Morgunblaðið - 18.08.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.08.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 25 Texti: H(i — Myndir: Ragnar Axelsson Nokkur þúsund kassar af freðfiski voru í frystiklefum auk beitu og smokkfisks og mun það allt að mestu ónýtt. ■ ■■■ jjl i*' lust upp og tóku á sig ýmsar torkennilegar myndir í hitanum. Það var rétt eins og bárujárnið leki niður. Til að komast að eldinum varð að rjúfa þakið og unnu menn síðan kappsamlega að því að dæla vatni á eldinn. Lúðvlksson við slökkvistörf. ístir í reykmistri í baksýn Eldurinn gaus upp eins og hendi væri veifað — segir Ómar Lúövfksson, slökkviliðsstjóri „SLÖKKVISTARFIÐ hefur gengið vonum framar miðað við aðstæður, það hefur ekki skort vatn eða mannskap. Eldurinn gaus upp á mjög skömmum tíma og barst um allt húsið. Það var því lítið hægt að gera annað en að slá á eldinn. Þeg- ar enginn slasast skipta fjármunir ekki svo miklu máli,“ sagði Ómar Lúðvíksson, slökkviliðsstjóri, er Morgunblaðið ræddi við hann rétt eftir hádegið. „Frá mínum bæjardyrum séð hefur ekki verið spurning um það hvort húsið brynni, heldur hve- nær. Þetta er gamalt hús, sem alloft hefur verið stækkað og í því eru engir eldvarnarveggir og mikið um gömul umbúðaloft. Það var þó lán í óláni að þetta gerðist við núverandi aðstæður. Nóg var af vatni í læknum, sem rennur hér hjá, en ef þetta hefði gerzt um vetur, hefði ábyggilega orðið vatnsskortur. Eldurinn hefur að öllum líkind- um komið upp í námunda við gamalt umbúðaloft og svo snögg- lega gaus hann upp, að fólkið komst með naumindum niður af kaffistofunni. Þetta var rétt eins og hendi væri veifað," sagði ómar Lúðvíksson. Vordís Hafsteinsdóttir og Anna Birna Sigurbjörnsdóttir, starfsstúlkur í frystihúsinu. Er nánast algjör stöðnun framundan — segir Auðunn Olafsson, sveitarstjóri „ÞAÐ er öll frystilínan brunnin og viróist gjörsamlega ónýt. Hér unnu um 60% vinnufærra manna á staðn- um og nú virðist algjör stöðnun vera framundan. Mikil bjartsýni hefur ríkt hér á Hellissandi undanfarið og mikið verið byggt upp á staönum svo þetta er mikið áfall, en menn hér eru ekki vanir að gefast upp,“ sagði Auðunn Olafsson, sveitarstjóri á Hellissandi, er Morgunblaðið ræddi við hann á brunastaö í gær. „Það er enn ekki séð fyrir end- ann á þessu, það eru aðeins um þrjár klukkustundir síðan eldsins varð vart. Ljóst er þó að eyðilegg- ingin er mikil og ekkert verður farið að ræða um framhaldið fyrr en síðar. Eldsins varð vart um klukkan 10 og slökkvilið Neshrepps utan Ennis kom nær þegar á staðinn. Slökkviliðið frá Olafsvík kom skömmu síðar og loks slökkvilið Grundarfjarðar um klukkan 12. Þá hafa þeir, sem unnið hafa við frystihúsið tekið mikinn þátt í slökkvistarfinu, en lítið hefur ver- ið hægt að gera. Eldurinn breidd- ist ótrúlega hratt út eftir þakinu, enda var mikill vindur í morgun og svo kappkostað var að bjarga því, sem bjargað varð,“ sagði Auð- unn Ólafsson. Auðunn Ólafsson, sveitarstjóri. Eins og allt spryngi upp og þá var bara að forða sér — segir Vordís Hafsteinsdóttir „ÉG HEF verið að reyna að hjálpa til við slökkvistarfið, bera út gas- kúta og slökkva eldinn og það hef- ur gengið sæmilega. Annars hef ég unnið hér í 5 mánuði og það er slæm tilFinning að missa vinnuna á þennan hátt,“ sagði Vordís Haf- steinsdóttir, starfsstúlka við frysti- húsið. Ég verð að fara að leita mér að annarri vinnu en tel ólíklegt að hún fáist hér. Ég verð líklega að leita eftir henni inn til Ólafsvík- ur. Ég vona bara að ég fái vinnu. Ég var niðri í gömlu kaffistof- unni, þegar eldurinn kom upp og hélt fyrst að þetta væri bara smáræði. Þegar ég fór að athuga það betur, gaus mikill reykur upp og rétt á eftir var eins og allt spryngi upp og þá var bara að forða sér,“ sagði Vordís Haf- steinsdóttir. „Ég fór upp á kaffistofu rétt fyrir klukkan 10 til að glugga í samninga og varð þá ekki vör við neitt. Svo leit ég upp og sá mikinn reyk koma inn af umbúðaloftinu, þar sem kassarnir eru merktir. Ég kallaði þá eitthvað inn í kaffi- stofuna, ég man ekki hvað, svo mikið brá mér. Síðan var ekki um annað að ræða en að hlaupa út. Það er vissulega slæmt að missa vinnuna, en það dugar ekki að gefast upp, ég verð bara að leita að annarri vinnu,“ sagði Anna Birna Sigurbjörnsdóttir, starfs- stúlka í frystihúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.