Morgunblaðið - 18.08.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.08.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 13 Hótel Föroyar: Leggjum mesta áherzlu á Norðurlönd og Þýzkaland — segir Harald Eirikstoft, gjaldkeri HINN 2. maí síðastliðinn var í Þórshöfn í Færeyjum opnað nýtt og glæsilegt hótel, Hótel Föroyjar, og leysir það af hólmi gamalt hótel með sama nafni. Bygging hótelsins tók 2 ár og voru Phil og sön aðalverktakar við bygginguna. Hótelið er 6.000 fer- metrar og í því eru 108 tveggja manna herbergi auk veitingasalar, veizlusala og fleira. Byggingarkostn- aður er um 215 milljónir íslenzkra króna. Hótelið er í eigu banka og tryggingafélaga í Færeyjum. Blaðamaður Morgunblaðsins var þar á ferð fyrir skömmu og bað gjaldkera hótelsins, Harald Eiriks- toft, að lýsa hinu nýja hóteli. „Af þessum 108 herbergjum eru 8 svítur með sér setustofum og öðrum nýtízku búnaði. öll herbergin eru með baði, síma og útvarpi með fjór- um rásum og búin vönduðum hús- gögnum. Þá erum við með þrjá ráðstefnusali með öllum nýtízku búnaði. veitingasalur tekur um 100 manns í sæti og síðan er veizlusalur, sem rúmar 500 manns, en má skipta niður í þrjár smærri einingar. Þá er í hótelinu bar fyrir lokaðar veizlur og verða þá veizluhaldarar að koma með áfengið, sem síðan er afgreitt á barnum. Afengislöggjöfin hér í Fær- eyjum er ekki beinlínis hliðholl hót- elrekstri og erlendir ferðamenn eiga ákaflega erfitt með að skilja það, að ekki skuli vera hægt að fá létt vín með veizlumat. Við erum að öðru leyti mjög vel í stakk búnir til að annast veizluhöld hér og má geta þess, að meðan Paul Schlúter, for- sætisráðherra Danmerkur, var hér í Færeyjum, bjó hann hjá okkur og héidum við allar veizlur hans í Þórshöfn." En hvernig gengur reksturinn? „Þrátt fyrir að við séum nýbyrjað- ir og höfum ekki auglýst mikið enn- þá, hefur þetta gengið vel og nú er- um við fullbókaðir. Mikið af Norð- mönnum og Dönum hefur verið hér auk slæðings ferðamanna frá öðrum löndum. Meðal annars höfum við haft einn íslenzkan ferðamannahóp hér. Við ætlum okkur að leggja meg- in áherzluna á Norðurlöndin og Þýzkaland og eru farþegaskipið Norröna og Norræna húsið mikil- vægir þættir í því að fá ferðamenn hingað til Færeyja. Það er mjög fjárfrekt að auglýsa hótel eins og þetta og ferðamannaþjónustu upp og höfum við því slegið okkur saman við Smyril-Line og Ferðamannastov- una í því sambandi. 1 samvinnu við Ferðamannastovuna bjóðum við upp á hópferðir um eyjarnar og einstakl- ingar geta gengið inn í fastar skoð- unarferðir Ferðamannastovunnar. Séum við beðnir björgum við nánast öllu, sem gesturinn biður um. Hvað fjárhaginn varðar og vænt- anlega afkomu er erfiðara að gera sér grein fyrir. Við Færeyingar erum nýlega byrjaðir að laða ferðamenn til eyjanna og það fer allt eftir því, hvernig það gengur. Við reiknum þó með því að 5 til 6 fyrstu árin verði okkur erfið," sagði Harald Eiriks- toft. Gott útsýni er úr ölhtm herbergjum hótelsins. Hér sést yflr hhita Þórshafnar. v *,*»)&*, Úr móttöku hótelsins. Með drifi á öllum hjólum! • Spameytinn 1500cc vél • Dríf á öllum hjólum • 6gíraráfram • Þægindi fólksbílsins • Notagildi jeppans • Útlit framtíðarbílsins TOYOTA P. SAMÚELSSON & CO. HF. UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SIMI44144

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.