Morgunblaðið - 18.08.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.08.1983, Blaðsíða 1
186. tbl. 70. árg. FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 Prentsmidja Morgunblaðsins Frakkar bíða átektaíChad N’Djamena, Chad, 17. ápigl. AP. PARÍSARBLAÐIÐ „Le Monde“ skýrði frá því í dag að meira en þrjú þúsund franskir hermenn kynnu að verða í Chad von bráðar og væri búist við að Frakkar myndu senda sprengjuflugvéladeild til að vera stjórninni til trausts og halds á flugvellinum í N’Djamena. I»rátt fyrir liðsafnað Frakka voru í dag kyrr tíðindi á vígvöllum í Chad. Nærvera franskra hersveita er talin vera ábending til Moammar Khadafys, Líbýuleiðtoga, um að Frakkar muni láta til sín taka haldi líbýskt herlið sókn sinni með uppreisnarmönnum. Komu Frakk- ar upp tveimur nýjum bæki- stöðvum í norðurhluta landsins í dag og hafa í hyggju að reisa herstöð í Ati í miðhluta landsins. Haft er eftir heimildum innan franska hersins að Frakkar muni hvorki hvetja né letja forseta landsins, Habre, til að hefja gagn- sókn gegn árásarliðinu í norður- hluta landsins. Forsetanum mun á hinn bóginn hafa verið sagt að Frakkar myndu ekki taka beinan þátt í bardögum. Telja fréttaskýr- endur að áætlun Frakka byggist á þeirri forsendu að Khadafy muni ekki hætta sér út í átök við úr- valslið franska hersins í Chad. Hafa Frakkar aðvarað Khadafy að þeir muni ekki bregðast vinum á fyrrverandi nýlendusvæðum franska heimsveldisins og muni þeir sporna við fyrirætlunum leið- togans um sameinað ríki múham- eðstrúarmanna frá Atlantshafi til Rauðahafs. KHADAFY SÆKIR NÁGRANNA HEIM — Moammar Khadafy, Líbýuleiðtogi ásamt Mohamed Mzali, forsæt- isráðherra Túnis, að loknum kvöldverði í höfuðborg Túnis í gær. Eins og sjá má hefur Khadafy meðferðis hina ákjósanlegustu lífverði. Hann ræddi í dag við Habib Bourgiba, forseta Túnis, um frekari efnahagslega samvinnu Arabaríkja í Norður-Afríku. HERÆFINGAR í MIÐ-AMERÍKU — Bandarískir hermenn ganga um borð í þyrlu bandaríska hersins í Hondúras í gær. Hermennirnir voru á leið til æfinga með hersveitum Hondúras, en landið liggur að landa- mærum Ei Salvador, Nicaragua og Guatemala. Sjá nánar um Mið-Ameríku bls. 22. Arens vakti reiði með för til Beirút Tel Aviv, ísrael, 17. ágúst- AP. Vamarmálaráðherra ísraels, Moshe Arcns, hvatti í dag stjórnvöld i Líbanon til að setjast að samninga- borði með drúsum áður en ísraels- menn draga herlið sitt burt frá Chouf-fjöllum. För Arens til Líbanon hefur vakið reiði ýmissa ráðamanna og aflýsti Shafik Wazzan, forsætis- ráðherra, öllum skyldustörfum í dag í mótmælaskyni við heimsókn ráðherr- ans til hverfa kristinna manna í Beir- út. Margt bendir til að það hafi ekki verið heimsókn Arens sem slík, sem vakti gremju forsætisráðherrans, heldur fyrst og fremst hlýlegar við- tökur varnarmálaráðherrans meðal hægrisinnaðra leiðtoga kristinna Herlið til höfuðs forseta Angóla? Lútsabon, Portúgal, 17. ágúst. AP. ÞÚSUNDIR suður-afrískra her- | manna, útlendra málaliða og inn- lendra uppreisnarmanna hafa safn- Á brattann að sækja fyrir Poul Schliiter Kaupmannahöfn, 17. ágúst. AP. Minnihlutastjórn borgaraflokka í Danmörku lagði í dag fram frumvarp að fjárlögum, þar sem höggvið er að útgjöldum ríkisins og boðaðar að- haldsaðgerðir, sem kynnu að svipta danska ríkisborgara ókeypis sjúkra- húsdvöl og öðrum fríðindum. Örlög fjárlaganna, svo og stjórn- arinnar sjálfrar, ráðast hins vegar af þvi hvort samningar takast við Framfaraflokkinn, flokk Mogens Glistrups. Stjórnin þarf á stuðningi Framfaraflokksins að halda þegar greidd verða atkvæði um mikilvæg- an þátt fjárlaganna á þingi 9. sept- ember næstkomandi. Eftir að Glistrup auðsýndi í gær hver tök hann hefur á flokki sínum telja danskir fréttaskýrendur að ríkisstjórn Poul Schluters kunni að neyðast til að segja af sér og efna til þingkosninga 11. október. Glistrup, sem byrjar að afplána þriggja ára fangelsisdóm fyrir skattsvik eftir tvær vikur, fékk því ráðið að þingflokkur Framfara- flokksins krafðist lækkunar tekju- skatta , en stjórnin hefur þegar vís- að þeirri hugmynd á bug. Tveir af fimmtán þingmönnum Framfara- flokksins létu þó ekki að flokksaga og mótmæltu „klækjabrögðum" Glistrups sem leiðtoga flokksins. Glistrup hló að ummælum tvímenninganna og klappaði saman lófum, er þeir gengu af þingfundi. Danski fjármálaráðherrann, Henning Christophersen, tilkynnti á blaðamannafundi að stjórnin myndi leggja fram fjárlög fyrir ár- ið 1984 að upphæð 188 milljarða danskra króna. Ráðherrann tók fram að þrátt fyrir að fjárlögin væru nokkru hærri en síðustu fjár- lög, væru útgjöld ríkisins þremur hundraðshlutum lægri og greiðslu- halli ríkisins minnkaður um sjö af hundraði. Hann bætti við fjárlögin mörkuðu þáttaskil hvað snerti að- gerðir til að sporna við auknum ríkisútgjöldum og sagði að þau gæfu alþjóðafésýslustofnunum til kynna að „Danir væru nú færir um að takast á við vandamá! sín sjálf- ir“. Fjárlög dönsku stjórnarinnar gera einnig ráð fyrir valddreifingu og sölu rikisfyrirtækja í stórum stíl. Hvetur stjórnin til að einka- framtakið hafi meira frumkvæði en nú er í málefnum menningar, fé- lagsmála og heilsugæzlu. ast saman í suðurhluta Angóla á undanförnum dögum og hafa þegar hafið sókn á hendur Jose Eduardo Dos Santos, forseta, að því er fréttir í höfuðborg Portúgals, Lissabon, hermdu í dag. Útvarpið í Lúanda, höfuðborg Angóla, hafði eftir heimildum inn- an stjórnarhersins að u.þ.b. tíu þúsund manna herlið væri nú á leið norður á bóginn í þeim aug- ljósa tilgangi að leggja undir sig aðra hluta landsins. Hersveitir Suður-Afríkumanna hafa haft á valdi sínu stóra hluta Kuando-, Kubango- og Cunene-héraða eftir að þær gerðu þar innrás í ágúst 1981. í fréttum útvarpsins sagði að loftárás suður-afríska hersins á bæinn Cangamba á sunnudaginn var hefði aðeins verið fyrsta skref- ið í herferð árásarliðsins gegn stjórnvöldum í landinu. Hafa yfir- völd í Angóla sakað Suður-Afr- íkumenn um að hafa beitt nap- alm-sprengjum í loftárásinni áður en herlið úr þyrlum nam bæinn herskildi. Suður-Afríkumenn hafa á hinn bóginn neitað því að hafa gert árás á bæinn. manna í höfuðborginni. í dagblöð- um í Beirút birtust m.a. myndir af heiðursverði að afhenda ráðherran- um skotvopn við komuna til aðal- stöðva líbanska hersins. Fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Saeb Salam, kvaðst hneykslaður vegna komu Arens og sagði að ráðherrann væri með ferð sinni að spilla vonum heiðvirðra borgara um þjóðarsátt í Líbanon. Arens sagði í ræðu eftir heim- komu til Tel Aviv að ekkert nema samningar Líbanonstjórnar og drúsa nú gætu afstýrt blóðbaði eftir að ísraelsmenn hyrfu frá Chouf- fjöllum eftir nokkra daga. Einvígi í Búdapest? Búdapest, llngverjalandi, 17. á|piat. AP. UNGVER8KA skáksambandió hefur ákveöið að undanúrslitakeppni fyrir heimsmeistaraeinvígið í skák, milli Zoltan Kiblis og Vasily Smyslovs, skuli fara fram í Búdapest eða „á öðrum viðeigandi vettvangi" að því er haft var eftir áreiðanlegum heimildum í dag. Samkvæmt heimildum innan ung- verska skáksambandsins var ákvörð- un þessi tekin 15. ágúst eftir að skáksambandið samþykkti að einvígi stórmeistaranna, sem aflýst var í Abu Dhabi, „gæti farið fram“ fyrir 1. október, en þá kemur þing Alþjóða- skáksambandsins saman í Maníla á Filippseyjum. Ungverjar munu hafa tilkynnt forseta FIDE, Florencio Campoman- es, um ákvörðun sína í dag og bíða þeir nú svars frá honum. Campom- anes skýrði frá því á mánudag að Ribli, sem er Ungverji, hefði verið samþykkur því að undanúrslita- keppni færi fram í Pasadena og Abu Dhabi. „En ég veit að Ungverjar sæta nú hörðum þrýstingi," sagði Campomanes í símviðtali við AP frá aðalstöðvum FIDE í Luzern í Sviss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.