega bera handbragð meistarans. Ári síðar getur hann e'kkí lengur stillt sig um að byrja á Því sviði, er hann tortryggði fyrst í stað, gerð tal myndar með leikurum. Efnivið- inn sótti hann í galdraofsóknir miðaldanna og úr varð myndin „Vredens Dag“. Ekki kunnu land ar hans að meta það verk fyrst 1 stað og raunar ekki íyrr en myndin hafði farið sígurför í öðr um löndum. Á meðan Danmörk var enn hernumin hélt Dreyer yíir til Svíþjóðar og gerir þar mynd ina „Tvá manniskor“, en með henni jók hann samt ekki við Gertrud og Nygren hæð sína sem listamanns. Næsta afrek hans í listinní var kvikmynd in „Ordet“ er hann samdi eft.ir hinu fræga samnefnda leikriti eft ir Kaj Munk. Fleiri myndir gerði hann eða samdi handrit að á þessu tímabili, þótt ekki séu fleiri hér taldar. En það iíður æ leogra milli hinna stóru áfanga, árin færast yfir þenna mik’a lista mann, og sem áður segir er hann kominn fast að áttræðu, þeg ar hann ákveður að byggja kvik mynd á leikritinu „Gertrud“ eftir Hjalmar Söderberg, og upp af því sprettur einn hinn dýrastí óður um konuást, sem kvikmyndirnar hafa að geyma. Dreyer ritaði formála að léik- skrá dönsku frumsýningarinnar og kemst að orði á Þesa leið: „f leikritinu ,,Gertrud“ slær skáldið Hjalmar Söderberg þrí- hljóm, sem hlýtur að bergmála í sinni flestra kvenna. Er leikritið kom fyrst fram á sjónarsviðið í Stokkhólmi, var ungt kvenfólk í yfirgnæfandi meirihluta á meðal sýningargesta það leikárið, og sag an segír, að flestar hafi þær geng ið út úr leikhúsinu með tárvot augu. En að því er kvikmyndina snert ir, þá vonast ég til að ungar eig- ! ínkonur geti fengið menn sína til! j að fara með þeim að horfa á mynd ! í ina. Vel getur svo farið, að hún ! láti samvizku Þeirra ekki í friði, ‘ en það ónæði er af góðri meiningu j sprottið. Um hvað f jallar Gertrud? Ekki i um „sex“, það eitt er vist — held • ur um ást og — erotik. Og nú rifjast upp fyrir mér Þrjár eftir farandi ljóðlínur enska skáldsins Richar<j Aldington: A man and a woman might die for love and be glad in dyíng. But who would die for sex? Á þeim orðum lauk Dreyer for spjalli sínu. Ekki er óhugsandi að þau séu einmitt lykillinn að þeim leikslokum, sem hann hefur prjónað við leikritið í kvikmynd inni og ýmsir hafa átt erfitt að sætta sig við, finnst jafnvel hor tittur, en höfundur sjálfur telur hátind verksins. Hin unga ást- heita kona, sem hafnað hefur öilum þeim þrem mönnum, sem náðu að njóta ástar hennar heill- ar og innilegrar, er hún fær sann inn um, að þeir kunna ekki þá skilyrðislausu ást á móti, sem hún getur aðeins sætt sig við. Skáldið Lidman, sem fyrstur naut ástar hennar. Eiginmaðurinn Kanning. Tónskáldið unga Janson. Hún dregur sig í hlé, gengur fús í þann dauða, sem svo fagurri eftirsóttri konu hlýtur að vera einveran, að neita sér um mun að ástalífsins, en ást hennar er af dýpstu rótum líkama og sálar runn inn, sem vildi gefa allt og heimt aði allt á móti. Nygren er fjórði maðurinn, sem kemur við sögu hennar, sá sem sýndi henni vin áttu og tryggð á hverju sem gekk, og hún endurgalt honum þá vináttu, en gat ekki endurgoldið Þá ást, sem hann hefur vafalaust Framhald á bls 12 Gertrud og Lidman Gertrud og Kanning Gertrud og Jansson Á VÍÐAVANGI Smygl Um fátt er nú meira rætt manna á meðal en hið mikla smyigl, sem uppvíst varð uin borð í Langjökli. Þykir mönn- um skörin hafa færzt upp í bekkinn heldur beturogvirðast allir sammála um að fordæma þetta afbrot, en því er ekki að neita, að bað hefur þótt brenna við í atmennimgsálitinu á íslandi, að þar skorti að- finnslur og fordæmingu á þeirn hvimleiða lesti, sem orðið hef- Iur eins konar þjóðaraport á síðustu áratugum. ásamt skatt- svikum: Að smygla. Eru nú uppi ýmsar getgátur og sögu- sagnir um eðli þessa stórfellda smygls, sem nú hefur orðið uppvíst. Er vonandi, að rannsókn sú, sem nú stendur yfir, leiði í ljós allan sann- leika í málimu, messadrengirnir verði ekki einir uppvísir fumdn ir um þetta smygl, og bakari ekki hengdur fyrir smið. „Fína fólkið” Hér er um að ræða smygl á þeim vörum, sem hæst eru toll- og skattlagðar á íslandi: Áfengi og tóbak. Hitt er á al manna vitorði, að ýmsar aðrar vörutegundir fljóta inn í land ið með ólöglegum hætti, fatnað ur, matvæli, bjór, útvarpstæki, sjónvarpstæki, radíógrammó- fónar, skór o.s.frv. Vitað er, að surnar fjölskyldur hcr í bænum, sem teljast til betra fólks og kaupsýsluhöfðingja, kaupa aldrei spjör utan á nokkurn fjölskyldumann í ís- lenzkri verzlun. Þar er útlend ur matur meira að segja á borð um tvisvar-þrisvar í viku og drukkinn með útlendur bjór. Þessar fjölskyldur, sem munu vera ófáar, skaða ríkissjóð um stórar fjárfúlgur í mánuði hverjum. Af þessum neyzluvör- um greiða þær hvorki tolla né sjjluskatt. Þá er fullyrt, að í sumum verzlununum sé unnt að kaupa ýmsar vörur, sem ekki hafa verið fluttar inn með Iöglegum hætfi. Af þessum vörum er ekki greiddur toll- ur, ekki skilað söluskatti. sem á þær er lagður og innheimtur hjá kaupanda. Aðstöðugjöld og útsvör þeirra aðila, sem selja slíka vöru eru lægri en ella, — og þannig er þjófnaður og skattsvikin grasserandi í kjölfar smyiglsins. Þær fjár- fúlgur, sem ríkissjóður og bæjasjóðir verða þannig af, koma fram sem hækkaðir sKatt ar og útsvör á þeim, sem kaupa sínar vörur af íslenzkum kaup mönnum og geta ekki eða vilja ekki svíkja undan skatti. Þess ir stigamcnn smygls og skatt svika eru að stela af launum þeirra, sem fylgja reglum og Iverður afleiðing afbrota hins óheiðarlega fjársekt fvrir hínn heiðarlega þjóðfélagsþegn. Almenningsálit Stigamenn smygls og skatf- svika stunda þjófnað síno í skjóli almenningsálitsins á Is- landi. Það hefur síður en svo fordæmt þessi afbroi. — iig flestallir hafa virzt samtaka og sammála um að smygla, hver á sinn takmarkaða og yf- irleitf óverulega hátt. Það er aðeims, þegar stórfellt srnygl {; verður uppvíst, sem samvizka manna virðist vakna og þá stendur ekki á fordæmingunni. Framhald a 12. siöu

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.