Tíminn - 14.08.1965, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.08.1965, Blaðsíða 13
 ' > rrvVlWff&i LAUGARDAGUR 14. ágúst 1965 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRGTTIR 13 Myndin hér a3 ofan er tekin af liði Vestmannaeyinga fyrir úrslitaleikinn í fyrra. Flestir þeirra s ömu keppa £ dag. Rætist hinn langþráði draum- ur Vestmannaeyinga í dag? Urslitaleikurinn í 2. deild milli Þróttar og Vestmannaeyinga í dag í dag, laugardag, munu 2. deildar lið Þróttar og Vest- mannaeyja leiða saman hesta sína á Laugardalsvellinum og berjast um sæti í 1. deild næsta ár. Það er ómögulegt að spá nokkru fyrir um úrslit, en sumir hallast að því, að hinn langþráði draumur Vestmannaeyinga um að komast upp í 1. deild, rætist í dag. Úrslit í yngri flokkunum Mótanefnd KSÍ hefur nú ákveðið, að úrslitaleikir í eftír greindum landsmótum skuii fara fram sem hér segir: 2. flokkur. Úrslitaleikur milli Vals og FH fer fram á Mela vellinum í Reykjavík, miðviku daginn 25. ágúst n. k. 3. flokkur. Úrslitaleíkur milli KR og Fram fer fram á Mela- vellinum í Reykjavík, sunnu daginn 15. ágúst kl. 8 e. h. Framhald á bls. 14 En Þróttarar eru harðir í horn að taka, enda er liðið þeirra skipað þaulvönum meistaraflokks mönnum, sem flestir hafa leikið Á Sundmóti í Blackpool á fimmtudag setti Kanadamaðurinn Sherry nýtt heimsmet í 110 yarda flugsundi, synti vegalengdina á 58.1 sek. — en eldra metið átti Berry, Ástralíu, og var það 59,0 sek. með Þrótti í nokkur ár, þ. á. m. í 1. deild. Vestmannaeyingar hafa hins vegar aldrei leikið í 1. deild, en léku í fyrra tíl úrslita í 2. deild, en töpuðu þá fyrir Akur- eyringum. Mikill áhugi er fyrir leiknum og má t. d. geta þess, að margir munu gera sér ferð frá Vest- mannaeyjum til að sjá leikinn í dag, en hann hefst stundvíslega kl. 16. Ekki hægt að ákveða leikdag — fyrr en eftir að leikdagar í HM hafa verið ákveðnir, segír Ásbjörn um leik gegn Rúmenum. Alf—Reykjavík, föstudag. — Ásbjörn Sigurjónsson, fbr- maður HSÍ, tjáði blaðinu í dag, að stjórn HSÍ væri mjög á- hugasöm um að fá heimsmeistarana í handknattleik, Rú- mena, hingað upp, en eins og skýrt var frá í blaðinu í gær, bjóðast Rúmenar að koma til íslands í febrúarmánuði og leika landsleik gegn íslendingum. Rúmenar verða þá í keppnisför um Norðurlönd og sjá sér fært að skreppa til íslands, m.a. vegna þess, að fyrirhugaður leikur þeirra gegn Svíum fór út um þúfur. „Enn þá er ekki hægt að ákveða neitt um leikdaga í sambandi við væntanlegan leik milli fslendinga og Rúrnena", sagði Ásbjörn og bætti síðan við: „en. það verður ekki hægt að gera, fyrr en gengið hefur verið frá leikdögum í heims meistarakeppninni. Sem kunnugt er, þá á ísland að leika gegn Dön um og Pólverjum í undanrásum keppninnar. Við höfum komizt að samkomulagi við Dani um ákveð- ið „prógram" og hefur það verið lagt fyrir Pólverja. Við bíðum eft ir svari frá Pólverjum — og fyrst þegar það liggur fyrir, getum við farið að athuga hvenær hægt verð ur að koma á leik gegn Rúmenum, ef hægt verður þá að koma hon- um fyrir, sem við vonum allir“. Ásbjörn vildi sem minnst ræða um íþróttahöŒlina í Laugardal, hvort hún yrði tilbúin í febrúar, en taldi þó mjög líklegt, að þá yrði hægt að keppa í henni, þótt svo, að eftir væri að gera ýmis- legt. Unglingakeppni FRÍ um helgina Nú um helgina verður unglinga keppni FRÍ háð að Laugum, en þátttakendur eru víðs vegar að af landinu. Keppninni er Þannig hátt að, að beztu afrek unglinganna á sumrinu eru tekin til hliðsjónar og 4 beztu í hverri grein keppa til úrslita að Laugum. Keppni þessi er mjög athyglisverð og virðist ætla að gefa góða raun. Leikurinn 12. sept. Samkomulag hefur orðíð milli KR og Rosenberg um breyttan leik dag í Þrándheimi. Verður leikur inn sunnudaginn 12. september. KR hefur í hyggju að efna til hópferða fyrir félagsmenn til Þrándheims. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku í slíkri ferð eru beðnir að hafa samband við skrifstofu Sameinaða. 2 leikír í 1. deild Tveir leikir verða leiknir í 1. deildar keppninní í knattspyrnu á morgun, sunnudag. Á Laugar- dalsvellinum mætast Fram og Akureyri og eru nú síðustu for- vöð fyrir Fram að bjarga sér, en sigur í leiknum gæti gefið von. Leikurinn hefst kl. 16 og verður Magnús V. Pétursson dómari. — Á Njarðvíkurvellinum mætast Keflvíkingar og Valsmenn. Sá leikur hefst einnig kl. 16 og verður Grétar Norðfjörð dómari. Hvers vegca vill iþrðttaritstj. Mbl. ekki stefna? íþróttaritstj. Mbl. virð- ist ekki líða sem bezt þessa dagana. Hann hefur nýlega mátt éta ofan i sig eigin ó- sannindi, sem hann hefur látið prenta á íþróttasíðu Mbl. undanfarið, og þar að auki hefur vesalings mað- urinn mátt standa r því stappi að standa í ritdeilu við „ungan reiðan mann, með takmarkalaust sjálfs- álit, og sem lítur stórt á sig" svo að tilfærð séu um- mæli Mbl. um undirritað- an. Ofan á allt bætist, að Atli St. heldur, að enginn taki mark á undirrituðum, og þess vegna ætlar hann að vera svo góður að höfða ekki mál á hendur undirrit- uðum vegna „orðsendinga (frá alf á Tímanum), sem eru svo harðskeyttar, að tilefni væri til að skjóta þeim til opinberra dóm- stóla", eins og hann kemst að orði í Mbl í gær. En hvers vegna hikar Atli St. við að höfða mál gegn und irrituðum? Ætlast hann til að það sé tekin sem góð og gild vara. að hann höfði ekki mál, vegna þess, eins og hann segir. að „orð af vörum „alf'* skaði hann ekki persónulega" eða af því að ekkert mark sé tekið á undirrituðum? Atli St. er bjartsýnn, ef hann heldur, að einhver trúi því, en hins vegar skal honum bent á, hvers vegna hann treystir sér ekki til að höfða mál: 1) Hann getur ekki benf á eitt einasta atriði í greinum u'ndirritaðs, sem gefur tilefni til málshöfðunar. 2) Hann hefur borið hrein ósannindi á borð í greinum sínum, eins og eftirfarandi ber með sér: a. Sagt, að íþróttas Tím- ans hafi í viðtali við Rík- harð Jónsson gefið í skyn, að honum bæri fyrirliða- staða. b. Sagt að Ellert Schram hafi af þeim sökum sagt af sér fyrirliðastöðu. e. Sagt, að KSÍ (stjórnin) hafi skipað Ríkharð lands- liðsþjálfara, en ekki lands- liðsnefnd. d. Sagt. að formaður KSÍ hafi á fundi með blaða- mönnum ætlað að skýra þeim frá þeirri ákvörðun, að Ríkharður væri skipaður landsliðsþjálfari. e. Sagt, að Karl Benedikts- son, landsliðsþjálfari í hand knattleik, hafi leikið með landsliði samtímis þvi að hafa verið þjálfari þess. En svo að við víkjum nánar að grein Atla St. í gær, þá þykist hann hafa himin hönd- um tekið þegar hann vitnar í þau orð undirritaðs, að hafa vitað um það, að Ríkharður hefði verið beðinn um að taka við þjálfarastöðu — og þess vegna telur Atli St., að undir- ritaður hafi tekið viðtal við hann. Um þetta atriði er það að segja, að þegar Ríkharður tjáði mér, að hann hefði þá þegar tekið við landsliðinu, þá sagði hann undirrifuðum einnig frá því, að hann hefði verið beðinn um að taka við liðinu nokkrum dögum áður, Þannig er vitneskjan fengin, og getur Atli S. fengið þetta staðfest hjá Ríkharði. Annars virðist tilgangslítið að eyða rúmi í að setja ofan í við Atla St-. Þvi að hann hef- ur ekki treyst sér til að ræða Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.