Morgunblaðið - 18.08.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.08.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 35 Svipmyndir úr sumardvöl þessu sambandi skulu nefnd nokk- ur atriði, sem fara þarf í gegnum: 1. Stjórnun og eftirlit starfsem- innar. 2. Skipulagning rekstrar. 3. Tjáskipti og boðmiðlun. 4. Skipting verkefna, starfssvið. 5. Uppbygging og úrlausn verk- efna. 6. Ýmis starfsmannamál, s.s. endurmenntun eða nýráðn- ingar. 7. Þróun starfsaðferða. 8. Þróun búnaðar. 9. Kostnaðarsjónarmið og hag- kvæmni. Of langt mál yrði að fara ofan í hvert og eitt atriði, sem hér eru nefnd. En aldrei er ofbrýnt fyrir mönnum að fara varlega í þessum efnum. Að sjálfsögðu hefur stærð fyrirtækisins, svo og umfang tæknivæðingarinnar áhrif á það hversu ítarlega þarf að fara í gegnum þau atriði, sem hér eru nefnd að ofan. En eitt er víst, að þessum atriðum verður að gera skil áður en tæknin er nýtt. Tölvuvæðing á íslandi En hversu langt er tæknivæðing skrifstofuhalds í fyrirtækjum og stofnunum komin hér á landi? Að sjálfsögðu er þetta misjafnt hjá einstökum fyrirtækjum. Þó nokkur fyrirtæki hafa fjárfest mikið í nýrri skrifstofutækni. Enda eru hér á landi vissulega til vel rekin fyrirtæki, einnig hvað þetta snertir. Enn eru þó til fyrir- tæki og stofnanir, sem ekki hafa náð að fylgja þeirri þróun, sem á sér stað í þessum málum hér á landi. Þeim fer aftur á móti fækk- andi. Þessu veldur stóraukin þörf stjórnenda á upplýsingum um rekstrarstöðuna hverju sinni, m.a. vegna þessarar óðaverðbólgu sem við búum við. Tölvuvæðing stærri sveitarfélaga er nokkuð vel á veg komin. öll stærstu sveitarfélögin hafa tekið í notkun tölvur til að halda utan um gjaldendabókhald- ið og fjárhagsbókhald. Samtök sveitarfélaga hafa m.a. beitt sér fyrir aukinni tölvunotkun með því að láta útbúa hugbúnað- arpakka fyrir sveitarfélög, svo og haldið námsstefnu um ýmis mál- efni, sem tengjast skrifstofuhaldi sveitarfélaga. Hvað varðar ríkisstofnanir er þróun í almennu skrifstofuhaldi og vélvæðing á ýmsum sérverkefn- um þeirra mismunandi eins og hjá einkafyrirtækjum. Ástæðurnar eru vafalaust margar hjá einstök- um stofnunum, t.d. mismunandi fjárhagsstaða. Einnig hefur verið lögð áhersla á tölvuvæðingu stærri háttbundinna verkefna, eins og gjaldendabókhald, fjár- hagsbókhald og launabókhald, og því e.t.v. ekki verið fjármagn af- lögu til að mæta sérþörfum ein- stakra stofnana. Þess ber þó að geta, að míkrótölvutækni mun gera fjárvana stofnunum og fyrir- tækjum kleift að fjárfesta í nauð- synlegum tölvubúnaði, vegna þess hversu ódýr slíkur búnaður er að verða. Erfitt er að draga upp einhlíta mynd af tæknivæðingu skrifstofu- halds hér á landi, fyrirtæki og stofnanir eru komin misjafnlega langt í tölvuvæðingu. Þó verður að segja, að töluverð gróska hefur verið í sölu tölva og annarra skrifstofutækja á liðnum árum og margir virðast vakandi fyrir þeirri þróun sem á sér stað. Lokaorð Því má ekki gleyma, að þær tölvur og tæki sem í boði eru fyrir skrifstofur, svo og aðra starfsemi, eru hjálpartæki. Þeirra hlutverk er að létta fólki vinnu og jafn- framt auka afköst í skrifstofu- haldi, með það að markmiði að bæta rekstur fyrirtækja og stof- nana. Þannig verður hægt að bæta samkepppnisaðstöðu okkar gagn- vart öðrum þjóðum og þar með halda áfram uppbyggingu velferð- arþjóðfélagsins, með aukinni hag- sæld fyrir alla landsmenn. Sveinn Hjörtur Hjartarson er rekstrarhagfræðingur hji Hag- rangi hf. — eftir Böðvar Guðlaugsson Það er rétt að geta þess strax, að sumardvölin, sem hér verður rætt um, er þannig tilkomin, að vorið 1967 fannst skólastjóra og kennurum Höfðaskólans í Reykja- vík, að nemendur skólans mundu hafa ómetanlegt gagn og gaman af því að dvelja saman á einhverjum hentugum stað nokkrar vikur um hásumarið. Aðstandendur nem- endanna voru strax hrifnir af þessari hugmynd og málinu var hrundið í framkvæmd. Eftir það fóru nemendur Höfðaskólans í sumardvöl á hverju sumri. Og þeg- ar Höfðaskólinn var lagður niður og Öskjuhlíðarskóli tók við, hélt sumardvölin áfram. Með árunum hefur þessi sumardvöl orðið heil- mikið fyrirtæki, sem heitir nú Sumardvöl Öskjuhlíðarskóla. Sumardvölin hefur verið á ýmsum stöðum. Fyrstu árin var hún í Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Þar skorti það helst á, að sundlaug var ekki á staðnum, en góð sundað- staða er mjög mikils virði í sumar- dvöl. Eitt sumar var dvalið úti á Mallorca, í Reykjanesi við ísa- fjarðardjúp var hafst við eitt sumar, nokkur sumur í Þelamerk- urskóla í Eyjafirði, í Húsabakka- skóla í Svarfaðardal, Hafra- lækjarskóla i Þingeyjarsýslu, Reykhólum á Barðaströnd. Af þessari upptalningu sést, að sumardvölin hefur víða borið niður. Ég held að óhætt sé að fullyrða, að nemendur sú yfirleitt ánægðir í sumardvölinni, og þeim líði vel. Auðvitað hafa ýmis ytri skilyrði, til dæmis veðurfarið, mikið að segja, það er alls staðar gaman og gott að vera í sól og sumarblíðu, en leiðinlegt í hrakviðrum. En hvað er svo helst til dægra- styttingar í sumardvölinni? Sund er mikið stundað, boltaleikir og ýmsir aðrir leikir, gönguferðir um nágrennið, smáferðalög, eins kon- ar skoðunarferðir til nafnkunnra staða, o.fl., o.fl. Það er sem sé löngum nóg við að vera í sumardvölinni, svo engum þarf að leiðast þess vegna. Ég hygg líka, að það sé samdóma álit flestra, sem til þekkja, að krakk- arnir hafi ákaflega gott af því að vera í sumardvölinni. Langflest þeirra mundu annars eyða sumr- inu að mestu leyti á götum Revkjavíkur. Ég hef nokkur sumur átt þess kost að vera þátttakandi í sumar- dvölinni, og hér á eftir verður brugðið upp nokkrum svipmynd- um frá ýmsum stöðum. 1 Hlíðardalsskóla var sem fyrr segir ekki sundaðstaða, hins vegar var fótbolti mikið stundaður, svo og byggingar. Dálítið var fengist við garðrækt. Og svo voru auðvit- að farnar ótaldar gönguferðir um nágrennið. I Hlíðardal var sumt af starfs- fólkinu á eigin bílum, og meðal krakkanna gengu bílarnir undir nafni eigendanna. „Þetta er Gunna, þetta er Einar, þetta er Sigga," sögðu krakkarnir og bentu á bifreiðirnar. Nú bar það til í lok sumardvalar eitt sumarið, að öllu spýtnarusli og öðru drasli var safnað í köst, sem átti að brenna. Og til þess að vel logaði var gripið til þess ráðs að ná bensíni af einum bílnum og vökva köstinn með því. Um það var þetta kveðið: „í kvöld mun verða kveikt í haug og kannski i ruslatunnu. Oní brúsa Böðvar saug bensínlögg af Gunnu.“ Ég á margar ljúfar minningar frá sumardvalarsumrunum í Hlíð- ardal. í Þelamerkurskóla var ég tvö sumur í sumardvöl, og þar voru synir mínir tveir með mér. Okkur Frá Grímsey líkaði dvölin þar ágæta vel, eins og eftirfarandi staka ber með sér: „Bæði ég og „minir menn“ mundu gjarnan kjósa að sóa einu sumrinu enn í sambúð við þig, Rósa.“ (Matráðskonan hét Rósa.) Sundlaugin var mikið notuð, farið daglega og stundum tvisvar á dag í sund. Fótboltinn var einnig vinsæll, svo og ýmsir aðrir bolta- leikir. Gönguferðir voru farnar margar, og 17. júní var gengið alla leið til Akureyrar í blíðskapar- veðri. Lengri ferðir voru og farn- ar, t.d. að Vestmannsvatni og í Vaglaskóg. Og einn sunnudaginn fórum við til kirkju að Möðruvöll- um, flest gangandi, aðeins þau börn, sem erfitt áttu um gang vegna fötlunar, fengu bílfar. Mesta ævintýrið fyrir mig og, að ég hygg, marga aðra var þó að komast út í Grímsey. Það var efnt til hópferðar þangað annað sumarið sem ég var í Þelamerk- urskólanum. Við fórum frá Akur- eyri með flóabátnum Drangi, og fengum indælis veður, sem betur fór. Móttökurnar í Grímsey eru mér ógleymanlegar, það var eins og þjóðhöfðingjar væru að heim- sækja eyjarbúa, en ekki bara hóp- ur skólabarna og kennarablækur. Og óneitanlega var gaman að komast norður fyrir heimskauts- baug. Allir þátttakendur í ferðinni fengu skrautritað skjal, sem vott- festi að þeir hefðu komið til Grímseyjar. Ég geymi þetta skjal sem helgan dóm. Já, fólkið í Grímsey tók svo sannarlega vel á móti okkur, og veðurguðirnir voru okkur hliðhollir, en krían gerði heiftarlegan aðsúg að okkur á leiðinni yfir flugvöllinn, upp að heimskautsbaugsmarkinu. Lá nærri, að sumum féllist hugur og flótti brysti í liðið, svo hatramleg- ur var atgangur kríunnar. „Ég held aö óhætt sé að fullyrða að nemendur séu yfirleitt ánægðir með sumardvölina, og þeim líði vel. Auðvitað hafa ýmis ytri skilyrði, til dæmis veðurfarið, mikið að segja.“ Nú er kannski rétt að gera nán- ari grein fyrir því, hvernig dag- arnir liðu í sumardvölinni. Dagur- inn var tekinn snemma, krakkarn- ir voru vaktir og drifnir á fætur kl. 8 á morgnana, og kl. 8.30—9 var morgunmatur. Krakkarnir skiptust á um að aðstoða í borð- stofu og eldhúsi. Eftir morgunmat var útivera, svo framarlega sem veður leyfði, og það var sjaldan, sem veður hamlaði útivist. Kl. 12—13 var hádegismatur, og síðan farið út aftur í gönguferðir eða leiki. Kl. 15.30—16 var kaffitími (drekkutími). Iðulega fóru þeir sem ekki höfðu farið í sund fyrri hluta dagsins í laugina eftir „drekkutíma" og voru að busla þar fram undir kvöldmat, sem var kl. 18.30—19.30. Ef veður var sérlega gott, fengu krakkarnir að fara út eftir kvöldmat, a.m.k. eldri krakk- arnir, og var það eins konar frjáls tími. Um hálftíu-leytið fengu allir kvöldhressingu, og upp úr því var gengið til náða, en mörg yngri börnin voru reyndar farin að sofa þá fyrir góðri stundu. Kl. 23 áttu allir að vera komnir í algera ró, og þá var vinnudegi starfsfólksins lokið, þ.e.a.s. þeirra, sem voru búnir að vinna allan daginn. En ein manneskja var alltaf á næturvakt, bakvakt, svona til öryggis. Auk þess að hjálpa til í eldhúsi og borðstofu, tóku krakk- arnir til í herbergjum sinum á morgnana. Einnig var þeim skipt í hópa, sem önnuðust ræstingu á húsnæðinu, auðvitað undir eftir- liti og með aðstoð fullorðinna. Sumardvölin er þannig ekki bara matur, svefn og leikur hjá krökk- unum, heldur fá þau nasasjón af því, að það þarf talsvert fyrir líf- inu að hafa. Ég sagði áðan, að veðrið hefði talsvert að segja í sumardvöl. Þannig vorum við ákaflega óhepp- in með veður þann tíma, sem ég var í Reykjanesi, en það var jún- ímánuður. Það voru stöðugir kuld- ar, ekki mikil úrkoma, en kulda- strekkingur alla daga. Auðvitað verður allt óyndislegra þegar þannig viðrar. Það var helst seint á kvöldin, sem lygndi, og eina nóttina, sem ég var á næturvakt, var unaðslega kyrrt og tiltölulega milt veður. Þá varð þessi stæling á gulifallegu ljóði Sigurðar Þórar- inssonar til: Lúinn gerist selur og leggst upp í sker, lóna úti á víkinni blikinn og kollurnar. Lengst utan úr djúpinu friðsældin fer, finn ég hana seitla inn í hjartað á mér. Þagnað er í mýrinni mófuglanna kvak, mál er nú að halla sér útaf á sitt lak. Borgarey og Vatnsfjörður brosa í [aftankyrrðinni, bráðum fer nóttin um Ögur og [Reykjanes.“ Sumrin sem ég var í Hlíðardal viðraði oft ágætlega á okkur, þannig að við gátum flatmagað hálfnakin í brekkunum upp af fótboltavellinum og sleikt sólskin- ið. Og í Þelamerkursumardvölinni vorum við fremur heppin með veð- ur, ég man ennþá, hvað okkur varð ofsalega heitt á göngunni til Ak- ureyrar 17. júní, enda var glaða skólskin og því nær logn. Og í um við slíkt stafalogn, að flóabát- urinn haggaðist ekki, enda kom það sér nú víst betur fyrir flest okkar. Vinnudagurinn var talsvert langur í sumardvölinni, eða oft frá kl. 8—23, en svo átti fólk frídaga til skiptis. Sama starfsmanneskja vann kannski þrjá daga frá kl. 8—23 í striklotu, en átti svo frí í einn eða tvo daga. Þegar ég var í Þelamerkurskól- anum fór ég oft í könnunarferðir um nágrennið á frídögum. Ég fór til Dalvíkur og Ólafsfjarðar, inn að Akureyri, hringferðir um Svarfaðardalinn, út að Svalbarðs- eyri, o.fl., o.fl. Ég man sérstaklega eftir því, hvað mér fannst Ólafsfjörður vinalegur staður, enda kom ég þar í alveg einstöku blíðskaparveðri. Trúlega hefði ég fengið aðra og verri mynd af staðnum, ef ég hefði komið að vetrarlagi. í lauginni í Reykjanesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.