Tíminn - 14.08.1965, Síða 5

Tíminn - 14.08.1965, Síða 5
LAUGARDAGUR 14. ágúst 1965 TÍMBNN 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur i Eddu núsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur, Bankastræti 7 Af- greiðsluslmi 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90.00 á raán innanlands — í iausasölti fcr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Meðferð dómsmála Á þingi 1964 var samþykkt tillaga, sem þeir Ólafur Jóhannesson og Jón Skaptason fluttu, þar sem skoraS var á dómsmálaráSherra aS láta rannsaka meS hvaSa hætti væri unnt aS hraSa rekstri og afgreiSslu dóms- mála og gera síSan aS rannsókn lokinni viSeigandi ráS- stafanir eSa leggja tillögur um þaS fyrir Alþmgi. Þess hefur lengi gætt hér á landi, aS óhæíilegur drátt- ur yrSi á meSferS dómsmála. Hefur meSferð eins og sama máls oft staðið yfir árum saman, áður en endan- legur dómur fékkst. Slík málsmeðferð hefur i för með sér tilfinnanlegt tjón og óhagræði fyrir aðila og er dómstól um til álitshnekkis. Áður fyrr mátti að nokkru leyti rekja þessa ágalla á dómsmálameðferðinni til þess að hér var lengi búið við gamlar, ófullkomnar og úreltar réttarfars- reglur. Á síðustu áratugum hefur farið fram gagnger endurskoðun réttarfarslöggjafarinnar, og hefur sú end- urskoðun meðal annars leitt til þess að sett hafa verið ný lög um meðferð einkamála í héraði, um meðferð opin- berra mála og um hæstarétt. Með þessum nýju lögum var ráðin bót á ýmsum annmörkum réttarfarsins, og má fullyrða, að þau hafi leitt til ýmissa umbóta varðandi dómsmálameðferð- Þessi nýju lög áttu meðal annars að stuðla að greiðari rannsókn og meðferð máls fyrir dómi og koma í veg fyrir, að mál drægjust jafnóhæfilega á langinn og áður átti sér stað. Vafalaust hefur orðið talsverð breyting til batnaðar í þessu efni eftir setningu hinna nýju réttar- farslaga. Málsmeðferðin almennt er tvímælalaust greið- ari en áður fyrr. Samt sem áður skortir enn allmikið á, að dómgæzlan sé að þessu leyti komin í viðunandi horf. Dómsmál dragast enn allt of oft óhæfilega lengi. Á það bæði við um einkamál og opinber mál. Það mun engan veginn ótítt, að málsmeðferð fyrir héraðsdómi standi yfir svo að árum skipti. Þegar svo við bætist málsmeð- ferð fyrir hæstarétti, þá er ljóst, að menn geta þurft að bíða alllengi eftir endanlegum dómi um mál sín. Tillaga þeirra Ólafs Jóhanessonar og Jóns Skaptasonar var því flutt vegna gildra ástæðna og ber að vænta þess, að dóms málaráðherra dragi ekki öllu lengur að vinna að fram- gangi hennar. „Bara nöldur“ Stjórnarblöðin hafa orðið á^reiðum höndum einfalt svar við allri gagnrýni stjórnarandstöðunnar Þau forð- ast alla viðleitni til rökræðna, en hrópa þeim mun oftar og kröftuglegar: Þetta er bara nöldur! Þannig hrópar Mbl., þegar bent er á, að kjaradeilur hafi aldrei verið meiri en seinustu fimm missrin, og til- ( greind eru dæmi því til sönnunar: Þetta er bara nöldur. Vísir hrópar enn hærra, þegar bent er á háu skatt- ana og ofsköttunarstefnu stjórnarinnar: Þetta eru bara blekkingar og nöldur. Alþýðublaðið mun varla að venju láta sinn hlut eftir liggja og því að líkindum bæta því við, að það sé bara nöldur að kvarta undan dýrtíðinni! Þessi blöð sjá ekki annað en að allt sé í riakasta lagi. Dirfist einhver að segja annað, er það bara nöldur- Þannig skal kveða niður alla gagnrýni á stjórnarhætti Bjarna Benediktssonar. pww——m 'iiin.iw. i miininbi mwbw ni Ritstjórnargrein úr „The Ecemomisr: Rúmenskir kommúnistar hafa notfært sér þjððernisstefnuna Þa9 getur átt eftir að skapa þeim vandamái síðar HVORT TVEGGJA getur verið til um að þjóðernisstefn an sé síðasta vígi misindis manna eins og dr. Johnson seg- ir. Hún er sannarlega mjög vinsælt hjálpargagn kommún- ista, sem vilja reyna að afla sér viðunandi skerfs almenns fylgis. Rúmenar eru gleggsta dæmið um þetta síðan Stalín leið. í meira en þrjú ár hafa rúmenskir kommúnistar unnið markvisst að því í kyrrþey, að losna við að vera háðir Rúss- um, eins og þeir áður voru» og hafa haldið fram, að tilraun Rússa til að takmarka aihliða þróun rúmensks efnahagslífs sé í beinni andstöðu við hags- Rúmeníu. Og mótþróinn hefir svarað kostnaði. Rússneskir leiðtogar, — fyrst Krustjoff og síðar Breshneff — hafa látið sér sjálfstæði Rúmena lynda, hvað sem Þeim kann svo að hafa fundizt um það svona muni Rúmeníu. Mótþróinn hef ekki verið útskúfað úr herbúð- am kommúnista, eins og Júgó- slövum var áríð 1948. Rússar og Kínverjar sýna þeim báð- ir fulla virðingu, sjálfræði þeirra er viðurkennt og hlut- Ieysi þeirra í deilunum milli Rússa og Kínverja er virt. Með því að verja þjóðarhags muni hafa rúmenskir kommún istar ennfremur áunnið sér stuðning þjóðarinnar — eða að minnsta kosti viðurkenn- ingu — í ríkara mæli en þeir hefðu nokkum tíma getað gert sér vonir um með öðrum hætti. FLOKKSÞING kommúnista var háð i Búkarest dagana 19. —24. júlí og þar héldu rúm inskir leiðtogar áfram að idnna að Því að treysta tengsl in mílli ríkisstjórnar sinnar og rúmenskrar þjóðernisstefnu. Ríkið og þjóðin var lýst óhjá kvæmilegur grundvöllur upp- byggingar sósíalistaþjóðfélags og nýja stjómarskráin talin nppfylling „aldagamals draums* vinnandi manna í Rúmeníu. Rúmenski kommúnistaflokk- arinn var einnig talinn heima ilið fyrirbæri i alla staði 'lafni hans var breytt úr verkamannaflokki í kommún- staflokk. Þetta átti að treysta •ætur hans með þvi að tengja hann á þann hátt kommúnista flokknum, sem starfaði fyrir stríðið. Sérstaða flokksins var undirstrlkuð enn frekar með því, að titla leiðtogann, Ceaus- escu, á annan hátt en annars staðar tíðkast í heimi komm únista. Ennfremur var skýrt fram tekið, að flokkurinn væri engum skuldbundmn. Ceausescu drap á tengsíin rnilli rúmenskra sósíalista og Engels á ámnum milli 1880 og 1890. Með þessu var á hárfín an hátt gefið til kynna, að marxismi Rúmena væri runn inn beint úr hinni uppruna legu lind, en ekki gegnum rússneska síu. Ceausescu sneyddi alveg hjá aðstoð rauða tiersins við að gera Rúmeniu Nicolae Ceausescu að kommúnistaríki á árunum 1944 og 1945. VERA MÁ, að hin eindregna tilraun ti-1 að gefa flokknum blæ þjóðlegheita og ættjarðar ástar hafi stuðlað að aukinni einingu í efstu röðum hans. Einingin kann að vera minni en hún sýnist og hafa verður þá staðreynd í huga, að skap- höfn Rúmena er Þann veg far- ið, að sennilega gengur þeim betur að leyna ágreiníngi en sumum hinna salvnesku ná- granna þeirra, sem örlyndari era. Engu að síður virðist rúmenski kommúnistaflokkur- inn vera sérlega laus við sundr ungarorð og þau stríðandi öfl, sem ævinlega virðast á kreiki meðal flestra annarra evrópskra kommúnistaflokka. Líðnir era aðeins fjórir mán uðir frá láti hins gamia flokks leiðtoga, Gheorghiu-Dej, og vald mannanna, sem tóku sam an höndum átakalaust og með árangri við fráfall hans, hlaut örugga staðfestingu á flokks- þinginu um daginn. Þeir lýstu fjálglega hollustu sinni við sameiginlega forustu. Ákæðinu nýja um, að enginn raegi gegna nema einu aðalstarfi, er efa- laust ætlað að koma i veg fyr ir að of mikið vald safnist i hendur eins manns. Samt mun sjö manna ráðið, sem kemur t stað gömlu flokksstjórnarinnar og á að koma daglega saman, auðvelda mjög hinum fámenna hópi forastumanna að hafa traust tök á sameiginlegu valdí. GÓÐUR árangur veldur í raun og veru mestu um ein- ingu rúmenskra kommúnista. Þeir hafa sannað áþreifanlega, að land þeirra, sem var efna hagslega vanþróað en er auð- ugt frá náttúrannar hendi, get ur þróað stan eiginn alhliða iðnað sjálft. Þeir hafa aflað sér nýjustu og beztu tækja lil iðnaðar, jöfnum höndum frá auðvaldsríkjum og kommúnista ríkjum. Á áranum 1960 151 1965 náðu þeir 14,4% árlegri aukningu iðnaðarframleiðslunn ar, en Það er mjög eftirtektar verður árangur. Þeir eru staðráðnir í að treysta fram- farirnar og efla á næstu fimm áram. Áætluð iðnaðaraukning er mikil, enda þótt hún sé naumast eins ör og áður. Með þessu er sagan þó ekki ÖU sögð. Rúmenum virð ist hafa heppnazt að ná hinni öru iðnaðaraukningu án þess að þeim hafi orðið verulegt mein að vindhöggum og mis- tökum fyrirframáætlunar sam stjórnar, en þau ala nú á heift úðugum deilum í flestum öðr um löndum kommúnista. Þetta kann að nokkra að eíga rætur að rekja til þess, að rúmenskt efnahagslíf er ekki enu komið á það margbreytnistig, þar sem hið fastmótaða, einstjórn aða áætlunarkerfi virðist valda mestum örðugleikum. Einnig getur nokkru ráðið, að Þeir virðast framkvæma áætlunar- gerð sína af meíri almennri skynsemi og sveigjanleika en aðrar kommúnistaþjóðir. Svo mikið er vist, að í Rúmeníu virðist enginn (enn) hafa á- hyggjur af hagnaðarhvötinni og aukning einstjómarinnar virð ist einmitt aðalkrafa dagsins. ÞRÁTT fyrir allt eru ongar horfur á að Ceausescu og fé- lagar hans láti velgengnina stíga sér til höfuðs. Þeím hefur að vísu orðið vel ágengt, en óleyst viðfangsefni blasa hvarvetna við. Framfarirnar eru enn litlar í landbúnaðinum. Samyrkjan var knúin fram hlífðarlaust fyrir fjórum órum, en hefur ekki enn svarað árangri. Á næstu fimm árum er framleiðslutakmarkið mun hófsamara en áður, en áætluð fjárfesting nemur 60%. Lífs- kjör hafa breytzt áþreifanlega til batnaðar, en fólk, sem fengið hefir forsmekk velsæld ar, kann að heimta hástöfum meiri og örari aukningu henn ar en ríkistjómín vill eða er unnt að láta í té. Á sama hátt kunna rithöfundar og lista- menn, sem fengið hafa nokkru slakari tauma en áður, að verða stjórninni óþægari Ijáir í þúfu en þeir hafa til þessa orðið. í stuttu máli sagt kann svo að fara, að Rúmenar komist að raun um, að þjóðræknin ein nægir ekki. Góður árangur þeirra við að treysta efnahags líf sitt og auka pólitískt sjálf- stæði gagnvart leiðtogunum i Moskvu kann að verða öfund arefni annarra kommúnista- stjórna, sem hafa af ýmsum á- stæðum (landfræðilegum, sögu legum eða efnahagslegum) orð ið að fara sér til muna hægar við hagnýtingu sundrungarafl- anna í hinu gamla heims- veldi Stalíns. En þegar að Því Framhald á bls. 12

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.