Morgunblaðið - 07.09.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.09.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1983 Harma árásina á farþegavélina UTANRÍKISRÁÐHERRAR Norðurlandanna hafa harmað hinn sorglega at- burð er Rússar skutu niður suður-kóreönsku farþegaflugvélina sl. miðviku- dag. Ráðherrarnir, sem funduðu í Stokkhólmi í gær og fyrradag, hafa vottað aðstandendum hinna látnu samúð sína. Þeir telja nú brýna nauðsyn bera til að grípa til aðgerða, sem megni að koma í veg fyrir að atburðir af þessu tagi geti endurtekið sig, að því er segir í yfirlýsingu utanríkisráðherranna, sem gefin var út í gær. Ráðherrarnir ræddu samkvæmt venju helstu alþjóðamál, þ.á m. af- vopnunarmál, s»...oKÍpti austurs og vesturs, Madrid-ráðstefnuna, ástandið í Líbanon, málefni Suð- ur-Afríku og helstu mál á dagskrá 38. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, sem hefst í New York síðar í þessum mánuði. Slæmt ástand í símamálum Eyfellinga: Nær ógerlegt ad ná út af svæðinu „VIÐ ERIJM óhressir með það Eyfellingar, hvernig símamálum er komið hjá okkur og ástandið lýsir sér í því að við reynum að hringja og fáum ekki són og svo verðum við að bíða dögum saman til að ná út af svæðinu, en þetta er misjafnt, en sem dæmi má nefna að í síðustu viku náði ég ekki út af Eyjafjallasvæðinu,“ sagði séra Halldór Gunnarsson í Holti undir Eyjafjöll- um, í samtali við Morgunblaðið, en fyrir nokkru var tekið þar upp sjálfvirkt kerfi. Kvað Halldór ástandið hafa skánað heldur síðustu daga, en ekki væri það gott. Ástandið sagði hann lýsa sér þannig að oft fengju menn ekki són og ef hann næðist væri iðulega á tali þegar hringt hefði verið. Frá því að sjálfvirki Vel aflast AFLI togara frá Reykjavík hefur verið góður að undanförnu, en einkum hefur það verið karfi sem aflast hefur hér suðvestur af Reykjanesi. í gær kom Ögri með 340 lestir til Reykjavíkur, sem mestmegnis var karfi og í fyrra- kvöld lagði Ottó N. Þorláksson upp 250—260 tonn sem einnig var fyrst og fremst karfi. Á þessum tíma árs er oft um góða karfaveiði að ræða. Hins vegar hafa Reykja- víkurtogararnir lltið sem ekkert aflað af þorski að undanförnu. síminn kom, kvað Halldór ástand- ið hafa verið erfitt, en undanfarið hefði keyrt um þverbak. Sagði Halldór að ein ástæðan fyrir þessu væri sú að allt of mörg númer væru tengd inn á stöðina á Hvolsvelli. Sagði hann að þetta ástand væri stórhættulegt í neyð- artilfellum því ekki næðist í lækni meðan svona væri. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Bergþóri Halldórs- syni, verkfræðingi hjá Pósti og síma, hefur verið um bilanir að ræða sem hefðu komið og farið, ef svo mætti segja, einhverjar línur hefðu dottið út tímabundið í sam- bandinu á milli Hvolsvallar og símstöðvarinnar á Steinum undir Eyjafjöllum. Sagði hann að einni línu yrði bætt við fljótlega út af Eyjafjallasvæðinu, en nú eru þar sex línur. Þá stæði einnig til að bæta við sex línum út af Hvols- vallarsvæðínu. Nýr flugvöllur á Kirkjubæjarklaustri Kirkjuha jarklau.stri, 5. september. SÍÐASTLIÐINN föstudag, var að viðstöddum Pétri Einarssyni, flug- málastj. o.fi., formlega tekinn í notk- un nýr flugvöllur við Kirkjubæjar- klaustur. Hafist var handa við fram- kvæmdir sl. vor og hefur verið gerð 800 m braut. Síðar er fyrirhugað að lengja þá braut í 1200 m ásamt þverbraut og setja upp skýli. Hingað til hafa íbúar héraðsins nærri eingöngu orðið að treysta á vegakerfið sem oft á tíðum hefur reynst erfitt, einkum yfir vetr- armánuðina, og er því tilkoma flugvallarins mikið öryggisatriði fyrir þá. Auk þess eru nú aðstæður til þess að hefja áætlunarflug til Kirkj ubæj arklausturs. — HH Utanríkisráðherrar Norðurlandanna ásamt sænsku konungshjónunum í konungshöllinni í Stokkhólmi, en þangað var ráðherrunum boðið í opinbera móttöku í gær. Talið frá vinstri eru á myndinni Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra íslands, Uffe Ellemann-Jensen, Danmörku, Svenn Stray, Noregi, Silvía drottning, Karl Gústaf, konungur, Paavo Vayrinen, Finnlandi og Lennart Bodström, Svíþjóð. Sjósetningarbúnaður gúmmíbjörgunarbáta: Brást með öllu um borð í Hólmadrangi „VIÐ PRÓFUÐUM alla björgunar- bátana fjóra sem búnir eru svoköll- uðum gormabúnaði og þeir virkuðu ekki,“ sagði Magni Kristjánsson, skipstjóri á Hólmatindi, nýjasta skuttogara landsins, í samtali við Mbl., en Magni kvaðst hafa ákveðið að reyna sjósetningarbúnaðinn á landleið úr síðustu ferð skipsins. „Þessi sjósetningarbúnaður er Sigmundsbúnaðurinn breyttur, þ.e. í stað loftþrýstibúnaðar er notaður gormur. Mér datt fyrst í hug að reyna eina bátinn með fjarstýrðum búnaði, en hann virkaði alls ekki og þá ákváðum við að reyna alla björgunarbátana," sagði Magni. „Við skoðuðum inn í einn gorma- búnaðinn og það virist allt í lagi, gormhúsið var nær fullt af olíu og ekkert ryð, gormurinn er augsýni- lega ekki nógu sterkur til þess að losa kólfinn sem á hvort tveggja í senn að losa bindinguna á gúmmí- björgunarbátnum og gálgann sem báturinn er í. Það var svo mikið viðnám í gorminum að gormurinn hafði hreinlega ekki afl. Þegar ég kom á skipið í haust bað ég um samþykktan sjósetn- ingarbúnað með sjálfvirkri still- ingu og reiknaði með að það yrði Sigmundsbúnaðurinn. Ég frétti þá af gormabúnaðinum og hélt að Siglingamálastofnun myndi hrein- lega stöðva það föndur og alls ekki að þeir hlypu til og samþykktu þann búnað sem virðist hafa verið samþykktur á stundinni án nokk- urra tilrauna. Að samþykkja gallaðan búnað sýnir fáránlega togstreitu þegar annar fullgildur búnaður er til og það er sýnt að annarleg sjónarmið ráða ferðinni hjá æðstu mönnum í öryggismálum sjómanna. Slíkt er meira en hættulegt og að það skuli leynt og ljóst vera unnið þannig á móti öryggi sjómanna er hreint og beint óskiljanlegt. Við gerðum þessar prófanir í 6 stiga hita og sól, en mér datt ekki í hug að þessi þáttur búnaðarins myndi ekki virka við þessar aðstæður, ég var fremur hræddur við slæmar að- stæður eins og ísingu því það er fáránlegt að miða við þriggja sm ísþykkt á slíkum búnaði. Mér finnst einnig ástæða til að benda á eitt enn í þessum gormabúnaði. Gormurinn sem á að þrýsta stóln- um getur auðveldlega fyllst af ís og orðið einn ísklumpur. Það á að bjóða sjómönnum alvörubúnað sem hægt er að treysta á en ekki eitt- hvert frat.“ Setjum stífari gorm í losunarbúnaðinn — segir Jón Sveinsson, forstjóri Stálvíkur MORGUNBLAÐIÐ innti Jón Sveinsson, forstjóra Stálvíkur, álits á ummælum Magna Kristjánssonar, skipstjóra, en útbúnaðurinn um borð í Hólmadrangi var framleiddur þar. „Við höfum fengið bréf frá Magna og það er rétt hjá honum, Skipið og farmur þess líklega mikið til heilt — segir Ragnar í Skaftafelli um „gullskipið“ margumtalaða „ÉG ER ekki á sama máli og þeir menn sem hafa verið að tjá sig um þetta mál að undanförnu og taliö þetta skip ónýtt og jafnvel ekki til lengur,“ sagði Ragnar Stefánsson bóndi í Skaftafelli í samtali við Mbl. í gær er hann var spurður að því hvort hann teldi að „gullskip- ið“ margumtalaða Het Wapen van Amsterdam væri enn grafið í sand í Skaftafellsfjöru. Ragnar sagði það á engan hátt sannað að skipið væri ekki enn þar sem það hefði strandað, heldur væri þvert á móti margt sem benti til þess að það væri þar enn. Taldi Ragnar að heim- ildir bentu til þess að það hefði grafist í sand eftir 90 ár á sand- inum. Sagði hann að reynsla manna þar um slóðir af strönd- um benti til að sjór og sandur hafi fyllt skipið strax eftir strandið. Líklegt væri að brotn- að hafi ofan af því og rekið. Hafi það verið það sem menn voru að kroppa í enda af nógu að taka en ekki væri líklegt að menn hefðu farið út í skipið og rifið það. Sagðist hann aldrei hafa heyrt talað um að mikið hafi verið rif- ið úr því. Ragnar tók það fram að þó að forfeður hans hefðu búið í Skaftafelli og haft með fjöruna að gera vissi hann þetta ekki fyrir víst frekar en aðrir en ef mið væri tekið af því sem yfir- leitt hafði gerst við slík strönd þá væri skipið ennþá í sandinum, líklega mikið til heilt og jafnvel farmur þess líka. Ragnar sagði að þeir menn sem leitað hefðu að skipinu svo lengi ætluðu að taka þessu áfalli af myndarskap og kjarki og halda leitinni áfram og vildi hann alls ekki að verið væri að draga þetta framtak þeirra niður svona eftir á. að sveri gormurinn sem á að þrýsta stólnum út virkaði ekki við sjósetningu. Þegar búnaðurinn hafði verið um borð úti á rúmsjó, þá losaði hann ekki bátinn eins og hann gerði áður en hann var sett- ur í skipið. Sv^rið við þessu er til- tölulega einfalt, það er að setja stífari gorm í búnaðinn til þess að losa björgunarbátinn. Útbúnaðurinn uppfylR' ekki þær kröfur sem gerðar voru til hans til þess að standast ísingu í 28 gráðu frosti. En það mál hefur verið leyst af tæknimönnum Stál- víkur, okkur hefur tekist að koma í veg fyrir að ísing nái inn í gorm- inn. Ég óttast ekki, að okkur tak- ist ekki að betrumbæta búnaðinn svo, að hann standist þær kröfur, sem Siglingamálastofnun gerir til hans og eðlilegar eru. Það eru fleiri atriði sem ekki eru alveg frágengin — atriði sem varða útfærslu á efni og meðferð en það er örugglega stutt í að lausn finnist. Það er misskilning- ur að búnaður Stálvíkur sé eftir- líking af Sigmundsbúnaðinum — tæknimenn Stálvíkur hafa þróað þennan losunarbúnað nú í eitt ár og við höfum sótt um einkaleyfi, en prófunum lýkur ekki fyrr en allt er í lagi og þá munum við skipta um þá hluti sem ekki hafa reynst nógu vel,“ sagði Jón Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.