Morgunblaðið - 18.08.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.08.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 Kaupið er óeðli- lega lágt á íslandi Skrif dr. Vilhjálms Egilssonar gagnrýnd — Fyrri grein — eftir Stefán Ólafs- son lektor I Barlómur atvinnurekenda Vilhjálmur Egilsson, hagfræð- ingur Vinnuveitendasambands Is- lands, hefur verið atkvæðamikill undanfarið, við að sannfæra landsmenn um það, að laun séu allt of há á íslandi. (Síðast í grein í Mbl. 9. júlí sl.) Vilhjálmur telur að sú kjaraskerðing, sem núver- andi ríkisstjórn er að framkvæma, dugi hvergi nærri til að draga úr eyðslu alþýðuheimilanna, en hann virðist álíta að hún sé helsta orsök umframeyðslu þjóðarinnar og er- lendrar skuldasöfnunar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þessu ári munu verða til þess að kaupmátt- ur taxtakaups verður í árslok kominn niður á það stig sem var árið 1953. Það er met. Vilhjálmur Egilsson, og ýmsir aðrir áróð- ursmenn um kauplækkanir, vilja ganga lengra. Skrif Vilhjálms eru nokkuð dæmigerð fyrir þann barlóm at- vinnurekenda, sem lengi hefur yf- irgnæft allar aðrar raddir í efna- hags- og kjaraumræðu á íslandi. Kröfurnar um kjaraskerðingu hjá launafólki og opinbera styrki handa fyrirtækjum eru sannar- lega ekki nýjar af nálinni. Næst- um upp á hvern dag birtast þær í fjölmiðlum í einhverri mynd. Raddir heimilanna, húsbyggjenda eða láglaunafólks hafa algjörlega kafnað við hliðina á þessum grát- kórum atvinnurekenda. f grein sinni notar Vilhjálmur hins vegar opinber talnagögn á mjög svo villandi hátt, að því er virðist til að gefa málflutningi sínum fræðilegt yfirbragð. Þetta á við um túlkun hans á vexti ráð- stöfunartekna og hlut launþega í þjóðartekjum. Hvoru tveggja telur hann að sýni að laun séu of há á Islandi i dag. Margir stjórnmála- menn hafa tekið upp slíkar túlk- anir á umræddum gögnum, og er því ástæða til að gagnrýna það sem rangt er í þessum málflutn- ingi. Þjóðinni er í sffellu talin trú um að laun í landinu séu of há. Það hefur þó hvergi verið sannað, enda er það rangt að svo sé. II. Kjaraskerðing- in vekur at- hygli erlendis Svo mikil kauplækkun sem nú er að verða hér á landi, þekkist ekki hjá þjóðum sem eru á sama þróun- arstigi og við fslendingar, t.d. meðal aðildarríkja OECD. Það er nægilegt undrunarefni út af fyrir Stefán Ólafsson „Við erum í hópi ríkustu þjóða heims. Launakjör á íslandi eiga að endur- spegla þá staðreynd. Ef þjóðartekjur á mann dragast saman um 5—7% í ár má sætta sig við 5—7% lækkun kaup- máttar grunnlauna, en 18—20% lækkun er al- gjör óhæfa.“ sig. Sérfræðingar OECD hafa get- ið þessa í skýrslum sínum (OECD 1976). Enn furðulegri verður þessi kjaraskerðing á Islandi, þegar þess er gætt að þjóðartekjur okkar hafa vaxið mun meira en flestra annarra OECD-ríkja síðustu 2 til 3 áratugina. Við erum I hópi 10 rík- ustu þjóða heims, ef miðað er við þjóðartekjur á mann. Launakjör á Islandi eiga að endurspegla þá staðreynd, en ekki hrynja 30 ár eða meira aftur í tímann að ástæðulausu. Ef þjóðartekjur á mann dragast saman um 5—7% á þessu ári, eins og spáð er, má sætta sig við 5—7% lækkun kaup- máttar grunnlauna, en 18—20% lækkun er algjör óhæfa. III. Málfhitningur Vilhjálms I grein sinni í Mbl. 9. júlí sl. gerir Vilhjálmur Egilsson tvennt til að reyna að sýna að laun séu of há í landinu. I fyrsta lagi sýnir hann á línu- riti (Mynd I hér), að kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi vaxið hraðar en þjóðartekjur. Það túlkar hann sem merki um það að kaup hafi hækkað of mikið. Það er röng túlk- un. I öðru lagi sýnir hann línurit um hlut launþegá í þjóðartekjum sem virðist hafa vaxið litillega undanfarin ár. Það túlkar Vil- hjálmur einnig sem vísbendingu um of miklar kauphækkanir. Það er einnig rangt, vegna þess að ráðstöfunartekjur og hlutur laun- þega í þjóðartekjum geta vaxið án þess að kaup hækki, m.a. vegna aukins vinnuálags og breyttra at- vinnuhátta, auk sérstakra galla í umræddum mælikvörðum. IV. Ráðstöfunartekjur eru mjög gallað- ur mælikvarði á launakjör Ráðstöfunartekjur heimilanna eru sá mælikvarði Þjóðhagsstofn- unar á kjör sem yfirleitt vex hrað- ast. Hraðar en kauptaxti, greitt tímakaup og árstekjur einstakl- inga. Af þeirri ástæðu freistast at- vinnurekendur og ríkisstjórnir mjög til að hampa tölum um vöxt ráðstöfunartekna þegar réttlæta þarf kjaraskerðingu. Slík notkun er hins vegar algjörlega óverjandi, vegna þess að ráðstöfunartekjur vaxa af mörgum öðrum ástæðum en hækkun grunnkaups. Þær hækkta t.d. vegna meiri yfirvinnu einstaklinga, aukinnar launavinnu eiginkvenna, breyttrar vaxta- stefnu og vegna breytinga á tekju- skiptingu í landinu. Tölur Þjóð- hagsstofnunar geta sýnt vöxt heildarráðstöfunartekna, jafnvel þó kjör láglaunafólks eða hús- byggjenda standi í stað eða versni. Af þessum ástæðum er óverjandi að leggja vöxt ráðstöfunartekna heimilanna að jöfnu við kaup- hækkanir. V. Á aukin vinna að réttlæta kjaraskerðingu? Það gefur því auga leið að öll notkun gagna um ráðstöfunar- tekjur heimilanna er mjög háska- leg í umræðu um kjaramál laun- þega. Þeir sem réttlæta kjara- skerðingu með því að ráðstöfun- artekjur hafi vaxið, eins og Vil- hjálmur Egilsson gerir, eru því að faisa staðreyndir um kaup launa- fólks. Þeirra málflutningur felur til dæmis í sér eftirfarandi: 1. Þegar ég vinn aukna aukavinnu (og eyk þar með ráðstöfunar- tekjur mínar), segja þeir að lækka beri grunnkaup mitt og annarra launþega. 2. Þegar eiginkonan fer út að vinna (hækka ráðstöfunartekj- ur okkar), segja þeir að lækka eigi kaup okkar. Samhengið á milli aukinnar vinnu heimilismanna, vaxtar ráðstöfunartekna og kjara- skerðingar á íslandi má sjá bet- ur á meðfylgjandi skýringar- mynd (mynd 2), þar sem sýnt er hvernig aukin vinna einstakl- inga getur orsakað kjaraskerð- ingu hjá launafólki. 3. Þegar vaxtatekjur og sölutekj- ur stóreignafólks og sparifjár- eigenda aukast, segja þeir að lækka eigi kaup mitt. 4. Þegar kjör gamla fólksins batna, með hækkun tekjutrygg- ingar og ellilífeyris, segja þeir að lækka eigi kaup launa- manna. 5. Þegar greiðslubyrði mín af hús- næðislánum eykst stórlega vegna lánskjara, segja þeir að ráðstöfunartekjur mínar hafi aukist, og ég þoli því kauplækk- un! Allt eru þetta dæmi um það hvað þessi málflutningur kaup- lækkunarpostula, eins og Vil- hjálms Egilssonar, felur í sér. All- ir sjá hversu rangt þetta er, og hversu óréttlátt þetta er. . MYND II. HVERNIG AUKIN VINNA HEIMILANNA ORSAKAR KAUPLÆKKUN VI. Kaup er óeðlilega lágt á íslandi En með slíkum málflutningi, eins og þeim sem hér hefur verið greint frá, hefur kauplækkunar- mönnum þessa lands tekist að fá óskum sínum fullnægt. Árangur- inn er sá að tekist hefur að halda launum óeðlilega lágum á íslandi með síendurteknum kjaraskerð- ingum, sem yfirleitt eru langt um- fram minnkum þjóðartekna. Þetta kemur m.a. fram á Mynd III. Þar er bætt inn á mynd Vil- hjálms þróun greidds tímakaups og kauptaxta. Þessar upplýsingar leiðrétta að hluta þær upplýsingar sem faldar eru í villandi tölum um ráðstöfunartekjur. Greitt tímakaup er eini raufhæfi mælikvarðinn á kjör launafólks fyrir vinnu sína. Það gildir á Islandi eins og í öðrum löndum. Hér hefur greidda tíma- kaupið dregist aftur úr þjóðar- tekjum, meira en tíðkast í ná- grannalöndunum. Það ætti að fylgja þjóðartekjum og því ber að hækka kaupið á Islandi. Kauptaxti er það kaup, sem verkalýðshreyfingin hefur samið keypt ódýru verði og tímakaupið er eftir sem áður svívirðilega lágt í mörgum starfsreinum. Hér er án efa komin ein skýring á því hvers vegna fólk sættir sig við lífskjörin; smánarlegar yfirborganir á öm- urlegum kauptöxtum, ásamt leynimakki um raunverulegt kaup einstaklinga. Munurinn á greiddu tímakaupi og ráðstöfunartekjum (línum III og I), felst hins vegar aðallega í vinnuþrældómi launafólks á ís- landi, breyttum atvinnuháttum (t.d. síaukin launavinna eigin- kvenna og fjölgun launþega), og breyttri tekjuskiptingu í landinu. Þetta er sá munur sem auðveld- lega gefur ranga mynd af kjörum fólks, sem segir þau vera betri en þau í raun eru og sem oftast er notaður til að réttlæta kjaraskerð- ingar. VIII. Lág laun og vinnuþrældómur íslendingar sem heild eru rík þjóð. Þjóðartekjur okkar hafa einnig vaxið hraðar en flestra OECD-landa síðustu árin. Á sama um í kjarasamningum. Hann hef- ur dregist það mikið aftur úr vexti þjóðartekna að stórfurðulegt má telja. Það sýnir óhemju lakan árangur launþegasamtaka í kjara- baráttu, enda hefur afl atvinnu- rekenda og kauplækkunarmanna verið miklu meira og árangursrík- ara hér á landi. VII. Greitt tímakaup segir söguna rétta Svo lágt er taxtakaup verka- lýðshreyfingarinnar, að atvinnu- rekendur hafa í mörgum tilvikum ekki í sér hjarta til að borga svo lág laun. Þeir bjóða því starfsfólki sínu nokkrar yfirborganir og bón- usgreiðslur. Það kemur fram í því að greitt tímakaup hækkar meira en taxtakaupið. (Munurinn á línu IV og III á Mynd III.) Eins og myndin sýnir, vantar hins vegar all nokkuð upp á að greidda tíma- kaupið sé eðlilega hátt. I mörgum löndum vex það jafnvel hraðar en þjóðartekjur. Það er óneitanlega kjörstaða fyrir atvinnurekendur að hafa umsaminn kauptaxta svo lágan, að þeir geti leikandi gert leynilegt samkomulag við sérhvern starfs- mann um örlitla yfirborgun. Þa með er ánægja starfsmannsins tíma hafa laun ítrekað verið lækk- uð óhóflega, og dregist aftur úr. Til þess að mæta þessu og standa við skuldbindingar sínar hefur ís- lenskt launafólk af miklum dugn- aði lagt á sig mjög aukna vinnu oft á tíðum. Þannig hafa heimilin mætt óhóflegum kjaraskerðingum með auknum vinnuþrældómi. Af- leiðingin er sú, að laun eru hér lægri en gerist hjá þjóðum með sambærilegar þjóðartekjur, og samt vinnur launafólk á íslandi miklu lengri og fleiri vinnudaga. Þegar vöxtur ráðstöfunartekna er látinn réttlæta frekari kaup- hækkanir, eins og gerst hefur síð- ustu árin, er í reynd farið að refsa fólki fyrir vinnudugnaðinn með enn meiri kauplækkunum. Mönn- um er nú meinað að vinna sig út úr þrengingum sínum. Bæti þeir hag sinn með dugnaði, verður það aftur tekið með frekari kjara- skerðingu, ef áróður kauplækkun- armanna nær sama árangri og oftast hefur verið. Slík útkoma er ástæðulaus, óréttlát og hrollvekjandi í eðli sínu. Aðrar leiðir verður að fara. Siefín Ólafsson er lektor við fé- lagsvísindadeild Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.