Tíminn - 14.08.1965, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.08.1965, Blaðsíða 14
14 TÍMINN LAUGARDAGUR 14. ágúst 196? ÍÞRÖTTIR Framhald af bls. 13 málefnalega um þaui atriði, sem hafa komið fram. Hann hefur snúizt eins og snælda, og ekki vitað, í hvom fótinn hann hefur átt að stíga. Síð- asta afrek hans eru dylgjur um málssókn. UndirrHaður skorar hér með á Atla St. að láta verða úr því að höfða mál og væntir þess um leið, að úrskurður dómstólanna verði birtur á íþróttas. Mbl., en cins mun hann verða birtur á í- þróttas. Tímans, og vonandi, að málið verði tekið fyrir áð- ur en vænfanlegur landsleikur Rúmena og íslendinga í hand- knattleik verður leikinn. —alf. ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 13 4. flokkur. Úrslitaleikur milli Fram og ÍBK fer fram mánudaginn 16 ágúst n. k. á Melavellinum kl. 8 e. h. 5. flokkur Úrslitaleikur milli Vals og Víkings fer fram mánudaginn 16 ágúst á Mela- vellinum kl. 7 e. h. KONSTANTIN stjórnarmyndun um síðustu helgi, en Þingflokkurinn samþykkti þá, að hann hafnaði tilmælum kon- ungs. 26 þingmenn voru þó and- vígir því, og er ólíklegt að þeir styðji Papandreou nú. Við þingkosningarnar í febrúar 1964 hlaut Miðflokkasambandið 174 þingmenn kjöma, eða hrein an meirihluta. íhaldsmenn fengu 104 kjörna, og EDA 22. Eftír stjórn armyndun Novasar nýtur Papandr eou ekki stuðnings meirihiuta þing manna — nema stuðningur EDA komi til, — og fari svo að milli 20 og 30 þingmenn hætti stuðn ingi við hann, nægir honum ekki stuðningur EDA. Sjálfur . lýsti hann því yfir fyrir nokkru, að hann mundi ekki sitja með stuðn ingi þeirra. Hvernig sem málum lyktar, þá er augljóst, að bæði konungur og Papandreou hafa tapað. Konung ur hefur sýnt frábærlega litla stjórnvízku, og virðist hlýða hægri öflunum í einu og öllu, og Papan dreou, sem virðist sitja með öll tromp á hendinni, virðist vera að glata stuðningi nánustu sam- starfsmanna sinna. Viðburðir síð ustu vikna hafa vakið þá spurn ingu hvort lýðræðíð í Grikklandi verði tryggt með því einu að kon í síðustu viku fórst lítil, þýzk flugvél í Alpafjöllum viS Pinz Nalr. í vélinni voru tveir einkaflugmenn og þótt furðulegt sé, sluppu báðir lifandi, en hættulega særðir. Myndin sýnir er björgunarmenn komu að flakinu. Framhald af bls. 1 telja, er enginn vafi á því, að Papandreou muni hljóta meiri hluta meðal almennings nú. Átök konungs og stjórnmála- manna í Grikklandi hafa hingað til altaf endað með sigri stjórn málamannanna, en nú virðist kon ungur setja traust sitt á, að þrá- kelkni Papandreou og ósveigjan leiki hans leiði til þess, að Mið flokkasambandið klofni. Nokkur hópur þingmanna klauf síg úr því, er Novas, sem er flokksbróðir Papandreou, myndaði stjórn á sín um tíma, er deilur konungs_og Papandréou hófust, og nú bendir margt til þess, að hægri hönd gamla mannsins, Stefanopulos, ætli að beita sér fyrir frekari klofn ingi. Konungur fól Stefanopulos ungdæmið verði afnumið. SKIPAUTGCRB RÍKISINS M.s. Herðubreid fer vestur um land í hringferð 19. þ.m. Vörumóttaka árdegis í dag og mánudag til Kópaskers, Þórshafnar, Bakkafjarðar, Vopnafjarðar, Borgarfjarðar, Mjóafjarðar, Stöðvarfjarðar, Breiðdalsvíkur. Djúpavogs og Hornafjarðar. Farseðlar seldir á þriðjudag. ÚRA- OG KLUKKU- VIÐGERÐIR FLJÓT AFGREIÐSLA RAUÐARÁRSTÍG 1, III. HÆÐ SÍMI 16-4-48 DAUÐALEIT Framhald af 16. síðu. skáfa á Selfossi kvödd út og einnig var leitað aðstoðar hjálp- arsveitar skáta í Hafnarfirði, og kom hún á vettvang um tvö-Ieytið með sporhund. Þar eð vitað var, að drengurinn var á hjóli, var aðaláherzlan lögð á að leita á vegum í kring um Sel foss, og var sporhundurinn hafð ur til taks til þess að rekja slóð drengsins frá hjólinu. ef það fynd ist. Tók á þriðja fug manna þátt, í leitinni, þegar flest var. Þegar leið á nóttina án þess árangur yrði af leitinni, datt föð ur drengsins í hug, að verið gæti, að drengurinn hefði farið í heimsókn til kunningja síns að Gljúfri í Ölfusi, en þangað hafði hann nokkrum sinnum komið. Var farið þangað og þar fannst piltur steinsofandi. Grunaði heim ilisfólkið á Gljúfri ekki annað en Hróðmar hefði farið þangað með samþykki foreldra sinna. Var klukkan á fimmta tímanum, þeg ar drengurinn fannst. TVÖFALT SUMARFRÍ Framhald af 16. síðu. lendings fyrir nokkrum missir um og útgefandi blaðsins er Kjördæmisráð. Tímanum er ekki kunnugt um hvort ástæðuna fyrir þessu hléi í útgáfu blaðsins er að rekja til fjárhagsvandræða, eða framundan er stækkun blaðs- ins. Varla er um það að ræða að starfsmenn blaðsins fái sumarfrí ofan í sumarfrí. Svo ríkir eru útgefendurnir ekki. ÚTSVÖR Framhaid af 16. síðu. hærri fjárhæð en fjölskyldufrá- drætti vegna viðkomandi barna. 3) Tekið var tillit til ástæðnaj, þeirra, er getur í a, b og c-liðum ! 33. greinar laga um tekjustofna ■ sveitarfélaga, þ. e. sjúkrakostnað- ar, ölysa, dauðsfalla, eignartjóns, mikillar tekjurýmunar eða ann- arra óhappa, sem skerða gjald- getu verulega, svo og uppeldis og menningarkostnaðar bama eldri en 16 ára. 4) Felld vom niður útsvör af atvinnu og lífeyristekjum gjald- enda 70 ára og eldri allt að 15. 000.00 krónur. 5) Varasjóðstillög og töp fyrri ára hjá atvinnurekendum vom ekki leyfð til frádráttar. Að lokinni álagningu voru öll útsvpr lækkuð um 4% Tí*á lög-1 boðrium útsVarsstiga. Lagt var á 2103 einstaklinga og námu tekju- og eignaútsvör þeirra samtals kr. 34.627.306.00 og að- stöðugjöld á 257 samt. kr. 911.000. 00. Útsvör á 63 félög námu samt. kr. 1.924.000.00 og aðstöðugjöld þeirra samt. kr. 1.805.900.00. Hæstu útsvarsgjaldendur eru: einstaklingar: Friðþjófur Þor- steinsson kr. 168.800.00. Guðm. Benediktsson 115.000.00. Birgir Erlendsson 105.000.00. Páll M. Jónsson 94.200.00. Jón Pálsson 92.300.00. Þorsteinn L. Pétursson 80.000.00. Daníel Þorsteinsson 79.000.00. Halldór Laxdal 77.400. 00. Andrés Ásmundsson 77.000.00. Baldur Einarsson 72.000.00. — Félög: Málning h.f. 680.000.00. Byggingarverzl. Kópavogs 501.000. 00. Sigurður Elíasson h.f. 172.900. 00. Rörsteypan h.f. 181.000.00. Ora Kjöt og rengi 38.500.00. ÞAKKARÁVÖRP Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug með peningagjöfum og annarri hjálp í veikindum sonar okkar. Guð blessi ykkur öll. Ragnheiður Jónasdóttir, Olgeir Sigurgeirsson, Húsavík. KYNÞÁTTAÓEIRÐIR Framhald af 16, síðu. ar negra þar í borg telja, að hit- inn, harka hvitra lögreglumanna við negra, sem þeir handtaka, og þjóðfélagsleg staða negranna sé undirrótin. Um það bil 12 af hundraði hinna 2,5 milljón íbúa Los Angeles eru negrar og er við- urkennt, að þeir hafa ekki mikla mögúleika á að komast áfram í lífinu. Síðar í dag hófust enn á ný óeirðir í Los Angeles. Hófust þær með því, að negraunglingar grýttu póstbíl og skarst lögreglan í leik- inn, Þremur slökkviliðsmönnum var vikið úr starfi í Chicago í dag. Þeir voru viðriðnir umferðaslys í gær, sem leiddi til dauða negra- konu. Varð sá atburður til þess, að hundruð negra söfnuðust sam- an við slökkvistöðina og grýttu hana. Tókst að stilla til friðar eft ir tvo tíma. 16 manns voru hand- teknir í sambandi við uppþotið. HEY AUSTUR? Framhald af bls. 1 þetta og þeim fannst það sjálfsagt, munaði engan, en gæti bjargað frá að fella eða skerða bústofn inn og yrði sunnlenzkum bændum til blessunar og sóma. Við þessi orð bóndans má bæta því, að heyskapartíð hér syðra og fyrir norðan, hefur verið með ein- dæmum góð. Heyfengur hefur ver ið mikill, heyið náðst inn vel verkað, og bændur á þessu svæði Því frekar aflögufærir nú en oft áður. Það má því telja lífelegt að bændur í öðrum héruðum, svo sem Kjósarsýslu, Borgarfirði, Snæ fellsnesi og Dölum og svo á Norð urlandi muni sýna hug sinn í verki á líkan hátt og að framan greinir. BANASLYS Framhald af 2. síðu við löndunina. Hann var á leið fra-m eftir skipinu, er hann af einhverjum ástæð um féll niður um fremra lestarop skipsins, sem var opið vegna uppskipunar- innar. Enginn mun hafa séð nákvæmlega, þegar slysið varð. en þeir, sem voru við störf um borð, heyrðu hávaðann, er Jón heitinn féll niður. Hann lenti á löndunarkassa, sem var á lestarbotninum, og mun fallið hafa verið 4.80 metrar. Læknir var þegar kvaddur á staðinn, og úr- skurðaði hann, að Jón hefði látizt samstundis. Jón Arn grímsson var 55 ára. ein- hleypur maður og hefur lengi átt heima á Akureyri. MINNINGARSJÓÐUR Framhald af 2. síðu sonar, sem lokið hefur BA-prófi i klassískum fræðum og cand. mag. prófi í íslenzku við Háskóla fslands. Kandidatinn mun fást við rannsóknir á tvítölu í íslenzku en um það efni fjallaði ritgerð hams til lokaprófs í íslenzku. í stjórn Minningarsjóðs dr. Rögnvalds Péturssonar eiga sæti prófessorarnir dr. Halldór Hall- dórsson og dr. Steingrímur J. Þorsteinsson, og háskólarektor prófessor Ármann Snævar. Styrkn um er úthlutað á 88. afmælisdegi dr. Rögnvalds Péturssonar, og er þetta önnur veiting úr sjóðnum. Samkeppni um Stórabeltisbrú HÓl-Reykjavík, miðvikudag. Danska atvinnumálaráðuneytið hefur ákveðið að efna til sam- keppni meðal danskra og erlendra verkfræðinga um tillögu að brúar- og jarðgangnagerð, er tengi sam- an Sjáland og Fjón yftr Sttirabelti. Stórabelti er 20 kílóme'frá breitt. Er ætlazt til, að þar verði byggð brú fyrir járnbrautir og bifreiða- braut með 6 akreinum og tveimur varaakreinum. Einnig er hugsan- legt, að í stað bifreiðavegar verði jámbraut notuð til þess að flytja bíla yfir. f miðju Stórabelti er smáeyja, Sprogö og liggur leiðin yfir hana. Verður því um tvær brýr að ræða yfir sundið. Einnig er hugsanlegt að lögð verði jarðgöng undir sund ið. Þátttakendur í samkeppninni geta valið um hvort þeir gera til- lögur að brú eða jarðgöngum. Einnig geta þeir sent inn tillögur um einstök atriði, vegarspotta, brúarhöfuð eða brúarstöpla. Ekkj þarf að gera tillögur að því, hvern ig brú eða jarðgöng verða tengd veganeti Sjálands, Sprogö og Fjóns. Alþjóðleg nefnd kannar tillög- umar. Formaður nefndarinnar er P. E. Malmström, formaður danska verkfræðingafélagsins. Auk hans verða þrír Danir í dómnefnd inni og þrír útlendingar. Dóm- nefndin hefur tvær milljónir danskra króna til umráða, og mun veita verðlaun og kaupa tillögur eftir því sem nefndarmönnum kemur saman um, og ráða þeir upphæð verðlauna og innkaups- verði tillöguuppdrátta. Þær tillög- ur, sem hljóta verðlaun eða eru keyptar, eru eign ráðuneytisins. Verða þær afhentar þeim aðilum, sem taka verkið að sér. Tillögur á að senda til Vej- direktoriatet, Holmens Kanal 7, Köbenhavn K. fyrir 1. apríl 1966. Gögn í málinu liggja frammi á sama stað. Einnig liggja þau frammi á skrifstofu Dansk Ingen- iörforening, Vester Farimagsgade 31, Köbenhavn V. Auglýsið í TÍMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.