Tíminn - 14.08.1965, Side 8

Tíminn - 14.08.1965, Side 8
 LAUGARDAGUR 14. ágúst 1965 SEXTUGU r» bóndi i Skógahlíð Reykjahverfi í Suður-Þingeyjar- sýslu er sumarprúð sveit og gras gefin, en getur orðið snjóþung í hörðum vetrum. Ræktunarskilyrði eru mikil heima um sig, og heiðar lönd í nánd ti) sumargöngu sauð- fjár. Dálítil lnxgeng á rennur langleiðis eftir sveitinni. Hún til- heyrir vatnas' æði Laxár, sem xenna er við Aðaldal. Sunnarlega í Reykjahverfi er hveraland með gjósandi hveriím og miklu magni sjóðandi vatns Þar er gróðurhúsa rækt „GarðraPktarfélags Reyk- hverfinga“. Hveragosin eru eitt af því, sem gefui sveitinni svip, og nafn sitt dregur hún af þeim. Hver irnir halda án ofláts merki hennar á lofti. Stuttu norðsn við hveralandíð hefur Landnánt ríkisins haslað sér völl og hafið miklar landbætur á jörðunum Þverá og Heiðarbót, sem fóru í eyði fyrir skömmu, en eru nú aftur fyrir tilverknað rík- isins að byggjast. Verður ekki ann að með réttu sagt, en þeir, sem stjórna Landnámi ríkisins, hafi farið vel með vald sitt að velja þennan stað til eflingar ábtlegri byggð. Eitt af því, sem sannar glögg lega að þarna er grundvöllur fyrir blómlegan bús'kap, er nýbýlið Skógahlíð, sem er næsti bær fyrir norðan jarðir Landnámsins. Fátækur maður, Sigurður Pál§ son, stofnaði þetta býli fyrir 26 árum á landi, sem var síður en svo betra undir bú en Þverá og Heiðarbót. Nú hilhr frá þjóðveg inum þar að sjá miklar og fallegar byggingar fyrir menn og búpening á víðáttumiklu túni. í augum þeirra, sem þekkja tvenna tímana, er sem þarna hafi ævintýri gerzt. Og víst er það af- rek, sem þarna hefur verið unnið, frásagnarvert, — og það fólk, sem afrekið vann. virðingarvert. Sigurður Pálsson bóndi í Skóga hlíð er fæddur 2. ágúst 1905. Fað ir Sigurðar var Páll bóndi í Skóg um, sem er næsti bær fyrir norð an Skógahlíð, Sigurðsson bónda í Dýjakoti Árnasonar frá Skógum. Móðir Sigurðar — kona Páls — var Hólmfríður Jónsdóttir, Árna- sonar bónda á Skútustöðum. Hún var systir hins kunna manns Sig- urðar Jónssonar bónda á Yztafelli. ráðherra 1917—1920 Páll og Hólmfríður voru mjög fátæk og hún frá unga aldri til æviloka fötluð af völdum liðagigt- ar. Ómegð var allmikii Sigurður varð snemma að vinna svo sem hann frekast gat. enda harðskarp ur. Hins vegar virtist hann ekki sterkbyggður og var heilsuveill. Jarðnæði í Skógum var þröngt. því Páll hafði aðeins part af jö.ð inni. Þegar Dýjakot fór úr byggð, keypti Sigurður það og hafði þar fénað. eins og á beitarhúsum frá Skógum Fjárhagur vat þröngur og kreppur riðu yfir ein af annari. Eigi að síður var Sigurður svo djarfhuga og bjartsýnn, að hann réðst í stofnun nýbýlisins Skóga hlíðar 1939 í landi Dýjakots. Þótti ýmsum það ofdirfsku fyrirtæki og óþarft af ókvæntum manni. Spárn ar voru misjafnar um framtíðina. En fyrirtækið hefur lánazt vel, ,þó erfiði hafi það kostað og harð- fylgi. Sigurður gifti sig 1944. Kona hans er Aðalheiður Þorgrímsdótt ir frá Miðhlíð á Barðaströnd, Ólafssonar bónda í Litlu-Hlíð. Móð ir hennar — kona Þorgríms — er Ólína Ólafsdóttir, bónda í Miðhlíð. Aðalheiöur er talin valkvendi. BÖrn þeirra eru (i aldursröð talin): 1. Unnur, gift Páli Sigvaldasyni, bónda í Klifshaga í Norður-Þing eyjasýslu. 2. Hóimfríður, ógift, heima. 3. Árdís, býr með unnustu sínum, Tryggva Óskarssyni, á Þverá í Reykjahverfi (nýbýli í landi rík- isins).: 4. Þorgrímur, heima, 14 ára. 5. Kristján, heima, 12 ára. Einn uppeldisson, Björn Ófeig Jónsson, eiga Þau. Hann er kom inn yfir tvítugt. Er systursonur Sigurðar. Vinnur ötullega að búinu í Slcógahlíð og nýtur sömu réttinda þar og hin börnin Öll eru börnin mannvænleg. Sigurður í S'kógahlíð býr vænu búi, hefur bæði sauðfjárrækt og kúabú Afurðir hefur hann góðar. Gætir þess jafan vel að hafa næg ar fóðurbirgðir Tún býlisins veiður að stærð hátt á þriðja tug hektara. þegar búið er að fullganga frá þeim spildum. sem nú eru í vinnslu íbúðarhúsið, sem hann byggði 1939. stækkaði hann og færði til nýrrar tízku árið 1959. Peningshús þau, eí nann réigti1 af vanefnum frumbýiingsáránná,, hefir hann jafnað við jörðu og reist önnur i þeirra stað — og er haft eftir þeim, er vitað gátu, að þau væru, Þega þau voru byggð, laust fyrir 1960- vönduðustu pen íngshús á landinu að öllum frá- gangi Viðhald bygginga þessara hjá Sigurði er tii fyrirmyndar, því hann gengur með afbrigðum Framhald á d)s 12 hanna Stefánsdóttir frá Arndísarsföðym Fimmfygyr á mánudág: m\ * bóndi Sfóru-HiBdisey Þann 16- þ. m. verður fimmtug ur Guðmundur Pétursson bóndi á Stóru-Hildisey í Austur-Landeyj- um. Eg ætla mér ekki að fara að skrifa langa afmælisgrein um Guðmund, enda veit ég að hon 'r enginn velgjörningur í þvi, en mér finnst að gjavnan megi geta góðra manna á merkis tíma mótum í ævi þeirra, og það með in þei' 5nn standa á hátindi Ufs ins o*' Það vil ég segja að fimmtugir menn gerí. Það má með sanni segja að Guðmundur hefur afkastað miklu verki þó ekki sé hann nema fimmtugur og mættu margir vera hreyknir af slíku dagsverki þó þeim entist aldur til sjötugs. Guðmundur hefur hýst jörð sína glæsilega bæði fyrir menn og skepnur og ber umgengni ÖH vott um snyrtimennsku. Stórum mýrarflákum, sem illir voru yfir fe ðar hefur hann breytt i grös ug tún. Eg ætla ekki að fara að telja hér upp allt það, sem Guðmundur hefur gert um dagana, nefndir, stjórnir félaga og því um líkt, sem hann hefur tekið þátt í, en hins vfl ég geta að allir munu sammála um að abtaf hefur það rúm verið vel skipað, sem Guð- mundur hefur verið í hvcrt, sem það hefur verið til sjós eða lands, en sjómaður var hann framan af ævi jafnframt því, sem hann vann heimili foreldra sinna, en hann er næst elztur af 14 börnum þeirra Péturs Guðmundssonar og Soffíu Guðmundsdóttur og elzti sönurinn, svo ekki er að efa að hann hefur snemma orðið að vinna hörðum höndum, og er mér ekki grunlaust um að þau störf, sem Guðmundur varð að leysa af hendi fyrir 35 árum væru nú í dag kölluð þrælkun. En hvað um það, manninum hefur vaxið fiskur um hrygg og ævinlega staðið vel undir sinni byrði. Eg varð þeirrar gæfu að- njótandi að eiga nokkra samleið með Guðmundi fyrir rúmum tutt ugu árum, þá var hann einn af stjórnendum Ungmennafélagsins Dagsbrún i Landeyjum og reynd ist hann þá eins og alltaf hinn sanni drengskaparmaður og latti hann sízt til hinna stærri átaka enda manninum ekki fisjað sam- an, og var, sem hann heiði sanna nautn af átökum. Það er ánægjulegt nú á þess- um tímamótum í ævi þinni að sjá árangurinn af þínu þrotlausa starfi í þágu framtíðarinnar, það hef- ur verið unnið með dugnaði, dreng skap, og fyrirhyggju, og blessazt vel. Við hjónin samgleðjumst þér og konu þinni innilega á þessum tímamótum, og óskum sveitinni þinni til hamingju með sína styrku stoð þar, sem þú ert megi hún eignast. sem allra flesta Þegna líka þér að atgervi og áræði Þá mun henni vel farnast. Lifðu heill IJ. Hinn 5. júlí síðast liðinn andað ist á fjórðungssjúkrahúsinu á Ak ureyri Jóhanna Stefánsdóttir frá Arndísarstöðum, en við þann bæ var hún löngum kennd af vinum sínum og kunningjum. Ég er ein í hópi margra, sem átti því láni að fagna að kynnast Jóhönnu og njóta vináttu hennar og gestrisni og þess andlega fjörs, sem var einkenni hennar. Mig langar til að minnast hennar hér með ör- fáum orðum. Jóhanna var fædd að Tungu á Svalbarðsströnd 2. júlí 1870 og var því nýlega orðin níutíu og fimm ára, er hún andaðist. I Tungu bjuggu þá foreldrar henn- ar, Stefán Magnússon og Elín Helgadóttir. Faðir Elínar, Helgi Helgason, var fóstursonur Ólafs Stephensen i Viðey, lærði prent araiðn með tilstyrk hans og starf- aði við Viðeyjarprent, og þar ólst Elín, móðir Jóhönnu, upp á sann- kölluðu menntasetri, þar sem gnægð var bóka. Bernskudaga sinna í Viðey minntist hún löng- um, og um þann stað lék emn- ig ljómi í vitund dóttur hennar, sem tók i arf frá móður sinni ást á bókum einkum þó ljóðabókum. Eftir að prentsmiðjan í Viðey var lögð niður, fluttist Helgi prentari til Akureyrar og stundaði þar prentaraiðn Elín giftist fyrst Jóni Laxdal frá Akureyri, en missti hann j.og giftist síðai: Stefáni í Tungu. Hann andaðist er Jóhanna, dóttir hans, var um fermingarald- ur. Tók þá bróður hennar við búi i Tungu, og var hún fyrst vinn- andi hjá honum. Jóhanna var bráð þroska og mjög bókhneigð. Hug- ur hennar stóð til mennta, en á þeim tímum var sú menntaleið einna vænlegust konum að komast í vist á góð heimili ekki sízt í höfuðstað landsins. í Kaupmanna- höfn bjó þá móðursystir hennar, Sigríður, hin merkasta kona. Af bréfum hennar tii systur sinnar, Elínar, fékk systurdóttir hennar mikla löngun til að sjá heiminn, en Kaupmannahöfn varð í augum hénnar eins konar inngangur í hinn stóra heim. Þegar hún var sextán vetra, var hún einráðin í að fara til Kaupmannahafnar á vegum móðursystur sinnar. Af þeirri fyrirætlan varð þó ekki, og munu hennar nánustu hafa ráð- ið þar um. Þetta urðu Jóhönnu þau vonbrigði, sem ég hygg að hún hafi í rauninni aldrei kom- izt yfir. Sama ár réð móðir henn ar hana sem vinnukonu að Kálf- borgará í Bárðardal. Það urðu ör- lög hennar að staðfestast í þeirri byggð. Tveim árum síðar giftist hún bróður húsbónda síns, Tryggva Jónssyni frá Arndísar- stöðum og eignuðust átta börn. Arndísarstaðir lágu í þjóðbraut. Þar var gestkvæmt og annasamt heimili. Aðalsamkomustaður hér- aðsins, Ljósavatn, lá þar skammt frá. Á búskaparárum sínum að Arndísarstöðum átti Jóhanna — þrátt fyrir æfinn verkahring og stóran barnahóp — kost á að kynnast mörgum þeirra manna, er settu svip sinn á andlegt líf og félagslíf í Þingeyjarsýslu á fyrstu tugum þessara aldar, en henni var yndi að þvj að blanda geði við gáfað fólk og hugsjúna- menn, hvort heldur karla eða kon ur. Jóhanna var föðursystir Vil- hjálms Stefánssonar, landkönnuð- ar. Laust eftir aldamótin kom Vil- hjálmur hingað til lands til vís- indarannsókna. Bar þá fundum þeirra Jóhönnu saman og svo minnisstæð varð hún Vilhjálmi, að löngu seinna, er hann kom hingað aftur — þá heimsfrægur maður, — leitaði hann hana uppi fyrst allra kunningja sinna hérlendis. Enn síðar — eða árið 1949 — átti hún eftir að fara hringferð um- hverfis landið, þá háöldruð, í fylgd með Vilhjálmi og konu hans og njóta skemmtilegra samvista og viðræðna við bæði, en Vilhjálm mat Jóhanna um alla menn fram. Jóhanna varð fyrir þungu mót- læti í hjúskap sínum. Þremur börnum varð hún að sjá á bak ungum að árum. Yngstu dóttur sína, Sigríði, missti hún barnunga. Sonur hennar, Hermann, er þótti mjög efnilegur maður, dó á bezta aldri úr berklum, og annan son, Helga að nafni, missti hún úr lömunarveiki. Ólafur sonur henn- ar var einnig á tímabili mjög hætt kominn sökum berklaveiki. Árið 1929 missti Jóhanna mann sinn, Fluttist hún til Reykjavíkur haust ið 1930 og settist að hjá dóttur sinni, Elínu, er bjó henni gott og ánægjulegt heimili. Eftir það átti hún heima í Reykjavík nær þrjá- tíu ár. Enn átti þó veikindi eftir að varpa þungum skugga á ævi Jóhönnu á elliárunum. Elín dótt- ir hennar veiktist alvarlega og varð að fara á sjúkrahús um lengri tíma. Þeirri raun tók Jóhanna af þeirri stillingu og æðruleysi, sem fágætt er. Síðustu æviárin var hún á sjúkrahúsi Akureyrar. Hún hafði fótavist hvem dag, unz hún tók banasóttina. Sjón sinni og heyrn hélt hún til æviloka og las sér til ánægju til hinzta dags. Og sálar- jafnvægi hennar fékk ekkert bug- að. Á heimili þeirra mæðgnanna í Reykjavík var jafnan gott að koma. Þar ríkti sönn gestrisni, og ekki skorti umræðuefni, þar sem Jóhanna var nærstödd. Áhugi hennar á mönnum og málefn- um hélzt vakandi, þótt árin færð- ust yfir hana. Það voru ekki að- eins ættingjar og vinir þeirra mæðgnanna, sem áttu hjá þeim gestrisni að fagna, heldur einnig þeirra vinir og kunningjar. Vina hópur Jóhönnu var að stækka allt til æviloka hennar. og hann var ekki bundinn neinu vissu aldurs- skeiði. Henni var ekki síður lagið að eiga sálufélag við þá, sem yngri voru að árum. Enigum, sem kynni hafði af Jóhönnu, mun gleymast, versu Ijóðelsk hún var. Allt frá unga aldri var Steingrímur henni kær- astur allra skálda. Ljóðabók hans hafði hún eignazt í æsku, og Ijóð hans voru ekki aðeins yndi henn ar, heldur rikur þáttur í lifi henn ar, athvarf, sem hún gat leitað til, jafnt í gleði sem sorg. Ógleym anlegt verður mér erfiljóð Stein- gríms um Sigurð, málara, Guð- Franahíld á 12. síðu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.