Tíminn - 14.08.1965, Síða 9

Tíminn - 14.08.1965, Síða 9
LAUGAKDAGUR 14. ágúst 1965 TflMINN „Mér finnst eigin- lega ég hafi lifað lífi mínu þar“ - Rætt við Ólaf Ólafsson, kristniboða, sjötugan í dag ,,íslendingar eru orðnir það stórt þjóðfélag, að þeir við- burðir gerast ekki í lífi miðl- ungsmennis, sem þyki í frá- sögur færandi. Við hverfum ejns og þræðir í vef“, svaraði Ólafur Ólafsson, kristniboði, beiðni Tímans um viðtal vegna sjötugsafmælis hans í dag. — Vakti það ekki strax at- hygli, þegar þú á unga aldri varðst fyrsti kristniboðinn héð an og fórst til Kína? — Jú, en fyrst og fremst mun það hafa vakið undrun, eðlilega, — líkt og óvænt kæmj fram í vef þráðarspotti með annarlegum lit- Líklega hefur það komið sjálfum mér mest á óvart. — Er ekki rétt hermt, að þú hafir orðið fyrir þeim á- hrifum á guðsþjónustu hjá séra Tryggva Þórhallssyni? — Það skeði síðara árið mitt á Hvítárbakkaskóla. Eg var þá 18 ára gamall. Líklega hafa sjaldan1 verið meiri bjartsýnjs- tímar í EVrópu en þá, síðustu árin fyrir fyrri heimsstyrjöld.. Þá þótti mörgum alger óþarfi að trúa á Guð. Og við vorum þarna nokkur flón, sem dáð- ust að þeim hetjuskap að „trúa á rnátt sinn og megin“. -L Þá var ég hræsnari, þegar ég þóttist ekki trúa á Guð. Svo skeði það á hvítasunnu- dag 1914, að allur skóljnn fór í kirkju hjá séra Tryggva að Bæ í Borgarfirði. Hann var þá nýlega orðinn prestur. Ungur var hann og glæsilegur og hreif hugi allra. Ræða hans hafði þau áhrif á mig, að olli i algjörum tímahvörfum í lifi mínu. — Eg er fáum þakklát- Íari.' — Hann hefur þá talað um kristniboð? — Nei, það gerði hann ekki, Hann talaði um Guð. Það gerði i hann á þann veg, að Guð varð mér lifandi staðreynd, — anda mínum. Draumar mínir um glæsta framtíð hurfu eins og reykur. Lífið hafði engan til- gang annan en að þekkjá Guð leita hans vilja. — og segja öðrum frá honum. Þá varð mér hugsað til heiðingjanna. Eg vissj lítið um þá, en ekk- ert um kristniboð. Að ég ætti að fara til þeirra og segja þeim frá Guði var svo sjálfsagður hlutur, að um frjálst val var alls ekki að ræða. Eg varð — líka til þess að bjarga mínu eigin lífa — fyrir Guðs ríki — Þú hefur þá talað við séra Tryggva? — Nei, mig brast einurð eða kjark til þess. En það var lengi að brjótast um í mér Eg átti í mikilli baráttu. en forðaðist að láta nokkurn vita um það Loks réð ég af að £ fara á fund séra Magnúsai ð Andréssonar á Gilsbakka Eg t hafði gengið til hans einn vet 1 ir til spurninga. Hann innrætti mér að bera lotningu fyrir Biblíunni. Hann naut trausts og virðingar allra. Honum gat ég trúað fyrir mínu mikla leyndarmáli. — Hvernig tók hann því? — Eg bjóst við, að hann myndi reyna að koma vitinu fyrir mig, sýna mér fram á, að þetta væri fjarstæða. En í þess stað tók hann því sem sjálf- sögðum hlut, og réð mér að snúa mér til Sigurbjörns Á. Gíslasonar í Reykjavik. Hann vissi allt um kristniboð og kristniboðsskóla. Þetta reynd ist mér heilræði. Aðeins einu sinni átti ég tal við séra Tryggva. Það var þeg ar ég kom heim frá Kína í fyrra skiptið. Hann var þá for sætisráðherra. Eg tók rögg á mig og bað um samtal við hann í stjórnarráðinu. Eg hef eng- um sagt frá, hvað okkur fór á milli. Af liðnum mönnum hér heima en mér vandalausum -er mér kærustminning Tryggva Þórhallssonar, séra Magnúsar á Gilsbakka og séra Friðriks Friðrikssonar. Honum kynntist ég ekkert fyrr en undir árslok 1927. — Hvernig tókst þér svo að verða kristniboði og komast til Kína? — Eg yrði langorður, færi ég að segja frá því. Bezt við sleppum því. Máske eitthvað verðj sagt frá því yfir mér látnum. Hvítárbakkaskólinn reyndist mér góður undirbún- ingur Stórmerks brautryðj enda starfs Sigurðar Þórólfs sonar hefur verið minnzt - en ekki að verðugu. Eg »ar nokkra ,etur í knstniboðsskóií, i Knstjaníu og fór þaðan ti) eins árs framhaldsnáms í New York. Þjónaði um tíma fjórum söfinuðum íslenzkra innflytj enda og afkomenda vestur við Kyrrahaf og sigldj þaðan með ms. Empress of Russia til Kína síðsumars 1921, — með viðkomu í Japan. — Þú hefur ferðazt mikið? — Já, en aldrei sem túristi eða í þeim tilgangi einum að ferðast. En í þetta skipti gerð ist eiginlega mitt fyrsta ferða ævintýri. Þau urðu mörg síðar. Eg heimsótti séra Octavíus Thorláksson sem nýlega hef ur verið hér á ferð. Tvisvar átti ég þess kost að tala í kirkju föður hans í Selkirk í Kanada, séra Steingríms N. Thorlákssonar vorið 1921 og aftur 1953. Séra Octavíus var í full 20 ár kristniboði í Japan. Eg hafði kveðjur til hans. Hann tók á móti mér á skips- fjöl í Yokohama og ók mér um nóttina til heimilis síns í Nagoya. Við höfðum ekið fram hjá Fúsíyama — í myrkri. Það var gremjulegt. En fyrir mér og þá líka konunni minni — átti að liggja áð sjá Fúsíýama nokkrum árum síðar, dag einn í glaðasólskini, og standa um hánótt á tindi þess (4 þús. m) og sjá það baðað í töfra- ljóma fullkominnar tungls- birtu. í þetta skipti, hið fyrra, lauk ævintýrinu með því að við lá, svo að tæpara mátti ekki standa að ég yrði stranda glópur í Japan. — En þú hefur átt að kom ast til Kína? — Víst er um það. Mér finnst ég eiginlega hafa lifað lífi mínu þar, þótl árin yrðu ekki nema rúndega 14. A111 annað hefur verið inngangui eða aðdragandi þess og siðan viðbót eða eftirmáli. Þar kvæm ist ég. Ýmsir hér heima töldu víst, að konan værj kínversk Hún er norsk, vígður krisr.nr Ólafur Ólafsson, kristniboöi. boði, eins og ég. Og í Kúia fæddust börnin okkar, fjögur af fimm. Þar nutum við þeivrar sérstöku ánægju í erfiðu verki sem kristniboðum veitist yfir- leitt, að hafa tilfinnjngu af að vera til gagns og blessunar. Kristniboðsfélagið var norskt en naut stuðnings fárra en trúfastra kristniboðsvina hér heima. (Nú höfum við samstarf við það í Eþíópíu). Starfið hvíldi að verulegu leyti á herð um innlendra samverkamanna. Kristniboðið hafði margs kon ar skóla, bæði fyrir börn og fullorðna. Mikil) hluti af nem um þeirra skóla. einkum þó börn og stúlkur, hefðu ella far ið algerlega á mis við skólalær dóm. f þá daga var áætlað að Tímamyrtd GE aðeins 5 konur af hverju hundr aði í Kína kynnu að lesa og skrifa. — Kristniboðið hafði allstórt sjúkrahús, sem var hið eina í byggðarlögum með um það bil 5 millj. íbúa. Og að segja heiðnu fólki frá Guði og Jesú Kristi, kenna því fagnaðarerindið, er að miðla mestu blessun, sem mannkyni er gefin. — Hefur kristindómi ekki verið útrýmt í Kína? — Því fer fjarri. Kristniboð um var vísað úr landi og blóð ugar ofsóknir hófust, þegar kommúnistar komust til valda. En þá var hafin útrýming — eða að minsta kosti siðaskipti — allra trúarbragða í landinu. Kristindómur hafði fest djúp ar rætur í þjóðfélaginu, öflug sjálfstæð kirkjufélög orðið til. 150 ára starf tugþúsunda kristniboða, kaþólskra og ev- angeliskra, hafði stuðlað að Við vorum meðal þeirra rúmlega 20 þús. kristniboða. sem flýðu til hafnarborganna eða úr landi 1926. — Við fór- um til Japan og dvöldum þar í þrjá mánuði. Þá var því spáð að nú væri úti um kristna kirkju í Japan. En áður en ofsóknunum linnti að fullu, hófst kristileg trúarvakning víða í Kína, svo öflug. að vöxtur kristins samfélags hef ur ekki á öðrum tíma meiri orðið í hinu miklu landi. — Hvernig féll ykkur við Kínverja? — Eg hef þá „teóríu” oyggða að nokkru leyti á reynslu. að ekki sé v* bað fólk í veröldinni sem nokKrum manni. er reyndi að skilja það félli ekki vel við. Við höfum kynnt okkur dálítið sögu, bók- Framhald á ols 12 FerSalagið heim hófst með tju daga sigllngu á þessu skipi niöur Hon-fljót.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.