Morgunblaðið - 18.08.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.08.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 Sveinbjörn fekk tveggja leikja bann — nær þo i Skagamaðurinn Sveinbjörn Hákonarson fékk í vikunni tveggja leikja bann vegna þess að hann hafði fengið 15 refsistig í sumar og mun hann því ekki leika meö Skaganum á móti ÍBÍ né ÍBK, en hann sleppur aftur á móti í bikarúrslitaleikinn sem verður 28. ágúst. Þrótfarar fengu slæma útreið að þessu sinni þegar aganefndin hélt fund. Þeir fengu þrjá menn dæmda i eins leiks bann hvern. Ársæll Kristjánsson, Sverrir Pétursson og bikarurslitin Siguröur Hallvarðsson veröa þvi ekki með í leiknum gegn Víkingum þann 24. ágúst. Sverrir og Ársæll fengu banniö vegna 10 refsistiga en Sigurður vegna brottrekstrar. Það sama var uppi á teningnum varðandi Hörö Hilmarsson úr Val, hann fékk einn leik í bann vegna brottvísunar úr leik, en Ragnar Gíslason úr Víking fékk einn leik vegna 10 refsistiga og mun hann því ekki leika á móti ÍBV og Höröur missir líklega af leiknum viö Þór, nema þeir leiki við iBV í millitíðinni. Enginn úr Reykjavík í landsleiknum í gær viö Svíþjóö vakti það athygli sumra þeirra sem mættu á völlinn aö enginn leikmaður úr Reykjavík var í landsliðinu sem lék, Hafþór Sveinjónsson úr Fram var varamaður en hann kom ekkert inná í leiknum. Knattspyrnuáhugamaður laumaöi því að mér að það væri ef til vill alveg í samræmi við hvernig knattspyrnan væri í ár því í undanúrslitum bikarkeppni KSÍ hefði ekkert lið héðan verið, það heföu allt verið utanbæjarmenn og sagöi hann aö greinilegt væri aö knattspyrnan væri á mikilli uppleið „úti á landi“. • Eitt af fáum marktækifærum íslenska landsliðsins í leiknum gegn Svíum í gærkvöldi. Helgi Bentsson missir boltann aðeins of langt frá sér í dauðafæri við sænska markið. Markvörðurinn sænski hefur hlaupið út á móti og kastað sér á fætur Helga. Arnór lék vel með liði BELGISKA knattspyrnan hófst í fyrradag og voru þá leiknir þrír leikir í 1. deildinni. Arnór Guð- johnsen lék vel með Anderlecht t sínum fyrsta leik með þeim, en þaö dugöi þó skammt því þeir töpuðu, 2—1, gegn Beerschot. Lokaren lék frábærlega vel þegar þeir mættu Beringen og eftir að- eins 20 mínútur var staöan orðin 3—0. Van der Elst, sem áður lék með West Ham, skoraði fyrsta markið í leiknum strax á fyrstu mínútunni og var það jafnframt fyrsta markið í deildinni í sumar. Loks gerðu Waregem og Mechel- en jafntefli, hvort lið skoraði eitt mark. í gærkvöldi var keppninni haldiö áfram og lék Antwerpen, lið Péturs Péturssonar. við Molenberg á úti- velli og varð markalaust jafntefli. Að sögn Péturs var þetta ágætis leikur og heföu þeir mátt vinna hann, því hinir björguðu þrívegis á Pétur Pétursson: „Við erum með nokkuð sterkt lið í ár“ EINS OG fram kemur hér á síð- unni þá lék Antwerpen í belgísku deildinni í gærkvöldi og gerðu þeir markalaust jafntefli viö Mol- enberg. Pétur Pétursson lék meö í leiknum, en honum tókst ekki að skora frekar en öðrum á vell- inum. Pétur sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi að hann hefði ekki átt neitt sérstakan dag, en þó heföi hann ekki verið neitt lélegur held- ur, Hann kvaðst alveg vera hættur við aö fara til Spánar og taldi lík- legt að hann yrði hjá Antwerpen í vetur að minnsta kosti. „Ég er ekki kominn í nægilega gott form ennþá, ég byrjaöi seinna en aðrir leikmenn hér en þetta hlýtur allt aö koma hjá mér. Við erum með gott lið í ár og ég spái því að okkur gangi vel," sagði Pét- ur Pétursson að lokum. — sus • Hér má sjá tvö kunnugleg andlit og ef myndin gæti talað þá þekkti örugglega hvert mannsbarn á íslandi þessa kappa. Siguröur Sigurðs- son, fyrrverandi íþróttafréttamaður Ríkisútvarpsins, og Hermann Gunnarsson, sem gegnir því starfi í dag. Siguröur var með Hermanni á landsleiknum við Svía í gær og hefur hann eflaust vonast eftir sigri eins og þegar hann lýsti leiknum áríð 1951, sem við unnum 4—3, en það mun vera fyrsti leikurinn sem Sigurður lýsti í útvarpinu. Nú eru 13 ár síðan hann hætti að lýsa og eflaust hafa vaknað margar minningar hjá honum þegar hann settist á ný í þularsætiö á Laugardalsvellinum, en því miður dugði þaö ekki tit sigurs. Anderlecht línu en áttu ekkert færi sjálfir. Antwerpen skoraði eitt mark og var það löglegt aö allra dómi en dómarinn sá eitthvaö athugavert og dæmdi það af. Pétur sagði að þetta hefði verið allt í lagi því þeir hefðu tapað þarna undanfarin fimm ár. Standard sigraði Gent á útivelli, 2—0, Lierse tapaöi á heimavelli fyrir Kortrijk, 0—1, og sama markatala varð í leik Brugge og Beveren, Laug tapaði einnig fyrir Seraing, 0—1, þannig að það var mikiö um útisigra í Belgíu i gær- kvöldi. „íslenska liðið lék prúómannlega“ David Richardson dómari frá Englandi: „Þetta var mjög ánægjulegur leikur og góö æfing áður en deildin byrjar hjá okkur eftir 2 vikur. Ég hef aldrei séö ísland leika áöur, þannig að ég get ekki dæmt um frammistöðu þeirra í kvöld og þaö sama má segja um Svíana, maöur horfir ekki þannig á leikinn að maður sjái hverjir séu góðir og hverjir ekki, þannig að ég treysti mér ekki til að segja til um það. Mig langar aö taka eitt fram og það er að ég er mjög ánægöur hversu drengilega liðin léku, sérstaklega Island, því það vill oft brenna við þegar liö er undir að þaö leiki alltof stíft eöa jafnvel gróft, en það gerðu þeir ekki, heldur léku þeir mjög prúðmannlega“. „Við höfum leikið betur“ — sagði þjálfari Svía, Arnesson Tommy Holmgren, besti maður Svía í leiknum: „Þetta var alls ekki léttur leikur hjá okkur. Viö vorum mjög heppnir að skora tvö fyrstu mörkin og þaö var það sem við þurftum. Þessi leikur hjá okkur í kvöld var ekkert verri en þeir leikir sem viö höfum leikið að undanförnu þannig að það er misskilningur að við höfum leikið öðruvísi hér en viö höfum gert að undanförnu. Lars Arnesson þjálfari: „Þaö er alltaf gott að vinna leik meö svona mörgum mörkum og því er ég mjög ánægóur. Viö höfum leikiö betur og ef viö hefðum haft 3—4 leikmenn sem ekki voru hér í kvöld þá væri liðið sterkara en viö lékum mjög vel núna þrátt fyrir þaö. Fyrri hálfleikurinn var mun betri hjá okkur en í þeim síðari lékum við af öryggi. Leik- maður nr. 9 hjá ykkur (Ragnar Margeírsson) var besti maður ís- lands og einn af bestu mönnum vallarins og ég vildi gjarnan hafa hann í mínu liði. Hjá mér var Tommy Holmgren bestur.“ Sagt eftir leikinn: „Þetta var grátlegt“ — sagði Viðar Halidórsson fyrirliði Viöar Halldórsson fyrirliði ís- lands: „Þetta var agalega grátlegt en Svíarnir voru mjög sterkir og þeir fá tvö gjafamörk snemma í leiknum og það slær okkur al- gerlega út af laginu. Svíarnir koma greínilega mjög sigurvissir tíl þessa leiks og þeir voru góðir en það bætir ekki fyrir það að leíkur okkar var alls ekki nógu góöur.“ Ragnar Margeirsson besti maður íslands: „Ég er nokkuð ánægður með mig persónulega sérstaklega í fyrri hálfleik en ég var orðinn ansi þreyttur undir lok leiksins. Þessi tvö mörk voru al- veg hræöileg, þeir eru meö mjög sterkt lið og voru einfaldlega miklu betri. Okkar lið er mjög ungt, við erum með sex leikmenn sem leika í landsliðinu undir 21 árs og það vantar auövitað hjá okkur leikreynslu." Jóhannes Atlason þjálfari ís- lands: „Viö fáum á okkur tvö út- sölumörk mjög fljótt í leiknum og það kom eins og gusa framan í okkur. Við byrjuðum vel og þaö virtist vera stemmning í strákun- um en mörkin uröu til þess aö sú stemmning datt niður. Miðað viö gang leiksins þá hefðu Svíarnir mátt skora tvö mörk og við feng- um nokkur færi, aö vísu ekki mörg, en okkur tókst ekki aö nýta okkur þau. Tommy Holmgren var langbestur hjá þeim en þeir eru með geysilega sterkt liö og mjög jafnt." Þorsteinn Bjarnason mark- vöröur: „Mér fannst margt gott í þessum leik en fyrsta markið var mjög klaufalegt, það var mikill misskilningur hjá okkur. Það hefði verið sanngjarnt að staðan í hálfleík heföi verið 1—0 fyrir þá en ekki 3—0. Jú, þetta er í fyrsta skipti sem ég er tekinn útaf í leik en það er ekkert viö því aö segja annað en aö standa sig betur næst.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.